Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 11
________________________ERLENPAR FRETTIR______________________ Argentína Uppreisnarfor sprakkinn gafst upp Þegar fyrirliða uppreisnardáta úr Argentínuher varð Ijóstað Alfonsin forseti hafði nóg af drottinhollum dátum til að berjast fyrir sig gafst hann upp Raul Alfonsin andaði léttar þegar uppreisnarforinginn Aldo Rico hafði gefisf upp og fékk sér vatnssopa. Uppreisnarforinginn Aldo Rico gafst upp í gærkvöldi fyrir drottinhollum dátum Argentínu- hers er höfðu slegið hring um greni hans og fylgismanna hans í herbúðum Monte Caseros bæjar, 630 kflómetrum norðan Buenos Aires. Fréttir þessar hafði argent- íska fréttastofan Telam eftir hers- höfðingjanum Humberto Ferr- ucci. Raul Alfonsin, forseti Argent- ínu, hafði fyrr í gær hafnað skil- yrðum sem Rico þessi hafði sett fyrir uppgjöf og sagt að gæfust þeir ekki upp vífilengjalaust yrðu þeir knúðir til þess með vopna- valdi. Að sögn talsmanns forsetans, Jose Ignacio Lopez, hafði stjórn- arherinn náð að brjóta allar aðrar uppreisnarsveitir hersins á bak aftur að 19. landgönguliðs- deildinni undanskilinni en hún hefst við í borginni Tucuman í norðurhluta landsins. Ekki var ljóst í gærkveldi hver hefði töglin og hagldirnar þar í borg. Að sögn embættismanna er bærinn Monte Caseros algerlega á valdi stjórnarliða hverra skrið- drekar og bryndrekar rúlla fram og aftur um götur. Er Rico lagði niður vopn voru aðeins fáeinar klukkustundir liðnar frá því fréttir bárust af sprengjufalli og skothríð við höfuðstöðvar uppreisnarmanna. Um svipað leyti voru stuðnings- menn hans er reyndu að ná aðal- flugvelli Monte Caseros stráfelld- ir. Þetta var fyrsta sinni að argen- tínskir dátar bárust á banaspjót Utanríkisráðherra ísraels, Shimon Perez, lét svo ummælt í gær að hann hefði hug á því að knýja fram þingkjör um friðar- ráðstefnu landa fyrir botni Mið- jarðarhafs og framtíð herteknu svæðanna. I því augnamiði hygð- ist hann freista þess að vinna meirihluta þingheims á sitt band. Lögum samkvæmt eiga þing- kosningar að fara fram í ísrael í nóvember næstkomandi en Perez segir þær geta farið fram eftir þrjá mánuði ef þingmenn fallist á málaleitan sína. Perez er formaður Verka- mannaflokksins og Yitzhak Shamir forsætisráðherra er leið- togi Likudbandalagsins. Þeir sitja saman í ríkisstjórn vegna þess að annars hefði engin stjórn verið mynduð í landinu eftir síð- ustu kosningar. Hvorugur ris- anna í ísraelskri pólitík var í stakk búinn að taka við völdum með fulltingi smáflokka. En þeir Perez og Shamir sitja ekki á sárs höfði og eitt helsta þrætueplið er þátttaka ísraels- manna í friðarráðstefnunni. Sá fyrrnefndi segir slíkt stefnuhald einu færu leiðina til þess að við- ræður takist milli fsraelsmanna og granna þeirra. Forsætisráð- herrann segir hinsvegar að slíkur alþjóðafundur sé löndum sínum stórháskalegur þar eð á honum verði lagt að þeim að skila aftur herteknu svæðunum en þau séu ákaflega mikilvæg ísraelsvörn- um. Perez reyndi íöekað að knýja ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 frá því árið 1962. Alfonsin forseti hrósaði stjórnarhernum í hástert enda stýrði hann sjálfur aðgerð- um hans í gær. Rico þessi kvað vera „stríðs- hetja“ úr Falklandseyjastrfði fram þingkjör um friðarfund í fyrra en fékk ekki nægan stuðn- ing á löggjafarsamkundunni. Nú reynir hann á ný vegna breyttra aðstæðna eftir nær látlausar mót- mælaaðgerðir Palestínumanna á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdanár í sex vikur. Að minnsta kosti 40 mótmælendur hafa fallið fyrir hendi skotmanna ísraelskra Argentínumanna og Breta árið 1982. Hann sagði á sunnudag til- gang uppreisnarinnar þann að knýja stjórnvöld til þess að skipta um forystu í hernum. Sakar hann núverandi yfirmenn hans um að hafa borið ábyrgð á hrakförum stjórnvalda á þessu tímaskeiði. í gær hélt sendimaður Samein- uðu þjóðanna, Marrack Gould- ing, burt frá fsrael eftir vikudvöl þar og á hernumdu svæðunum. Hann kvað 20 ára hernám ísra- elsmanna á Gazasvæðinu og vest- urbakka Jórdanár hafa leitt til ástands sem væri jafn óbærilegt fyrir Palestínumenn og gyðinga. Argentínumanna á Falklands- eyjum og ennfremur um að standa ekki vörð um þá undir- menn sína sem sakaðir hafa verið um að hafa framið glæpi og hryðj- uverk á valdaskeiði herforing- jastjórnarinnar. í gær var allt með kyrrum kjörum í herteknu svæðunum enda viðbúnaður hers og lögreglu meiri en nokkru sinni fyrr og út- göngubann í gildi. Palestínu- menn mæta ekki til vinnu sinnar nema úrillir kaupmenn sem ísra- elskir dátar neyddu til að opna verslanir sínar. Engir viðskipta- vinir létu sjá sig. Reuter Rico hafði verið í stofufangelsi frá því í apríl í fyrra en þá var hann í broddi fylkingar dáta sem voru með uppsteyt. Hann mun hafa sloppið úr haldi í síðustu viku. Reuter Shimon Perez vill þingkosningar um friðarmál í Miðausturlöndum og fram- tíð herteknu svæðanna. Nicaragua Ortega í friðarskapi ForsetiNicaragua gerir Kontraliðum gramtígeði meðþvíað ganga að meginkröfum þeirra Daníel Ortega, forseti Nicarag- ua, aflétti á laugardaginn neyðarástandi í landinu sem stað- ið hafði óslitið í sex ár. Ennfrem- ur bauðst hann til þess að eiga orðastað við forsprakka Kontra- liða án milligöngumanna, sagðist ætla að láta alla pólitíska fanga lausa og ítrekaði að árið 1990 myndu landsmenn ganga að kjör- borði og velja sér forseta. Þetta eru mikil nýmæli því fram að þessu hafa ráðamenn í höfuðborg Nicaragua, Managua, þvertekið fyrir að koma að máli við fyrirmenn málaliðanna og bent réttilega á að þeir væru ekk- ert annað en trúðar í sirkusi Ron- alds Reagans. Ortega kvað sinnaskiptin eiga rætur að rekja til friðaráætlunar þeirrar sem kennd hefur verið við Oscar Arias forseta Costa Rica og undirrituð var af forsetum fimm ríkja Mið-Ameríku síð- astliðið sumar. Samkvæmt ofanskráðu hafa valdhafar í Nicaragua gengið að öllum aðalkröfum Kontraliðanna og skyldu menn því æila að þeir hefðu þóst himin höndum hafa tekið, „frelsishetjur“ Reagans talið drauminn hafa rætst. En því fer víðsfjarri. Einn af foringjum málaliðanna var fljótur að átta sig á því að ákvarðanir Ortegas hefðu aðeins verið teknar í því augnamiði að slá ryki í augu bandarískra þingmanna svo að örlæti þeirra skryppi saman. Nú hlýtur sú spurning að vakna hví Kontraliðar þurfi vopn til að berjast fyrir markmiðum sem þegar hafa náðst? Eða er mark- miðið annað en þeir láta í veðri vaka? Hvað sem því líður hyggst Bandaríkjastjórn ekki hætta að berjast fyrir því að þingmenn fall- ist á að láta stórar fúlgur renna í Kontrahítina einsog í fyrra. Þá fengu málaliðarnir 100 miljónir dala. í orði kveðnu styður Reag- an friðaráætlun Ariasar en sam- kvæmt henni er ríkisstjórnum óheimilt að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í nágranna- ríkjum sínum. En það er kunnara en frá þurfi að segja að eitt er orð, annað athöfn hjá bandarískum ráðamönnum. En öldungis er óvíst hvort Kontraliðar fá nokkuð sem feng- ur er í úr bandarísku ríkisfjár- hirslunni í ár. Tilboð Ortegas kemur þeim í klípu. Hafni þeir því og láta hjá líða að ganga til viðræðna við ráðamenn í Manag- ua gætu bandarískir þingmenn ál- yktað sem svo að þeir hafi engan hug á friðsamlegri lausn mála þótt hún standi til boða. Og ákveðið að láta af fjárstuðningi. Gangi þeir hinsvegar að tilboði Ortegas gæti bandarískur þing- maður rökleitt á þá leið að nú væru alvarlegar friðarviðræður komnar á rekspöl og því engin þörf á því að vígvæða Kontraliða! En hvað um það, nú veltur allt á því hvernig Ortega tekst til við framkvæmd áforma sinna. Standi hann við gefin heit geta banda- rískir þingfulltrúar trauðla rétt- lætt sóun bandarísks almannafjár í vopn og vígtól málaliðunum til handa. Reuter ísrael Perez vill kosningar Utanríkisráðherrann vill að landsmenn taki ákvarðanir um friðarmál ogframtíð herteknu svœðanna íþingkjöri. Kyrrt á vesturbakkanum og Gaza

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.