Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 3
Sambandið Óvænt ráðning Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, ráðinn framkvœmdastjóri Verslunardeildar Sam- bandsins Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, var i gær ráðinn framkvæmdastjóri Versl- unardeildar Sambandsins og tekur hann við starfí 1. mars nk. Hjalti Pálsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri deildarinnar um síðustu áramót. Ráðning Ólafs kemur mönn- um hjá Verslunardeildinni mjög í opna skjöldu. Átti enginn þar von á þessum tíðindum og sagði einn viðmælenda Þjóðviljans í gær að menn væru ekki enn búnir að átta sig á tíðindunum. Flestir bjuggust við að Axel Gíslason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sambandsins, yrði ráðinn yfir Verslunardeild, en ráðning nýs framkvæmdastjóra hefur ver- ið lengi í deiglunni. Ólafur er komungur en hefur klifrað hratt og ákveðið upp Sam- vinnustigann. Hann lauk Sam- vinnuskólanum 1974 og sama ár var hann ráðinn kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Þaðan Iá leiðin á Kópasker tveimur árum síðar og árið 1982 tók hann við Kaupfé- lagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. -Sáf hmÖRFRÉTTIRhh Vinna með fjölskyldum er efni fyrirlestrar sem Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi flyt- ur á fræðslufundi Geðhjálpar sem haldinn veður á geðdeild Landspítalans í kvöld kl. 20.30 Ljóðskáldið Rimbaud og skilningur manna á verkum hans nú á dögum er umfjöllunar- efni dr. Michel Décaudin, próf- essors í bókmenntafræði við Há- skólann í París, sem flytur fyrir- lestur í Lögbergi kl. 17.15 í dag í boði heimspekideildar. Dr. Déc- audin er einn helsti sérfræðingur í Frakklandi á sviði franskrar Ijóðagerðar. Hefur byggðastefnan brugðist? er heiti á riti sem Byggðastofnun og Samband íslenska sveitarfé- laga hefur gefið út í takmörkuðu upplagi. í ritinu eru birt erindi sem flutt voru á ráðstefnu áður- nefndra aðila á Selfossi fyrr í vet- ur. Er þörf á uppstokkun í tölvuráðgjöf? spyr Skýrslu- tæknifélagið sem efnir til félags- fundar í Norræna húsinu í dag kl. 16 þar sem Halldór Kristjánsson verkfræðingur flytur erindi og varpar m.a. fram þeirri sþumingu hvort tölvuráðgjöf sé á rangri braut hérlendis. Ráðstefnan um framtíð framhaldsskóla í Hafnarfirði, sem skýrt var frá í örfréttum í gær, verður ekki haldin á laugardag- inn kemur heldur laugardaginn 6. febrúar n.k. FRETTIR Kvikmyndasjóður Renndi blint í sjóðinn Þráinn Bertelsson: Varmeð gottfœri, ágœtan öngulog fyrstaflokks beitu: Magnús Það eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrír mig að ég skuli ekki vera atvinnulaus lengur, sagði Þráinn Bertelsson í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en hann hlaut hæsta styrk Kvikmyndasjóðs í ár, krón- ur 13 mifjónir, til framleiðslu á mynd sinni Magnús. „Ég renndi mjög blint í sjóð- inn, var vongóður en ekki bjart- sýnn. Ég vissi þó að ég hafði gott færi, ágætan öngul og fyrsta flokks beitu,“ sagði Þráinn en beitan var Magnús ljósmyndari, nánar tiltekið á Þjóðviljanum, og stórfjölskylda hans sem hittist í fjölskylduboðum. Fjölskyldan er, að sögn Þráins, þverskurður af samfélaginu, en ástæðan fyrir því að sagan er sögð í gegnum Magnús er sú að hann stendur á því ári, sem frásögn myndarinnar nær til, á alvarlegum tímamótum í lífi sínu. Áætlaður kostnaður við gerð Magnúsar er um 32 miljónir. Tveir aðrir kvikmyndagerðar- menn, þeir Hilmar Oddsson og Ágúst Guðmundsson, hlutu einnig háa styrki, 10 miljónir hvor. Mynd Hilmars, Meffí, fjall- Porragleði í Múlabœ, þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja, í tilefni af5 ára afmœli staðarins inu auk félagslegrar aðhlynning- ar, sagði Guðjón Brjánsson, for- stöðumaður Múlabæjar. Guðjón sagði að pláss væri fyrir 48 manns á dag og að jafnaði væri fullt. En flestir koma 2 til 3 daga í viku, og því er það um 115 til 120 manns sem hingað koma vikulega, sagði hann. Múlabær er eina sjálfstæða dagheimili aldraðra í borginni, en Igær voru fímm ár liðin síðan þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja, Múlabær, var tekin í notkun og að vonum var mikið um dýrðir í tilefni dagsins; þorra- gleði með tilheyrandi söng, ræðu- höldum og dansi. - Allir sem hingað sækja þjón- ustu búa heima; flesta sækjum við heim til þeirra og hér fá þeir ýmsa þjónustu á heilbrigðissvið- Verðlag Okrað á eggjum og kjúklingum Himinhátt verð samanborið við nágrannalöndin Neytendasamtökin hafa kann- að hlutfallslegt heildsöluverð kjúklinga og eggja eftir löndum á árunum 1982 til 1984. Að sögn Jónasar Bjarnasonar, formanns landbúnaðarnefndar samtak- anna, hefur fátt breyst síðan, ef desemberverðstríðið á eggjum er undanskilið. Verðlag í Bandarikjunum er í báðum tilfellum lagt til grund- vallar, og er viðmiðunin talan 1. - Við þetta er ómögulegt að búa. Ekki síst nú þegar verið er að binda framleiðsluna í viðjar kvótakerfis og loka á nýja aðila, sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Kjúklingar Ný egg í bökkum frá pökkunarstöö V-Þýskaland 1,29 1,29 England 1,16 1,34 Danmörk 1,40 1,43 Noregur 3,60 2,27 Svíþjóð 1,79 1,47 Frakkland 1,07 0,87 Bandaríkin 1,00 1,00 ísland 5,61 3,50 ar um 3 vini sem hafa lent utan- garðs í samfélaginu og það tungu- mál sem þeir hafa þróað með sér í einangrun sinni til þess að skapa sér sérstöðu. Meffí er tilvísun í tungumál þeirra. Mynd Ágústs Guðmundssonar fjallar um kristnitökuna og valdabaráttu í Noregi henni samfara. -K.Ól. Glatt var á hjalla á þorragleðinni í Múlabæ í gær eins og mynd E. Ól. ber með sér. „Hér er elskulegt starfslið og mikið gert til að stytta manni stundir," sagði einn veislugestanna. Múlabœr „Hann á afmæli í dag“ það er opið alla virka daga frá kl. hálfátta á morgnana til kl. fimm á daginn. Tryggingastofnun ríkis- ins greiðir fyr‘r reksturinn, en halli á honum hefur numið um 17% til 20% á ári, að sögn Guð- jóns. Rekstraraðilarnir þrír greiða mismuninn, en þeir eru SÍBS, Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Samtök aldraðra. HS Stöð 2/ Hnefaleikasýningar Ólöglegar sýningar? Ég vil ekki túlka lögin fyrr en ég hef kynnt mér þau sérstaklega, sagði Kjartan Gunnarsson, for- maður útvarpsréttarnefndar, f tilefni af reglulegum útsendingum Stöðvar 2 á hnefaleikum, en f lögum frá 1956 segir m.a. eftir- farandi um hnefaleika: „Bönnuð er öll keppni eða sýning á hnefa- leik“. Kjartan sagði að lögfræðingar yrðu að skera úr um hvort hér væri átt við sýningar í sjónvarpi og kvikmyndum eða eingöngu „lifandi“ sýningar. „Ég hallast fremur að því að það sé eingöngu átt við „lifandi“ sýningar á hnefa- leikum. Nokkrar kvikmyndir sem sýndar hafa verið hér á landi ganga út á hnefaleik og hingað til hafa þær farið í gegnum kvik- myndaeftirlitið án athuga- semda,“ sagði Kjartan. Alþýðusamband Norðurlands Stefnaber að skammtíma- samningum - Ég get ekki séð hvernig Vest- fjarðasamningurinn getur verið leiðandi. Burtséð frá launalið samningsins verða bónusbreyt- ingar ekki yfírfærður svo glatt annarsstaðar. Það tekur sinn tíma að stokka upp bónuskerfíð, sagði Þóra Hjaltadóttir, formað- ur Aiþýðusambands Norður- lands, er hún var innt eftir þvf hvort samningur Alþýðusam- bands Vestfjarða nýttist Norð- lendingum sem fyrirmynd við gerð nýrra kjarasamninga. Þóra sagði að aðstæður á Norð- urlandi væru um margt aðrar en á Vestfjörðum. - Hér nyrðra hafa atvinnurekendur engin samtök. Það eru ein fjögur eða fimm félög sem hafa reynt að knýja fram samninga að áeggjan Álþýðu- sambands Norðurlands en lítt orðið ágengt. Það er alltaf sama viðkvæðið hjá atvinnurekendum að þeir geri ekki neitt nema að fengnu grænu ljósi frá Vinnu- veitendasambandinu. - Ég er þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfingin gerði réttast í því að semja til skamms tíma og nota þann frest sem gæfist til að undirbúa jarðveginn fyrir frekari hækkanir láglaunafólki til handa. Jafnframt finnst mér það vel at- hugandi að tíminn verði notaður til að koma hópbónusnum á í fiskvinnslunni almennt. En þeir sem ekki njóta annarra launaliða en taxtakaupsins verða að fá sína hækkun strax, sagði Þóra. _rk Flmmtudagur 28. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.