Þjóðviljinn - 27.01.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Qupperneq 3
Framtíð framhaldsskóla í Hafnarfirði verður umfjöllunar- efni ráðstefnu sem bæjaryfirvöld þar í bæ efna til á laugardaginn í Flensborgarskóla. Fjölmörg er- indi verða flutt á ráðstefnunni þar sem ma. verður fjallað um aukið samstarf framhaldsskóla í bæn- um og einnig samstarf við ná- grannasveitarfélög. Kaupið aldrei fatnað eða aðra vefnaðarvöru án meðferðarleiðbeininga og efn- islýsingar frá framleiðanda, nema að seljandi gefi skriflega yfirlýsingu um þessi efni, segir í ás’korun sem Neytendasamtökin hafa sent frá sér. Segir í áskorun- inni að fjölmörg dæmi séu um að fatnaður eyðileggist í þvotti og fá- ist ekki bættur af því og seljanda og kaupanda greini á um þær munnlegu leiðbeiningar sem gefnar voru við sölu. Stofnun Sigurðar Nordals hefur tekið til starfa í Þingholts- stræti 29 í Reykjavlk undir stjórn dr. Úlfars Bragasonar. Sími stofnunarinnar er 26220 en í stjórn sitja þeir Davíð Ólafsson, dr. Jónas Kristjánsson og Svavar Sigmundsson. Hlutverk stofnun- arinnar er að efla í hvívetna í heiminum rannsóknir og kynn- ingu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra færðimanna á því sviði. Kynjamismunun í auglýsingum í dagblöðum er greinilega á undanhaldi, sam- kvæmt könnun sem Jafnréttisráð hefur gert. Alþýðublaðið stendur sig best, þar var mismunun hvergi að finna f auglýsingum sem birtust í októbermánuði sl. í einu tilviki var auglýst sérstak- lega eftir konu f Þjóðviljanum og í 13 skipti í Morgunblaðinu en DV stendur sig sínu verst, þar var 20 sinnum auglýst sérstaklega eftir konum og 3var eftir körlum í þessum sama mánuði. 2 nýir prestar voru vígðir um sl. helgi. Það eru þau Stína Gísladóttir og Jens Hvidfeldt Nielsen sem erdanskur að ætt og uppruna. Hann lauk guðfærðiprófi frá HÍ sl. vor og hefur verið settur prestur í Hjarð- arholtsprestakalli í Dölum. Stína Gísladóttir lauk einnig guð- fræðiprófi sl. vor og hefur veriö ráðin annar farprestur Þjóðkirkj- unnar. Hún mun fyrst þjóna Þing- eyrarprestakalli. Byggingarstaðlaráð er nýr vettvangur stöðlunar í byggingariðnaði og verður form- lega stofnað á föstudaginn sam- kvæmt nýsettum reglum um Staðlaráð fslands. Staðlaráð tekur við hlutverki Iðntæknistofn- unar á þessu sviði. Þeir sem áhuga hafa á að gerast aðilar að nýja ráðinu, geta haft samband við deildarstjóra Staðladeildar í símar 687000. FRÉniR Vestfjarðasamningurinn Vart til eftirbreytni Guðmundur Þ. Jónsson, Landssambandi iðnverkafólks: Óneitanlega lágar tölur - ekki til viðmiðunar fyrir iðnverkafólk Eg hef ekki séð samning Al- þýðusambands Vestfjarða. Það er því erfitt fyrir mig að meta hann. Hitt sýnist mér alveg ljóst að tölurnar séu ærið lágar í launalið samningsins og lítt freistandi, sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks og Iðju fé- lags verksmiðjufólks. - Ég get ekki litið þannig á að iðnverkafólk geti haft þennan samning til viðmiðunar. Það virð- ist vera að uppskurðurinn á bón- usfyrirkomulaginu með hluta- skiptum í fiskvinnslu geti gefið eitthvað í aðra hönd. Flestir okk- ar félagar eru á föstu taxtakaupi og því er ekki um að ræða að breytingar á bónusfyrirkomulagi geti nýst iðnverkafólki, sagði Guðmundur Þ. - Það sem náðist fram í orlofs- málum er ekkert til að sjá ofsjón- um yfir. Við höfum haft betur í þeim málum nokkuð lengi, sagði Guðmundur Þ. Guðmundur Þ. sagði að allt sæti við það sama í kjaramálum iðnverkafólks frá því í desember, er rætt hefði verið við atvinnu- rekendur og þeim kynntar kröfur iðnverkafólks. Stjórn og trúnaðarmannaráð Iðju kom saman í dag til að ræða stöðuna í samningamálunum og stjórnarfundur í Landssambandi iðnverkafólks er boðaður á fimmtudag, þar sem kjaramálin verða ofarlega á baugi. - Ég get ekki séð að skatta- ívilnanir kæmu að miklu haldi fyrir þorra okkar félagsmanna. Hækkun skattleysismarka mundi ekki breyta miklu fyrir fólk sem er alveg við núverandi skattleys- ismörk, að ekki sé nú talað um þá sem eru þar fyrir neðan, sagði Guðmundur Þ. Jónsson. -rk Alltof lágt Sigurður T. Sigurðsson, Hlífí Hafnarfirði: Fjandsamlegri ríkisstjórn gert auðveldara um vik - Launaliður samningsins er allt of lágur - um það þarf ekki að fjölyrða frekar. Þessi samningur verður ekki til neins annars en að gcra ríkisstjórn, sem hefur fjand- skapast út í láglaunafólk, hægara um vik að sitja áfram, sagði Sig- urður T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, en félagið hefur gert kröfu um að lágmarkstaun nemi rúmum 40.000 krónum á mán- uði, eða þvl sem samsvarar skatt- leysismörkum. - í þessum samningi er gefinn ákveðinn tónn, en það er ekki sá eini sanni. Fólk sem vinnur fram- leiðslustörfin verður að fá bætta kjaraskerðinguna að undanförnu og það launaskrið sem aðrir hafa notið. Það er ekki um neitt slíkt að ræða í þessum samningi, sagði Sigurður T. Helsta kost við samkomulagið á Vestfjörðum taldi Sigurður fe- last í því að bónusnum og þeirri vinnuþrælkun sem hann elur af sér, væri varpað fyrir róða. - En staðreyndin er sú að það þarf meira til, sagði Sigurður T. -rk Framtíð þessarar ungu stúlku ræðst meðal annars af því hvemig til tekst með nýja samninga. Myndina tók Siq. í qær í Gullvík hf. í Grindavík. Mál Vestfirðinga - ekki annarra Karvel Pálmason, varaformaðurVerkamannasambandsins: Segi ekkert um samning sem ég hefekki séð. Aðalatriðið er að Vestfirðingar telji sig geta vel við unað. Skammtímasamningar enn í fullu gildi Eg hef ekki lagt það í vana minn að tjá mig um samninga sem ég hef ekki séð. Ég vil bara minna á hvatningu Verkamannasam- bandsins og Alþýðusambandsins þess efnis að félögin hvert um sig freistuðu þess að ná samningum, væri það unnt. Þetta hafa Vestfirðingar gert og ég var einn af hvatamönnum þess að samn- ingar væru reyndir til þrautar fyrir vestan, sagði Karvel Pálma- son, varaformaður Verkamanna- sambandsins. - Meginmálið er að ef þeir sem eiga að búa við þetta samkomu- lag, sætta sig við það, geta aðrir lítið sagt, sagði Karvel. Karvel sagðist hafa verið á þeirri skoðun að rétt væri að þrautreyna hvort Verkamanna- sambandið gæti samið til skamms tíma. Samningurinn á Vestfjörð- um hafi í engu breytt fyrri skoðun hans. - Á mæli fólks sem ég hef rætt við vítt um landið að undan- fömu, er að heyra að fólk vilji láta reyna á samninga til skamms tíma, svo tóm gefist til að huga að leiðum til að rétta frekar hlut lág- launafólks, sagði Karvel. Ekki reyndist unnt að fá við- brögð hjá Guðmundi J. Guðm- undssyni, formanni Verka- mannasambandsins, við Vestf- jarðasamningnum, en hann var sagður vant við látinn í allan gær- dag. -rk Grunnskólanemendur 15% vilja hætta Um 15% nemenda í 7., 8. og 9. bekk vildu gjarnan eiga þess kost að hætta í skóla, samkvæmt könnun sem gerð var meðal 234 grunnskólanema í 5 skólum á Vesturlandi. í könnuninni, sem var fram- kvæmd af Ástþóri Ragnarssyni sálfræðingi hjá Fræðsluskrifstofu Vesturlands, kemur jafnframt fram að 20% nemenda telja sig fá of erfið verkefni í skólanum. Segir Ástþór í fréttabréfi Fræðsluskrifstofunnar að þessi niðurstaða sé í samræmi við ýms- ar kannanir á þörf fyrir sérkenns- lu, en samkvæmt þeim hafi 20% nemenda þörf fyrir sérkennslu. Þá segjast um 20% nemenda gef- ast fljótt upp við heimanám. Ástþór segir það mest áber- andi í könnuninni hversu illa nemendum geðjast að því að standa upp frammi fyrir bek- kjarfélögum sínum og tjá sig og það sé greinilegt að það megi stó- refla þann þátt í skólastarfinu. Miðvikudagur 27. janúar 1988Í ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.