Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Misráðið ráðstefnuhald Alþjóöleg samskipti og samráö milli þjóöa eru alla- jafna til heilla, og á þeim afmörkuöu sviðum þarsem Islendingar hafa tekiö frumkvæöi í alþjóðamálum hafa þeir bæði haft erindi sem erfiði og vaxiö aö virðingu og áliti. Besta dæmið er auðvitað frum- kvæöi okkar í landhelgis- og hafréttarmálum, en einnig mætti nefna íslenskt framlag af ýmsum toga á vettvangi vísinda og fræöa, í friðarmálum, í alþjóöas- amvinnu stéttarfélaga, fyrirtækja og faghópa. Það kann því að virðast undarlegt að yggla brúnir vegna þeirrar ráðstefnu sem sjávarútvegsráðherra ætlar að standa fyrir í Reykjavík seinna í vikunni, en forsendur þeirrar samkomu og undirbúningur eru þó með þeim hætti að frumkvæði ráðherrans verður að teljast bæði undarlegt og varhugavert. Að sögn utanríkisráðherra, sem er líka með putt- ana í ráðstefnuhaldinu, á ráðstefnan að fjalla um nýtingu sjávarspendýra og um það hversu megi tryggja eðlilegt jafnvægi í lífríkinu. Eftir sem áður er öllum jafnljóst að með ráðstefnunni ætla að bera sig saman fulltrúar þeirra ríkja sem helst hafa leitast við stórsvig framhjá hvalveiðabanni Alþjóðahvalveiðir- áðsins. Þátt taka ásamt íslendingum Japanir, Norðmenn, Sovétmenn, Kanadamenn og Færeyingar. Suður- Kóreumönnum var líka boðið til ráðstefnunnar en afþökkuðu af einhverjum ástæðum, og hvorki Græn- lendingar né samtök Inúíta í Alaska vilja eiga fullan hlut að máli vegna þess að þessar þjóðir forðast að stefna í voða frumbyggjarétti sínum til hvalveiða með of nánu samkrulli við iðnvædd hvalveiðiríki. Ráðstefnan sem Steingrímur Hermannsson segir að eigi að fjalla um að tryggja eðlilegt jafnvægi í lífríkinu á að vera leynileg. Þangað mega ekki koma blaðamenn nema til setningarathafnar og erindafl- utnings, og meira að segja íslenskum þingmönnum hefur verið meinuð seta á fundinum. Enda er tiltölu- lega augljóst að á ráðstefnunni á fyrst og fremst að fara fram samráð um viðbrögð við hvalfriðunar- stefnu og hvalveiðabanni, og þannig hafa samtök umhverfisverndarmanna og svokallaðra hvalavina litið á málin. Bæði skynsemdarmenn og öfgasinnar í þeim hópi hafa tilkynnt að þeir muni fylgjast grannt með fundar- höldum, og nú mun á leið til landsins Paul Watson, oddviti Sjávarhirða sem hafa lýst á hendur sér ábyrgð af spellvirkjum í hvalbátum og hvalstöð hér í hittifyrra. Ráðstefnuhaldið hefur leitttil þess að athygli hval- verndunarmanna beinist sérstaklega að íslandi og íslenskum hvalveiðum. Og þessi athygli beinist að okkur sem frumkvöðlum að sérstakri fylkingu hval- veiðiþjóða. Ráðstefnuhaldið er einmitt til þess fallið að veikja íslensk rök um sérstöðu við hvalveiðar, þá sérstöðu sem vonast er eftir að hvalarannsóknir okk- ar leiði í Ijós, - að við séum ekki að ganga á veika stofna heldur einungis að nýta þessa auðlind hafsins á eðlilegan og réttmætan hátt. Þjóðviljinn hefur lýst andstöðu sinni við svo- kallaðar vísindaveiðar héðan. Hérlendir líffræðingar og erlendir hafa fullyrt að þeirra sé ekki þörf til að nálgast þær upplýsingar sem þörf er á við hvalar- annsóknirnar. Því er haldið fram með góðum rökum að þessar veiðar séu annarsvegar stundaðar til að afla fjár til rannsóknanna, hinsvegar til að halda á floti útgerðarfyrirtækinu Hval hf., og brjóti þessvegna í bága við samþykkt hvalveiðiráðsins um bann við veiðum í ágóðaskyni. Ein af rökum gegn vísindaveiðum héðan eru ein- mitt þau að vegna deilnanna um þær er hætt við að minna mark verði tekið á niðurstöðum hval- rannsóknanna sem skera úr um það hvort við ætlum okkur að halda áfram hvalveiðum eftir að núverandi veiðibanni lýkur og hvort við getum haldið þeim áfram. Það er mikil hætta á því að ráðstefnan hér í vikunni eigi eftir að magna enn þessar deilur um vísinda- veiðar íslendinga, að ráðstefnan stuðli að því að barátta gegn þeim verði á næstunni forgangsverki grænfriðunga og annarra veiðaandstæðinga, sem eru hvað öflugastir á helstu markaðssvæðum okkar í Bandaríkjunum og í löndum Evrópubandalagsins. Það er ekki til að draga úr hættunni að íslenska ríkisstjórnin skuli taka beina pólitíska ábyrgð á þess- um þreifingum helstu hvalveiðiþjóða með beinni þátttöku ráðherra meðan aðrar ríkisstjórnir, að hinni færeysku undantekinni, láta sér nægja að senda til Reykjavíkur vísindamenn og embættismenn. Þjóðviljinn og Morgunblaðið komast ekki oft að svipuðum niðurstöðum um menn og málefni á sam- félagsvettvangi. í þessu efni hlýtur Þjóðviljinn þó að taka undir lokaorð leiðara Morgunblaðsins frá 8. janúar: Hvalaráðstefnan hér á landi er misráðin. -m KLIPPT OG SKORIÐ Bankastjóra- hneykslið . Sjálfstæðisflokkurinn beitir valdi sínu blygðunarlaust ef vernda þarf hagsmuni flokksgæð- inga. Mörgum kom það á óvart að forysta flokksins skyldi ekki hika við að snúa upp á hendurnar á bankaráðsmönnum, en í raun- inni var hér um fjarska hvers- dagslegan atburð að ræða. Þetta eru vinnubrögð sem flokkurinn hefur tíðkað lengi. Nú var at- burðarásin þannig að vinna þurfti skítverkin fyrir opnum tjöldum. Venjulega fær almenningur ekki að fylgjast með bolabrögðunum. Það er heldur ekkert nýtt við það að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geri um það innbyrðis samkomulag hvernig ráðstafa á rétti til að skipa í mikilsverð embætti. Það er engin tilviljun hvað margir af æðstu embættismönnum í bankakerf- inu, dómskefinu eða hjá utan- ríkisþjónustunni eru gamlir gæð- ingar úr öðrum hvorum flokkn- um. Helmingaskiptareglan hefur oft verið við lýði. f þriggja flokka stjórn geta íhald og Framsókn ekki fylgt í blindni reglunni um helminga- skiptin. Það má ekki gleyma garminum honum Katli, kratar verða að fá sitt. Þess vegna var um það samið við myndun ríkis- stjórnarinnar að íhald og Fram- sókn fengju bankastjórastöður í Landsbankanum, Sverrir kæmi í stað Jónasar Haralz og Valur Arnþórsson leysti Helga Bergs af hólmi. Kratar áttu aftur á móti að fá stöðu í Búnaðarbanka. Þar átti Kjartan Jóhannsson að taka við af Stefáni Hilmarssyni. Við myndun stjórnarinnar hef- ur Jón Baldvin varla lagt mikla vinnu í að tryggja Kjartani öruggt hæli, kannski hefur honum verið alveg sama um örlög forvera síns. A.m.k. er ljóst að það gleymdist alveg að athuga hvort og þá hve- nær Stefán Hilmarsson ætlaði að láta af bankastjóraembættinu. Stefán eyðileggur gambítinn Stefán er maður ekki alveg skaplaus. Hann mun einhvern tíma hafa orðað að e.t.v. léti hann af störfum fyrir aldur fram. En þegar hann frétti að það ætti að leggja hann ósköp pent upp á hillu og búið væri að ákveða eftir- manninn, varð hann heldur fár við og steinhætti við að hætta. Þar með var draumurinn búinn hjá Kjartani. Glæpnum var stolið af krötum og ekki annað fyrir þá að gera en að setja upp heiðarleikasvipinn. Fulltrúi þeirra í bankaráði Lands- bankans var nú óbundinn af samkomulagi stjórnarflokkanna sem Stefán Hilmarsson var búinn að breyta í „heiðursmanna- samkomulag“ Framsóknar og íhaids um stöður í Landsbankan- um. Kratar voru ekki lengur með því að Kjartan Jóhannsson fyrr- verandi formaður Alþýðuflokks- ins hafði verið skilinn eftir á eyði- hjarni. Þess vegna gat fulltrúi krata í bankráði Landsbankans sýnt sjálfstæði og lagst á móti ráðn- ingu Sverris Hermannssonar. Með þetta í huga er dálítið erf- itt að verjast brosi þegar Alþýðu- blaðið birtir um helgina eftirfar- andi klausu í leiðara: „í öllum þeim pólitíska leik hræsninnar sem einkennt hefur ráðningu Sverris Hermannssonar bankastjóra, stendur aðeins einn bankaráðsmaður upp úr. Það er Eyjólfur K. Sigurjónsson, fulltrúi Alþýðuflokksins. “ Framsókn bilar ekki í Sverrismálum var aldrei neitt hik á bankaráðsmanni Fram- sóknarflokksins, Kristni Finn- bogasyni. Framsókn átti heldur ekki yfir höfði sér neinn Stefán Hilmarsson. Það er embætti Helga Bergs sem framsóknar- menn mæna á. Sá sem hnossið á að hljóta, er Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri og stjórnarformaður SÍS, góður og gegn framsóknarmaður sem hef- ur m.a. unnið það sér til ágætis að hafa látið það vera að krefjast þingsætis á Norðurlandi eystra. Dagblaðið Tíminn styður að sjálfsögðu þá viðleitni Framsókn- arflokksins að gera Val að banka- stjóra. í Tímabréfi síðastliðinn laugardag er sú skoðun viðruð að það hafi verið hin mesta ósvinna af bankaráðsmönnum að láta sér detta í hug að þeir réðu því hver yrði bankastjóri: „Þorsteinn Pálsson hefur verið óvenju hægfara í þessu ráðning- armáli, og tók raunar ekki af skarið fyrr en „hans menn“ í bankaráðinu voru búnir að klúðra ráðningarmálinu svo rosa- lega, að Lúðvík Jósepsson var farinn að tala um Geir Gunnars- son sem bankastjóra." Tíminn hefur að eigin sögn „boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár“. Það þyrfti kannski að endurskoða innihaldið í boð- skapnum svona á hálfrar aldar fresti. En hún er dálítið furðuleg kenningin um völd Lúðvíks Jós- epssonar. Auðvitað var hann um tíma í oddaaðstöðu í ráðinu þegar tveir bankaráðsmenn vildu Tryggva Pálsson og tveir Sverri Hermannsson. En er ekki líklegt að fulltrúar stjórnarflokkanna hefðu náð saman og lagst gegn því að ráða þingmann Alþýðu- bandalagsins sem bankastjóra ef slík tillaga hefði verið borin fram? Kenningin er auðsjáanlega sett fram til sýna að ekki sé Alþýðu- bandalagið hótinu skárra en stjórnarflokkarnir. Reyndar séu allir flokkar eins, og því sé allt í lagi með þátt stjórnarflokkanna í þessu hneykslismáli. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason.ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson.SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN þriðjudagur 19. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.