Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN
Til að mæta vanda lífeyrissjóðanna er Ijóst að það verður að hækka iðgjöld og skerða lífeyi
Fjórða leiðin er svo sambland
af öllum þessum þremur þáttum
og telja þeir báðir að sú verði lík-
ast til lausnin.
„Ef eingöngu yrði gripið til
þess að skerða lífeyri hjá fólki
væru sjóðirnir að koma aftan að
því,“ segir Pétur. „Fólk hefur
greitt í sjóðina í góðri trú um að
lífeyrir þess yrði eins hár og sjóð-
irnir hafa lofað, en síðan er bara
sagt allt í plati.“
„Það er hinsvegar ljóst að sjóð-
irnir lofa í dag meiru en þeir geta
staðið við,“ segir Hrafn.
Það er svo spurning á hversu
löngum tíma ber að leysa þetta
vandamál. Innan beggja sjóða-
sambandanna er talað um að
hægt sé að dreifa þeirri byrði á
næstu 30 árum.
SAL-sjóðirnir voru stofnaðir
árið 1970 eftir samkomulag aðila
vinnumarkaðarins. Þá með kjarr
asamningunum 1976 var ákveðið
að sjóðirnir tækju að sér að
greiða verðbætur á lífeyri til
þeirra sem fæddir eru 1914 eða
fyrr, þrátt fyrir að sú kynslóð
hefði áunnið sér sáralítil réttindi í
lífeyrissjóðunum. Þessi hópur
hefur verið töluverður baggi á
mörgum sjóðum og er ein hug-
mynd sú að ríkisvaldið taki þenn-
Það eina ser
Lífeyrissjóðirnir
Fortíð,
nútíð,
framtíð
Með nýju frumvarpi um starf-
semi lífeyrissjóða er tekið á fram-
tíðarvanda lífeyrissjóðanna og er
það mat manna að frumvarpið
leysi að mestu þann vanda. Aftur
á móti búa lífeyrissjóðirnir við
svokaliaðan fortíðarvanda, sem
að vísu er mismikill eftir sjóðum,
en engu að síður þykir þessi vandi
það mikill að lífeyrissjóðasam-
böndin tvö, Samband almennra
lífeyrissjóða og Landssamband
lífeyrissjóða, efndu til ráðstefnu
um fortíðarvandann á Hótel Sögu
fyrr í mánuðinum.
í hverju felst þessi fortíðar-
vandi? hversu stór er hann?
Hvernig á að leysa hann? Til að fá
svar við þessum spurningum og
ýmsum öðrum sem vakna þegar
rætt er um lífeyrissjóði, leitaði
Þjóðviljinn til þeirra tveggja
manna sem aðallega hafa verið í
forsvari fyrir lífeyrissjóðasam-
böndin, Hrafns Magnússonar,
framkvæmdastjóra SAL og Pét-
urs H. Blöndal, formanns Lands-
sambands lífeyrissjóða.
Tvíþœttur vandi
„Vandinn er tvíþættur,“ sagði
Hrafn Magnússon. „í fyrsta lagi
er um að ræða neikvæða ávöxtun
lífeyrissjóðanna á áratugnum
1970-1980. Þessi vandi á fyrst og
fremst við þá sjóði sem eru á
samningssviði Alþýðusambands
íslands. Lífeyrissjóðir opinberra
starfsmanna og bankamanna eiga
t.d. ekki við þennan vanda að
glíma þar sem lífeyrisréttindi
þeirra sjóða eru verðtryggð af
launagreiðendum, þ.e. ríki og
bönkum.
Á þessum áratug hvarf mikið
fé úr sjóðunum, en það er erfitt
að segja til um hversu stór upp- •
hæð það var sem verðbólgan át
upp í formi neikvæðra vtixta.
Bjarni Þórðarson, trygginga-
fræðingur reyndi að slá fram tölu
á ráðstefnunni og sagði hann
þennan fortíðarvanda einhvers-
staðar á bilinu 10-60 miljarðar
króna.“
Hinn þáttur vandamálsins er
að allar forsendur hafa breyst
varðandi lífaldur fólks og fólks-
fjölgun. „Fólk lifir lengur en áður
og dregið hefur úr fólksfjölgun
þannig að lífeyrisskuldbindingar
sjóðanna eru meiri en ráðgert
var. Auk þess var hafin verðtryg-
ging lífeyris árið 1976 með reglu-
gerðarákvæði til bráðabirgða, en
það bráðabirgðaákvæði hefur nú
gilt í 12 ár og er lífeyririnn bund-
inn launaþróun," segir Hrafn.
Happdrœttis-
vinningur kynslóðar
Talsmenn Lífeyrissjóðs verk-
fræðinga telja að þeir sem tóku
óverðtryggð lífeyrissjóðslán á
verðbólguárunum, hafi þegar
tekið út sinn lífeyri fyrirfram og
því sé rétt að Iífeyrissjóðsréttindi
þeirra skerðist.
„Það er hægt að setja dæmið
þannig upp að þetta fólk hafi
tekið hluta af lífeyrisréttindum
sínum fyrirfram í formi óverð-
tryggðra lána og að rýrnun sjóð-
anna skilar sér að vissu leyti í
eignum þessa fólks. Hinsvegar er
ekki víst að þetta fólk hefði tekið
þessi lán hefði það vitað að þau
skertu lífeyrisréttindi þess,“
sagði Hrafn Magnússon.
Pétur Blöndal telur þetta fyrst
og fremst siðferðilegt vandamál.
Segist hann vera alfarið á móti
þessari hugmynd verkfræðinga
þar sem lántakendur vissu ekki
að þeir voru að semja um skerð-
ingu á lífeyri í framtíðinni með
því að taka lán.
„ Auk þess held ég að þessi hug-
mynd sé ekki lagalega fram-
kvæmanleg. Á þessum áratug
voru ekki eingöngu tekin óverð-
tryggð lán hjá lífeyrissjóðunum
og stærstu lánþegarnir voru ekki
. einstaklingar í húsakaupum,
heldur fyrirtæki og einstaklingar í
atvinnurekstri. Það eru t.d. til
menn sem eiga tvo þrjá skut-
togara skuldlausa og eignuðust
þá á tímum óverðtryggðra lána.
Bankarnir lánuðu ekki síður en
lífeyrissjóðirnir óverðtryggt og
sama má segja um. Húsnæðis-
stofnun. Á að skera upp allt
gamla kerfið, sem myndi þýða að
helmingur þjóðarinnar yrði
gjaldþrota? Það er því ófram-
kvæmanlegt. Ég held að það
verði að líta á þennan áratug sem
happdrættisvinning þessarar kyn-
slóðar nákvæmlega einsog sumar
kynslóðir hafa hagnast á síld-
veiðum t.d. Svo voru hinsvegar
aðrir sem töpuðu stórum fúlgum
á þessum tíma, allir sparifjár-
eigendur í landinu."
Siðferðislegi vandinn við þetta
er það að nú er komin kynslóð
sem sér ofsjónum yfir þessum
happdrættisvinningi, kynslóð
sem veit að hún verður að greiða
aftur hverja einustu krónu sem
hún fær lánaða til íbúðarkaupa
með verðbótum og vöxtum.
Hvað er til ráða?
Hvað er til ráða gegn vanda á
bilinu 10-60 miljarðar?
Þeir Hrafn og Pétur eru sam-
mála um að það séu einkum fjór-
ar leiðir að lausn vandans. í fyrsta
lagi verði að skerða lífeyri, þó
mismunandi eftir sjóðum og telur
Pétur að sú skerðing sé á bilinu
30-60%. í annan stað sé hægt að
hækka iðgjöld og er talað um 13-
20% hækkun iðgjalda. í þriðja
lagi er það svo almenn skatt-
heimta á borgara landsins og telja
þeir að það séu fleiri sem verði að
taka á þessu vandamáli en þeir
sem eru innan SAL og Lands-
sambands lífeyrissjóða, t.d. þeir
starfsmenn, sem búa við lífeyris-
réttindi sem eru verðtryggð af op-
inberum aðilum og bönkum.