Þjóðviljinn - 12.01.1988, Page 2
-SPURNINGIN—
Áttu von á höröum
átökum á vinnumarkaö-
inum?
Ewald Berndsen
forstjóri:
Ég á nú ekki von á hörðum
átökum. Það hefur verið búið
þannig um hnúta að verkalýður-
inn hefur ekki efni á því að fara í
verkföll.
Sigurður Óskarsson
rafvirki:
Mér sýnist allt benda til þess að
svo fari. Ég held að þeir ætli ekk-
ert að semja. Þeir fást ekki einu
sinni til þess að ræða málin.
Grétar Bergmann
verslunarmaður:
Ég á von á þeim, já. Mér sýnist
svipurinn á honum Guðmundi
benda til þess.
Kristján Kristjánsson
eftirlaunaþegi:
Já, ég á nú frekar von á hörðum
átökum. Mér sýnist horfurnar
vera þannig.
Súsanna Svavarsdóttir
blaðamaður:
Nei, ég hef enga trú á að það
komi til verulegra átaka.
FRÉITIR
Umferðin 1987
Betur má ef duga skal
Fararheill ‘87:1987slösuðust 10,2% fleiri en 1986.
Umferðaróhöppumfjölgaði um 10,9% á milli áranna. 24 létust í
umferðinni ífyrra. Jafnmargir og árið 1986
Asíðasta ári slösuðust 10,2%
fleiri í umferðinni en árið
1986.1987 voru 1038 skráðir slas-
aðir, en voru 942 árið 1986.
Jafnmargir létust í fyrra í um-
ferðarslysum og árið þar á undan
eða 24. Þá Qölgaði umferðar-
óhöppum um 10,9% á milli ár-
anna 1986 og 1987. í fyrra voru
skráð 13,327 umferðaróhöpp hjá
bifreiðatryggingarfélögunum
miðað við 12,015 óhöpp í umferð-
inni árið 1986, samkvæmt tölum
frá Fararheill ‘87 sem fylgst hefur
með þróun skráðra umferðar-
óhappa hjá bifreiðatrygginarfél-
ögunum á árinu 1987 og borið
saman við sambærilega skrán-
ingu 1986.
Samkvæmt skráningu Farar-
heillar ‘87 á skráðum umferðar-
óhöppum og samanburði á milli
áranna 1987 og 1986 verður að
taka tillit til töluverðrar umferð-
araukningar sem varð á milli
þessara ára, en samkvæmt ný-
Iegum upplýsingum frá olíufélög-
unum var bensínsala um 13%
meiri á síðasta ári en á árinu 1986.
í frétt frá Fararheill ‘87 segir að
mesta fjölgun óhappa hafi orðið á
fyrsta ársfjórðungi 1987 miðað
við sama ársfjórðung 1986, en
mesta aukning milli ársfjórðunga
varð frá þriðja tii fjórða ársfjórð-
ungs 1986 eða um 27,5%.
Samkvæmt tölum frá Farar-
heill 87 vekur athygli hversu
mikil fækkun óhappa er frá des-
ember til sama mánaðar 1987,
eða um 14,3% En þá er ekki
tekið tillit til aukinnar umferðar.
Fjölgun slasaðra var langmest í
tveimur mánuðum, júlí og ágúst á
síðasta ári. í þeim mánuðum
slösuðust 242 eða 75 fleiri en í
sömu mánuðum 1986, en þá
slösuðust 167 manns. grh
Gatnamálastjóri
Oréttmæt
gagniýni
Erilsamt hefur verið að undanförnu í tollinum vegna viðamikilla tollabreytinga. Hér bíða nokkrir viðskiptavinir úrlausnar
sinna mála. Mynd: Sig.
Tollabreytingar
Erill í tollinum
Skipulagning ogskýrslugerð til endurskoðunar samfara tollabreyting-
unum
nokkuð er um það að þeim hafi mikið hefur þurft að leiðrétta,
verið endursendar skýrslur ef sagði hún. HS
Slökkvilið Reykjavíkur
Útköllum fjölgaði
að hefur verið mikill erill hjá
okkur samfara tollabreyting-
unum, ekki hvað síst vegna skipu-
lagsbreytinga sem fylgt hafa í
kjölfarið, sagði Elín Inga Ólafs-
dóttir starfsmaður hjá tollstjóra-
embættinu.
Að sögn Elínar Ingu hefur
þurft að endurskoða skýrslu-
eyðublöð, bæði hvað varðar að-
flutning og útflutning, og gildir
þá einu hvort um er að ræða
tölvuform eða ekki.
- Þetta hefur verið mikið álag
og mikil vinna, en gengið vel þeg-
ar tillit er tekið til þess hve stór-
vægilegar þessar breytingar eru;
það er helst að skýrslugerð frá
innflytjendum hafi verið áfátt, og
Utköllum Slökkivliðs Reykja-
víkur fjölgaði nokkuð á síð-
asta ári miðað við árið á undan. í
fyrra voru útköllin 683 en 564
árið 1986.
Til útkalla er talin öll aðstoð
Slökkviliðsins, þar sem ekki var
um eldsvoða að ræða, svo sem
efnaleki, vatnsleki, losun fólks úr
bflflökum og fl. Útköll í eldsvoða
voru 359 þar af 23 vegna sinuelda
á nýliðnu ári en 330 útköll í elds-
voða voru árið 1986.
Sjúkraflutningum fjölgaði
einnig á sl. ári, voru þá 10.532 en
10.187 árið 1986. Tveir stór-
brunar í fyrra, í Lystadún og
Málningu og tveir létust af völd-
um eldsvoða.
Gatnamálastjóri
svarar Sigurjóni
Péturssyni
í Þjóðviljanum 5. janúar s.l.
heldur Sigurjón Pétursson borg-
arfulltrúi því fram að bið hafi orð-
ið á því að samþykktum tillögum
hans í borgarstjórn varðandi
hreinsun undirgangna og lýsingar
í þeim sé framfylgt og jafnvel alls
ekki vegna áhugaleysis borgaryf-
irvalda. í þessu sambandi vildi
undirritaður láta það koma fram
að borgarstarfsmenn taka vel
gagnrýni og reyna ávallt að bæta
úr sé hún sanngjörn og á rökum
reist. Gagnrýni sem ekki er rétt-
mæt særir óhjákvæmilega þá
starfsmenn sem fyrir verða og
sem samviskusamlega hafa unnið
sín verk eftir bestu getu við
hreinsun á undirgöngum og öðr-
um gönguleiðum. Eftir að til-
lagan um bætta hreinsun undir-
gangna kom fram var gerð gangs-
kör að úttekt í þeim efnum, bæði
hvað snertir hreinsun og lýsingu
gangnanna. Þessu hefir verið
fylgt eftir og miklum fjármunum
verið varið í endurnýjun ljósa-
búnaðir í undirgöngum sem
liggur undir sífelldri skemmdar-
starfsemi. Verður ekki betur séð
en að þessum málum sé vel borg-
ið. Stöðugt er verið að setja upp
hindranir á gangstíga til að hindra
skellinöðruakstur, einnig út við
akbrautir þar sem þær þvera
gangstíga til að koma í veg fyrir
að börn fari sér að voða. Þetta
þarf að meta í hverju tilfelli fýrir
sig hvað rétt og hægt er að gera,
því tæki þurfa að komast eftir
þessum stígum til hreinsunar,
viðhalds og vegna aðkomu sorp-
bfla.
Virðingarfyllst
Ingi Ú. Magnússon
gatnamálastjóri
2 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 12. janúar 1988