Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 3
Suðurnes Mengun í gnmn- vatni Utanríkisráðuneytið: Viðamikil úttektá grunnvatni svœðisins í bígerð - Niðurstöður þessara kann- ana benda til þess að vatnsbói okkar séu ekki í mjög mikilli hættu; annað þeirra er reyndar í 600 metra fjarlægð frá þeim stað er olíulekinn varð, en í láréttri stefnu miðað við straumstefnu vatnsins, og því er mengunar- hætta ekki talin mikil, sagði Vil- hjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík: Hluti af svæðinu í Njarðvík er aftur á móti í þessari straumstefnu, og því er hættan meiri þar. Við athuganir á borstað og rannsóknir á borkjarna kom í ljós að olía hefur seytlað niður í grunnvatn. í fréttatilkynningu frá utan- rfkisráðuneytinu vegna þessa máls segir að Jón Jónsson jarð- fræðingur hafi verið viðstaddur rannsóknaborunina sem fulltrúi sérstaks vinnuhóps sem varnarm- álaskrifstofa ráðuneytisins setti á laggirnar í nóvember til að sam- ræma aðgerðir vegna olíulekans. Jón skilaði lokaskýrslu um bor- unina 30. desember og tekur fram að ólíklegt sé að vatnsból Keflvíkinga og Njarðvíkinga séu „í yfirvofandi hættu“. Þá var Orkustofnun fengin til að gera skýrslu byggða á fyrirlig- gjandi upplýsingum. Þessi skýrsla lá fyrir hinn 5. janúar, og eru niðurstöður hennar sam- hljóða áliti Jóns; hvorki straumur né stefna grunnvatns gefí tilefni til að óttast að neysluvatn „meng- ist skyndilega". Á Þorláksmessu komu fulltrú- ar hersins og sveitarfélaganna tveggja saman til fundar og lögðu grunninn að neyðaráætlun um samtengingu vatnsveitna. í gær funduðu bæjarstjórar Keflavíkur og Njarðvíkur svo með starfs- mönnum varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins um olíul- ekann. í kjölfar þess fundar var fréttatilkynning ráðuneytisins gefin út. Niðurlag hennar er svofellt: „Vegna þeirrar mengunarhættu sem fylgir mikilli starfsemi á varnarsvæðinu á vegum varnarl- iðsins, flugfélaga o.fl., er nú í undirbúningi viðamikil úttekt á grunnvatni á svæðinu." HS FRETT1R Fiskveiðistefnan Leikf léttan gengur upp Sjávarútvegsráðherra tryggirsér meirihluta með því að gefa eftir 10 banndaga. Annarri umrœðu lauk ígær. Atkvœða- greiðsla í dag. Möguleiki á að tillögurfrá Matthíasi Bjarna- syni fari í gegn. Þriðja umræða í dag L sonar, sjávarútvegsráðherra, í kvótamálinu, virðist vera að ganga upp. Umræðan um fisk- veiðistefnuna hefur mest öll snú- ist um smábátaeigendur en aðrir þættir kvótafrumvarpsins gleymst. Með því að gefa eftir 10 banndaga í gær, þannig að þeir verða 70 í stað 80, einsog meiri- hluti sjávarútvegsnefndar neðri deildar hafði lagt til, virðist Hall- dór hafa tryggt frumvarpinu meirihluta í neðri deild. Það mun hafa verið Árni Gunnarsson sem var höfundur þessarar málamiðlunar, en hann hafði lýst yfír andstöðu við frum- varpið ef ekki væri komið til móts við kröftir smábátaeigenda. Til- laga Árna sem meirihluti sjávar- útvegsnefndar deildarinnar skrif- ar einnig upp á auk Matthíasar Bjarnasonar, Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, Kristins Péturs- sonar, sem er varamaður Sverris Hermannssonar og framsóknar- mannanna Ólafs Þ. Þórðarsonar og Guðmundar G. Þórarins- sonar, fækkar banndögum í des- ember um 10 daga, en auk þess liggur fyrir samkomulag við sjáv- arútvegsráðherra um að aflavið- miðun fyrir nýja smábáta aukist úr 55 tonnum í 60 tonn, en sú viðmiðun er ákvörðuð í reglu- gerð. Önnur umræða um kvótafrum- varpið hófst klukkan tíu í gær- morgun og stóð fram undir kvöldmat, að henni lauk, en at- kvæðagreiðslu um frumvarpið Reiknistofu bankanna. Móðurtölvan var tekin í gagnið í nóvember 1986, en hún verður fljótlega stækkuð um helming. Mynd: Sig. Reiknistofa bankanna Annir eftir áramót Eiríkur Guðjónsson, Búnaðarbanka: Man vart eftir öðru eins álagi. Þórður B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu: Móðurtölvan stœkkuð um páska Eg man ekki eftir öðru eins álagi í bankakerfinu síðan mynt- breytingin átti sér stað og eins að bankamannaverkfallinu loknu árið 1981, sagði Eiríkur Guðjóns- son, starfsmaður Búnaðarbank- ans, um fyrsta opnunardaginn á nýju ári. En það er athyglisvert að þrátt fyrir þennan mikla álags- dag skiluðu allir listar sér á hár- réttum tíma daginn eftir. - Búnaður Reiknistofu bank- anna hefur stækkað jafnt og þétt, en það geta alltaf komið fyrir smáslys þegar álagið er mest. Við stöndum þó alls ekki illa þegar tillit er tekið til þess að við höfum Félagsheimilið í Hnífsdal Fór undir hamarinn ísafjarðarbœr keyptihúsið á 5,1 milljón króna. Ríkissjóður óskaði eftir uppboðinu Bæjarsjóður ísafjarðar keypti Félagsheimilið í Hnífsdal á nauðungaruppboði fyrir skömmu á 5,1 milljón króna. Það var ríkissjóður sem óskaði og gekk eftir að uppboðið var haldið vegna gjaldfallinnar skuldar upp á 1 milljón króna af 2,5 milljón króna skuldabréfi hans. Að sögn Haraldar L. Haralds- sonar bæjarstjóra á ísafirði, finnst mörgum fsfírðingnum þessi harka alveg furðuleg í Ijósi þess hve skuldin við hann var lítil. Að vísu skuldar Félagsheimilið ríkinu vangoldinn söluskatt frá árinu 1986 upp á 120 þúsund krónur, en sú skuld kom upp- boðskröfunni ekkert við og hafði engin áhrif á hörku ríkissjóðs að láta húsið undir hamarinn. Haraldur sagði að ekkert væri ákveðið hvað gert yrði við húsið í framtíðinni, nema hvað tryggt væri að þeir aðilar sem hefðu haft afnot af því, héldu þeim áfram. Þó væri ljóst að húsið verður ekki rekið undir ákvæðum laga um fé- lagsheimili, eins og gert hefur verið frá því það var tekið í notk- un fyrir tæpum tuttugu árum eða svo. Áður en uppboðið fór fram átti bæjarsjóður 50% af húsinu en hinn helminginn áttu Kvenfé- lagið Hvöt, Verkalýðsfélagið Baldur, íþróttafélagið Reynir og Slysavarnadeildin í Hnífsdal. „Með því að kaupa húsið vild- um við tryggja að hér á ísafirði væri þó eitt hús sem getur tekið allt að 400 manns, enda ekkert annað sambærilegt hús hér að finna,“ sagði Haraldur L. Har- aldsson. grh var frestað þar til í dag. Flestir ræðumenn deildu hart á smábát- aákvæðin, þeirra á meðal Krist- inn Pétursson, en með því að ger- ast meðflutningsmaður á breytingartillögunni mun hann sáttur við frumvarpið. Sömu sögu er að segja um Árna Gunnarsson og Jón Sæmund. Sighvatur Björgvinsson hefur hinsvegar enn ýmislegt við frumvarpið að athuga. Við atkvæðagreiðsluna í dag kemur í ljós hvort einhverjar af breytingartillögum Matthíasar Bjarnasonar fari í gegn, en ljóst er að breytingartillögur stjórnar- andstöðunnar munu ekki fá hljómgrunn hjá stjórnarsinnum. í gær lýstu ýmsir stjórnarsinnar yfir stuðningi sínum við tillögur Matthíasar, þar á meðal Sighvat- ur Björgvinsson og Pálmi Jóns- son. Kristinn Pétursson tók einn- ig undir ýmsar af tillögum Matt- híasar. Einna mestan hljómgrunn virðist tillaga Matthíasar um að Alþingi kjósi þrjá menn í sér- staka samráðsnefnd sem fylgist með framkvæmd löggjafarinnar fá. Þá er talinn möguleiki á að tillaga Matthíasar um að skip sem komi í stað fiskiskipa sem fórust á árunum 1983 og 1984 fái kvóta, fari einnig í gegn. Þriðja umræða hefst strax að lokinni atkvæðagreiðslu í dag. -Sáf gengið í gegnum mun styttra þró- unarskeið í þessum efnum en nágrannaþjóðirnar, sagði Eirík- ur: Afgreiðslukerfið, það sem snýr að viðskiptavinunum, er niðri langt innan við 5% af opn- unartíma bankanna, en þegar þannig verður sambandslaust við Reiknistofuna taka við önnur prógrömm. Eins eru gjaldkera- vélarnar sjálfar með eigið minni og vinnslugetu, sagði Eiríkur. Að sögn Þórðar B. Sigurðs- sonar, forstjóra Reiknistofu bankanna, var móðurtölva stofn- unarinnar tekin í gagnið í nóvem- ber 1986, og hefur ekki verið stækkuð síðan. Um páskaleytið á þessu ári er von á helmingsstækk- un; minnið vex um helming en hraðinn um 60%. Mánudagar og mánaðamót eru álagstopparnir í bankakerfinu. Sægur gíróseðla er jafnan greiddur um mánaðamót og eins eru laun lögð inn á reikninga. Að sögn Eiríks er álagið 50% til 60% meira fyrstu tvo til þrjá dagana eftir mánaðamót en ella. - Hvergi í heiminum er notað minna af seðlum en hérna, sagði Eiríkur, og tók sem dæmi um um- fang tékkaviðskipta að 145 þús- und slíkir fóru í gegnum kerfið einn annadaginn í desember. HS Kjarvalssafn Úthlutun verkefnisins gagnrýnd Arkitektar óánægðir með að ekki hafi verið efnt til samkeppni um hönnun Kjarvalssafns Félögum í arktektafélaginu þykir almennt mjög miður eð ekki skuli hafa verið efnt til sam- keppni um húsið, sagði Guð- laugur Gauti Jónsson formaður Arkitektaféiagsins um ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar og borgarráðs þess efnis að fela Guðmundi Jónssyni arki- tekt að hanna Kjarvalssafn sem fyrirhugað er að reisa á Mikla- túni, í stað þess að efna til sam- keppni um hönnunina eins og minnihlutinn hafði gert tillögu um. Guðlaugur Gauti sagði að þessi yfirlýsing væri ekki van- traust á Guðmund en það væri mikill munur á því að fá eina til- lögu eða geta valið úr 30. Kristín Á. Ólafsdóttir fulltrúi Alþýðubandalagsins í Menning- armálanefnd lagði fram tillögu um að efnt yrði til samkeppni um hönnun hússins, en í bókun með tillögunni segir m.a.: „Opin samkeppni eykur líkur á á því að fram komi góðar hug- myndir auk þess sem tilefnið er kjörið til þess að ýta undir húsa- gerðarlistina.“ Kristín sagði að samkeppni hefði kostað borgina öðru hvoru megin við 2 miljónir. Stærð húss- ins verður á bilinu 600-700 ferm- etrar að grunnfleti. _ K_ól. Fimmtudagur 7. janúar 1988jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.