Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu Trabant ’84 Skoðaöur '87. Ekinn tæpl. 30 þús. km. Uppl. í síma 15280 og 39844. Kristín U. Kennara vantar íbúð sem fyrst. Reykir ekki. Öruggum greiðslum og reglusemi heitið. Hef- ur meðmæli. Sími 43039 á völdin. Trésmiður getur bætt við sig verkefnum t.d. viðháldi og breytingum. Hörku- duglegur. Uppl. í síma 10339 og 78449 eftir kl. 18. Bjórpels til sölu á kr. 25 þús. Stærð medium. Sími 40133. Eyja. Skiptibaðborð til sölu Uppl. í síma 84212 eftir kl. 19. Til sölu vegna flutnings skrifborð, s/h sjónvarp, sófaborð, glerskápur, forstofuspegill, hljóm- flutningstæki og hansahillur. Selst ódýrt. Uppl. í síma 71094. Til sölu s/h 25“ sjónvarp, vel með farið sóf- aborð og popplínkápa nr. 36-38. Sími 83828 eftir kl. 13. notaðir hitaveituofnar óskast ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 26428. Fyrir börn í daggæslu Okkur vantar gefins góðan sófa. Uppl. í síma 20096 kl. 9-5. Bíll til sölu Lada 1600 árg. '81 ekinn 59 þús. km. í góðu lagi miðað við aldur og tegund. Verðhugmynd 60 þús. Staðgreitt. Uppl. í síma 621398 eftir kl. 17. Til sölu mjög ódýr Isuzu Trooper jeppi árg. '82, Skodi '80 og Saaþ '76. Bílarnir eru í mjög góðu standi. Uppl. í síma 40667. Til sölu ódýrt gömul furuhillusamstæða. Tvær raðir af frístandandi Píra hillum m. skáp. Einnig hansahillur. Sími 612430. Til sölu er nýr fallegur svartur leðurjakki, fóðraður. Sími 612430. ísskápur til sölu Til sölu Zanussi ísskápur 1.20 á hæð. Uppl. í síma 78783. Ungt par í námi óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð. Erum með rúm fjárráð og getum borgað 150 þús. fyrirfram. Sími 13567. Ungur maður utan af landi óskar eftir lítilli íbúð eða herbergi t.d. á Reykjavíkursvæðinu sem fyrst. Sími 26428. Vinnupláss - vinnupláss Vil kaupa pláss fyrir vinnustofu. Jarðhæð ca 20-30 m2. Tilboð send- ist Þjv. merkt Haraldur eða hringið í síma 35054. Til sölu vegna flutnings mjög góður ísskápur og AEG þvott- avél. Sími 10954. Geymsluhúsnæði óskast á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ca. 30 mz. Má vera óupphitaður bílskúr eða eitthvað álíka. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Sími 681310. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. s. 19239. Fiat 127 1050 árg. 85, 5 gíra, ekinn 43 þús. km er til sölu. Mig vantar stærri bíl, dýrari eða ódýrari. Uppl. í síma 681310 kl. 9-5 og í síma 13462 á kvöldin. Þýskur námsmaður (24) óskar eftir herbergi í húsnæði með öðrum náms- mönnum frá lokum janúar a.m.k. til loka júlí. Helst í nágrenni há- skólans. Svör sendist Þjóðviljanum merkt Michael Schulte. Vinnustofa Myndlistarmann bráðvantar hús- næði undir vinnustofu. Allt kemur til greina, t.d. háaloft eða kjallari. Uppl. Ísima681333 og 687122. Fil- iP- ALÞÝÐUBANDALAGHD Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi í þinghléi efna þingmenn Alþýðu- bandalagsins til funda víða um land. HjörleifurGuttormsson verður á ferð um kjördæmið næstu tvær vikur og Svavar Gestsson kemur með honum á tvo almenna fundi. I næstu viku eru ráðgerðir fundir sem hér segir: Fellabær, Samkvæmispáfinn, opinn fundur með Hjörleifi Gutt- ormssyni og Svavari Gestssyni, þriðjudaginn 19. janúar kl. 20.30. Neskaupstaður, Egilsbraut 11, félagsfundur ABN, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Hjörleifur Svavar Vopnafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30. Bakkafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Eskifjörður, félagsfundur ABE, föstudaginn 23. janúar kl. 20.30. Fleiri fundir auglýstir síðar. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Þingmenn á almennum stjórnmálafundum í þinghléi Húsavík Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í félags- heimilinu á Húsavík fimmtudaginn 21. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Akureyri Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Alþýðu- húsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Ólafsfjörður Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Tjarnar- borg í Ólafsfirði sunnudaginn 24. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót ABK Hið margrómaða Þorrablót verður haldið 30. janúar n.k. í Þinghóli, Hamra- borg 11. Merkið við á dagatalinu. Nánar auglýst síðar. BORGARMÁL „Eins og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lagt dæmið upp, þá er verið að blekkja fólk," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um kostnaðaráætlun vegna byggingar ráðhúss, en það eru 250 miljónir vegna kostnaðar við bílastæði sett undir kostnað við byggingu ráðhússins. Alls mun kostnaður ráðhússins verða 250 miljónir en kostnaður við byggingu bílastæða verða 500 miljónir. jóni að útgjöld til framkvæmda við byggingu ráðhúss og veitinga- hallar á Öskjuhlíð væru skammarlega mikil, sérstaklega með tilliti til þess að önnur verk- efni væru sett í fjársvelti fyrir bragðið. „Kostnaðurvegnabygg- gingar ráðhússins nemur 5% af öllum tekjum borgarsjóðs á ár- inu, eða 340 miljónum. Fyrir þessa upphæð er hægt að byggja a.m.k. 10 ný dagvistarheimili. Samtímis er aðeins gert ráð fyrir t.d. 8 miljónum til æskulýðsmála og 1,5 miljónum til byggingar B- álmu Borgarspítalans. Þetta eru hlægilega lágar upphæðir þegar höfð er í huga sú brýna þörf sem er á aðstöðu fyrir unglinga í mið- borginni og sú þörf sem er á hús- næðisrými fyrir aldraða. Það er t.d. Ijóst að öldruðum á eftir að fjölga um u.þ.b. 30% fram að ár- inu 2000 og ef að ekkert verður að gert strax þá stefnir í algjöra neyð í þjónustu- og húsnæðismál- um aldraðra. Svo talar borgar- stjóri um borg framfara og sókn- ar. En framfara fyrir hverja? Hafa foreldrar, börn þeirra og aldraðir orðið varir við þessar framfarir? Hafa þessir hópar orð- ið varir við jákvæðar breytingar á lífi sínu? Svarið við þessum spurningum hlýtur að vera neitandi.“ Ertþú búirín að fara í Ijósa - skoðunar ||UMFERÐAR Loks má geta þess að í Leiðar- anum á Stöð 2 í gærkvöldi kom það fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir um áætlaðan kostnað ráðhússbyggingar væri ekki hægt að álykta öðruvísi en svo að þau 190 bílastæði sem byggja á undir ráðhúsinu muni kosta helmingi meira en ráðhús- byggingin sjálf. Samkvæmt kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að ráðhúsbyggingin kosti um 500 miljónir og kostnaður vegna helmings bílastæðanna, þ.e.a.s. bflastæði til almennra nota verði um 250 miljónir. Kostnaður vegna einkabflastæða ráðhússins, þ.e.a.s. hins helmingsins, er færður á byggingarkostnað ráð- húss. Sagði Ingibjörg Sólrún það ekki óeðlilegt að álykta sem svo að sá helmingur kostaði það sama, þ.e.a.s. 250 miljónir, en samkvæmt því reikningsdæmi kostuðu bflastæðin 500 miljónir á meðan ráðhúsið sjálft kostaði 250 miljónir króna. „Eins og borgarstjórnarmeiri- hlutinn hefur lagt dæmið upp, þá er verið að blekkja fólk. Það er auðveldara að selja borgarbúum þá hugmynd að ráðhúsið kosti 500 miljónir og bflageymslurnar 250, en að ráðhúsið kosti 250 miljónir og 190 bflastæði 500 miljónir króna,“ sagði Ingibjörg Sólrún í samtali við Þjóðviljann í gær. Ingibjörg Sólrún sagði enn- fremur að hún hefði litla trú á því að 250 miljónir dygðu til bygging- ar ráðhússins og eflaust ætti meirihlutinn eftir að taka meira úr borgarsjóði en 250 miljónir áður en byggingin væri fullgerð. —K.Ol. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Spilakvöld Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fyrsta spilakvöld vetrarins verður haldið kl. 20:30 þriðjudaginn 26. janúar í Miðgarði, Hverfisgötu 105. ABR Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsaelu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá klukkan 17-19 e.h. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Fólk og fjölmiðlar Umræðufundur um útvarp Rót, hugsanlega dagskrárgerð og fl. þriðjudag- inn 19. janúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Stjórn ABR Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Bæjarmálaráði miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Tillögur að fjárhagsáætlun 1988. Stjórnin Sóknarfélagar - sóknarfélagar Starfsmannafélagið Sókn heldur félagsfund fimmtudaginn 21. janúar n.k. kl. 20.30 í fundarsal Sóknar, Skipholti 50 A. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Mætið stundvíslega og sýnið skírteini. Stjórnin Stjórnin 6 SI’ÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.