Þjóðviljinn - 12.01.1988, Page 4
LEIÐARI
Oréttlát skattheimta
Þá eru landsmenn búnir að prófa matarskatt-
inn á sjálfum sér. Undanfarnar vikur hefur um-
ræðan um þennan skatt líklega verið miklu al-
mennari en ráðherrar áttu von á. Fólki þótt það
töluverð tíðindi að ríkisstjórnin skyldi telja hækk-
un á matvælaverði vænlega leið til að rétta af
halla ríkissjóðs. Sú kumpánlega glettni, sem
fjármálaráðherrann hefur tamið sér þegar þessi
mál ber á góma, féll illa í kramið hjá alþýðufólki
sem hafði áhyggjur af versnandi afkomu heimil-
anna.
Margir vildu gjarnan trúa ráðherrum, að tolla-
lækkanir vægju upp á móti söluskattshækkun-
inni. En verð hinnar daglegu innkaupakörfu
ræðst aðallega af verði algengasta neysluvarn-
ings. Verðhækkanir á fiski og kjöti vega þar meir
en lækkun á varningi á borð við hnífapör sem
fólk kaupir ekki nema á margra ára fresti.
Auðvitað grunaði almenning að verðbreyting-
arnar kæmu við fjárhaginn en samt vildu menn
gjarnan trúa því að ráðherrarnir segðu satt, að
þeir hefðu í raun og veru kynnt sér málin og
komist að þeirri niðurstöðu að matarskatturinn
rynni aftur til fólksins í formi lækkaðs verðs á
ýmsum varningi.
Nú er almenningur búinn að finna á sinni
eigin buddu að matarskatturinn er einfaldlega
óprúttin aðferð til að seilast í pyngju fólks, að-
ferð sem bitnar þyngst á þeim sem úr minnstu
hafa að moða.
Þeir eru býsna margir sem ekki eru enn búnir
að ná sér eftir það áfall sem síðustu helgar-
innkaup voru þeim. í búðunum sáust menn
standa og velta vöngum yfir verðlagi hluta,
tautandi að þeir tryðu ekki sínum eigin augum.
Sumirspurðu hvortekki hefði einhvervarningur
lækkað í verði en fengu neitun. Lækkaðir tollar
kæmu ekki fram fyrr en gömlu birgðirnar væru
seldar, það gæti liðið drjúglangur tími þar til
leysa þyrfti nýjar birgðir út úrtolli. Innkaupsverð
gæti líka hafa hækkað á meðan og álagningar-
prósentan yrði án efa hækkuö því að kaupmenn
yndu því ekki að fá í sinn hlut færri krónur en
áður.
Niðurstaðan er skýr: stórhækkað verð á
lífsnauðsynjum sem ekki fást bættar fyrr en í
næstu kjarasamningum, kannski ekki fyrr en
liðið verður langt fram á vor.
Hvernig stóð á því að ríkisstjórnin valdi þessa
aðferð? Ein rökin voru þau að allur varningur
yrði að bera sama söluskatt, það væri óhjá-
kvæmilegur undanfari fyrirhugaðs virðisauka-
skatts. Þessa speki hafa ráðherrar farið með
aftur og aftur eins og trúarjátningu. Bent hefur
verið á að víða þar sem stjórnvöld innheimta
virðisaukaskatt, er um meir en eitt skattþrep að
ræða. Meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi
hefur lægra skattþrep á lífsnauðsynjum en á
öðrum varningi. Það er réttlætt á þann veg að
skattheimtan leggist ekki eins þungt og ella á
þann hluta almennings sem minnst hefur á milli
handanna.
Járnfrúin í Bretlandi viðurkennir í verki að ekki
séu allir jafnvel í stakk búnirtil að greiða skatta.
Hvað með íslenska ráðamenn? Hvað með ís-
lenska krata? Hvað segir Jóhanna nú?
Ráðherrar í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir að breyta út af
boðaðri kenningu sinni um sama söluskatts-
þrep fyrir allan varning. Fyrir nokkrum vikum
sáu þeir að það leit ekki nógu vel út að hækka
verð í fiskbúðum um fjórðung en lækka varalit
og vellyktandi. Þá tilkynntu þeir að söluskattur á
soðningu yrði niðurgreiddur, hann yrði í reynd
10% í stað 25%. Allt í einu var ekkert vandamál
að hafa fleiri en eitt söluskattsþrep. En þrátt fyrir
lægri söluskatt en á öðrum matvælum blasir hin
nöturlega staðreynd við: Frá áramótum hefur
soðningin hækkað um 25-40%.
Kaupgjald hefur ekki breyst í rúma þrjá mán-
uði eða frá 1. október og mun ekki breytast fyrr
en samningar takast. Að vísu hækkuðu sumir
ríkisstarfsmenn um einn launaflokk um ára-
mótin, aðrir ekkert. Verðbólgulogarnir leika um
þjóðfélagið. Með matarskattinum hefur ríkis-
stjórnin hellt olíu á þann eld. Kaupgeta rýrnar
með hverjum deginum og mest hjá þeim sem
minnst mega sín. -
Vissu ráðamenn ekki hvað þeir voru að gera,
þegar þeir lögðu á matarskattinn eða telja þeir
enn að hann verði íslenskri alþýðu til bless-
unar?
KUPPT OG SKORIÐ
Áhyggjur Morgunblaðsins
Það var skrýtið hljóð í Reykja-
víkurbréfí Moggans um síðustu
helgi. Þar á bæ sýnast menn hafa
áhyggjur af því að nauðsynlegar
aðgerðir í efnahagsmálum, sem
ekki er ólíklegt að verði m.a.
fólgnar í gengisfellingu, og nýir
kjarasamningar við launafólk
geti orðið ríkisstjórninni erfiður
biti að kyngja.
Bréfritari veltir því mjög fyrir
sér að málflutningur Alþýðu-
bandalagsins fái kannski óþarf-
lega góðan hljómgrunn. Það þarf
svo sem ekki að koma neinum á
óvart að á matarskattstímum gæti
nokkurs ótta um að almenningur
vilji leggja eyrun við öðru tali en
því sem upp úr ráðherrunum
stendur.
En grípum nú niður í Reykja-
víkurbréfið:
„í allmörg ár má segja, að
flokkapólitíkin hafHítil áhrif haft
á stefnu og aðgerðir verkalýðs-
hreyfingarinnar. Nú er hins vegar
ýmislegt, sem bendir til þess að
afskipti stjórnmálamanna af
kjarasamningum verði meiri en
verið hefur um skeið. Ástæðan er
fyrst og fremst sú, að ýmsir helstu
foringjar í verkalýðssamtökun-
um eru að berjast til valda í Al-
þýðubandalaginu ..."
Bréfritari veltir nokkuð fyrir
sér stöðu Ásmundar Stefáns-
sonar forseta ASÍ og Þrastar Ól-
afssonar framkvæmdastjóra
Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar. Síðan segir hann:
„Þessi sundrung í röðum
verkalýðsforingja ásamt því, að
bæði Ásmundur og Þröstur eru
að berjast til valda innan Alþýðu-
bandalagsins veldur því, að for-
maður flokksins hefur meiri
möguleika á að hafa áhrif á stefnu
og aðgerðir verkalýðsfélaganna
en forystumenn Alþýðubanda-
lagsins hafa haft um langt skeið.
MQRGUNBLADU), SUWNUDAGUR 10. JANLAR 1W8
31
M«ikaflanP> * _iu afl mikið
Sur ■»
kxflBnnntf- tem hún þurfVJ
3*«rtalo.minuð) og .
há» mrf rnikfci - þe»», \
ýMbtrt\ nokkor h»Wa
»S3g£,tf
.aSsSKssEF
mik*”*‘rÍL» mi •*
SSsSttW
Sfhanne-onarvaraöb
og tvennar ko«ntP'
stjóma og h,r
var mv"
Segja má, að þá séum við komin í
hring vegna þess, að slík áhrif for-
ystu Alþýðubandalagsins áttu
einna mestan þátt í óróa á vinnu-
markaðinum á árum áður.“
Friðarspillir
Pessi þula kemur svo sem
kunnuglega fyrir sjónir. Er ekki
verið að segja að allt væri í
himnalagi og ekki þyrfti að vænta
neins óróa hjá launafólki, ef ekki
kæmi til Alþýðubandalagið? Al-
þýðubandalagsmenn geti ekki
látið sér duga innbyrðis erjur um
völd. Nú séu það Þröstur og Ás-
mundur sem eru með hasar og sá
atgangur geti leitt til óróa á
vinnumarkaðinum og ástandið
orðið svipað og var „á árum
áður“.
Það situr síst á Þjóðviljanum
að gera minna úr áhrifamætti Al-
þýðubandalagsins en efni standa
til. En skyldu ýmis önnur öfl ráða
töluverðu um þá atburðarás sem
vænta má í hinni eilífu baráttu um
brauðið.
Undanfarin ár hefur verið al-
mennur vilji fyrir því hjá sam-
tökum launþega að ná niður
verðbólgu. Um tíma varð veru-
legur árangur í þessari baráttu og
vart mælir því nokkur í mót að
það var fyrst og fremst verkalýðs-
hreyfingunni að þakka. Það má
færa að því rök að Iaunafólk hafi
greitt niður verðbólguna. Það var
gert í trausti þess að ríkisstjórnin
tæki þátt í baráttunni.
Á árum áður höfðu verið gerð-
ir kjarasamningar þar sem
kauphækkanir í krónutölu voru
mældar í tugum prósenta. Þetta
dugði þó ekki til að halda í við
verðbólguna. Nú voru aftur á
móti gerðir samningar þar sem
kauphækkanir voru ekki miklar í
krónum en meiri áhersla lögð á
ýmsar aðgerðir stjórnvalda.
En þrátt fyrir þessa stefnu hef-
ur verðbólgan nú tekið á rás.
Áður fyrr var lenska að kenna
kjarasamningum um verðbólg-
una, nú dettur engum i hug að
koma með slíka skýringu. Aftur á
móti blasir við að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eru ekki til þess
fallnar að draga úr verðbólgunni.
Margir launamenn telja að til-
raunum undanfarinna ára með
kjarasamninga, sem byggja á
þríhliða viðræðum verkalýðs-
hreyfingar, atvinnurekenda og
ríkisvalds, sé nú lokið. Ljóst sé að
ríkisstjómin hafi fallið á prófinu,
matarskatturinn sýni það best.
Vantrú á ríkisstjórnina hefur
grafið undan trú manna á þá að-
ferð sem beitt hefur verið við
kjarasamninga undanfarin ár.
Þótt fróðlegt sé að fylgjast með
Alþýðubandalaginu er ljóst að
ímynduð átök milli Ásmundar
Stefánssonar og Þrastar Ólafs-
sonar eru ekki sá vendipunktur
sem allt mun snúast um í kjara-
málum næstu vikurnar.
Beðið eftir stjórninni
Þótt samningar flestra verka-
lýðsfélaga séu runnir út, gengur
lífið sinn vanagang. Launamenn
fá laun greidd samkvæmt gömlu
töxtunum. Hjá flestum hafa þeir
ekkert breyst í meira en þrjá
mánuði.
Rfkisstjórnin hefur ekki gefið
uppp til hvaða aðgerða hún
hyggst grípa í efnahagsmálum.
Orka ráðherra virðist öll hafa far-
ið í að kljást við þingmenn og þá
ekki sist stjórnarliða. Brátt verð-
ur þingið sent heim og þá fær
ríkisstjórnin kannski ráðrúm til
að hugsa sitt ráð. Sterk öfl í
þjóðfélaginu hafa leynt og ljóst
krafist gengisfellingar. Það vekur
athygli að forstjóri SÍS er í þeim
hópi er krefst aðgerða. Menn
telja ólíklegt að Framsóknar-
flokkurinn láti hróp úr þeirri átt
sem vind um eyru þjóta.
Verkalýðshreyfingin er ekki
ginnkeypt fyrir að ganga til samn-
ingaog fá e.t.v. yfir sig gengisfell-
ingu nokkrum dögum síðar.
Það er ríkisstjórnin sem á
leikinn. Hún verður að leggja
spilin á borðið og segja hvers
vænta má af hennar hálfu næstu
misserin. Geti hún það ekki er
hún til einskis nýt.
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé.
Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir.GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H.
Gíslason, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á.
Friðþjófsson, Vilborg Davíösdóttir.
Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
S(mavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbroiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir.
Afgroiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:65 kr.
Askrlftarverö ó mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. janúar 1988