Þjóðviljinn - 12.01.1988, Side 6

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN MINNING Vinnustofa Myndlistarmann bráövantar hús- næöi undir vinnustofu. Allt kemur til greina, t.d. háaloft eða kjallari. Uppl. s. 681333 og 687122. Filip. Þýskur námsmaður (24) óskar eftir herbergi í húsnæöi með öðrum náms- mönnum frá lokum janúar a.m.k. til loka júlí. Helst í nágrenni há- skólans. Svör sendist Þjóðviljan- um merkt Michael Schulte. íbúð óskast til leigu Óskum eftir að taka á leigu ibúð sem fyrst. Við erum barnlaust par á þrítugsaldri. íbúðareigendur vinsamlegast hringið í síma 72863 e.kl. 6 á kvöldin. GÓLFTEPPI Til sölu notað, ca. 45 m2 lítið slitið ullargólfteppi. Einnig til sölu á sama stað bastsófasett, 2ja sæta og 2 stólar, kringlótt borð. Upp- lýsingar í hs. 83627 og vs. 681333. Edda. Er einhver sem vill losna við 2-4 Ijósa bakstóla í eldhús og 2-3 innskotsborð? Og vill fá í staðinn antikljósakrónu og veggljós. Ef þið hafið áhuga, hringið í síma 73684 eftir kl. 16. Til sölu afar ódýr en þó gangfær þvotta- vél. Hentar þrifnum einhleyp- ingum. Uppl. s. 10395 e.h. Trésmiður óskar að leigja 2ja-4ra herb. íbúð í nánd við Hvassaleiti. Má þarfnast lagfær- ingar. Uppl. s. 10395 e.h. Skápur fæst gefins 3 einingar. Sími 44868 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa Honda XL 250 sem þarfnast lagfæringar eða álíka hjól á verðbilinu 10-12 þús. kr. Uppl. s. 91-17992. Fyrir ungbörn Skiptiborð til sölu. Uppl. s. 84212 eftir kl. 19. Til sölu mjög ódýr þvottavél. Sími 17369. Hjónarúm og lítill ísskápur til sölu. Sími 79649. Svalavagn óskast Uppl. s. 17796 eftir kl. 18. Til sölu barnarúm úr furu, hægt að draga sundur. Uppl. s. 22017 eftir kl. 17. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. s. 19239. Framköllunarvél Óska eftir framköllunarvél fyrir reprómaster. Uppl. s. 688101 (á kvöldin) og 39040 (á daginn). Linda. Til sölu fyrir smábarn Emmaljunga barnavagn til sölu. Er í senn burðarrúm, vagn og kerra. Grár að lit, mjög vel með farinn. Einnig skiptiborð með 4 skúffum, magapoki og kerrupoki. Sími 641693. Björg. Auglýsið í Þjóðviljanum Sími 681333. |p Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Bygginga- deildar, óskar eftir tilboöum í ýmiss konar máln- ingarvinnu, innanhúss á leiguíbúöum í fjölbýlis- húsum hjá Reykjavíkurborg. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 27. janúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í fittings. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Faðir okkar Ingólfur Helgason Höfðabrekku 16 Húsavík andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn 9. janúar. Helga Ingólfsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir Þorbjörg Ingólfsdóttir Halldór Ingólfsson Ragnheiður Sveinsdóttir Fœdd29. nóv. 1900-Dáin28. des. 1987 Hún fæddist í Reykjavík alda- mótaárið, hét í höfuðið á móður- ömmu sinni Ragnheiði Björns- dóttur ljósmóður í Hafnarfirði og var elst af fimm dætrum Vilborg- ar Þorgilsdóttur og Sveins Árna- sonar síðar fiskimatsstjóra. Eitt ár í frumbernsku var hún með foreldrum sínum á Bfldudal, þar sem Þorsteinn Erlingsson fékk hana stundum lánaða til að leika sér við. Annars áttu þau lengst af heima í Hafnarfirði, þar til hún var tíu ára. Þá fluttu þau til Seyðisfjarðar, og þar ól hún æsku sína og aldur fram yfir þrítugt. í æsku hennar var enn heldur fátítt, að stúlkur gengju í fram- haldsskóla, þótt bókhneigðar væru og hugur stæði til þess. Það varð því úr, að hún hóf störf í apóteki bæjarins skömmu eftir fermingu. Af næmi sínu varð hún brátt gerkunnug öllu því, sem laut að lyfjanotkun og lyfjagerð, sem þá fór að talsverðu leyti fram í apótekunum sjálfum. Ævistarf hennar tengdist síðan lyfjum í apóteki Seyðisfjarðar, Vest- mannaeyja, Ingólfs apóteki í Reykjavík og loks sem aðstoðar- maður lyfjafræðings í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur til 1970. Hvar- vetna naut hún mikillar viður- kenningar fyrir nákvæmni og á- reiðanleika í starfi. Árið 1933 giftist hún Herði Gestssyni bílstjóra. Þau fluttu til Reykjavíkur, eignuðust dæturn- ar Vilborgu og Helgu, en slitu samvistir eftir fimm ár. Um líkt leyti gerðist Ragnheiður heilsu- veil, sem varð m.a. til þess að eldri dóttirin ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum. Ragnheiður hélt lengi eftir það heimili með Nönnu systur sinni og mági, þá með föður sínum, síðar með Helgu, enn síðar með Vilborgu og loks bjó hún í þjónustuíbúð á Dalbraut 27. Ég var sem tengdasonur mikið samvistum við Ragnheiði í aldar- fjórðung og kynntist því talsvert andstæðum í fari þessarar bráð- greindu og góðu manneskju. Hún var með eindæmum heiðarleg, ósérhlífin og sam- viskusöm, svo að okkur meðal- breyskum gat fundist nóg um. Þær dyggðir eru að vísu vel séðar af ráðamönnum, en hafa því mið- ur lítt gagnast fólki til að komast áfram í heiminum, ekki frekar en hógværð og lítillæti. Hún taldi sig heldur aldrei vera til stórræð- anna, var lítið fyrir bjartsýni og virtist næstum af þrákelkni líta á það sem hlutskipti sitt að verða undir í lífinu. Engu að síður var hún mjög stolt og auðsærð, ef henni þótti sér misboðið í hinu minnsta. Það var blátt áfram sorglegt, að hún skyldi ekki fást til að reyna að beita miklum gáf- um sínum að einhverju verðugu áhugamáli til að stytta dægrin. Sjaldan vildi hún viðurkenna, að sér þætti gaman að nokkrum hlut, sem aðrir hældu, og lá t.d. ekkert á því, að sér þættu bæði Shakespeare og Chaplin leiðin- legir. Það var því ekki alltaf vand- alaust að velja henni jóla- eða af- mælisgjöf. Ekki flíkaði hún held- ur dálæti sínu úr hófi fram. Eins og amman í Brekkukoti forðaðist hún t.d. að leggja nokkkurt gott orð til heimiliskattarins, þótt enginn annaðist hann af meiri natni en einmitt hún. Enda tók engin kisa mark á þeim skattyrð- um. Og að sjálfsögðu voru þetta viss ólíkindalæti. Sannarlega hafði hún ánægju af ýmsu. Hún las t.d. mikið, ekki síst á öðrum Norðurlandamálum. Hún fylgd- ist líka vel með útvarpi og síðar sjónvarpi og gat þá verið óspör á athugasemdir við það sem gerðist á skjánum. Hún var stálminnug og næm á allt, sem hún hafði meðtekið. Því gat hún haft frá mörgu fróðlegu og spaugilegu að segja frá æskustöðvum, hvort sem þau höfðu verið að skemmta sér með Inga T. Lárussyni eða atast í Sigfúsi þjóðsagnaþul. Þá var brugðið upp bráðlifandi svip- myndum. Það vantaði ekki held- ur, að hún kynni stöku sinnum að lífga sálaryl með fjölskyldu eða vinnufélögum. En án efa hafði hún mesta gleði af barnabörnum sínum. Þeim var ekkert of gott, hvernig sem þau höguðu sér. í skiptum við þau komst hún næst því að auðsýna þá eðlislægu blíðu, sem hún leitaðist annars fremur við að halda aftur af. Undirritaður naut reyndar líka furðumikils eftir- lætis. Feginn er ég að hafa munað að heimsækja hana á aðfangadag fáum dægrum áður en hún lést og sjá hana brosa við mér eins og í gamla daga. Það er líklega besta jólagjöfin, sem við höfum gefið hvort öðru. Arni Björnsson VIDHORF Bandaríkjanna og Nató og hlut- verk þeirra að njósna um ferðir rússneska flotans og vera fram- varðarstöð f hugsanlegum átökum hvernig svo sem starfinu er háttað á yfirborðinu. Það væri líka gaman að heyra þau rök sem ættu að fá Bandaríkjamenn til að opna herstöðvarnar hér fyrir öðr- um herveldum, þeir eru ekki van- ir að sleppa því sem þeir hafa hremmt. Ólafur leggur áherslu á að af- vopnunarsamningar verði best tryggðir með samskiptum ráða- manna stórveldanna. Það er vissulega ágætt að takmarka víg- búnaðarbrjálæðið eitthvað eins og horfur eru á nú um stundir þótt hæpið sé að þeim fjármunum sem kunna að sparast verði veitt til þjóðþrifamála. En sá ávinn- ingur sem nú örlar á hefur ekki náðst með samningum stjórn- málamanna, þeir eru einungis framkvæmdaaðilar. Árangurinn er fyrst og fremst að þakka öflugu starfi friðarhreyfinga í Evrópu síðustu ár, margmennið á götun- um hefur knúið stjórnmálamenn tii að hamla gegn hernaðarhyg- gjunni og reyna að hafa taumhald á ólmustu stríðshaukunum. Forystumenn stórveldanna eru fulltrúar ákveðinna valdahópa hver í sínu landi - yfirstéttar, eignamanna, vopnaframleiðenda o.s.frv. - og munu ævinlega tryggja hagsmuni þeirra við hvers konar friðar- eða öryggissamn- inga á kostnað almennings eða annarra þjóða. Þeir eru fullir með hernaðarhyggju, beita yfir- gangi og undirferli á víxl og tala tungumál sem er almenningi framandi. Það er varasamt að taka mark á þeim og það má aldrei treysta þeim hve mikið sem þeir fagurgala. Þeir tala alltaf annarlegum tungum. Eina raunhæfa friðarbaráttan fer fram meðal almennings. Sér- hver maður verður að berjast gegn þeim her sem er í landi hans, í Evrópu eru það hernaðar- hreiður stórveldanna og kjarn- orkuvopnageymslur, hér á landi herbúnaður Bandaríkjanna í Keflavík, Hornafirði og víðar. Hernaðarhaukunum stendur af engu meiri stuggur en mótmælum almennings gegn her og hernað- arbröiti, bænarskrám, undir- skriftalistum, hópgögnum og úti- fundum. Með þeim baráttuað- ferðum vinnum við gagn, þannig getum við tryggt að frá lslandi verði ekki farið með rangsleitni gegn öðrum þjóðum heldur höfð samvinna við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli. Og á þessu verður að standa fast þótt slíkt hreinlífi kunni sumum að þykja þreytandi og þeir fylgi lauslátari stefnu en kannski er það sú stefna sem koma skal í Alþýðubanda- laginu? Jón Torfason ALÞYÐUBANDALAGHD Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsaelu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudöqum frá klukkar 17-19 e.h. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Garðabæ Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Hofsstaðaskóla, Garðabæ, mánudag inn 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Val fulltrúa í Skólanefnd. 2) Val varafulltrúa í Félagsmálaráð. 3) Breyting á framkvæmdastjórn félagsins. 4) Fjármál félagsins. 5) Önnur mál. Stjórnir /5 Notaðu endurskinsmerki -og komdu heil/l heim. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.