Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 12
TónlistariamU RÚV
20.00 Á RÁS 1 í KVÖLD
Meðal efnis á tónlistarkvöldi útvarpsins í kvöld verður tónlist frá
tónleikum Musica Nova í Norræna húsinu 3. janúar sl. Flutt verður
tónlist eftir Hauk Tómasson, Karlkheinz Stockhausen, Atla Heimi
Sveinsson og Luciano Berio. Flytjendur eru Ásdís Valdimarsdóttir,
Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarnason, Sigurður Flosason, Sigurður
Halldórsson, Haukur Tómasson, Emil Friðfinnsson, Snorri Sigfús
Birgisson og Pétur Grétarsson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunn-
arsson.
Pá syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir lög eftir Christoph Willibald
Gluck, Richard Strauss og Hugo Wolf, auk lagaflokksins On this
Island opus 11 eftir Benjamin Britten. Anna Guðný Guðmundsdóttir
leikur á píanó. Lesari er Svanhildur Óskarsdóttir, en umsjón hefur
Hanna G. Sigurðardóttir.
Anna og félagar
18.30 í SJÓNVARPINU
í kvöld hefst í Sjónvarpinu nýr
ítalskur framhaldsmyndaflokkur
fyrir börn og unglinga sem heitir
Ánna og félagar.
Anna er tólf ára og foreldra-
laus. Hún býr hjá ömmu sinni og
hennar helsti vinur er gömul
skjaldbaka sem fylgt hefur fjöl
skyldunni í áraraðir. Hún eignast
þó fleiri vini, þá Ciro, átta ára
gamlan, sem er sjaldnast heima
við, og Francesco, þrettán ára,
sem gerist einskonar leiðtogi í
klíkunni fyrir hugvit sitt og at-
gervi.
Stundin
okkar
18.00 í SJÓNVARPINU
í kvöld endursýnir Sjónvarpið
Stundina okkar frá síðasta sunnu-
degi, en þá var 700. Stundin send
út og var mikið um dýrðir eins og
ber á tímamótum sem þessum.
Stundin okkar var fyrst á dagskrá
Sjónvarpsins árið 1966.
Til hátíðarbrigða verða sýnd
atriði úr gömlum stundum, sem
einnig kemur fram trúður, sem
sýnir töfrabrögð, og syngjandi
brúður. Umsjónarmenn þáttar-
ins eru Helga Steffensen og And-
rés Guðmundsson.
Matlock
21.40 í SJÓNVARPINU
Bandaríski myndaflokkurinn
um lögfræðinginn Matlock verð-
ur á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld
eins og venjulega á fimmtudags-
kvöldum.
Það virðist vera alveg sama
hvað málin sem Matlock fæst við
eru erfið viðfangs; alltaf fer hann
með sigur af hólmi, þegar hann
fær skjólstæðinga sína sýknaða
fyrir kviðdómi. í kvöld verður
trúlega engin breyting þar á, en
þrátt fyrir að þættirnir séu hvorki
betri né verri en gengur og gerist,
horfir fólk á þá og hefur væntan-
lega einhverja skemmtun af.
©
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fróttir
7.03 I morgunsárið með Ragnheiði
Ástu Pétursdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30
og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir
kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar lesnar laust fyrir kl. 7.30,
8.00, 8.30 og 9.00. Margrét Pálsdóttir
talar um daglegt mál kl. 7.55.
9.00 Fréttir
9.03 Morgunstund barnanna: „Húsið
9.30 Upp úr dagmálum Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tfð Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fróttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ing-
ólfsdóttir
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist.
13.05 I dagsins önn - Börn og umhverfi.
Umsjón: Ásdís Skúladóttir.
13.35 Miðdeglssagan: „Óskráðar
minnlngar Kötju Mann" Hjörtur Páls-
son les þýðingu sína (9).
14.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 Landpósturlnn - Frá Norðurlandi.
Umsjón: SigurðurTómas Björgvinsson.
16.00 Fréttir
16.03 Dagbókln Dagskrá
16.15 Veðurfregnir
16.20 Bamaútvarplð - Litli sótarinn og
börnin. Fjallað um óperuna „Litli sótar-
inn“ sem verður frumsýnd á laugardag-
inn og spjallað við börnin sem syngja f
henni.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á sfðdegl
18.03 Torgið - Atvinnumál - þróun, ný-
sköpun Umsjón: Þórir Jökull Þorsteins-
son. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttlr
19.30 Tilkynningar
20.00 Tónlistarkvöld Rfkisútvarpsins
a. Frá tónleikum Musica Nova í Nor-
ræna húsinu 3. janúar sl. Flutt tónlist
eftir Hauk Tómasson, Karlheinz Stock-
hausen, Atla Heimi Sveinsson og Luci-
ano Berio. Flytjendur: Ásdís Valdimars-
dóttir, Guðni Franzson, Kolbeinn
Bjarnason, Sigurður Flosason, Sigurð-
ur Halldórsson, Haukur Tómasson,
Emil Friðfinnsson, Snorri Sigfús Birgis-
son og Pétur Grétarsson. Stjómandi:
Guðmundur Óli Gunnarsson. b. Sigrún
Hjálmtýsdóttir syngur lög eftir Christoph
Willibald Gluck, Richard Strauss og
Hugo Wolf auk lagaflokksins „On this
Island" op. 11 eftir Benjamin Britten.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á
pianó. Lesari Svanhildur Óskarsdóttir.
Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 „Svanborg tók sór skæri, sneið
hún börnum klæði" Mynd skálda af
störfum kvenna. Fjórði þáttur. Umsjón:
Sigurrós Erlingsdóttir og Ragnhildur
Richter.
23.00 Draumatfminn Kristján Frímann
fjallar um merkingu drauma, leikur tón-
list af plötum og les Ijóð.
24.00 Fréttir
00.10 Samhljómur Umsjón: Anna Ing-
ólfsdóttir.
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
1&*
FM 90,1
00.10 Næturvakt útvarpsins Guðmund-
ur Benediktsson stendur vaktina.
7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaút-
varp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30,
fréttum kl. 8.00 og veðurfregnum kl.
8.14. Leiðarar dagblaðanna að loknu
fréttayfirliti kl. 8.30. Fastir liðir en alls
ekki allir eins og venjulega - morgun-
vaktin á Rás 2, talað við fólk sem hefur
frá ýmsu að segja. Hlustendaþjónustan
er á sínum stað auk þess talar Haf-
steinn Hafliðason um gróður og blóm-
arækt á tfunda tímanum.
10.05 Miðmorgunssyrpa
12.00 A hádegi Dægurmálaútvarp á há-
degi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón
Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og
kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leftað svars" og vettvang fyrir hlust-
endur með „orð (eyra". Sfmi hlustend-
aþjónustunnar er 693661.
12.20 Hádegisfréttlr
12.45 Á mllli mála Meðal efnis er Sögu-
þátturinn þar sem tíndir eru til fróðleiks-
molar úr mannkynnssögunni og hlust-
endum gefinn kostur á að reyna sögu-
kunnáttu sína. Umsjón: Snorri Már
Skúlason
16.03 Dagskrá Megrunarlögreglan
(hollustueftirlit dægurmálaútvarpsins)
vísar veginn til heilsusamlegra lífs á
fimmta tímanum, Meinhornið verður
opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar
klukkan að ganga sex og
fimmtudagspistillinn hrýtur af vörum
Þórðar Kristlnssonar Sem endranær
spjallað um heima og geima.
19.00 Kvöldfróttlr
19.30 Nlður f kjölinn Skúli Helgason fjall-
ar um vandaða rokktónlist i tali og tón-
um og iítur á breiðskífulistana.
22.07 Strokkurinn Þáttur um þungarokk
og þjóðlagatónlist. Umsjón: Kristján
Sigurjónsson.
00.10 Næturvakt útvarpsins Guðmund-
ur Benediktsson stendur vaktina til
morguns.
7.00 Stefán Jökulsson og morgun-
bylgjan. Góð morguntónlist hjá Stefáni,
hann tekur á móti gestum og lítur yfir
morgunblöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00
9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Hressilegt morgunpopp gamalt og nýtt.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00.
12.00 Hádegisfróttir
12.10 Ásgeir Tómasson á hádegi. Létt
tónlist með gömlu góðu lögin og vin-
sældalistapopp í réttum hlutföllum.
Saga dagsins rakin kl. 13.30. Fréttir kl.
13.00, 14.00 og 15.00.
15.00 Pétur Steinn Guömundsson og
sfðdegisbylgjan. Pétur Steinn leggur
áherslu á góða tónlist í lok vinnudags-
ins. Litið á helstu vinsældalistana kl.
15.30. Fréttir kl. 16.00 og 17.00.
18.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis. Kvöldfréttatími
Bylgjunnar. Hallgrímur lítur á fréttir
dagsins með fólkinu sem kemur við
sögu.
19.00 Anna Björk Birglsdóttir Bylgju-
kvöldið hafið með góðri tónlist. Fréttir kl.
19.00.
21.00 Júlfus Brjánsson Fyrir neðan nef-
iö. Júlíus fær góðan gest og spjall.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar- Felix
Bergsson
7.00 Þorgeir Ástvaidsson Lífleg tónlist,
veður, færð og hagnýtar upplýsingar
auk frétta og viðtala sem snerta málefni
dagsins.
8.00 Stjömufróttir
9.00 Gunnlaugur Helgason Góð tónlist
og Gunnlaugur rabbar við hlustendur.
10.00 Stjörnufréttir
12.00 Hádegisútvarp Bjarni D. Jónsson.
Bjarni Dagur veltir upp fréttnæmu efni
innlendu og erlendu.
13.00 Helgi Rúnsr Óskarsson Leikið af
fingrum fram með hæfilegri blöndu af
nýrri tónlist.
14.00 Stjörnufréttir
16.00 Mannlegi þátturinn Árni Magnús-
son leikur tónlist talar við fólk um mál-
efni líðandi stundar.
18.00 Stjörnufréttir
18.00 íslenskir tónar Innlend dægurlög.
19.00 Stjörnutíminn Gullaldartónlist í
einn klukkutíma.
20.00 Sfðkvöld á Stjörnunni Gæða tón-
list leikin fyrir þig og þína.
00.00 Stjörnuvaktin
^C^ÚTVARP
13.00 Endurt. Sagan. 3 lestur Fram-
haldssaga Eyvindar Eiríkssonar.
13.30 Endurt. Elds er þörf. Umsjón:
Vinstri sósfalistar.
14.30 Tónafljót Umsjón: Tónlistarhópur
Útvarps Rótar
15.00 Endurt. - Barnaefni
15.30 Endurt. - Unglingaþátturinn
16.00 Endurt. - Samband ungra jafnað-
armanna
16.30 Endurt. - Náttúrufræði Umsjón
Einar Þorleifsson og Erpur Snær
Hanssen.
17.30 Endurt. - Úr Ritgerðasafninu 3.
lestur. Umsjón Árni Sigurjónsson og
Örnólfur Thorosson.
18.00 Kvennaútvarpið Umsjón 1. þáttur:
Kvenréttindafélag Islands.
19.00 Tónafljót Umsjón: Tónlistarhópur
Útvarps Rótar
19.30 Bamaefni
20.00 Ungllngaþátturinn
20.30 Dagskrá Esperantosambands-
Ins Fyrirhuguð esperantokennsla á Út-
varpi Rót kynnt.
21.30 Samtökin ’78 Þáttur um málefni
homma og lesbía.
22.00 Sagan 4. lestur Framhaldssaga
Eyvindar Eirfkssonar.
22.30 Við og umhverfið Umsjón: Dag-
skrárhópur Útvarps Rótar.
23.00 Rótardraugur Umsjón: Drauga-
deild Útvarps Rótar.
23.15 Dagskráriok
OOQQQOQQOO
0ÖL« J J »T.*.T-C<8
OOOOOOOOOO
12.00 IR
14.00 MH
16.00 Kvennó
18.00 FÁ
20.00 FG
22.00 FB
24.00 Næturvakt
17.50 Ritmálsfréttir
18.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur
frá 24. janúar.
18.30 Anna og félagar Nýr, ítalskur
myndaflokkur fyrir börn og unglinga.
Anna er 12 ára gömul og býr hjá ömmu
sinni. Hún eignast tvo góða vini og sam-
an lenda þau í ýmsum ævintýrum. Þýð-
andi Steinar V. Árnason.
18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttlr
19.05 íþróttasyrpa Umsjónarmaður Jón
Óskar Sólnes.
19.25 Austurbæingarnir Breskur
myndaflokkur f léttum dúr.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýslngar og dagskrá
20.35 Kastljós Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Katrín Pálsdóttir.
21.10 Nýjasta tækni og víslndl Umsjón-
armaður Sigurður Richter.
21.40 Matlock
22.30 Griðland Sænsk fréttamynd um
flóttamenn frá ýmsum löndum, einkum
þá sem fara huldu höfði og hafa ekki
dvalarleyfi í Svíþjóð. Einnig fjallað um
samtök sem aðstoða slfkt fólk við að fela
sig í jandinu.
23.00 Útvarpsfréttlr f dagskrárlok
16.35 # Að vera eða vera ekki Endur-
gerð kvikmyndar Ernst Lubitsch frá ár-
inu 1942 þar sem grín er gert að valda-
tfma Hitlers. Aðalhlutverk: Mel Brooks
og Anne Bancroft.
18.20 # Lttli folinn og félagar Teikni-
mynd með íslensku tali.
18.45 Handknattlefkur Umsjón: Heimir
Karlsson.
19.19 19.19
20.30 Bjargvætturinn Sakamálaþáttur
21.15 # Benny Hlll Breska háðfuglinum
Benny Hill er ekkert heilagt.
21.45 # Hættuspil Viðskiptaheimurinn
laðar til sín auðuga ekkju og kaupsýslu-
mann en einhver fylgist með geröum
þeirra. Aðalhlutverk: Jane Fonda og
Kris Kristofferson.
23.40 # Einn skór gerir gæfumuninn
Auðugur spilavítaeigandi ræður einka-
spæjara til að leita eiginkonu sinnar. Að-
alhutverk: Angie Dickinson, Robert
Mitchum og Mel Ferrer.
01.15 Dagskrárlok