Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 4
LEHDARI
Skattaleiðin dugir ekki til
Ein af þeim hugmyndum, sem rætt hefur ver-
iö um að liðkað geti fyrir nýjum kjarasamning-
um, er hækkun á skattleysismörkum. Er þá ým-
ist talað um hækkun markanna hjá öllum
launþegum eða hjá fiskverkafólki sérstaklega.
Eftir að upþ var tekin staðgreiðsla skatta eru
allar tekjur umfram 42.037 krónur á mánuði
skattlagðar. Skiptir þá engu hvort launþegi hef-
ur 45 þúsund krónur á mánuði eða 250 þúsund;
af öllum launum umfram 42.037 krónum á mán-
uði ber að greiða 35,2% í opinber gjöld.
Hækkun skattleysismarka kæmi sér vissu-
lega vel fyrir mjög marga. Skattalækkun er
kjarabót sem fáir fúlsa við. En því miður gagnast
hún ekki öllum og alls ekki þeim sem lægstu
launin hafa. Hversu ótrúlegt sem það kann að
virðast, er til fólk sem þarf að draga fram lífið á
lægri tekjum en 42 þúsund krónumámánuði.
Lágmarkslaun margra verkalýðsfélaga ná ekki
30 þúsund krónum á mánuði. Þrátt fyrir yfirborg-
anir og launaskrið eru þeir allmargir sem eru á
taxtalaunum. Og það eru ekki allir sem geta
tekið þátt í tryllingslegum hildarleik hinnar ótak-
mörkuðu yfirvinnu. Því fólki, sem hefur tekjur
undir skattleysismörkum, gagnast lítt þótt slegið
sé af innheimtu opinberra gjalda.
Hækkun á skattleysismörkum dugar þess
vegna engan veginn til að bæta kjör þeirra sem
lægstu launin hafa.
Sú hugmynd er og á lofti að hækkun skatt-
leysismarka skuli eingöngu bundin við fisk-
verkafólk. Þeim sem vinna við fiskinn í landi,
beri skattfrádráttur engu síður en sjómönnum.
Bent er á að margir kjósi aðra vinnu en fisk-
vinnu, eigi þeir þess kost, og er þá talið að
sérstakur skattfrádráttur geti fjölgað þeim sem
sækjast eftir vinnu í fiski.
í raun og veru hlýtur starfsgreinabundinn
skattfrádráttur að vera óbeinn ríkisstyrkur við
þær atvinnugreinar sem hans njóta. Ef rekstrar-
afkoma útgerðar og fiskverkunar er þokkaleg, á
að vera unnt að greiða þeim, sem vinna við
veiðar og vinnslu, sambærileg laun við það sem
almennt tíðkast í samfélaginu. Fiskveiðar og
úrvinnsla sjávarafla eru undirstöðugreinar ís-
lensks nútíma þjóðfélags. Geti þær ekki gengið
án opinberra styrkja, er alvarleg meinsemd í
hagkerfinu og það hlýíur fyrr eða síðar að riða til
falls. Því hlýtur að vera heppilegast að nú verði
kannað hvort fiskvinnslan getur ekki greitt hærri
laun, áður en tekin er ákvörðun um að veita
henni óbeinan ríkisstyrk og greiða niður launa-
kostnað hennar með sérstakri hækkun á skatt-
leysismörkum fiskverkafólks.
Forsvarsmenn undirstöðuatvinnuveganna
taka án efa tveim höndum þeirri hugmynd að
starfsmenn þeirra fái sérstakan skattafslátt því
að þá þarf ekki að hækka laun eins mikið og
ella. Að undanförnu hafa þeir margoft á það
bent að fyrirtæki þeirra séu nú rekin með tapi.
Þeir hafa líka rakið hvað veldur því að staðan
hefur að þeirra mati versnað að mun á síðustu
mánuðum. Og í þeim efnum berast böndin fyrst
og fremst að ríkisstjórnin.
Ríkisstjórnin hikaði ekki við að heimta
launaskatt af þeim fyrirtækjum sem stunda út-
flutningsiðnað, þar með talið af fiskvinnslunni.
Ríkisstjórnin hefur haft í hyggju að hætta við að
greiða útgerðinni uppsafnaðan söluskatt.
Eitthvert hik mun þó komið á ráðherrana nú
síðustu dagana. Sú aðgerð leiðir að sjálfsögðu
til hærra fiskverðs og þar með versnandi af-
komu fiskvinnslunnar. Ráðherrar koma út tár-
um á fólki með ræðum sínum um nauðsyn þess
að vextir fari lækkandi. En orðum þeirra fylgja
ekki athafnir. Talið er að vaxtabyrði fiskvinnsl-
unnar hafi rokið úr 7,5% upp í allt að 15% af
veltu á síðustu misserum.
Ef ríkisstjórnin dregur til baka vitlausar á-
kvarðanir sínar gagnvart
undirstöðuatvinnugreinunum og grípur til raun-
hæfra aðgerða til að ná niður vöxtum, þá verður
staða fiskvinnslunnar allt önnur en í dag.
Það er engu líkara en ríkisstjórnin telji sig vera
í heilögu stríði við landslýð. Hjá henni hefur
ráðið hugarfar herforingjanna sem vilja styrkja
samningsstöðu sína og láta því heri sína sækja
sem lengst fram áður en kemur til vopnahlés.
ÓP
Mynd: Sigurður Mar
LJOSOPIÐ
VUAJ
þlÓÐViyiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé.
Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn:ElísabetK. Jökulsdóttir, GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH.
Gíslason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: SævarGuðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrif stofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsia: G. Margrét Óskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskriftarverð á manuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 23. janúar 1987