Þjóðviljinn - 27.01.1988, Page 7

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Page 7
Sjónmál, blað um kvikmyndir Hugsjón? Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson: Kannski erum við bara svona miklir húmoristar Sjónmál er nýlegt blað á íslenska tímaritamarkaðnum, kom fyrst út íágústífyrra. Þriðjatölublaðið kom út í desember, og þar er að finna margvíslega umfjöllun um kvikmyndir og vídeó. Þar skrifa meðal annars Sjón um „bláar vídeómyndir" á íslenskum mark- aði, Friðrik Þór Friðriksson um Þótt nú séu misseraskipti hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og fyrstu reglulegu tónleikar hljóm- sveitarinnar á síðara misseri ekki fyrr en í næstu viku, situr hún þó engan veginn auðum höndum. Áfimmtudagskvöld, kl. 20.30, verða haldnir tónleikar í Loga- landi í Borgarfirði og á laugardag kl. 15 verða tónleikar í íþróttahús- inu í Mosfellsbæ. Auk Sinfóníu- hljómsveitarinnar taka kórar í þessum sveitum þátt í tónleikun- um og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari leikur einleik. „Síðasta keisarann", nýjustu stórmynd ítalska kvikmyndaleik- stjórans Bertoluccis, og Freyr Þormóðsson um íslenska kvik- myndagerð. Einnig eru í blaðinu viðtöl viö Ettore Scola og Roman Polanski, og birt er kaflabrot úr bók Andrei T arkovski: „Tími for- maður". í Logalandi syngja kirkjukórar Hvanneyrar og Reykholts og Kveldúlfskórinn í Borgarnesi með hljómsveitinni. Á efnisskrá eru Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Finlandia eftir Sibe- lius, Píanókonsert eftir Khatsjat- urian og Sinfónía nr. 41, Júpiter, eftir Mozart. Kórstjórar eru Ingi- björg Þorsteinsdóttir og Bjarni Guðráðsson. í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ syngur Karlakórinn Stefnir með hljómsveitinni, undir stjórn Lár- usar Sveinssonar. Efnisskrá verð- ur óbreytt að öðru leyti en því að í - Þetta var hugmynd mín og Helga Hilmarssonar, segir Bjarni Þór Sigurðsson sem er fram- kvæmdastjóri Sjónmáls og jafn- framt ritstjóri þriðja tölublaðs- ins. - Við stefndum að þessu frá því í mars 1987, og fyrsta tölu- blaðið kom svo út í ágúst, eftir mikinn barning. Þessi hugmynd var eiginlega tvíþætt; annars veg- ar að gefa út Sjónmál og hinsveg- ar nokkur sérrit um mismunandi málefni. Við gefum til dæmis út tvö alveg á næstunni, í fyrsta lagi blað um vídeótækni, ætlað leik- mönnum, en þar er að finna allt um vídeótækni. Hitt er uppfletti- rit um allar löglegar vídeómyndir á íslandi. Þetta gengur betur og betur, þetta þriðja tölublað gekk mun betur en þau tvö fyrstu. Hvernig stóð á að þið réðust í þessa blaðaútgáfu? - Okkur fannst vera vöntun á kvikmyndaumfjöllun á íslandi. Nú, við Helgi erum gamlir Fjala- kattarmenn og kannski erum við bara svo miklir húmoristar að við stað Fangakórsins flytur hljóm- sveitin, ásamt Stefni, Þér land- nemar, eftir Sigurð Þórðarson. Stjórnandi hljómsveitarinnar í báðum ferðunum verður Páll P. Pálsson. Sinfóníuhljómsveitin hefur undanfarið notið aðstoðar heimamanna við tónleikahald utan Reykjavíkur í æ ríkari mæli. Hefur það mælst vel fyrir, eflt tónlistaráhuga á viðkomandi stöðum og skapað fleiri mögu- leika á fjölbreytni í efnisvali. - mhg lítum á það sem köllun að gefa út svona rit. En því er ætlað að vera vettvangur fyrir umfjöllun um ís- lenska og erlenda kvikmynda- gerð, og við tökum gjarnan við greinum frá fólki, blaðið er sem sagt opið öllum. Og við reynum að sinna markmiði okkar sem er að fjalla um kvikmyndir á gagnrýninn hátt. Þó að íslending- ar séu mikil kvikmyndaneyslu- þjóð, þá er framboð á kvikmynd- um hér mjög einhæft og það má spyrja sig hvers vegna það er: Er framboðið einhæft vegna þess að fólk vill ekki sjá nema eina teg- und mynda, eða er það vegna þess að það hefur vanist því að ekki sé boðið upp á annað? Kannski er þetta vegna skorts á kvikmyndauppeldi. Við viljum í það minnsta auka umræðuna og taka fyrir sem flesta þætti, ekki bara kvikmynda, heldur líka ví- deómynda, samanber greinina um bláar vídeómyndir í þriðja tölublaðinu. Hvert verður áframhaldið? Páll P. Pálsson. Fyrirlestur Að lesa Rimbaud Á morgun heldur prófessor Mic- hel Decaudin fyrirlestur í Háskól- anum, og leggur út af temanu: Að lesa Rimbaud ídag. Fyrirlestur- inn hefst kl. 17:15og erístofu 101, Lögbergi. Michel Decaudin er fæddur 1919, doktor í bókmenntum og hefur kennt við háskólana í Lille, Gand, Toulouse og Paris- Nanterre. Síðan 1972 hefur hann verið kennari við Nýja-Sorbonne (Université de Paris III). LG Sinfóníuhljómsveitin Tónleikar í Borgar- firði og Mosfellssveit Heimamenn þátttakendur Mlðvlkudagur 27. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 - Við höldum auðvitað áfram að gefa út bæði Sjónmál og sérrit- in og vonumst til að fá nóg af áskrifendum, því það er grund- völlurinn fyrir að blaðið geti gengið vel. Það er ýmislegt sem við erum að velta fyrir okkur núna þegar þessi þrjú tölublöð eru komin út og þannig komin reynsla á fyrirtækið, til að mynda hvort við eigum að breyta blað- inu eitthvað. Það gæti til dæmis komið til greina að taka inn fleiri sjónræna miðla, og opna blaðið fyrir umfjöllun um leikhús og myndlist, svo eitthvað sé nefnt. LG Tónlist Fjórhent á píanó Örn Magnússon og Robert Birchall á Háskólatónleikum Þriðju Háskólatónleikarþessa misseris verða í Norræna húsinu í dag, miðvikudag 27. janúar kl. 12.30. Þar leika þeir Örn Magnússon og Robert Birchall fjórhent á píanó.Á efnisskránni eru þrírungverskirdansareftir Johannes Brahms og „Gæsa- mamma“,eftirMauriceRavel. Örn Magnússon er frá Ólafs- firði. Hann lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Akureyrar og síðan starfaði hann og stundaði nám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík, auk framhaldsnáms í Manchester, Berlín og London. Helstu kennarar hans hafa verið: Soffía Guðmundsdóttir, George Hadjinikos og Louis Kentner. Robert Birchall er frá Englandi. Hann stundaði nám við Chetham tónlistarskólann og síðan fram- haldsnám við Royal College of Music í Manchester frá 1978- 1982. Þar var aðalkennari hans George Hadjinikos. Hann starfar nú sem kennari við Tónlistar- skóla Fljótsdalshéraðs á Egils- stöðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.