Þjóðviljinn - 12.01.1988, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Qupperneq 11
 ERLENDAR FRETTIR Israel Óvopnaðir unglingar skotnir á götum úti. Banvænu eiturgasi varpað úrþyrlum áflóttamannabúðirnar. Unglingar hlaða upp götutálma og kasta grjóti að hermönnum Enn ríkir uppreisnarástand á herteknu svæðunum í ísrael, þar sem óvopnaðir ungiingar berjast af miklu hugrekki gegn vopnaðri lögreglu og hersveitum Israelsmanna. A mánudag skaut einn af forystumönnum land- nema gyðinga á Gaza-svæðinu óvopnaðan ungling til bana eftir að unglingar höfðu gert aðsúg að bifreið hans. Yasser Arafat leiðtogi PLO sakaði ísraelssher um að nota banvænar eiturgasbombur af bandarískri gerð, sem vega 15 kg hver og varpað er úr þyrlum. Hefði allt að 300 slíkum spreng- jum verið varpað yfir Jabalya— flóttamannabúðirnar á Gaza- svæðinu og kostað mörg mannslíf. Sagt er að kona sem var með fæðingarhríðir hefði kafnað af völdum slíkrar sprengju síð- astliðinn laugardag. Arafat sagði ennfremur að ís- raelsher hefði stóraukið við her- afla sinn á herteknu svæðunum, og væri fjöldi hermanna sem sendur hefði verið inn á svæðið nú kominn upp í 67.000. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra ísraels sagði á sunnudag að stjórn hans væri reiðubúin að bæta ómannúðlega aðbúð Palest- ínumanna í flóttamannabúðun- um með nýbyggingum, auk þess sem hann væri tilbúinn til þess að veita hernumdu svæðunum sjálf- stjórn eftir 5 ára friðsamlegan reynslutíma. „Við munum segja þessum slátrara að þjóð okkar hafi enga þörf fyrir húsbyggingaáform hans...hún krefst þess eins að hann og landnemar hans yfirgefi ættland okkar,“ var svar Yassirs Arafats við þessu boði. Fréttaritarar segja að átökin undanfarinn mánuð hafi orðið til þess að breikka bilið á milli deilu- aðila. Þannig sýndi skoðana- könnun sem framkvæmd var í fs- rael 2 vikum eftir að uppþotin hófust að 69% ísraelsmanna taldi að herinn tæki ekki nógu hart á uppþotsmönnum. Aðeins 7% töldu að þær aðgerðir stjórnvalda, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði með- al annars fordæmt, væru of strangar. Fréttaritari Reuter- fréttastofunnar segir að lítið sé fjallað um pólitískar orsakir upp- þotsins í ísraelskum fjölmiðlum, heldur sé litið á það sem venju- legt lögregluvandamál. Undantekningar eru menn eins og Abba Eban, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sagði að Arabískar kon- urfyrirutan heríangelsi þarsemum 2000 uppþots- menn, börn og unglingarhafa verið fangels- aðir á síð- astliðnum mánuði. Síð- astnú um helgina voru m.a. tveirpal- estínskir blaðamenn settir í allt að 6 mánaða fang- elsi ándóms- úrskurðar. hugsanlega myndi áframhaldandi upplausnarástand á hernumdu svæðunum og alþjóðleg fordæm- ing á öryggisstefnu stjórnvalda smátt og smátt leiða til þess að fleiri ísraelsmann áttuðu sig á því brjálæði að framlengja ísraelska yfirstjórn yfir heiftúðlega ands- núnum Palestínumönnum. Fleiri virðast þó sjáþau áhrif ástandsins í náinni framtíð að það verði til þess að styrkja hin harðlínuöflin innan Likud-bandalagsins og auka á sigurlíkur þess yfir Verka- mannaflokknum í kosningum sem fram eiga að fara í nóvember á þessu ári. Reuter/ólg Átök harðna á hemumdu svæðunum Vísindi Ný eyðniveira fundin Ný veiraskyld eyðniveirunni hefur borist til Evrópu og orsakað eyðni. Finnst ekki við eyðni-prófanir Vikuritið Newsweek skýrir frá því að franskir læknar hafí haft til meðhöndlunar sjúkling sem þjáðist af cyðni án þess að vera sýktur af eyðniveirunni HIV-1. Við nánari rannsókn kom í Ijós að sjúklingurinn var sýktur af annarri veiru, HIV-2, sem ckki fínnst við venjuleg eyðnipróf, en er erfðafræðilega skyld eyðni- veirunni. Þessi nýja veira er að mati vís- indamanna upprunnin í norð- vestanverðri Afríku, og hafa þeg- ar fundist um 150 tilfelli sýkingar- innar í V-Evrópu, sem öll má rekja þangað. Ekki er talið að veiran hafi enn borist til Amer- íku. Forstöðumaður eyðnirann- sókna Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar segir í Newsweek að full ástæða sé til að ætla, að veiran hafi þegar náð mun meiri útbreiðslu en vitað sé, og að hún muni valda farsótt á sama hátt og HIV-1-veiran. Hins vegar sé ekki vitað hvort þessi nýja veira muni valda eyðni í jafn ríkum mæli og HIV-1-veiran, og athug- anir benda til þess að hún vinni hægar en HIV-1-veiran. Engin viðurkennd aðferð hef- ur enn fundist til þess að finna þessa nýju eyðniveiru í blóði á fljótvirkan hátt. Hins vegar er nú unnið að rannsóknum á heppi- legum greiningaraðferðum. Gerðar hafa verið athuganir á 4000 blóðsýnum frá sex V- Afríkuríkjum, sem sýndu að tíðni HIV-2-veirunnar þar var há, til dæmis mældist hún vera yfir 50% í hópi 39 vændiskvenna frá Sen- egal. Rannsóknir á þessari nýju veiru hafa leitt í ljós að erfða- eiginleikar HIV-1 og HIV-2 eru þeir sömu að 40 hundraðsh- lutum. Þessi staðreynd hefur vak- ið mikla athygli vísindamanna, sem þarna eygja nýja möguleika til þess að skilja lífeðlisfræðilegar forsendur fyrir skaðsemi eyðni- veirunnar. Ganga má út frá því að það séu þessir sameiginlegu erfðaþættir veirutegundanna, sem séu ónæmiskerfi mannsins hættulegir. Hins vegar hefur komið í ljós að HIV-2 veiran er ennþá skyldari veirutegund, sem kölluð er SIV og leggst á apa, en það gerir HIV-1 hins vegar ekki. Þannig hafa læknavísindin eygt nýja möguleika á að gera tilraun- ir með eyðniveiruna á öpum, sem ekki var áður hægt. Doktor Luc Montagnier, vís- indamaður við Pasteur-stofnun- ina í París, segir að þessi nýi möguleiki hafi trúlega meiri þýð- ingu fyrir eyðnirannsóknir en menn geti gert sér grein fyrir. Það er því ljós í skugga þeirrar ógnar sem stafar af hinni nýju eyðniveiru, að hún kann að flýta fyrir því að vísindamönnum tak- ist að ná valdi á þessum ógnvaldi. En Jonathan Mann, yfirmaður eyðnirannsókna Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar segir að lærdómurinn sem við getum dregið af þessari nýju uppgötvun sé að „viðureignin við eyðnifar- aldurinn eigi eftir að verða mun flóknari, áður en hún verður ein- föld á ný.“ í því sambandi má kannski spyrja þeirrar spurning- ar, hvort ekki megi vænta þess að enn aðrar eyðniveirutegundir eigi eftir að finnast í framtíðinni? Newsweek/ólg. _ Efnahagsástand í heiminum Ovissa í upphafi árs OECD spáir litlum breytingum á þessu ári en hagfrœðingar segja að spádómar hafi sýntsig hafa takmarkað gildi egar verðbréfamarkaðir í Evrópu opnuðu í gærmorgun eftir þriðja stærsta verðfall í sög- unni á Wall Street síðastliðinn föstudag féllu verðbréf á flestum mörkuðum álfunnar um 3-6%. Dollarinn féll líka gagnvart vest- urþýska markinu og japanska jeninu og seldist um miðjan dag í gær á 1,63 mörk eða 128,15 jen. Síðastliðinn föstudag höfðu verðbréf á markaðnum í Wall- street fallið um 7% að meðaltali, sem er þriðja mesta fall í sögunni (á eftir heimskreppunni miklu og „svarta mánudeginum" þann 19. október síðastliðinn). Þessi viðbrögð í Evrópu þykja sýna hversu samofnir þessir markaðir eru orðnir, og þar með allt efnahagskerfi heimsins, því engar aðrar orsakir gátu skýrt breytingarnar í Evrópu en þær breytingar sem orðið höfðu fýrir helgina vestan hafs. I nýlegri spá sinni fyrir árið 1988 segir OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, að hag- vöxtur muni verða 1,75% að meðaltali í Evrópu miðað við 2,25% á síðasta ári. Hagvöxtur í Bandaríkjunum verður sam- kvæmt sömu spá 2,50% á móti 2,75% á síðasta ári og óbreyttur, eða 3% í Japan. Verðbólguspáin fyrir Evrópu er 4% á móti 4,5% á síðasta ári, en í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 3,5% verðbólgu miðaðvið3% 1987. Atvinnuleysi mun minnka í Bandaríkjunum niður í 6% en aukast úr 10,75% upp í 11% í Evrópu. Margir hagfræðingar taka spá þessari með miklum efasemdum, þar sem atburðir undangenginna mánaða hafi gert alla spádóma meira og minna marklausa. „Jöfnurnar ganga ekki upp. Tölvuútreikningar hagfræðing- anna hafa beðið ósigur í sam- keppninni við veruleikann. Saga hagfræðinnar síðastliðin 15 ár er öskuhaugur fullur af marklausum jöfnum og líkingum" er haft eftir virtum hagfræðiprófessor á ný- legri ráðstefnu um efnahagsmál heimsins. En hvað er það sem hefur breyst? Robert J. Samuelson, hag- fræðingur sem skrifar reglulega í tímaritið Newsweek segir að inn- byggð mótsögn sé falin í efna- hagskerfi heimsins. Efnahag- skerfið sé sambland af þrýsti- öflum sem standi utan við ríkis- hagsmuni, en allar ríkisstjórnir séu hins vegar ávöxtur menning- arlegra og pólitískra útkjálkavið- horfa. Allir leita þjóðlegs ávinn- ings og reyna að koma sér undan öflum sem þeir ráða ekki við. Hættan er fólgin í því að eftir- sóknin eftir þjóðlegum ávinningi og sjálfstæði skapi óreiðu sem á endanum geri öllum erfiðara fyrir, segirSamuelson. Bandarík- in gerðu mikið til þess að leysa þessa þversögn á fyrstu áratugun- um eftir stríðið með efnahags- legum yfirburðum og forystu sem er ekki lengur fyrir hendi, segir Samuelson. Um leið hefur hag- kerfi heimsins orðið flóknara og erfiðara að hafa stjórn á því. Ef dollarinn heldur áfram að lækka þarf að hækka vexti í Bandaríkj- unum til þess að hefta verðbólgu. Um leið og þetta gerist má búast við kreppu í Evrópu vegna minnkandi útflutnings til Banda- ríkjanna. Vandinn er að leysa ójafnvægið á milli viðskiptahalla Bandaríkjanna og jákvæðs við- skiptajafnaðar Vestur- Þýskalands og Japans án þess að þurfa að grípa til róttækra ráð- stafana er hafi verðhrun í för með sér. Enginn getur sagt fyrir um hvort það muni takast, ekki einu sinni OECD. Reuter, Newsweek/ólg. Þrlðjudagur 12. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.