Þjóðviljinn - 28.01.1988, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Qupperneq 9
an hóp að sér og endurgreiði sjóðunum það sem þeir hafa greitt í lífeyri fyrir þetta fólk. Beðið eftir nýjum lögum „Ráðstefnan var mjög jákvæð. Það að vandi sjóðanna komi upp á yfirborðið og sé ræddur hrein- skilnislega á opinni ráðstefnu er strax skref í rétta átt. Við vitum hver vandi sjóðanna er og það má eiginlega segja að menn bíði eftir nýjum lögum um lífeyrissjóðina áður en ákveðið verður hvernig skuli bregðast við vandanum,“ sagði Hrafn. Pétur tók í sama streng að taldi að margt jákvætt hefði komið fram á ráðstefnunni, aðallega það þó að vandinn skuli hafa ver- ið kynntur. „Menn eru þá betur undir það búnir að takast á við hann þegar nýju lögin taka gildi. “ í júní sl. sumar voru kynnt drög að frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem 8 manna nefndin svokallaða hafði unnið úr tillögu 17 manna nefndarinnar frá árinu 1983. „Frumvarpið leysir þennan vanda lífeyrissjóðanna sem þeir eiga nú við að glíma sé litið til framtíðarinnar. Hinsvegar tekur það ekki á fortíðarvandanum,“ sagði Pétur. I greinargerð með frumvarp- inu segir að líklegt sé að á næstu árum muni koma upp á yfirborð- ið veruleg fjárhagsvandamál hjá mörgum lífeyrissjóðanna vegna fortíðarinnar. í frumvarpinu eru n hægt er að flytja á milli kynslóða er menntun. Sparibaukur landsmanna á við mörg vandamál að etja. Fortíðar- vandinn erglataður eyrir verðbólgubálsins á tímum neikvœðra vaxta. Nútíðarvandinn er hvernig sjóðirnir bregðast við nýrri löggjöf umþá. Framtíðarvandinn lýsir sér m.a. ígífurlegri uppsöfnunfjár. Rœtt við Hrafn Magnússon, Sambandi almennra lífeyrissjóða, og PéturH. Blöndal, Landssambandi lífeyrissjóða hinsvegar ekki gerðar neinar til- lögur um það hvernig sá vandi skuli leystur „enda er hann í reynd svo margþættur, að vafa- samt er að hann geti lotið einni allsherjarreglu eða allsherjar- lausn...“ Frumvarpið gerir hinsvegar ráð fyrir að við gildistöku laganna skuli lífeyrissjóðunum skylt að láta fara fram úttekt á fjárhagss- töðu sinni. „Markmiðið með þessari úttekt er tvíþætt. Annar- svegar á að tryggja að fjárhagur sjóðs við gildistöku laganna blandist ekki saman við fjárhag- inn eftir að sjóðirnir eru farnir að starfa skv. nýjum lögum, þannig að ekki sé hætta á að slök staða við upphaf hins nýja kerfis geti haft áhrif á framtíðar- lífeyrisréttindi skv. lögum þess- um. Hinsvegar er það svo mark- mið með úttekt á lífeyrissjóðun- um að meta raunverulega stöðu sjóða og umfang vandans vegna fortíðarinnar. Telja verður óhjá- kvæmilegt að slíkt mat liggi fyrir áður en ákveðið verður hvernig bregðast eigi við þessum...“ segir í athugasemdum með frumvarp- inu. Skerðing lífeyris Þó frumvarpið taki ekki á for- tíðarvanda lífeyrissjóðanna tekur það hinsvegar á vanda framtíðar- innar hvað varðar iðgjöld og líf- eyrisgreiðslur. Iðgjöld verða aukin þar sem lögin gera ráð fyrir að þau verði greidd af öllum tekj- um sjóðfélaga. í reynd hefur þeg- ar verið samið um áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða. Fram til ársins 1987 voru greidd 10% af dagvinnulaunum sjóðfélaga en í fyrra var byrjað að greiða iðgjöld af eftirvinnu og voru þá greidd 2,5% af launum í lífeyrissjóðinn. Það hlutfall jókst svo í 5% í ár og verður komið í 7,5% árið 1989 og 10% 1. janúar 1990. Þrátt fyrir þessi auknu iðgjöld gera lögin hinsvegar ráð fyrir að réttindi sjóðfélaga minnki. Nú aflar sjóðfélagi sér 1,8% réttinda á ári, en með nýju lögunum lækk- ar það hlutfall í 1,45% á ári. Þá gerist það einnig að lífeyrisrétt- indin verða bundin lánskjaravísi- tölu í stað launaþróunar nú og er talið að það hafi einnig skerðingu í för með sér til lengri tíma. Framtíðarvandinn Þrátt fýrir að með þessu sé tryggt að lífeyrissjóðirnir geti staðið við framtíðarskuldbind- ingar sínar varðandi lífeyris- greiðslur blasir þó við ákveðinn framtíðarvandi. „Eignir sjóðanna eiga eftir að margfaldast á næstu árum og það er ljóst að framtíðarvandi sjóð- anna mun felast í ákveðnum erf- iðleikum að ná viðunandi raun- ávöxtun hér innanlands,“ sagði Hrafn. Hrafn vísaði til erindis sem Sig- urður B. Stefánsson hagfræðing- ur hélt á aðalfundi SAL fyrr í haust, þar sem hann hreyfði þeirri hugmynd að lífeyrissjóð- irnir myndu í framtíðinni fjár- festa hluta af fjármagninu í er- lendum skuldabréfum. Eignir lífeyrissjóðanna núna eru taldar um 53 miljarðar króna og á það eftir að margfaldast á næstu árum. Þessar eignir eru að- allega í verðtryggðum skulda- bréfum, annarsvegar hjá fjárfest- ingasjóðum, t.d. Byggingarsjóð- unum, en þeir skulduðu lífeyris- sjóðunum um 14 miljarða um síð- ustu áramót, og hinsvegar í skuldabréfum sjóðfélaga. Óverð- tryggðar eignir sjóðanna nú eru um 1-2% af heildareigninni. Pétur sér þennan framtíðar- vanda lífeyrissjóðanna einnig og telur hugmynd Sigurðar allrar at- hygli verðar. „Með því að líf- eyrissjóðirnir fari markvisst að fjárfesta á erlendum fjármagns- markaði er áhættudreifingin aukin. íslenskt samfélag er mjög lítið og efnahagslífið viðkvæmt. Það þyrfti ekki nema eina koll- steypu á við það þegar sfldin brást á sínum tíma til að allt sparifé landsmanna myndi brenna upp. Með því að dreifa áhættunni þyrftu lífeyrisþegar ekki að líða fyrir slík áföll í efnahagslífinu," sagði Pétur. Sjóðum fœkkar í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að ákveðinn lág- marksfjöldi sjóðfélaga sé í hverj- um lífeyrissjóði. Það þýðir að líf- eyrissjóðunum mun fækka tölu- vert þegar nýju lögin taka gildi. Sú fækkun er reyndar þegar hafin því á undanförnum árum hafa 15 sjóðir lagt upp laupana og sam- einast stærri lífeyrissjóðum. Alls eru nú starfræktir 85 líf- eyrissjóðir í landinu, en þeim mun sjálfkrafa fækka vegna á- kvæða frumvarpins. Hvað segir Hrafn um hugmyndina um einn lífeyrissjóð allra landsmanna? „Óraunhæf hugmynd á þessu stigi málsins. Ef hér væri einn líf- eyrissjóður hefði hann höfuðset- ur sitt í Reykjavík og myndi draga fjármagnið enn frekar en nú er á höfuðborgarsvæðið, sem væri í andstöðu við hagsmuni landsbyggðarinnar. Dreifing einsog nú er er því eðlilegust. Það er lang farsælast að semja rammalöggjöf um lífeyrissjóðina og tryggja ákveðin lágmarksrétt- indi lífeyrisþega og samræma réttindin einsog hægt er. Þá ber líka að stuðla að nánu samstarfi á milli sjóðanna einsog nú tíðkast innan SAL.“ Uppsöfnun eða gegnumstreymi Lífeyrissjóðirnir eru uppsöfn- unarsjóðir. Sérhver sjóðfélagi safnar sér réttindum með lífeyris- greiðslum sem sjóðurinn ávaxtar og greiðir sjóðfélaganum síðan í lífeyri á elliárunum. Þetta fyrir- komulag hefur ýmsa annmarka, sem m.a. speglast í þeim vanda- málum sem sjóðirnir eiga nú við að glíma, t.d. í mikilli uppsöfnun eigna. Pétur bendir á að á 40 árum myndist þannig sparnaður á við tvenn árslaun allra landsmanna. „Ég hef því verið talsmaður gegn- umstreymis og sé engan stóran mun á söfnun og gegnumstreymi. Með því að taka upp gegnum- streymi mætti auðveldlega ráða við þann vanda sem fortíðin hef- ur skapað og framundan er. Framtíðarvandi lífeyrissjóðanna er sá sami og framtíðarvandi sam- félagsins. Hann felst fyrst og fremst í því að það fæðast ekki nógu mörg börn. Lífeyrissjóðirn- ir eiga að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Þeir eiga ekki að binda fjármagn sitt í steinsteypu. Hús úreldast á nokkrum áratugum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Það eina sem hægt er að flytja á milli kynslóða er menntun. Ég tel því að lífeyrissjóðirnir eigi að taka þátt í því að byggja upp fyrir framtíðina, t.d. með því að borga bamabætur og stuðla að menntun.“ Hrafn er hinsvegar andvígur hugmyndinni um gegnum- streymissjóði. „í gegnumstreym- iskerfi eru iðgjöldin lítil í fyrstu en þau fara síðan stigvaxandi, m.a. vegna óhagstæðrar aldur- sdreifingar þjóðarinnar. Sífellt færri vinnandi menn standa að baki hverjum eftirlaunaþega. Slíkt gegnumstreymiskerfi virkar líkt og keðjubréf. Þeir sem eru fyristir græða mest en þeir sem eru síðastir tapa öllu.“ Einsog sj á má á þessu eru skoð- anir skiptar um lífeyrissjóðina og munu verða svo áfram, enda eru sjóðir þessir sparibaukur lands- manna og safnast í þá um 10 milj- arðar króna á hverju ári. í dag er sjóðunum ætlað að fjármagna húsnæðiskerfið og efast t.d. Pét- ur um að það fjármagn verði nokkurntímann greitt til baka, enda engar áætlanir til um það, að hans sögn. Hvað morgunda- gurinn ber í skauti sér er svo óljóst. Kannski ríkisvaldið sjái sér leik á borði og mælist til þess að lífeyrissjóðimir taki yfir hlut- verk Lánasjóðs íslenskra náms- manna? Menntun er jú betri fjár- festing en steinsteypa. -Sáf Fimmtudagur 28. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.