Þjóðviljinn - 12.01.1988, Síða 8
Lágfóta
Hvítrefir
kringil-
fættari
Meira en 30 ára gamlar
athuganir Theodórs frá
Bjarmalandi staðfestar
Árið 1955 kom út bókin „Á refa-
slóðum“ eftir Theodór Gunn-
laugsson frá Bjarmalandi í Öxar-
firði. Þar segir m.a.:
„Hvítrefir virðast mun kringil-
fættari og klær þeirra ganga
meira á ská Ennfremur:
„Fætur blárefanna eru aftur á
móti sporöskjulagaðri, og miðað
við sömu stærð á dýri virðast mér
þeir heldur minni ummáls.“ The-
odór telur framfætur blárefa oft
nauðalíka og á hvítum tófum en
afturfótalögunin sé talsvert ólík,
fæturnir áberandi sporöskjulag-
aðri.
í nýútkomnu fréttabréfi veiði-
stjóra, Páls Hersteinssonar, er
frá því greint að hann hafi, ásamt
Stefáni Aðalsteinssyni og Eggert
Gunnarssyni, rannsakað hvort
þessar athuganir Theodórs stæð-
ust í raun. Niðurstöður urðu í
stuttu máli þær, að mælingar á
fótlögun refa staðfesti skrif Theo-
dórs en séu „þó um leið í merki-
legu ósamræmi við þau. Okkar
niðurstöður benda til þess, að
hvít dýr séu með kringlóttari
framloppur en mórauð dýr. Aft-
ur á móti sé munur á afturloppum
minni eða enginn.“ Theodór tel-
ur hinsvegar að munurinn sé fyrst
og fremst á afturfótunum.
Þrátt fyrir þetta ósamræmi
telja þeir félagar að niðurstöður
þessara frumathugana beri „ótví-
rætt vitni einstakri athyglisgáfu
Theodórs Gunnlaugssonar frá
Bjarmalandi, sérstaklega þegar
haft er í huga að meðaltalsmunur
á breidd framfóta hvítra og mó-
rauðra dýra nemur aðeins 7%
samkvæmt okkar mælingum."
- mhg.
✓
A Ivershópurinn
Bræðsla hugsan-
legahagkvæm
Starfshópur iðnaðarráðherra mœlir með
athugun á 180þús. tonna verksmiðju
180 þús. tonna álbræðsla sem
byggð yrði í áföngum á árunum
1991-1994, gæti orðið hagkvæm í
rekstri, eru niðurstöður starfs-
hóps iðnaðarráðherra sem und-
anfarna mánuði hefur unnið að
hagkvæmnisathugun á byggingu
nýs álvers í Kapelluhrauni fyrir
ofan Hafnarfjörð.
Starfshópurinn, sem er nær
óbreytt fyrrum álviðræðunefnd
ráðherra, telur að áhuga á þátt-
töku í rekstri slíkrar verksmiðju
hérlendis sé fyrst og fremst að
finna í Evrópu og einkum þá
meðal Efnahagsbandalagsþjóða.
Þjóðviljínn hefur áður bent á
áhuga fjölþjóðafyrirtækisins Rio
Tinto Zink á eignaraðilda í ál-
verksmiðju á íslandi, en fyrirtæk-
ið hætti í fyrra við áform um
byggingu Kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði.
I fréttatilkynningu sem iðnað-
arráðherra sendi til fjölmiðla í
gær, segir að frumhagkvæmnisat-
huganir starfshópsins verði
kynntar á næstunni fyrir álfyrir-
tækjum í Evrópu sem lýst hafa
áhuga sínum á málinu og að
könnunarviðræður gætu farið í
gang á næstu mánuðum. Segist
ráðuneytið stefna að því að
ákvörðun um stofnun hugsanlegs
undirbúningsfélags verði tekin
fyrir mitt þetta ár.
Hvergi kemur fram hvaða raf-
orkuverð liggur til grundvallar
áðurnefndri hagkvæmnisathugun
en vísað til hugsanlegs samdrátt-
ar í álframleiðslu í Evrópu á
næsta áratug vegna hækkandi
orkuverðs. -|g.
Kvosarskipulagið
Úrskurður ráð-
hena í vikunni
Jóhanna Sigurðardóttir: ákveðin atriðiþurfa
nánari skoðunar við útfrá lagalegri hlið
Eg á von á því að úrskurður
félagsmálaráðuneytisins liggi
fyrir um miðja viku, um það
hvort ráðuneytið staðfesti Kvos-
arskipulagið, sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra
við Þjóðviljann ■ gær.
Jóhanna sagði að niðurstöður
borgarstjórnar hefðu borist ráðu-
neytinu fyrir helgi og það tæki
ráðuneytið einhvern tíma að
kanna þær áður en ákvörðun um
staðfestingu væri tekin.
„Ég hygg að niðurstaðan verði
sú að þarna séu ákveðin atriði
sem þurfi nánari skoðunar við út
frá lagalegri hlið málsins.“
Hvað varðaði ummæli borgar-
stjóra um að staðfesting ráðherra
á skipulaginu væri formsatriði,
sagði hún alveg ljóst að þar sem
fram hefðu komið alvarlegar at-
hugasemdir við form og efnisatr-
iði málsins væri það skylda ráð-
herra að sjá til þess að í einu og
öllu væri farið að lögum og reglu.
„Það er mjög 'einkennilegt ef
borgarstjóri og borgarlögmaður
geta ekki verið sammála því að
það sé verkefni ráðherra að at-
huga lögformlega hiið málsins,“
sagði Jóhanna. - Sáf.
Matarskatturinn
30.000 á ári
500 krónum meira í helgarinnkaupin eftirskatt. Dilkakjöt íheilum
skrokkum, nýmjólk og óhrært og óblandað skyr hækkar ekki. Öll
önnur matvara hœkkar
Ljóst er að hinn alræmdi matar-
skattur á eftir að létta verulega
pyngjur launamanna. Harðast
mun hann leggjast á þá lægst-
launuðu og barnmargar fjöl-
skyldur, sem verja hlutfallslega
stærri hluta tekna sinna í kaup á
nauðþurftum en hinir sem tekju-
hærri eru. í kjölfar gildistöku
laga um söluskatt á matvælum
hækkar öll matvara, önnur en ný-
mjólk, óblandað og óhrært skyr,
sem og dilkakjöt í heilum skrokk-
um. Að vísu leggst söluskatturinn
af misjöfnum þunga á einstakar
vörutegundir - ailt eftir því hve
mikla meðhöndlun matvaran hef-
ur hlotið áður en hún kemur á
borð neytenda.
Um helgina birti Alþýðublaðið
verðkönnun, sem þar sem verð-
lag „hefðbundimia helgar-
innkaupa“ var borið saman í
tveimur stórmörkuðum í Reykja-
vík. Samkvæmt verðlagskönnun
Alþýðublaðsins, reiknast svo til
að helgarinnkaupin hafi verið
rétt rúmar 3000 krónur áður en
verslunareigendum gafst svigrúm
til að verðmerkja vöruna uppá
nýtt, með áorðnum verðhækkun-
um samfara söluskattinum.
Þjóðviljinn fór í gær í spor
þeirra Alþýðublaðsmanna og
kannaði verð sömu „innkaupa-
körfu“ í öðrum stórmarkaðanna,
eftir að söluskatturinn var skol-
linn á.
Eftir söluskatt kosta helgarinn-
kaupin rúmum 500 krónum
meira en áður, eða 26000 króna
útgjaldaauka á ári þegar miðað er
við 52 helgar ársins.
Þrátt fyrir margorðar yfirlýs-
ingar Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, ráðherra matarskatts og
annarra skatta, á þingi og víðar,
leiðir söluskattsálagning á mat-
væli til verðhækkana á lítt unnum
mjólkur-, kjöt- og fiskvörum,
litlu síður en fullunnum matvör-
um.
Ef tekin eru nokkur dæmi úr
„innkaupakörfunni" um verð-
hækkanir í kjölfar matarskatts-
ins, dylst engum að verðhækkan-
irnar eru meiri en góðu hófu
gegnir.
Fyrir skatt kostaði kílóið af
nautahakkinu 389 krónur, en
kostar nú 437 krónur. Kílóið af
ódýrasta fiðurfénaði, smáum
kjúklingum, kostaði 369 krónur
en nú 437. Egg voru fyrir skatt á
krónur 199 kílóið en nú 219.
Kartöflukílóið er nú 56 en var 45
krónur.
Hvað ávöxtum viðkemur, gæt-
ir söluskattsins ekki síður en á
afurðum hefðbundins landbún-
aðar. Kílóverð tómata er eftir
skatt 249 en var 199 krónur. Ban-
anar hafa hækkað úr 98 krónum í
123 og rauð epli hækka úr 49
krónum í 61.
Matarskatturinn
Manneldissjónarmið
sniðgengin
Jóhannes Gunnarssonformaður Neytendasamtakanna: Föllumst
ekki á neina neyslustýringu nema hún hafi manneldissjónarmið að
leiðarljósi. Meiri verðhœkkanir en gert var ráð fyrir
Við hjá Neytendasamtökunum
bendum á að með matarskatt-
inum eru manneldissjónarmið
gersamlega sniðgengin; það er til
dæmis engin hæfa að hollustu-
vörur á borð við ávexti og græn-
meti skuli hækka en verð á smjöri
haldast óbreytt, sagði Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, að loknum
stjórnarfundi samtakanna í gær-
kvöldi.
- Hér er að auki á ferðinni ák-
veðir. neyslustýring, og við hjá
Neytendasamtökunum föllumst
ekki á neina slíka stýringu nema
hún hafi manneldissjónarmið að
leiðarljósi, en matarskatturinn er
ekki þannig til kominn, sagði Jó-
hannes.
Þá sagði hann að verðhækkanir
vegna söluskattsins væru meiri en
ráð hefði verið gert fyrir: „Hækk-
un á svínakjöti og kjúklingum er
meiri en ég bjóst við, og eins átti
ég ekki von á hækkun á niður-
brytjuðu kindakjöti. “
- Það er ljóst að verðhækkan-
irnar vegna söluskattsins koma
fram strax með fullum þunga.
Verðlækkanir vegna tolla-
breytinga skila sér hins vegar síð-
ar, og þá smátt og smátt, sagði
Jóhannes.
Fjarðarkaup
Matvara á gamla verðinu
Sveinn Sigurbergsson: Dýrtað breyta verðmerkingum. Seljum
matvöruna á gamla verðinu meðan birgðir endast
Eigendum verslunarinnar þótti
brotaminna að selja upp þær
birgðir sem til voru án þess að
verðmerkja þær uppá nýtt og
borga því einfaldlega söluskattinn
sjálfir í stað neytendanna, sagði
Sveinn Sigurbergsson, verslunar-
stjóri Fjarðarkaupa, en viðskipt-
avinir verslunarinnar hafa haft
ærna ástæðu til að gleðjast yfir
matarinnkaupunum í versluninni
að undanförnu þar sem matvaran
er á sama verði og fyrir söluskatt-
sálagninguna. *
Að sögn Sveins hefði það haft
mikla fyrirhöfn í för með sér og
nokkurn kostnað að verðmerkja
vöruna uppá nýtt. - Það hefði
þurft að hafa lokað einhvern tíma
og láta starfsfólkið vinna svo og
svo mikla yfirvinnu.
- Nýja verðið tekur svo við
smátt og smátt um leið og vöru-
birgðir endurnýjast. Nýja verðið
er þegar komið á allnokkrar
vörutegundir sem minnstar
birgðir lágu fyrir af, sagði Sveinn.
Soðningin hœkkar í verði þrátt fyrir ádrátt um hið
gagnstœða; eitt kíló af þeim algenga mat ýsuflökum
kostar nú 304 krónur í Miklagarði, og hefur hækkað
um 10%. Söltuð þorskflök kosta 364 krónur, og hafa
einnig hœkkað um 10%.
Þá kostar kíló af lúðusneiðum nú hálft fimmta
hundrað krónur og velþað, og steinbítskílóið fer í317
krónur.
Nýmjólkurlítrinn kostar nú 47,90 krónur, og hefur
ekki hækkað í verði með söluskattsbreytingunni.
Sama gildir um hreint skyr; 200 grömm afþví kosta 18
krónur, hér eftir sem hingað til. Aftur á móti hœkkar
ávaxtaskyr í 32 krónur hver 150 gramma dós, enda
leggst söluskattur á allt nema mjólkina sjálfa.
Svo dæmi sé tekið af ostategund er smásöluverð
eins camemberthrings nú 166 krónur í einum stór-
markaða borgarinnar eftir að söluskatturinn bætist
við.
Kótilettur hækka óverulega í verði; kostuðu áður
527 krónur hvert kíló, en leiðbeinandi smásöluverð er
nú 531,40 krónur. Sama verður ekki sagt um þœr
kjötvörur sem meira eru unnar, og telja kaupmenn
sem rætt var við í gœr að til dœmis pylsur og bjúgu
muni hækka um20% við söluskattshœkkunina: Sölu-
skattur leggst á vinnsluna, sem og umbúðirnar.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. janúar 1988
Þriðjudagur 12. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN -- SÍÐA 13
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg-
ingadeildar, óskar eftir tilboðum í ýmiss konar
málningarvinnu innanhúss á íbúðum aldraðra hjá
Reykjavíkurborg.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn
28. janúar kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
_______ Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
fólk til póstafgreiðslustarfa.
Um er að ræða vaktavinnu.
Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu
póstmeistara, Ármúla 25 og í síma 687010.
Umboðsmenn
happdrættis Þjóðviljans
Reykjavík: Afgreiðsla Þjóðviljans Síðumúla 6. Opið 9-17 virka daga. Opið 9-12 laugar-
daga. Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Opið 9-5 virka daga.
Suðurland:
Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, simi 98-1177.
Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259.
Selloss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, simi 99-1714.
Þorlákshöfn: Elín Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, sími 99-3770.
Eyrarbakki: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 99-3229.
Stokkseyrl: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 99-3229.
Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, simi 99-6153.
Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, simi 99-5821.
Vlk í Mýrdal: Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, sími 99-7129.
Norðurland eystra:
Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267.
Dalvík: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, simi 96-61411.
Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079.
Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31 b, sími 96-41937.
Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125.
Þörshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166.
Austurland:
Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut 19, sími 97-31126.
Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvölium 10, sími 97-11286.
Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, slmi 97-21525.
Neskaupstaður: Kristinn Tvarsson, Blómsturvöllum 47, sími 97-71468.
Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlið 19, simi 97-61367.
Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sími 97-41159.
Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pétursdóttir, Hlíðargötu 37, sími 97-51283.
Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894.
Breiðdalsvík: Guðrún Þorleifsdóttir, Felli, sími 97-56679.
Homafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, sími 97-81243.
Norðurland vestra:
Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, sími 95-1368.
Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, simi 95-4196.
Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685.
Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Víðigrund 4, sími 95-5989.
Siglufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hlíðarvegi 23, sími 96-71624.
Vesturland:
Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894.
Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122.
Stykkishólmur: Kristín Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, sími 93-81327.
Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, sími 93-86715.
Ólafsvfk: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sími 93-61197.
Helllssandur og Rif: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, simi 93-66697.
Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson, Gunnarsbraut 7, sími 93-41142.
Vestfirðir:
Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 94-2027.
Bfldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212.
Þlngeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117.
Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658.
Suðureyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167.
fsafjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, simi 94-4186.
Bolungarvfk: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, sími 94-7437.
Hólmavík: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, slmi 95-3173.
Reykjanes:
Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-27008.
Keflavfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, simi 92-12275.
Njarðvfk: Jóhann Björhsson, Hringbraut 75, simi 92-12275.
Grindavfk: Steinþór Þorvaldsson, Staðarvör 2, sími 92-68354.
Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, simi 651304.
Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, sími 44425.
Álftanes: Kári Kristjánsson, Túngötu 27, sími 54140.
Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, simi 40163.
Seltjarnames: Sæunn Eiríksdóttir, Hofgörðum 7, sími 621859.
Mosfellsbær: Kristbjörn Árnason, Borgartanga 2, sfmi 666698.