Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Landslið í fjmleikum FSÍákvað að endurreisa landslið íslands ífimleik- um. Verkefni bceði heima og erlendis Stjórn Fimleikasambands ís- lands hefur ákveðið að endur- reisa landslið í áhaldafímleikum. Undanfarin ár hefur ekki verið haldið úti landsliði hér. „Góðum fimleikamönnum hefur bara fjölgað svo mikið,“ sagði Katrín Sveinsdóttir í sam- tali við Þjóðviljann. „Fimleikum er skipt í svokallaða seniora (eldri hóp) og juniora (yngri hóp). Seniorarnir hafa yfirleitt verið mjög fáir og fá mót haldin fyrir þá. Vegna þess hve við eigum mörg góð efni núna þá sáum við enga aðra leið færa en að senda þau erlendis." Þau mót sem landsliðið kemur til með að taka þátt í eru Norður- landamót í Finnlandi 23.-24. apr- íl, Evrópumeistaramót í Frakk- landi 13.-15. maí og landskeppni við Skota í Skotlandi 28. maí. Þá verða æfingabúðir fyrir liðið á Laugarvatni nú um helgina og aftur í ágúst. Þá mun liðið dvelja í æfingabúðum í Skotlandi eftir landskeppnina í æfingabúðum. Það eru tækninefndir karla og kvenna í fimleikum sem sjá um valið á landsliðinu. í þessum nefndum er fólk sem sjálft hefur staðið framarlega í fimleikum og þjálfun fimleikafólks. Landsliðið verður skipað 6 stúlkum og 6 drengjum. Þau eru: - Fjóla Ólafsdóttir Armanni, Hlín Bjarna- dóttir Gcrpiu, Hanna Lóa Friðjónsdóttir Gerplu, Lára Sif Hrafnkelsdóttir Björk, Eva Úlla Hilmarsdóttir Björk, Linda St. Pétursdóttir Björk, Guðjón Guðmundsson Ármanni, Axcl Bragason Ármanni, Jó- hannes Nieis Sigurðsson Ármanni, Por- varður Goði Valdimarsson Árinanni, Kristján Stefánsson Ármanni, Björn Magnús Pétursson Ármanni. Tækninefndirnar áskilja sér rétt til að endurskoða þetta val eftir að helstu mótum vetrarins lýkur í lok mars. i’á gæti jafnvel fjölgað í hópnum. Enn hafa ekki verið samþykktar form- legar reglur fyrir landsliðið í fimleikum en frumreglur eru í gildi sem nefndirnar starfa eftir. Frjálsíþróttamenn í Alabama Nú dvelja margir frjálsíþrótta- menn við æfingar og keppni er- lendis. Alabama virðist vera vin- sæll staður hjá íslendingum því þar eru nú níu íþróttamenn í námi og við æfingar. Þrír þessara níu íþróttamanna keppa fyrir Ala- bama háskólann. Það eru Svan- hildur Kristjónsdóttir UBK, spretthlaupari, Ragnheiður Ól- afsdóttir FH en hún keppir í 1500 og 3000 metra hlaupum og Guð- björg Gylfadóttir USAH, kúlu- varpari. Auk þeirra eru í Alabama háskólanum Eggert Bogason FH, kringlukastari, Guðmundur Skúlason FH, Rut Ólafsdóttir UÍ A, 800 metra hlaupari, Sigurð- ur Matthíasson UMSE, spjót- kastari, Sigurður Einarsson Ár- manni, spjótkastari og Vésteinn Hafsteinsson HSK, kringlukast- ari. Stúlkurnar þrjár sem eru í keppnisliði skólans eiga mörg sterk mót framundan víðsvegar um Bandaríkin. _íh Meistaramót í atrennulausum stökkum Meistaramót íslands í atrennu- lausum stökkum fer fram í ÍR- húsinu við Túngötu á sunnudag- inn. Mótið hefst kl. 13:30. Fram- kvæmd mótsins verður í höndum frjálsíþróttadeildar ÍR. Skráning í keppnina fer fram á staðnum. Keppt verður í langstökki, há- stökki og þrístökki án atrennu í karla- og kvennaflokki. Verð- laun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. BÍLAPENINGAR OG ÖKUIÆKJAS1YRKUR ÍSTAÐGREÐSLU -Það borgarsig að kynna sérnýju reglumar vel. Endurg|akislaus afnot iaunamanns af bifreið iaunagreiðanda eru staðgreiðsluskyid og skulu þau metin honum til tekna þannig: Fyrirfyrstu 10.000km 15.50kr.pr km. Fyrirnœstu 10.000km 13.90kr.pr.km. ___________Yfír 20.000km 12.25 kr. pr. km.___________ Ef launamaður greiðir fyrir afnot af bifreiðinni gjald sem er lægra en framangreint mat telst mismunurinn launamanni til tekna. Hafi launamaðurfullan umráðarétt yfir bifreiðinni skal miða við það að hann aki 10.000 km á ári í eigin þágu eða 833 km á mánuði. Staðgreiðsluskyld hlunnindi hans eru þá 12.912 kr. á mánuði hið lægsta. Fari aksturinn fyrirsjáanlega yfir 10.000 km á ári skal ákveða mánaðarlegan akstur sem 1/i2 af áætluðum heildarakstri á ári. Eknir kílómetrar umfram 833 km skulu þá reiknast á 13.90 kr enda fari heildarakstur ekki fram úr 20.000. Ef launamaður leggur fram gögn með skattframtali er sanna að akstur í eigin þágu hafi verið minni en viðmiðunin skal leiðrétta hlunnindamatið við álagningu. Endurgretddur kostnaðurti! launamanns vegna afnota launagreiðanda af bffreið hans sem halda má utm staðgreiðslu, er metínn þanníg: Kílómelragjald undir viðmiðunamnörkum: Fyrír 1-10.000km 15.50 kr.pr. km. Fyrír 10.001-20.000km 13.90kr.pr.km. Fyrír 20.001 km. - > 12.25 kr. pr. km. Þar eð kílómetragjald er lægrafyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðamefnd ákveður má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: Fyrír 1-10.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.55 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.60 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000kmakslur-sérstaktgjald hœkkun um225kr.pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.00kr.pr. km. Umfram 20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.00 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 4.40 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu af ofannefndu er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis. »JÓNUSTAN/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.