Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR_
Leiðtogafundurinn í Stokkhólmi
Alþjóðleg
eftirlitsstofnun
með vígbúnaði
Einokun risaveldanna á upplýsingum um víg-
búnaðarmál verði aflétt. Olafur Ragnar
Grímsson: Mikilvœgt skref stigið í átt að nýju
alþjóðlegu öryggiskerfi
Leiðtogar Svíþjóðar, Indlands,
Tanzaníu, Grikklands og
Mexíkó, sem nú funda í Stokk-
hólmi, gáfu í gær út yfirlýsingu
þar sem þeir sögðu meðal annars
að þeir hyggðust leggja fram til-
lögu þess efnis í sumar, að komið
verði á fót alþjóðlegri eftirlits-
stofnun með vígbúnaði og vopn-
aflutningum, sem myndi aflétta
einokun risaveldanna á upplýs-
ingum um þessi efni. Segir í yfir-
lýsingu þeirra að önnur ríki í
heiminum hafi nú yfir að ráða
nægilegri tækniþekkingu til þess
að koma upp slíku kerfi, sem sett
yrði undir alþjóðlega stjórn til
þess að tryggja að það verði ekki
misnotað.
Ólafur Ragnar Grímsson, sem
fylgst hefur með fundinum sem
starfsmaður samtakanna Parli-
amentarian Global Action,
(PGA) sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að leiðtogarnir sex
og samtökin PGA myndu á næstu
mánuðum gangast fyrir fundum
tæknimanna og sérfræðinga frá
fleiri löndum tii þess að kanna og
undirbúa hvernig slíkri alþjóða-
stofnun yrði komið á fót í áföng-
um, bæði með tilliti til tæknilegra
atriða eins og aðgangs að gervi-
hnöttum, og einnig með tilliti til
þjálfunar starfsfólks.
Sagði Ólafur að jafnframt
myndu á næstunni fara fram við-
ræður við stjórnir annarra ríkja,
sem hugsanlega hefðu áhuga á að
taka þátt í að koma slíkri stofnun
á fót. Sagði Ólafur að í því sam-
bandi hefði verið talað um lönd
eins og Kanada, Vesturþýska-
land og Ástralíu. Tilgangur stofn-
unarinnar verður að veita þjóð-
um heimsins aðgang að upplýs-
ingum um öryggismál, sem risa-
veldin sitja nú ein að. Ólafur
sagði að leiðtogar ríkjanna sex
hefðu ákveðið að mæta sjálfir á
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um afvopnunarmál í sumar til
þess að fylgja tillögunni eftir.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
að auk sjálfs leiðtogafundarins
hefði verið haldinn í Stokkhólmi
fundur með hópi alþjóðlegra
sérfræðinga og forystumanna í al-
þjóðamálum, sem komið hefðu
til Stokkhólms í tilefni leiðtoga-
fundarins.
Þá sagði Ólafur að bæði þar og
á leiðtogafundinum hefðu verið á
dagskrá hugmyndir sem hann
hefði viðrað í samræðum við Ra-
jiv Ghandi í nóvember síð-
Ingvar Carlsson
Miguel de la Madrid
astliðnum um nauðsyn nýs al-
þjóðlegs öryggiskerfis, sem taka
þyrfti við þegar stórveldin hefðu
látið af vígbúnaðarkapphlaup-
inu. Sagði Ólafur að innan sam-
takanna PGA væri rætt um slíkt
öryggiskerfi sem þriðju kynslóð
alþjóðlegra stofnana. Fyrsta kyn-
slóðin væri Þjóðabandalagið,
önnur kynslóðin væri stofnanir
eins og Sameinuðu þjóðirnar,
hernaðarbandalögin, Alþjóða
gjaldeirissjóðurinn og fleiri slíkar
stofnanir, sem ættu sér þegar 40
ára sögu. Á þeim 40 árum hefði
heimurinn tekið svo miklum
breytingum, að þörf væri fyrir
þriðju kynslóð stofnana til að
bregðast við vandamálum samtí-
mans, og sagði Ólafur að samtök-
in PGA hefðu þegar ákveðið að
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Fundir stjornarandstööunnar
með borgarbúum
3)
Mánudaginn 25.
janúar kl. 20.30 á
ídag kl. 13:00 íÁr-
seli fyrir íbúa Sel-
áss, Árbæjar og
Ártúnsholts.
?)
I dag kl. 16:00 í
Glæsibæ (kaffiter-
íu) fyrir íbúa
Austurbæjar innan
Sætúns, Elliða-
vogs, Suðurlands-
brautar/Lauga-
vegs.
Hótel Borg fyrir
íbúa Þingholta,
Miðbæjar og Vest-
urbæjarsunnan og
norðan Hring-
brautar.
Reykvíkingar eru
hvattir tilað mæta
og koma skoðunum
sínum á framfæri
Borgarfulltrúar stjórnar-
andstöðunnartaka við
ábendingum og veita
upplýsingar
Rajiv Ghandi
Julius Nyerere
gera þetta að veigamiklu verk-
efni. Ætla samtökin að berjast
fyrir því að í lok þessa áratugar
eða upphafi þess næsta verði efnt
til formlegrar samningaráðstefnu
ríkja á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hliðstæða Hafréttarráð-
stefnunni um nýtt öryggiskerfi
heimsins. Sagðist Ólafur hafa lýst
þessum áformum samtakanna á
fundi með þjóðarleiðtogunum
sex.
Ólafur Ragnar sagði að í iok
leiðtogafundarins hefði Andreas
Papandreo forsætisráðherra
Grikklands lýst því yfir fyrir hönd
leiðtoganna að þeir myndu taka
til alvarlegrar íhugunar að taka
að sér forystu á alþjóðavettvangi
um mótun hugmynda um slíkt ör-
yggiskerfi. Sagði Ólafur Ragnar
að með þessari yfirlýsingu
leiðtoganna sex hefði verið stigið
mikilvægt skref í þá átt að koma
Raul Alfonsin
Andreas Papandreou
þessum hugmyndum á dagskrá.
í yfirlýsingu leiðtoganna sex
eru risaveldin jafnframt hvött til
þess að láta af kjarnorkuvopna-
tilraunum, og lagt til að Samein-
uðu þjóðirnar hafi eftirlit með að
banninu verði framfylgt. Þá voru
stjórnvöld risaveldanna hvött til
þess að eyða þegar helming
langdrægra kjarnorkuvopna, og
sömuleiðis var hvatt til þess að
vopn til þess að eyða gervi-
hnöttum yrðu bönnuð, en þau
eru meðal annars liður í „stjörn-
ustríðsáætlun“ Bandaríkjanna.
Leiðtogafundinum lauk í
Stokkhólmi í gær, en Ólafur
Ragnar sagði að samtökin PGA
hefðu stjórnarfund í Stokkhólmi
á laugardag, auk þess sem hann
myndi einnig eiga fund með ís-
lendingum búsettum í Stokk-
hólmi.
-ólg.
Leiðbeiningar við
framtalsgerð
Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags-
mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð
skattframtala með sama hætti og undanfarin ár.
Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir
um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar í
síma 25633 og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en
3. febrúar nk. Ekki er unnt að taka við viðtals-
beiðnum eftir þann tíma.
Skrifstofa Dagsbrúnar
Sjúkraþjálfarar -
sjálfstæður atvinnu-
rekstur
í Grindavík búa um 2 þúsund manns sem núna
eru án sjúkraþjálfara. Höfum mjög góða aðstöðu
með fullkomnum nýjum tækjum sem leigjast úttil
þeirra sem hefja vilja sjálfstæðan atvinnurekstur,
gegn sanngjörnu gjaldi.
Vinna eins og hver vill - góðir tekjumöguleikar.
Athugið, aðeins 40 mínútna akstur frá rr)iðbæ
Reykjavíkur. Þeir sem áhuga hafa hafi vinsam-
legast samband við heilsugæslulækni í sím^ 92-
68021 eða 92-68766.
Grindavíkurbær