Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2
H'SPURNINGINri Hvemig gengur lífsbar- áttan þessa mánuðina? (Spurt í Múlabæ) Þórhildur Sveinsdóttir: Það veltur nú á ýmsu, en dýrtíðin hefur aukist mikið. Ég held öllum finnist það. Petrína Þorsteinsdóttir: Ég spekúlera nú lítið í því, væni minn. Kristjana Gubfinnsdóttir: Ég held það sé ekkert öðruvísi núna en vant er. Björg Valdimarsdóttir: Verðlagið er að minnsta kosti orðið alveg ófyrirgefanlegt. Það er orðið miklu erfiðara að kaupa inn, það er enginn vafi. Viktor Jakobsson: Vitaskuld er orðið dýrara að kaupa inn. Maður verður aö horfa í hvern einasta eyri ef þetta á að geta gengið. ___________________SKÁK________________ €1 Stutt jafntefli í 3. skákinni Það má scgja að þessi þriðja skák í einvígi Jóhanns Hjartar- sonar og Viktors Kortsnojs í St. John í Kanada hafi hvorki verið fugl né fiskur; Jóhann eyddi mikl- um tíma í byrjunina, og sennilega hefur það ráðið mestu um þá ákvörðun hans að taka jafntefli. Það má að sönnu segja að Jó- hann nálgist sigur í einvíginu með hverju jafntefli, þó að sú taktík að tefla ekki í neina tvísýnu geti verið dálítið tvíeggjuð eins og staðan er, því að Kortsnoj mun áreiðanlega berjast af grimmd til sigurs í næstu skák, sem verður tefld í kvöld. En þrátt fyrir það er engin ástæða til annars en að ætla að Jóhann hafi dágóða stjórn á gangi mála; hann var mjög nálægt sigri í 2. skákinni og vann 1. skákina glæsilega. Kortsnoj hefur hvítt í næstu skák, hinni fjórðu, og má búast við að svipað verði uppi á ten- ingnum og í 2. skákinni - Ég hef trú á því að þetta gangi fljótt fyrir sig og verði komið í framkvæmd á þessu ári, segir Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA og stjórnarformaður SIS, um þá nýgerðu samþykkt Sambandsstjórnarinnar að hvetja öll Sambandsfélög í landinu tU að stofna sérstök landssamtök sem annist sam- eiginleg innkaup fyrir kaupfélag- sverslanirnar. 3. skákin Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsnoj Caro-Cann vörn l.e4 - có (Eftir ófarirnar í 1. skákinni leggur Kortsnoj spænska leikinn HELGI ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ ST. JOHN til hliðar og leitar á náðir Caro Cann varnarinnar sem hann hef- - Með þessu móti teljum við að hægt verði að ná fram aukinni hagkvæmni í innkaupum erlendis frá og vörudreifingu og þar með lægra vöruverði. Jafnframt mun verslunardeild SÍS verða sér- greindari aðili en verið hefur og það ætti að tryggja betra og beinna samband þarna á milli, sagði Valur. Samþykkt stjómar SÍS er ur beitt nokkrum sinnum áður. Hann setur með öðrum orðum stefnuna á öryggið og er greini- lega hræddur við undirbúnings- vinnu Jóhanns.) 2. d4 - d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 (Kortsnoj hefur yfirleitt leikið 4... - Bf5 eða Rf6, en þó hefur hann beitt þessum leik af og til, til dæmis í viðureign sinni gegn Al- exander Belíavskí á áskorenda- mótinu í Frakklandi árið 1985.) 5. RÍ3 - Rgf6 6. Rxf6 - Rxf6 7. Re5 - Be6 8. Be2 - g6 9.0-0 - Bg7 10. c4 - 0-0 11. Be3 - Rd7 (í einvígi Sokolovs og Karpovs í Linares á Spáni í fyrra lék Karp- ov 11... - Re8 og jafnaði taflið án erfiðleika, en Kortsnoj er lítið byggð á áliti starfshóps sem skip- aður var í framhaldi af aðalfundi Sambandsins árið 1986 en hópur- inn skilaði áliti í desember sl. Til- gangurinn með þessari endur- skipulagningu á kaupfélagsversl- uninni er ekki síst að reyna að auka hlut kaupfélaganna í heildarversluninni og bæta stöðu þeirra sem víða hefur verið bág- borin úti á landsbyggðinni. -*g- um það gefið að fara sömu leiðir og Karpov.) 12. RÍ3 - Rf6 (Kortsnoj virðist hæstánægður með skiptan hlut. Jóhann hafði eytt miklum tíma í byrjunina og ákvað því að leggja áherslu á ör- yggið og tók jafntefli með því að endurtaka leiki.) 13. Re5 - Rd7 14. RÍ3 - Rf6 15. Re5 jafntefli. (Kortsnoj hugsaði sig um dá- góða stund áður en hann undirrit- aði pappírana. Þess skal getið að ekkert jafnteflistilboð fór fram á milli keppenda, heldur getur Kortsnoj hér krafist jafnteflis þar sem sama staðan hefur komið upp þrisvar eftir 15... - Rd7. Að þriðju skákinni lokinni er einvígið nú hálfnað. abcdefgh Staðan: Jóhann 2 vinningar Kortsnoj 1 vinningur Önnur úrslit Short - Sax 0,5 - 0,5 (2,5 - 0,5) Portisch - Vaganiar. 1 - 0 (2 - 1) Jusupov - Ehlvest 1-0 (2,5 - 0,5) Sokolov - Spragett 0,5 - 0,5 (2 -1) Speelman - Seirawan 1 - 0 (2,5 - 0,5) Skák Timmans og Salovs var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Að sögn Helga Ólafssonar var staðan mjög tvísýn, en jafntefli líkleg úrslit. Landssamband lífeyrissjóða Ámælisverð ummæli Stjórn Landssambands líf- eyrissjóða vísar á bug dylgjum Jóhönnu Sigurðardóttur fél- agsmálaráðherra um að Pétur Blöndal, formaður Landssam- bands Itfeyrissjóða, misnoti fé- lagslega aðstöðu sína í þágu Kaupþings, sem hann á meiri- hluta í. Segir í ályktun frá fundinum að þessar fullyrðingar félagsmála- ráðherra séu rangar og órök- studdar og er lýst fullu trausti á formanninn. „Stjórn LL telur því ámælis- vert, þegar stjórnmálamenn, í þessu tilfelli félagsmálaráðherra, vega í skjóli valdsins að félags- lega kjörnum fulltrúum fólks í vamarbaráttu þess gegn ásælni hins opinbera í eignir lífeyrissjóð- anna,“ segir síðar í ályktuninni. -Sáf Askorandinn eilífi, Viktor Kortsnoj: Búast má við hörkubaráttu í 4. skákinni ( kvöld, en þá hefur Kortsnoj hvítt. Kaupfélögin Sameiginlegt innkaupafélag Stjórn SÍS hvetur kaupfélögin til að sameinast um innkaup. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri KEA: Hagstœðari innkaup og lœgra vöruverð 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.