Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 15
FRETTIR Jafn dýr á kostum Hunda- og kattamatur hœkkar ekki. Ótollaðursem áður. Söluskattsskyldur uppá 25% Erlendir ferðamenn Aldrei fleiri til landsins Alls komu 129.315 erlendir ferðamenn til landsins á nýliðnu ári, ýmist með flugi eða skipum og eru það fleiri ferðamenn en nokkru sinni fyrr á einu ári. Rúmlega 142 þús. íslendingar komu erlendis frá í fyrra og eru það mun fleiri ferðalangar en á síðustu árum. Til samanburðar má nefna, að árið 1986 komu rúmlega 113 þús. erlendir ferðamenn og nær 112 þús. innlendir. Árið 1981 voru innlendir ferðamenn nær 78 þús- und og erlendir ríflega 71 þús. talsins. Af þeim erlendu ferða- mönnum sem komu til landsins í fyrra voru langflestir frá Banda- ríkjunum, 35.669 talsins. Ríflega 16 þúsund komu frá Danmörku, 15.614 frá Svíþjóð, 14.011 frá Vestur Þýskalandi, 10.579 frá Stóra Bretlandi og 10.165 frá Noregi. Mun færri komu frá öðrum löndum en athyglisvert er í yfirliti Útlendingaeftirlitsins hversu víða úr heiminum menn sækja ís- land heim. Þannig kom einn ferðamaður á sl. ári frá hverju eftirtalinna landa: Barbados, Benin, Bermuda, Botswana, Eþíópíu, Guatemala, Haiti, Mo- sambiq, Mali, Rúmeníu, Samein- uðu arabísku furstadæmunum, Víetnam og Zambíu. ->g- Hunda- og kattamatur er alls ósnortinn af breytingum á tollalögum og matarskatti. Fóður kjölturakka og heimiliskatta er ótollað, en með 25% söluskatti og hefur svo verið lengi. Á sama tima hefur verðlag matvara hækkað i kjölfar söluskattsbreytinganna. Á Tollstofunni fengust þær upplýsingar að hunda- og katta- matur hefði verið ótollskyldur um langt árabil. Aftur á móti er gæludýrafóður söluskattsskylt. í 13. gr. reglu- gerðar um söluskatt frá 1982 segir að fóðurmjöl og annað dýrafóður sé undanþegið söluskatti, þó því aðeins að það sé ekki selt í smá- söluvöruumbúðum og í pakkn- ingum undir fimm kílógrömm- um. - rk Fiskmarkaðir Fram úr björtustu vonum Seldu 24 þúsund tonnfyrir 754 milljónir króna. Einar Sveinsson, framkvœmda- stjóri: Erfitt að spá um þróunina á þessu ari Asíðasta ári, sem var fyrsta starfsár fiskmarkaða hér á landi, seldu þeir 24 þúsund tonn af fiski fyrir 754 milljónir króna. Frá þessu er greint í nýjasta tölu- blaði Fiskifrétta. Þar kemur fram að fiskmark- aðurinn í Hafnarfirði seldi lang- mest af þeim öllum, eða samtals 13.723 tonn fyrir 418.293 milljónir króna og meðalverðið var 30,48 krónur. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra fiskmarkað- arins fór þessi mikla sala fram úr björtustu vonum. Einar sagði að þrátt fyrir þessa miklu sölu á síð- asta ári, væri mjög erfitt að segja nokkuð til um það hver þróunin verði á þessu ári, þar sem ekki væri lengur um frjálst fiskverð að s ræða. Samkvæmt Fiskifréttum seldi Faxamarkaðurinn 6.920,1 tonn fyrir 197.496 milljónir króna og meðalverðið var 28,54 krónur. Fiskmarkaður Suðurnesja seldi samtals 3.404 tonn fyrir 126,7 milljónir króna og meðalverðið var 37,21 króna. En Fiskmarkað- ur Norðurlanda á Akureyri seldi aðeins 303,4 tonn fyrir 10,2 milljónir króna og meðalverð þar var 33,59 krónur. Þrátt fyrir þessar góðu fisk- sölur á mörkuðunum ber þess að gæta að þeir fyrstu hófú ekki starfsemi sína fyrr en á moðju ári 1987 og hinir nokkuð seinna. - grh L þiÓÐyiLJINN 0 68 13 33 Trniinn 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaöburöur er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig BLAÐBERAR ÓSKAST Þriðjudagur 19. janúar 1967 ÞJÓÐVIUiNN - SÍÐA 19 Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur þlÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.