Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 5
Molað úr múveggjum Verkefnið Brjótum múrana erhálfnað. Spjallað við Valgerði H. Bjarnadóttur verkefnisfreyju um starfið og árangurþess Árið 1985 fór af stað, á öllum Norðurlöndunum, fjögurra ára verkefni Norrænu ráðherra- nefndarinnar undir titlinum Brjótum múrana (BRYT). Verk- efnið, sem nú er hálfnað, er skil- oreint sem jafnréttisverkefni, og tilgangur þess að „prófa aðferðir til að brjóta niður kynskiptingu á vinnumarkaðnum“. Markmiðið er „að auka fjölbreytni í náms- og starfsvaii kvenna og að tryggja þeim atvinnu með ýmsum að- gerðum, bæði innan menntakerf- isins og í atvinnulífinu“. Fram- kvæmdin fer þannig fram að á hverju Norðurlandanna hefur verið valið eitt svæði þar sem til- raunin fer fram í samvinnu við yfirvöld á svæðinu. Þá hafa fyrir- tæki og skólar almennt komið að einhverju leyti inn verkefnið. Hér á landi varð Akureyrarbær fyrir valinu. Við spurðum Valgerði H. Bjarnadóttur verkefnisfreyju, eins og hún kýs að kalla sig, hvort einhver árangur sé farinn að sjást af verkefninu, núna tveimur árum eftir að það fór í gang. „Það er alltaf erfitt að segja hvort sá beini eða óbeini árangur sem við þykjumst sjá í kringum okkur sé árangur af starfi okkar eða hluti af þeirri þróun sem er að gerast í samfélaginu almennt. Sú staðreynd, að það var ákveðið að fara út í þetta verkefni á íslandi bendir til þess að einhver skiln- ingur er á þörfinni fyrir átaki í þessum efnum. Átakið hefur ör- ugglega haft meiri óbeinan en beinan árangur í för með sér og hann er erfitt að mæla. Verkefn- inu tengjast yfir 1000 manns hér á landi og það er fólk sem margt hvert fer fyrst að hugsa um stöðu konunnar á vinnumarkaðnum og í menntakerfinu vegna tengsla við verkefnið. Þetta er fólk sem kemur inní umræðuna í gegnum þau fyrirtæki sem við höfum sam- vinnu við, í gegnum skólana og á annan hátt og með því einu að vekja upp umræðu tel ég verkefn- ið gera gagn. Ég er líka sannfærð um að þau tengsl sem við kom- umst í við hin Norðurlöndin í gegnum þetta verkefni eru mjög gagnleg. Þar er þetta verkefni mjög þekkt, það nýtur virðingar, margir hafa heyrt af því og fólk hefur mikið samband hingað í tengslum við verkefnið. Ég fæ því ýmsar gagniegar upplýsingar um allt mögulegt hingað sem við fengjum annars ekki. Hvað beinan árangur varðar þá er hann kannski helst að finna í tengslum við námskeið sem við héldum fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja og jafn- framt í starfi okkar við þau fyrir- tæki sem við höfum verið að vinna með. Við erum núna að vinna upp úr þeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur í þess- um fyrirtækjum og mér sýnist að hlutur kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum hafi farið ei- lítið batnandi frá því að við byrj- uðum samstarf okkar við þessi fyrirtæki. Við sameiningu ullar- deildar Sambandsins og Álafoss hf. fyrir stuttu urðu nokkur mannaskipti og ég hef það á til- finningunni, án þess að ég hafi athugað það sérstaklega, að þar hafi hlutur kvenna verið ofar í huga þeirra sem sáu um skipu- lagninguna en ef samvinna fyrir- tækisins við verkefni okkar hefði ekki komið til. Mér sýnist ég sjá svipaða hluti vera að gerast hjá Akureyrarbæ sem er líka sam- starfsaðili að verkefni okkar. Ég vona bara að það sé rétt tilfinning hjá mér að það sé eitthvað að gerast og að það sé ekki tíma- bundið heldur sé fólk að átta sig á því að konur séu a.m.k. jafngóðar og karlar til hinna ýmsu starfa.“ Þegar einn múrinn brotnar myndast annar Þið hafið m.a. tekið viðtöl við konur í stjórnunarstöðum í þessum fyrirtœkjum sem þið eruð í sam- vinnu við. Hverjar eru helstu nið- urstöður ykkar úr þeim viðtölum? „Úrvinnslan úr þessum við- tölum er aðeins á byrjunarstigi, en það eru þó nokkur atriði sem eru áberandi og gegnumgang- andi. Þessar konur eru ekki í efstu stjórnunarþrepum píramíd- ans. Þær eru hvorki fram- kvæmdastjórar né í forsvari fyrir einhverjum ákveðnum sviðum í fyrirtækjunum. Þær eru yfirleitt verkstjórar, deildarstjórar eða verslunarstórar og flestar þeirra hafa unnið áratugum saman hjá sama fyrirtækinu. Þær eru dugn- aðarforkar, miklar valkyrjur og samviskusamar. Þetta eru í fæst- um tilvikum menntakonur heldur konur sem hafa unnið sig upp á, löngum tíma. Hvort þær hafa gert það á styttri eða lengri tíma en karlarnir sem byrjuðu samtímis og þær treysti ég mér ekki til að fullyrða um á þessu stigi. En í meiri hluta tilvika hefur konun- um verið boðin staðan, þær hafa ekki sótt um stöðuhækkun.“ Eru Norðurlöndin með sam- rœmd verkefni? „Það eru engin tvö verkefni al- veg eins, en við vinnum mikið á sömu sviðum. Það eru um 3Ö verkefni í gangi á öllum Norður- löndunum og u.þ.b. 2/3 hlutar verkefnanna náið samstarf. Við Valgerður H. Bjarnadóttir: Verkefnið kemur eflaust til með að skila meiri óbeinum árangri en beinum og hann er erfitt að mæla. En ég held að okkur takist að búa til sprungur í veggina... hittumst reglulega og ræðum framvindu þeirra.“ Hafið þið lagt einhverja áherslu á frœðilegt starf í tengslum við verkefnið? „Já, við héldum ráðstefnu með konum sem unnið hafa að fræði- legri úttekt þessara mála og þar kom ýmislegt merkilegt fram. Við vorum hins vegar ekkert ógurlega upprifnar eftir þessa ráðstefnu vegna þess að niður- stöðurnar voru ekki beinlínis til þess að auka á bjarsýni okkar. Þær sýna að í hvert skipti sem múrarnir hafa verið brotnir, í hvert skipti sem konur hafa farið yfir á hefðbundin svið karla eða öfugt, þá myndast bara nýir múr- ar í staðinn, ný verkaskipting þar sem konur fara í viss störf og karl- ar í önnur. Á sviðum sem konur sækja í auknum mæli inná, t.d. verkfræði og lögfræði, er þróunin þannig að konur safnast í hlut- fallslega ríkari mæli en karlar í vinnu hjá hinu opinbera en karl- arnir setja á fót sjálfstæðan atvinnurekstur. Þetta er að sjálf- sögðu engin svörthvít skipting en við sjáum þetta t.d. mjög glöggt á íslandi. Starfsval unglinga Við höfum gert kannanir hér meðal 9. bekkinga í grunnskólum um starfsval og það er greinilegt samkvæmt niðurstöðum þeirra að strákar annað hvort ætla sér meira á vinnumarkaðnum í fram- tíðinni en stelpurnar, eða eru óhræddari við að láta frá sér hug- myndir sínar um hvað þeir ætla að verða. Stelpurnar miða fram- tíð sína að miklu leyti við það að verða mæður en það heyrir til al- gjörra undantekninga að strákar geri ráð fyrir því að þeir verði einhverntíma feður. Hluti af verkefni okkar hefur verið náms- og starfsfræðsla í 9. bekkjum grunnskólanna, en við bindum miklar vonir við slíka kennslu þó auðvitað sé erfitt að segja fyrir um árangur. Á þessum námskeiðum fara krakkamir m.a. í heimsóknir á vinnustaði og Framhald á síðu 6 nnKnJBgur 2B. tMMMr 19M MÖOMUMN - SÍOA •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.