Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 10
Viðskiptafræðingur/ skattendurskoðun Skattstjóri Austurlandsumdæmis vill ráöa viö- skiptafræðing til starfa viö álagningu og endur- skoöun framtala og ársreikninga einstaklinga og félaga í atvinnurekstri. Til greina kemur aöili með sambærilega þekkingu á bókhaldi og reiknings- skilum. Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf og tækifæri til þess að öðlast þekkingu og reynslu í skattskilum og skattarétti í framkvæmd. Jafn- framt gefst tækifæri til þess að vinna við og eiga þátt í mótun hins nýja staðgreiðslukerfis skatta. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Austur- landsumdæmis, Selási 8, 700 Egilsstöðum fyrir 31. janúar nk. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboð- um í gerð 7 heimtraða, þ.e. gatnagerð og lagnir við Heiðargerði í Reykjavík. Utboðsgögn eru af- hent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. janúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafn- arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftir- talin verk: 1. KIeppsbakki - lenging Gerð hafnarbakka Verkið erfólgið í rekstri á stálþili í 141 m langan bakka og 23 m langan gafl, bindingu og stögum þils og fyllingu bak við þil. Helstu magntölur: 1. Rekstur stálþils alls 165 m. 2. Uppsetning stagbita. 3. Uppsetning akkerisstaga og akkerisplatna, 86 stk. 4. Fylling: 24.000 m3 2. Kleppsbakki - lenging Kantbiti og kranabraut Verkið er fólgið í rekstri á steyptum staurum undir kranabraut, byggingu kranabrautar og kants á hafnarbakka, uppsetningu kranaspora, lagningu vatns- og frárennslislagna svo og lagning ídráttarröra fyrir raflagnir. Helstu magntölur: 1. Rekstur á steyptum staurum, lengd 12-17 m, alls 123 stk. 2. Mótafletir 2200 m2 3. Steypumagn 800 m3 4. Járnamagn 80 tonn 5. Regnvatnslögn 500 m 6. Vatnslagnir 150 m 7. ídráttarrör 1000 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu fyrir hvort verk um sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. janúar 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntækni- stofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins 25.-30. jan. Flísa- og steinlögn. Haldið á Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Ætlað múrurum. Flísa- lögn. Viðgerðir, fúgur. Steinlögn. Terrassolögn. Staðlar. Heilbrigðismál. 30 kennslustundir. 1 .-5 . feb. Steypuskemmdir. Haldið á Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Steypuskemmdir, eðli og orsakir. Greining skemmda. Viðgerðir á frostskemmdum, alkalískemmdum ofl. Sprautusteypa. Viðgerðir með fljótandi steypu. Verk- og efnislýsingar. Fyrirlestrar, verkefni og skoðunarferð. 60 kennslustundir. 2.-4 . feb. Gluggar og glerjun. Ætlað húsasmiðum. Haldið á Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins. Gluggar, gluggaefni, gagnvörn. Lögun, stærðir og gerðirglugga. ísetning. Endurbætur ofl. Glerjun: Efnisfræði glers, fúguefni. ísetning- araðferðir og viðgerðir á einangrunargleri. 18 kennslustundir. 15.-17. feb. Hljóðeinangrun. Unnið af starfsmönnum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og haldið þar. Undirstöðuatriði. Hljóðísog og ein- angrun. Hljóðeinangrun steinsteyptra húsa, timburhúsa, einingahúsa. Endurbætur á eldri húsum. - Einkum ætlað iðnaðarmönnum, einn- ig gagnlegt hönnuðum og húseigendum. 18 kennslustundir. 15. feb. Niðurlögn steinsteypu. Haldið hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. - Eigin- leikar steinsteypu. Niðurlögn og aðhlynning. íb- löndunarefni. - Ætlað þeim, sem fást við niður- lögn og meðferð steinsteypu á byggingarstað. 8 kennslustundir. Sjálfvirknideild 25.-27. jan. Örtölvutækni I. Grundvallarhugtök örtölvu- tækninnar. Hvernig vinnur örtölvan? Kynning á forritun á véla- og smalamáli 8088 örgjörvans. Hagnýt forritunardæmi. 30 kennslustundir. Rekstrartæknideild 25.-30. jan. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttak- enda á því, hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað þarf að athuga og hvað þarf að varast. Verkstjórnarfræðslan 18.-19. jan. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir skipu- lagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfs- mannafræöslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 20.-21. jan. Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvernig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl, hvernig virkja má starfs- menn til að leysa vandamál o.fl. 22.-23. jan. Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórn- unar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verk- | efnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 25.-26. jan. Framleiðslustjórnun. Farið er meðal annars yfir undirstöðuatriði í framleiðslustjórnun, innkaup o.fl. 27.-28. jan. Gæðastjórnun. Farið er meðal annars yfir hvað eru gæði og hvernig er best að viðhalda þeim. Gæðaeftirlit með hráefni o.fl. 29.-30. jan. Undirstaða vinnuhagræðingar. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki. 25.-26. jan. Verkáætlanir. Haldið á Akureyri. Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerö og verkskipulagn- ingu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. 22.-23. jan. Multiplan-forrit og kostnaðaráætlanir. Hald- ið á Austurlandi. Farið er yfir undirstöður áætl- anagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflu- reikniforritinu Multiplan. Vinnuvélanámskeið Námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla. 20.-30. jan. Haldið í Reykjavík. 2.-12. feb. Haldið á Egilsstöðum Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91 )68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91)68-7009. Geymið auglýsinguna! Moskva - Peking Mikhail Gorbatsjov lýsti því yfir í viðtali við kínverskt viku- blað sem út kom í gær, að tíma- bært væri að hann ætti fund með Deng Tsjaoping flokksleiðtoga í Kína. „Slíkur leiðtogafundur væri að okkar mati rökrétt fram- hald, og ættu báðir aðilar að sjá hlutlæga nauðsyn hans,“ hefur blaðið eftir Gorbatsjov. Leiðtogafundur Kína og Sovét- ríkjanna hefur ekki verið haldinn síðan Khrútsjov hitti Mao Tset- ung 1959 og væri því sögulegur viðburður. Fréttaritarar telja þó ólíklegt að af slíkum fundi geti orðið í bráð, og bent er á að ekki er lið- inn nema rúmur mánuður síðan Deng hafnaði slíkri hugmynd. Helstu hindranirnar í bættri sambúð Kína og Sovétríkjanna eru herseta Víetnama í Kampúts- eu, hernaður Sovétmanna í Afg- hanistan og andúð Kínverja á liðssafnaði Sovétmanna á landa- mærum ríkjanna. Sambúð Sovétmanna og Kín- verja fór kólnandi þegar árið 1960, og var þá deilt bæði um hugmyndafræði og stefnu í utan- ríkismálum. Deilan á milli Víet- nama og Rauðu khmeranna í Kampútseu varð svo til þess að dýpka ágreininginn, þar sem Sov- étmenn hafa stutt Víetnama en Kínverjar gerðu hins vegar innrás í Víetnam til þess að „veita Víetn- ömum lexíu“ vegna innrásar þeirra í Kampútseu. í viðtalinu hældi Gorbatsjov núverandi valdhöfum í Kína fyrir að hafa náð góðum árangri í efna- hagsmálum og sagði að Kína léki lykilhlutverk í efnahagsmálum heimsins. „Það er langt frá því að við séum þeirrar skoðunar, að allir hlutir í heiminum - að sambúð austurs og vesturs með- talinni - séu einungis undir Mos- kvu og Washington komnir, sagði Gorbatsjov. Þótt óvissa ríki um leiðtoga- fund þjóðanna á næstunni, þá hefur samkomulagið um eyðingu meðaldrægra vopna og bættar líkur á brottför Sovétmanna frá Afghanistan á þessu ári aukið lík- ur á að af slíkum fundi geti orðið á árinu. Reuter/ólg Myndbandastríð Sony-verksmiðjurnar í Japan hafa viðurkennt ósigur sinn í stríðinu við JVC um myndbanda- tæknina. Sony-verksmiðjurnar hafa framleitt myndbandstæki af gerðinni Betamix, en JVC hafa framleitt svokölluð VHS-tæki, sem eru tæknilega frábrugðin. Þótt margir hafi haldið því fram að Betamix-tæknin væri fullkomnari, þá hefur markaður- inn snúist á sveif með VHS- tækjunum, en að sögn eru nú yfir 90% seldra myndbandstækja á heimsmarkaði af þeirri gerð. Sony-verksmiðjurnar hafa því ákveðið að hefja sölu á VHS- tækjum í Evrópu í apríl næstkomandi og í Japan á seinni hluta ársins. Forstöðumaður Sony-verk- smiðjanna sagði að það væru vinsældir hinna svokölluðu „súp- er VHS“ myndbandstækja sem hefðu fyllt mælinn, en tæki þessi geta tekið upp og sent út mynd- gæði sem eru betri en frá hefð- bundinni sjónvarpsútsendingu. Við höfum verið þvingaðir til þess að fara eftir markaðnum, sagði forstöðumaðurinn, en hann bætti jafnframt við að fyrirtækið myndi halda áfram fullri þjón- ustu við eigendur Betamix-tækja, þar sem þau væru nær einráð á markaðnum í sumum löndum, einkum í 3. heiminum. Reuter/ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.