Þjóðviljinn - 27.01.1988, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Síða 10
I •sfcx « Myndbandagerð (video) innritun 6 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 1. fe- brúar nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánu- daga og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megin- áhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, myndupp- byggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmynd- um, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækja- búnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetn- ingu eigin myndefnis nemenda. Kennari Ólafur Angantýsson, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald kr. 5000. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudags 29. jan.) ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Ræstingar - býtibúr Okkur vantar gott fólk til starfa við ræstinqar oq í býtibúr. Upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu ræstingastjóra, 5. hæð, A-álmu milli kl. 10 og 14 virka daga. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Reykjavík, 26.01. 1988 Reykjavík - Norræna eldfjallastöðin Leitað er eftir húsnæði fyrir Norrænu eldfjalla- stöðina. Helst kemur til greina u.þ.b. 300 fermetra sérbýli í nágrenni Háskólans sem hentaði til skrifstofu- og rannsóknastarfa. Tilboðum óskast komið á framfæri við eignadeild fiármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykja- vík, í síðasta lagi föstudaginn 5. febrúar nk. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Hjörtínu Guðrúnar Jónsdóttur Efra-Skarði, Svínadal Olafur Magnússon Þorgerður Ólafsdottir Guðm. Óskar Guðmundss. Jón Gunnlaugsson Guðjón Þ. Ólafsson Anna Gr. Þorbergsdóttir Sigurður Valgeirsson Sigríður Ólafsdóttir Jóna Kr. Ólafsdóttir Magnús Ólafsson Selma Ólafsdóttir barnabörn og langömmubörn ERLENDAR FRÉ1TIR Scargill með sítt hár, barta ogfiakandi hálsmál í hópi félaga og vopnabræðra. Breskir kolanámumenn Scargill endurkjör inn leiötogi Hyggst berjastgegn áformum Thatchers um sex daga vinnuviku og lokun náma Arthúr Scargill var endurkjör- inn leiðtogi megin verkalýðs- sambands breskra kolanámu- manna á dögunum og hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát. Kvaðst hann í gær ætla að berjast af hörku gegn áformum yfir- manna hinna ríkisreknu kola- náma um lokun sumra þeirra. „Það er búið að troða á okkur alltof lengi,“ sagði Scargill og bætti við að fyrr myndi hann dauður til jarðar falla en bresk stjórnvöld fengju að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lengja vinnuviku kolanámu- manna úr 5 dögum í 6 og loka nokkrum arðbærum námum. 90 þúsund menn eru í Lands- sambandi kolanámumanna og var Scargill endurkjörinn forseti þess á sunnudaginn. Fékk hann um 53 af hundraði atkvæða en hinn hægri sinnaði John Walsh fékk minna. Hann er í frétta- skeytum sagður bæði háttvís maður og hógvær enda reiðubú- inn að láta undan gerræði og yfir- gangi Margrétar Thatchers. Scargill öðlaðist heimsfrægð árið 1984 er hann veitti kola- námumönnum forystu í mjög hatrömmu verkfalli sem stóð í heilt ár. Hann hefur ítrekað sak- að Thatcher valdaklíkuna um að vinna gegn hagsmunum bresks kolaiðnaðar með því að beita sér fyrir innflutningi á ódýrum kol- um erlendis frá. Reuter/ -ks. Ástralía Hvrtir halda afmælisfagnað ígœr voru liðin nákvœmlega 200 árfrá þvífyrstu hvítu mennirnir voru skikkaðir til búsetu í Eyjaálfu Höfnin við borgina Sidney í Ástralíu iðaði af lífi og litum í gær þegar seglfley komu hvaða- næva úr heiminum í tilefni 200 ára búsetu hvítra manna í ál- funni. Alls lónuðu um 200 skip frá Ástralíu og 40 öðrum löndum á haffletinum við borgina í gær og er talið að um þrjár miljónir heimamanna hafi fylgst með há- tíðarsiglingunni. En ekki gerðu allir sér glaðan dag; frumbyggjar mótmæltu með því að ganga fylktu liði um götur Sidney. Vildu þeir andæfa því er þeir nefndu „fegrun innrásar hvítra manna í Ástralíu.“ Sjaldan eða aldrei kváðu jafn margir frumbyggjar hafa verið samankomnir við mótmælaað- gerðir. Lögregluyfirvöld giska á að um 10 þúsund blökkumenn hafi verið í mótmælagöngunni auk fjölda hvítra stuðnings- manna þeirra. Frumbyggjarnir eru um eitt prósent 16 miljóna íbúa Ástralíu en siðir þeirra og menning hafa löngum verið lítils- virt af hvítum íbúum. Þegar frumbyggjar voru í þann mund að leggja af stað í göngu sína skreið herskipið Cook inní höfnina með sjálfan Karl Breta- prins um borð. Fley þetta er nefnt eftir James þeim Cook skipstjóra er fyrstur hvítra manna kom að strönd Eyjaálfu, nánar tiltekið austurströndinni. Það gerðist árið 1770. Átján árum síðar, þann 26.janúar árið 1788, rak Ar- þúr Filip Brought skipstjóri 800 meinta og raunverulega breska sakamenn í land og þar með var fanganýlendan Ástralía komin í gagnið. Reuter/-ks. Kólombía Saksóknarí myrtur Eiturbarónar í styrjöld við ríkisvaldið Eiturlyfjabarónar í Kólo íu berjast með oddi og egg n því að verða framseldir til Ba. a- ríkjanna og vfla ekkert fyrir sér til að koma í veg fyrir það. í gær lýstu þeir yfir ábyrgð á ráni og morði ríkissaksóknara landsins og hafa gert því skóna að fleiri framámenn í stjórnmálum og embættiskerfi verði teknir af Iffi. „Við lýsum því yfir að við höf- um tekið Carlos Mauro Hoyos saksóknara af lífi fyrir föður- landssvik og landráð...þið megið geta þess að styrjöldinni er ekki lokið,“ segir í tilkynningu þess hóps eiturlyfjaframleiðenda er myrti Hoyos. Lík hans fannst á búgarði, steinsnar frá staðnum þar sem bófar sátu fyrir bifreið hans og náðu honum á sitt vald daginn áður. Hafði hann verið bundinn og keflaður og skotinn þannig. Atburðir þessir áttu sér stað í annarri stærstu borg Kólombíu, Medellin, þar sem allir helstu eiturbarónar landsins hafa höf- uðstöðvar sínar. Talið er að um 70 af hundraði kókaíns á Bandaríkjamarkaði komi frá Kólombíu og því sömdu stjórnvöld í Bogota og Washing- ton árið 1979 um framsal allra handtekinna eiturbaróna til Bandaríkjanna. Ástæðan kvað fyrst og fremst vera sú að dómar- ar þar eru ekki alveg jafn ginn- keyptir fyrir mútufé og kollegar þeirra syðra. Síðan hafa nokkrir hinna moldríku eiturframleiðenda ver- ið handteknir í Kólombíu og fluttir norður á bóginn. Víst er að eiturbarónarnir óttast ekkert jafnmikið og framsal til Banda- ríkjanna, þótt hæstiréttur Kól- ombíu hafi úrskurðað í fyrra- sumar að samningur ríkisstjórn- anna tveggja frá 1979 brjóti í bága við stjómskipunarlög lands- ins. Framsalsmálin eru nú í óvissu og hafa eiturbarónarnir sagt stjórnvöldum stríð á hendur. Ho- yos er hæst setti embættismaður réttarkerfisins sem þeir myrða frá því Rodrigo Lara Donilla dómsmálaráðherra var skotinn til bana á götu í höfuðborginni árið 1984. Virgilio Barco forseti ford- æmdi hryðjuverkið í gær og sagði stjórn sína staðráðna í að berjast gegn glæpastarfsemi hér eftir sem hingaðtil. Reuter/-ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.