Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Ráðhúsmálið
Ólga í fólki
Samtökin Tjörnin lifi efna tilfundar vegna ráhússmálsins á
sunnudag. Hörður Erlingsson: ÞátturJóns Ottars hleypti illu
blóði í fólk
ÞaS er ólga í fókj og hlutdrægur
þáttur Jóns Óttar Ragnars-
sonar um ráðhúsmálið sem fór
fram á Stöð 2 fyrr í vikunni hefur
hleypt illu blóði í fólk, sagði
Hörður Erlingsson einn af for-
svarsmönnum í samtökunum
Tjörnin lifi, en samtökin hafa efnt
til almenns fundar um ráðhús-
málið á sunnudaginn.
í fréttatilkynningu frá sam-
tökunum segir að hvatamenn að
fundinum séu gegn áformum um
smíði ráðhúss og þeir haldi fram
rökum sem séu í aðalatriðum
eftirfarandi: „Tjörnin er mikil-
vægasta kennileitið í hjarta
Reykjavíkur, þar sem gömlu hús-
in, fuglalíf, vatn og gróður hafa
hingað til ráðið svipmótinu. Göt-
ur anna ekki umferðarþunga í
þessum elsta hluta borgarinnar,
eins og dæmin sanna, og vegna
staðhátta er ekki svigrúm til
þeirra breytinga á gatnakerfi sem
óhjákvæmilegar væru með til-
komu ráðhúss á þessum stað.
Bráðabirgðaáætlun um kostn-
að við byggingu þessa húss bendir
til þess að hann næmi þriðjungi
útsvara Reykvíkinga á einu ári. í
vaxandi dýrtíð og þenslu er ekki
réttlætanlegt að slík bygging hafi
forgang, á meðan brýnni verkefni
eru látin sitja á hakanum.
Lögformlegri kynningu á skip-
ulagsdrögum með ráðhúsi hefur
verið ábótavant. í þeim drögum
Á uppdrættinum má sjá valkost samtakanna Tjömin lifi við ráðhúsi. Garður
með miklum gróðri, leiktækjum og bekkjum. Þá er gert ráð fyrir að húsið sem
áður var að Tjarnargötu 11, verði áfram á svæðinu, en á öðrum stað.
að Kvosarskipulagi sem kynnt
voru, er gert ráð fyrir húsi á föstu
landi, sem að grunnfleti jafnast á
við þriðjung grunnflatar þess
húss sem nú er áformað að
byggja.
Af þessum ástæðum er mælst
til þess að beðið verði með frek-
ari undirbúningsframkvæmdir
við Tjörnina. Fyrirhugaðar fram-
kvæmdir verði lögformlega
kynntar, á þann hátt að megin-
atriði svo sem breytingar á gatn-
akerfi og skerðing Tjarnarinnar
komi fram, áður en Kvosarskipu-
lagið hlýtur endanlega afgreiðslu
stjórnvalda".
-K.Ól.
Sækir í
hreint
hár
Bergljót Líndal: Engin
skömm aðfá lús, en
skömm að ganga með
hana
Lúsin er alltaf annað slagið að
stinga sér niður, og hún sækir
öðru fremur í hreint hár. Það er
engin skömm að fá lús, en það er
aftur á móti skömm að ganga með
hana, sagði Bergljót Líndal,
hjúkrunarforstjóri á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
Að sögn Bergljótar hefur hún
ekki orðið vör við að neitt meira
sé um hana nú en oft á tíðum
Sókn
Rétt er rétt
Hafa skal það sem sannara
reynist. f frásögn blaðsins í gær af
fundi í Sókn um nýjan kjaras-
amning, slæddist inn sú leiða villa
að starfsmaður með 23 ára starfs-
reynslu hefði 36.108 krónur í
mánaðarlaun samkvæmt kjara-
samningum. Hið rétta er, að
byrjunarlaun starfsmanns sem
vinnur við ræstingar og er 23 ára
nema þessari upphæð á mánuði.
Eftir 18 ára starfsreynslu fá Sókn-
arfélagar sem vinna við þrif
40.616 krónur.
-rk
Það sem Bergljót Elíasdóttir, starfsmaður í Apóteki Austurbæjar heldur á,
flaskan og kamburinn, fara létt með að hreinsa lús úr hári. Aftur á móti það sem
er í hvíta pakkanum, er túbukrem sem kemur að góðum notum gegn flatlúsinni.
Mynd: E.ÓI.
áður. Hún sagði að það bæri
meira á lúsinni á haustin þegar
skólarnir byrjuðu og krakkarnir
söfnuðust saman.
„Öll umræða. um lúsina vekur
fólk kannski til umhugsunar um
hana, því foreldrum dettur hún
síst í hug þegar krakkinn kvartar
yfir kláða. En það þarf enginn að
vera neitt hræddur vegna lúsar-
innar. Það er auðvelt að losa sig
við hana með þartilgerðum með-
ulum sem fást í apótekum og eru
fljótvirk,“ sagði Bergljót Líndal,
h j úkrunarforst jóri.
-grh
Austfirðir
Síldarsöltun lokið
Igær var verið að slá botninn í
sfldarsöltunina fyrir austan á
því viðbótarmagni sem leyft var
að veiða upp í 30 þúsund tunna
viðbótarkaup Sovétmanna á Suð-
urlandssfld.
Að sögn Kristjáns Jóhannes-
sonar, birgða- og söltunarstjóra
Sfldarútvegsnefndar, hefur sfldin
verið mjög góð allan tímann, frá
því veiðar hófust aftur í byrjun
mánaðarins og hefur fitumagnið í
sfldinni verið þetta 14-16%. En
það má minnst vera 12% fyrir So-
vétmenn.
10 bátar stunduðu þessar janú-
arveiðar og var saltað á 19 stöðv-
um, en mest var þó saltað á Fá-
skrúðsfirði í 5 þúsund tunnur.
Útskipun hefur gengið vel og
var Keflavíkin að gera sig klára í
gær að leggja í hann til Murm-
ansk með 23 þúsund tunnur, full-
ar af saltaðri Suðurlandssfld. Þá
leggur Fjallfoss á næstunni af stað
héðan til Svíþjóðar. -grh
Laugardagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
St. Jósefsspítali
Landakoti
Skóladagheimiliö Brekkukot
Viltu vinna í notalegu umhverfi á góöum stað í
bænum? Okkur vantar aöstoðarmann á skóla-
dagheimilið Brekkukot. Upplýsingar gefur for-
stöðumaður í síma 19600-260 virka daga.
Staða hjúkrunarfræðings á vöknun,
dagvinna
er laus frá 1. febrúar 1988. Upplýsingar gefnar á
skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-300.
Reykjavík 20.1.1988
Læknastofa
Höfum opnað læknastofu í Læknastöðinni
hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma
686311 alla virka daga rnilli kl. 9 og 17.
Ingibjörg Georgsdóttir
Sérgrein: Barnalækningar.
Guðmundur Ásgeirsson
Sérgrein: Barnalækningar.
Sérfræðingur
BHMR, Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna, óskar eftir að ráða háskólamenntaðan
starfsmann.
Starfssvið: Daglegur rekstur skrifstofu BHMR
og aðstoð við samningsgerð stéttarfélaga innan
BHMR.
BHMR leitar að einstakling sem getur tekið að
sér krefjandi starf.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Björn Sigurjóns-
son, skrifstofu BHMR, vs.: 82090. Vinsamlegast
sendið skriflegar umsóknir til formanns BHMR,
Lágmúla 7,108 Reykjavík, merktar „Sérfræðing-
ur“, fyrir 5. febrúar n.k.
AUGLÝSING
um starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs
Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir
umsóknum um starfslaun til listamanna skv. regl-
um, sem samþykktar voru 16.12.1986 í Bæjar-
stjórn Kópavogs.
Heimilt er að veita starfslaun fyrir 6-12 mánaða
tímabil.
Launin miðast við 8. þrep 143. launaflokks skv.
kjarasamningi Bandalags háskólamanna.
Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun
starfslauna, sem búsettir eru í Kópavogi. Lista-
menn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki
fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að listamenn úr
öllum listgreinum koma til greina.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k.
Listamaður sem starfslauna nýtur, skal að loknu
starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu.
Starfslaun verða veitt frá 1. júní n.k. Umsóknar-
frestur er til 1. mars n.k.
Umsóknir um starfslaun listamanns skv. framan-
skráðu sendist:
Lista- og menningarráði Kópavogs
Hamraborg 12,
200 Kópavogi
Fóstra -
uppeldisfræðingur
þroskaþjálfi
óskast til starfa að barnaheimili Siglufjarðar sem
fyrst. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í
síma 96-71359 og eftir kl. 17 í síma 96-71941.