Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR ísrael/herteknu svœðin Sjónvaipsmönnum misþymit ísraelskir „úrvalshermenn(( börðu landa sína erstarfa í þjónustu CBS sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku Israelskir hermenn börðu í gær ianda sina er tekið höfðu af þeim kvikmyndir er þeir mis- þyrmdu palestínskum pilti. Kvik- myndatökumennirnir voru á veg- um bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar CBS. Talsmaður hersins bað sjónvarpsstöðina velvirðing- ar á þessu atviki í gærkveldi, sagði búið að hafa hendur í hári dátanna og að þeirra biði refsing. Kvikmyndatökumaðurinn Moshe Ben-Dor kvað um 10 liðs- menn Golan landgöngusveit- anna, sem sagðar eru „úrvaisher- deild,“ hafa barið og sparkað í sig og hljóðupptökumanninn Ido Sela þegar þeir reyndu að festa á fiimu kollega þeirra þar sem þeir voru í óða önn að misþyrma ung- um Palestínumanni. Ennfremur hefðu þeir eyðilagt mikinn hluta tækjakosts þeirra félaga. „Þeir voru band sjóðandi vit- lausir, þeir börðu okkur og rifu í hár okkar, tóku hljóðmanninn hálstaki og brutu og brömluðu tæki okkar,“ sagði Ben-Dor í samtali við fréttamann Reuters. Það gerist nú æ oftar að ísra- elskir hermenn og lögregluþjón- ar skeyti skapi sínu á kvikmynd- atökufólki og ljósmyndurum sem festa hryðjuverk þeirra gegn Pal- estínumönnum á filmu og sýna gervallri heimsbyggðinni. Ráða- Kolombía Saumað að eiturtyfjasölum Stórlega hert vi'ðurlög við hermdarverkum. Fjölgað ídómskerfi og lögreglu Ríkisstjórn Kolombíu hcfur lýst gegn hermdarverkamönnum, en og voru eiturlyfjasalar þar að því yfir að gripið verði til víð- yfirlýsingin fylgir í kjölfar ráns og verki. tækra ráðstafana í baráttunni morðs á ríkislögmanni landsins, Umsvifamestu eituriyfjasal- arnir hafa skorið upp herör gegn því áformi stjórnarinnar að láta gamlan sáttmála um sviptingu landvistarleyfis öðlast lagagildi á nýjan leik, en samning þennan gerðu stjórnvöld í Kolombíu við Bandaríkjamenn á sínum tíma. Forseti landsins, Virgilio Barco, hefur nú brugðist hart við andófi eiturlyfjasalanna. Hann segir að öryggissveitirnar verði styrktar að miklum mun og að dómurum, saksóknurum og lögreglu- mönnum verði fjölgað sem nemi 10.000 stöðum. Þá segir hann að grannt verði fylgst með þyrlum í einkaeign hér eftir, og að hemum verði uppá- lagt að efla vörslu á þjóðvegum landsins. í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar að loknum skyndifundi ríkisstjórnarinnar sagði Barco að saminn hefði verið lagabálkur í 50 greinum „Til vamar lýð- ræðinu,“ en hann dregur dám af lögum gegn hermdarverka- mönnum sem samþykkt hafa ver- ið í Vestur-Þýskalandi, Spáni, ít- alíu og Bretlandi undanfarin ár. Samkvæmt lagabálkinum eiga hermdarverkamenn nú á hættu að dúsa mun lengur bak við lás og slá fyrir glæpi sína en tíðkast hef- ur. Þá verður uppkvaðning dóma gerð léttari í vöfum og fljótvirk- ari. Barco heitir því að leigu- morðingjar verði upprættir, og hljóta þeir iengstu innilokunar- dóma sem lagabálkurinn leyfir, en dauðarefsing er ekki við lýði í landinu. Síðastliðin þrjú ár hafa uppúr- standandi menn í kolombíska eiturlyfjaheiminum fyrirkomið að minnsta kosti fimmtíu manns. Meðal fómarlambanna eru dóm- arar, dómsmálaráðherra og ófáir blaðamenn. Reuter/HS Filipseyjar Frækileg frelsun Aquino stappar stálinu í herinn á sama tíma og skœruliðar kommúnistafrelsafélaga sína úrfangelsi Skæruliðum kommúnista á Fil- ipseyjum tökst á þriðjudaginn að frelsa félaga sína úr stjórnar- fangelsi. í leiðangri þessum létu þeir einnig greipar sópa um vopnabúr hersins á staðnum. Aquino forseti valdi þennan dag til að hvetja hermenn sína til dáða, en stundin hefði ekki getað verið verr valin; liðsforingi í hemum segir að skæruliðum hafi tekist að frelsa sjö félaga sína í fangelsisáhlaupinu, en sjömenn- ingar þessir biðu dóms fyrir undirróðursstarfsemi. 22 fangar í viðbót sluppu úr prísundinni, en þeir höfðu gerst sekir um morð, nauðganir og rán ef marka má embættismenn í Ba- gong Ibalonherstöðinni syðst á Luzoneyju, sem er stærsta eyjan á Filipseyjum, en herstöðin er vettvangur fangafrelsunarinnar. „Ég vænti þess að meiri dugur verði í ykkur en hingað til í bar- áttunni við kommúnista," sagði Aquino er hún ávarpaði her- deildir við athöfn er nýr maður var settur yfír herinn; Renato de Villa, hershöfðingi. Aquino lýsti sig fylgjandi yfir- lýsingum nýja vamarmála- ráðherrans, Fidel Ramos, þess efnis að uppreisn kommúnista yrði brotin á bak aftur áður en kjörtímabili forsetans lyki, en fjögur ár eru enn í það. Borgara- stríðið hefur nú geisað í landinu í 19 ár. Aquino sagðist mundu sjá til þess að mannréttindahópar flæktust ekki fyrir hernaðamm- svifum sinna manna. Ásakanir um grimmdarverk hermanna afgreiddi hún sem „einberar lygar,“ og hét því að standa með hernum gegnum þykkt og þunnt. „Ég mun verja gerðir ykkar, deila sökinni og njóta fullnaðarsigursins með ykkur,“ sagði hún. Stjórnmálaskýrendur segja að þrátt fyrir digurbarkalegt tal Aq- uino forseta beri árásin á stjórn- arfangelsið vott um vaxandi mis- ræmi milli tilskipana stjórnarinn- ar í Maníla og hins hvernig til tekst að framfylgja þeim á af- skekktum stöðum úti á lands- byggðinni. Talsmenn hersins segja að ekkert sé líklegra en að fleiri slíkar árásir fylgi í kjölfarið. - Með því að frelsa félaga sína úr fangelsum vilja þeir eflaust auka sér baráttuþrek, en það hef- ur verið á niðurleið að undan- förnu vegna herfarar stjómarinn- ar, segir iiðsforinginn Romulu Yap um framtak skæruliðanna. Hann sagði að skæruliðamir hefðu komið fangelsisvörðunum í opna skjöldu er þeir komu bmnandi á jeppum, afvopnað þá og læst inni í fangaklefa. Fangaverðimir óheppnu, fjór- ir talsins, bíða nú refsingar iyrir vanrækslu í starfi. Reuter/HS Israelskir dátar á varðbergi á Gazasvæðinu. Sjálfsagt að berja fréttamenn líka. menn í Jerúsalem hafa þrásinnis hamrað á því að vaxandi andúð umheimsins á ráðslagi þeirra á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdanár sé einvörðungu sök gyðingfjandsamlegra fjölmiðla. Því hafa ísraelskir hermenn gert allt sem þeir geta til þess að hind- ra störf fréttamanna og tækni- fólks. Að minnsta kosti þrír ísra- elskir ljósmyndarar hafa verið barðir til óbóta á umliðnum mán- uði, vélar þeirra mölvaðar og filmur gerðar upptækar. Kvik- myndatökufólk ABC sjónvarps- stöðvarinnar kveður dáta oft- sinnis hafa haft í hótunum við sig og látið illum látum. Reuter/-ks. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Ólafsvík Steingrímur J. Sigfússon og Skúli Alexandersson verða á fundi í Mettubúð fimmtudags- kvöldið 28. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Allir velkomnir Stjórnin Skúli Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 1. febrúar, kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. febrúar. 2) Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Stjórnin Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi Brelðdalur, opinn fundur I Staðar- borg, fimmtudaginn 28. janúar kl. 20:30. Hjörleifur Gutt- ormsson alþing- 'ismr-ður heldur áf.^P.i ferð um ;kjördæmið, kemur á vinnustaði iverður á fundum sem hór segir: Royðarfjörður, aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Reyðarfjarðar í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20:30. Alþýðubandalagið - kjördæmlsráð Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þing- hóli, Hamraborg 11, laugardag- inn 30. janúar. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður þá boðið upp á lystauka. Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guð- mundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveit- in Haukar leikur fyrir dansi. Miðasala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn 28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frátekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750,- Stjórnin. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30 í Hlégarði. Á dagskrá fundarins verða húsnæðismál fólagsins og er áríðandi að allir félagar mæti. - Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á ísafirði dagana 28. janúar til 1. febrúar. Dagskrá verður auglýst síðar. Atkvæðisrétt á stjórnarfundum ÆFAB eiga framkvæmdaráðsmeðlimir ÆF, auk eins full- trúa frá hverri deild. Rótt til setu á stjórnarfundi eiga allir meðlimir ÆFAB og gestir þeirra. Félagsfundur f ÆFAH verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00. Allir velkomnir. Myndbandagerð (video) innritun 6 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 1. fe- brúar nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánu- daga og miðvikudaga, 4 klst. hvert kvöld. Megin- áhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, myndupp- byggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmynd- um, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækja- búnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetn- ingu eigin myndefnis nemenda. Kennari Ólafur Angantýsson, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald kr. 5000. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudags 29. jan.) ÞJÓÐVILJiMN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.