Þjóðviljinn - 27.01.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Qupperneq 1
Vestfjarðasamningurinn Heimatilbúnar forsendur Gert ráðfyrir 14% verðbólgu á árinu - samningurinn metinn uppá 12-14%. Bætir ekki kjaraskerðinguna. Pétur Sigurðsson, form. Alþýðusambands Vestfjarða: Legið á hálsi fyrir að semja um oflítið, hvað sem um vœrisamið Við stóðum frammi fyrir þeim valkosti að semja núna eða vera á eftir og fá þá ekki þær hækkanir sem aðrir semja um, jat'nvel að undangengouverkfalli og vinnustöðvun. Það er alveg sama hvað við hefðum samið um, okkur hefði alltaf verið legið á hálsi fyrir að semja um of lítið. Eg harðneita því að með þessum samningi sé verið að bera blak af ríkisstjórninni, sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Aiþýðusam- bands Vestfjarða, og hann vildi lítið gera úr þeirri gagnrýni sem samningur ASV hefur sætt frá ýmsum forsvarsmönnum verka- lýðsfélaga. í samningnum er gengið út frá því að almennar verðhækkanir fari ekki yfir 14% á árinu. Þykir mörgum sem þar sé teflt á tæp- asta vað. Gangi þessar forsendur eftir gerir samningurinn ekki annað en að halda óbreyttum kaupmætti út árið, án þess að 9% kjaraskerðing á síðasta ársfjórð- ungi og útgjaldaauki af völdum matarskattsins sé að nokkru bættur. í samningnum er gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan fari ekki yfir 258 stig 1. júní og 266 stig 1. október. Þess má geta að fram- færsluvísitalan stendur nú í 233",41 stigi. Hækki framfærsluvísitalan um- fram gefin mörk, getur ASV krafist endurskoðunar á launalið samningsins. Náist ekki sam- komulag um endurskoðun innan 20 daga, fellur launaliðurinn úr gildi. Aðspurður um hvort hann væri trúaður á að verðlagsforsendur samningsins kæmu til með að standast, sagði Pétur að það væri aldrei hægt að sverja fyrir slíkt fyrirfram. - Þetta er heimatilbú- ið dæmi. Við gengum út frá ákveðnum forsendum sem við gáfum okkur, sagði Pétur. í verð- lagsforsendunum er gengið út frá því að gengið verði ekki fellt um- fram 6%, en eins og kunnugt er hefur VSÍ og Sambandið þegar viðrað hugmyndir um nauðsyn þess að gengið verði fellt um í það minnsta 10%. Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, sagði að ekki hefði verið leitað til Alþýðu- sambandsins um mat á verðlags- þróun fyrir árið, enda ekki samn- ingar á þess vegum. Vestfjarðasamningurinn verð- ur borinn undir atkvæði í vik- unni. Baldur á ísafirði er fyrst fé- laga tii þess að halda fund um samningana, en þar verður gengið til atkvæða í dag. -rk Sjá viðbrögð síðu 3 Thor Vilhjálmsson tekur við blómvendi og hamingjuóskum frá Þjóðviljanum að heimili sínu síðdegis f gær. (Mynd: E.ÓI.) Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Olfldndin svo rík í okkur Thor Vilhjálmssonfœr bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Fagna fyrir mig, fagna vegna þjóðarinnar Þorrafurður Hrútspungar -100% hækkun Dýr myndi Hafliði allur Hrútspungar hafa hækkað um rúm 100% í verslunum síðan í desember. Kostar kflóið af þeim frá 700 krónum upp í 900 krónur, en kostaði í desember 341 krónu þjá Sláturfélagi Suðurlands. Foxillur lesandi hafði samband við Þjóðviljann og sagði að það yrði erfitt að þreyja þorrann að þessu sinni og sennilega yrði hann að sleppa hrútspungunum í ár. Sagðist hann hafa kannað verðið á þremur stöðum. í Hóla- garði kostaði kflóið 898 krónur. Hjá Sláturfélaginu 809 krónur og hjá Hagkaupum 699 krónur. Hjá Verðlagseftirlitinu fékk lesandinn þær upplýsingar að álagning á hrútspunga væri frjáls og því gæti Verðlagseftirlitið ekk- ert gert í málinu.. Þar var hinsveg- ar kannað verðið á hrútspungum í desember og kostaði kflóið þá 341 krónu hjá Sláturfélagi Suður- lands. -Sáf Skák Jafntefii Jáhann með IV2 vinning en KortsnojV2 Jóhann þáði jafnteflisboð Kortsnojs eftir að leikið hafði verið einum leik í skákinni sem fór í bið í fyrradag. í Þjóðviljanum í dag er skýrð önnur einvígisskák Sax og Shorts. Sjá skákfréttir frá Helga Ólafssyni stórmeistara á bls. 6 Eg tek þessu mæta vel, er kampakátur og leik á als oddi, sagði Thor Vilhjálmsson f gær eftir að tilkynnt var að hann hlyti bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár. „Ég fagna þessu og hef gleði af því, ekki bara vegna þess að þetta var mín bók, heldur vegna þess að heiðurinn er okkar þjóðar.“ Thor er þriðji íslenski höfund- urinn sem hlýtur þessa viður- kenningu og Grámosinn glóir fyrsta íslenska skáldsagan sem verðlaunuð er með þessum hætti. Ólafur Jóhann Sigurðsson fékk verðlaunin árið 1976 fyrir ljóð sín í bókunum Að laufferjum og Að brunnum, og Snorri Hjartarson hlaut þau árið 1981 fyrir ljóða- bókina Hauströkkrið yfir mér. í stuttu samtali við Þjóðviljann milli símtala og heillaóska síð- degis í gær sagði Thor að hann væri sístur manna til að dæma um það hvort Grámosinn glóir væri sinna bóka verðugust til slíkra verðlauna; „ég afneita engri bóka minna, - þær eru hver með sínum hætti mikilvægar fyrir mig, og ég vona að engin þeirra hafi verið óþörf“. Thor minntist þess að nú væri annar uppi á Norðurlöndum en áður þegar sænskir bókmennta- menn kröfðust þess sem ákafast að bækur væru fyrir den enkla mánniskan; „þetta er óþýðan- legt, hinn einfalda mann?, - þetta er ekki til á íslensku, enda bað ég þá að koma með þennan grip og sýna mér, ef ég ætti að skrifa fyrir hann. Við skiljum þetta ekki ís- lendingar, - í okkur er svo sterkt þetta margsæi, ólíkindin svo rík í okkur. Við megum ekki skáld- skaparlausir lifa“. Norræna dómnefndin tók ákvörðun sína á fundi í höfuðstað Færeyja og færði fyrir henni þessi rök á blaðamannafundi í gær: „Með tungutaki sem sameinar íslenska frásagnarhefð og mann- leg tjáningarform lýsir Thor ör- lagaríkri ferð dómara um töfra- þrungið landslag þar sem glímt er við grundvallarspurningar tilver- unnar um ábyrgð og sekt, um skáldskap og veruleika frá ótal sjónarhornum.“ Thor er um þessar mundir að vinna að nýrri skáldsögu, en metsölu- og verð- launabókin um grámosann glóandi kemur út í haust í Dan- mörku og Noregi, og útgefand- inn, Svart á hvítu, stendur að auki í viðræðum við forlög í Finn- landi, Svíþjóð og Vestur-Þýska- landi. Thor tekur við verðlaununum, 125 þúsund dönskum krónum, á Norðurlandaráðsþingi í Ósló 8. mars. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.