Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir íslensk ljóð þýdd á frönsku kauplaust Gérard Lemarquis: Eg vil reyna að vera trúr stíl þeirra skálda sem ég þýði. Mynd - Sig. Gérard Lemarquis: Sýn- isbækur ljóða minna oft á Ikea-katalóg Undanfarin 57 ár hefur verið gefið reglulega út i Bruxelles, blað sem heitir Le journal des po- étes, eða Blað skáldanna. í nóv/ des númeri blaðsins er meðal annars að finna ljóð eftir þrjú ís- lensk ljóðskáld, þá Stefán Hörð Grímsson, Þorgeir Þorgeirsson og Stein Steinarr. Þýðandi ljóð- anna er Gérard Lemarquis, en hann undirbýr nú útgáfu sýnis- bókar íslenskra ljóða á frönsku, í samvinnu við Jean-Louis Depi- erris ljóðskáld, og menningar- fulltrúa franska sendiráðsins í Reykjavík. Gérard, Ijóðaþýðingar íLe jour- nal des poétes og sýnisbók ís- lenskra Ijóða í leiðinni. Hvernig stendur á þessari framtakssemi? - Byrjunin var, að þegar Jean- Louis Depierris varð menning- arfulltrúi franska sendiráðsins, vildi hann strax kynna sér ís- lenska ljóðlist og bað mig að þýða fyrir sig ljóð. Hann er sjálfur skáld, og reyndar mjög mericilegt skáld og gott, það hafa verið gefnar út margar ljóðabækur eftir hann og meira að segja skrifuð um hann bók. Ég þýddi fyrir hann nokkur ljóð, og það má bæta því við að ég varð að vanda mig við þýðingarnar því þó að hann hafi enga möguleika á að meta hvað nálægt þýðingin er ís- lenska textanum, þá er hann mjög kröfuharður hvað varðar málfar og hrynjandi í frönsku. Svo má segja að ég hafi byrjað fyrir alvöru í kringum sýningarn- ar á Galdra-Lofti í París. Ég býddi leikritið fyrir Ragnheiði Ásgeirsdóttur og setti það upp í París í lok nóvember í fyrra. í kringum þá sýningu var íslensk menningarvika í París, og hópur- inn sem stóð að sýningunni bað mig að þýða nokkur ljóð og lesa upp þarna í leikhúsinu. Nú, ég gerði það, og hetja kvöldsins hjá mér var Ari Jósefsson sem var frábært skáld, þau ljóð gerðu mikla lukku. Ljóðin hans eru svo róttæk og sterk að þau snerta mann djúpt, mig langar ein- hverntíman til að kynna hann ís- lendingum. Ég las líka mörg ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, og Stein Steinarr, og úrval af ljóðum eftir Snorra Hjartarson, Jón Ósk- ar, Sigfús Daðason, Þorgeir Þor- geirsson og Pétur Gunnarsson. Og ákvaðstu þá að senda eitthvað af þessum Ijóðum í Le journal des poétes? - Nei, ég tek sjálfur ekkert frumkvæði. Bæði vinn ég mikið, eins og aðrir hér á landi og svo er ég er latur. Ég vil helst vinna undir stjórn annarra, það er að segja, með því skilyrði að mér sé ekki skipað fyrir verkum og að ég sé sjálfráður um hvernig ég tek á hlutunum. En það var Jean- Louis Depierris sem kom þeim á framfæri, sem viðurkennt ljóð- skáld hefur hann aðgang að mjög virtum tíamritum, eins og til dæmis Le journal des poétes. Þessi ljóð sem birtust núna í Le journal des poétes þýddi ég fyrir hann, og reyndar fleiri, sem verða bráðlega birt í öðru tíma- riti, sem heitir Poésie og er gefið út í Frakklandi. Nú hefur þú þýtt nokkuð mikið. Hver er munurinn á að þýða Ijóð og aðra texta? - Það er alls ekki hægt að bera þetta saman. Til að byrja með vegna þess að ég vinn ekki ljóða- þýðingar á sama þátt og aðrar þýðingar. Mér finnst ég til að mynda verða að gera það kaup- laust, ég get tekið borgun fyrir hvaða aðra þýðingu sem er, en ljóð verð ég að þýða kauplaust. Og svo er ekki hægt að ganga í ljóðaþýðingar eins og aðrar þýð- ingar, það er ekki hægt að vinna þær eins og einhver háskólaverk, svoleiðis verk eru alltaf alveg steingeld. En þessi sýnisbók. Hver átti hugmyndina að henni? Og hefur eitthvað verið ákveðið nánar um hvenœr hún verði gefin út? - Nei, það hefur enn ekki verið ákveðið. Við stefnum að því að gefa hana út. Þetta er hugmynd Jean-Louis Depierris, og hann ýtir á eftir mér við þýðingarnar. En það þarf að gá að mörgu þegar maður ætlar að gefa út svona bók, og það eru viss vandamál sem þarf að yfirstíga. Þetta eru yfirleitt mjög leiðinlegar bækur. Þegar ljóðin eru valin verður að gæta jafnvægis á milli kynslóða, á milli kynja og á milli pólitískra skoðana svo eitthvað sé nefnt, og þetta verður oft til þess að bókin verður eins og Ikea-katalógur. Það er hægt að bera þetta saman við útvarpsleikrit. Leikararnir hafa í hæsta lagi rennt einu sinni yfir hlutverkin áður en þeir flytja þau, þeir eru með einhverja for- múlu fyrir hlutverkinu, móðirirn hljómar svona og svona, faðirinn svona, og svo framvegis. Þetta verður til þess að það verður yfir öllu leikritinu einhver staðlaður blær, svo að manni finnst að sami höfundurinn hafi skrifað öll út- varpsleikrit. Sýnisbækur ljóða eru oft eins og útvarpsleikrit. Út- koman af þessari yfirlitspólitík er, að það verður á verkinu eitthvert meðalmennsku-yfir- bragð, svona meðal-póetískur blær, alveg eins og sami höfund- urinn hafi skrifað öll ljóðin. Þetta er nokkuð sem verður að reyna að varast, því annars gætu bestu skáld íslands endað sem sunnu- dagsskáld morgundagsins, og það er nokkuð sem ég vil komast hjá. Ég vil reyna að vera trúr stíl þeirra skálda sem ég þýði. LG EINLEIKUR MEÐ MAT Egg-leikhúsið sýnir Á SAMA STAÐ eftir Valgelr Skagfjörð Leikstjórl: Ingunn Ásdísardóttir Eftir að Alþýðuleikhúsinu gekk svona afskaplega vel með tígrisdýrin sín í hádeginu er ekki óeðlilegt að fleiri sæki á sömu mið, enda er hádegisleikhús prýðilegur vettvangur fyrir stutt- ar sýningar. Þá geta tímabundnir nútímamenn notið listar og matar í senn og tekið hvort tveggja til sín með hraði án þess að eyða til þessdýrmætum kvöldum. Sýning Egg-leikhússins er þannig hönnuð að fyrst kemur leikrit í tuttugu mínútur, síðan er borin fram fjórréttuð kínversk máltíð, ágætlega bragðgóð, sem verður að snæðast með hraði. Á meðan snætt er líða tíu ár í leikritinu og upphefst svo annar þáttur og stendur álíka lengi og sá fyrsti. Og geta síðan allir gengið aftur til starfa endurnærðir á sál og lík- ama. Þetta leikverk Valgeirs Skag- fjörð er einleiksverk. í fyrra þættinum sjáum við unga konu með ungabarn í vagni úti í al- menningsgarði. Hún hittir þar vinkonu sína (sem áhorfendursjá ekki) og talar yfir hausamótunum á henni meðan hún drekkur hálf- an vodkapela. Að lokum fer hún burt en skilur barnið eftir hjá vinkonunni og mælir sér mót við hana á sama tíma tíu árum seinna. Eftir hlé mætir hún á staðinn en vinkonan sést hvergi, hins vegar kemur barnsfaðir hennar á stefnumótið og kemur í ljós að hann er nú giftur vinkon- unni. Verkið fjallar um misjöfn hlut- skipti í lífinu og um ólík viðhorf til lífsgæða og ástar. Unga konan er lífsþyrst og hafnar viðteknum efnalegum gæðum. Hún drekkur líka bikar lífsins í botn, eins og það mundi heita á ungmennafé- lagsmáli. í seinni þættinum hefur V SVERRIR HÓLMARSSON hún farið eins langt niður og komist verður en haft sig upp úr því aftur og stendur sterk eftir. Valgeir Skagfjörð er fjölhæfur maður. Hann semur leikrit og tónlist, leikur á hljóðfæri og syng- ur og er efnilegur leikari. Ekki sá ég fyrra einleiksverk hans sem sýnt var í sjónvarpinu en eftir þessu að dæma hefur hann hæfi- leika en á margt ólært. Hann skrifar á köflum lifandi texta og hefur skilning á persónum. Hins vegar hættir honum um of til að predika og láta persónu sína halda of langar ræður um inntak lífsins og ástarinnar. Efniviður þessa verks er með öðrum orðum ekki nægjanlega dramatíseraður. Auk þess er það vafasöm og erfið aðferð að láta einn leikara á sviði tala við persónur sem eiga að vera til staðar í raun og veru en hvorki heyrast né sjást. Það liggur nokkuð í eðli þessa vérks að það er erfitt í flutningi. í fyrsta lagi er einleikur á sviði ævinlega erfiður sem slíkur. í öðru iagi eru nokkur vandamál því fylgjandi að leika á móti ósýnilegum mótleikara. Og í þriðj a lagi er erfitt að gæða langar hugleiðingar um lífið nægjanlegu lífi til að koma í veg fyrir að at- hygli áhorfenda daprist. Meiri og reyndari leikkonur en Erla Skúladóttir hefðu átt í bröium með að sigrast á öllum þessum erfiðleikum. Erla gerir það ekki nema að hluta til, enda þótt hún hafi sýnilega unnið mjög vandað undirbúningsverk með góðri aðstoð leikstjóra síns, Ing- unnar Ásdísardóttur. Þar skortir ekkert á næmar sveiflur og til- brigði í rödd og fasi né heldur nákvæmni í hreyfingum og staðs- etningum. Og Erla nær á sannfærandi hátt að sýna þær breytingar sem verða á persón- unni á tíu árum. En það vantar einhvern hljómbotn, einhverja sálardýpt, einhvern raunveru- legan sársauka í leik hennar. Sverrir Hólmarsson Laugardagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.