Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. janúar 1988 22. tölublað 53. árgangur Sparifjáreigendur Þriggja miljaröa bankaran Neikvœðir vextir á sparisjóðsbókum og ávísana- og hlaupareikningum skiluðu bankakerfinuþremur miljörðum í fyrra. Ólafur Ragnar Grímsson: Ber að setja lög um leyfilega lágmarksvexti Bankakerfið rændi í fyrra ríf- lega þremur miljörðum króna af sparifjáreigendum þar sem um þriðjungur af heiidarinnlánum í bankakerfinu er á neikvæðum vöxtum. Þessir peningar eru svo lánaðir út á háum vöxtum sem skuldarar greiða og bankakerfið hirðir mismuninn. Ólafur Ragnar Grímsson lét Seðlabankann reikna út fyrir sig hversu hárri upphæð eigendur al- mennra sparisjóðsbóka og ávísana- og hlaupareikninga hefðu tapað á síðasta ári vegna neikvæðra vaxta. Heildarinnlán bankakerfisins eru um 70 miljarðar og þriðjung- ur þeirra er á neikvæðum vöxt- um, eða tæpir 23 miljarðar króna. Þar af eru 12 miljarðar á almennum sparisjóðsbókum og 10,8 miljarðar á ávísana- og hlaupareikningum. Meðalvextir af almennum sparisjóðsbókum voru 13,6% í fyrra en lánskjör hækkuðu um 22,2%. Eigendum almennra sparisjóðsbóka var greiddur ríf- lega 1,5 miljarður króna í vexti, en hefði átt að greiða þeim tæpa 2,9 miljarða miðað við 2% raun- vexti. Mismunurinn er því 1,3 miljarðar króna. Erfiðara er að reikna út ná- kvæmlega samsvarandi upphæð hjá eigendum ávísana- og hlaupa- reikninga, en Ólafur fékk þær upplýsingar hjá Seðlabankanum . að sú upphæð væri ríflega sú upp- hæð sem eigendur almennra sparisjóðsbóka hefðu tapað. „Hér er því um risavaxna eignatilfærslu að ræða og má benda á að matarskatturinn margfrægi nemur um 5 miljörð- Bankakerfið tútnar út en sparifjáreig-l endur tapa miljörðum á ári vegna nei-| kvæðra vaxta á þriðjung innlána. um króna," sagði Ólafur. setja lög um leyfilega lágmarks- stokkast upp sjálfkrafa og Hann telur að til að leysa þetta vexti. Þannig telur Ólafur að bönkum fækka. -Sáf vandamál beri ríkisstjórninni að bankakerfið muni smámsaman j.-'' ^Vfl bls. 6 Rangárþing Það versta eftir Helmingur verkafólks hefur misst vinnuna á sl.5árumeðaeríótryggriatvinnu. Sigurður Óskarsson, form. Alþýðusambands Suðurlands: Smjörþefurinn afþvísem koma skal. Afleiðinga afniðurskurði ílandbúnaði er rétt byrjað að gæta Um fjórðungur verkafólks í Rangárvallasýslu hefur misst atvinnuna á sl. fimm árum og atvinna fjórðungs til viðbótar er ótrygg vegna yfirvofandi hættu á að fyrirtæki leggi upp laupana. - Jafn ótrúlegt og það kann að hljóma eru þetta aðeins smámun- ir hjá því sem virðist óhjákvæmi- legt að gerist, þegar afleiðing- anna af niðurskurðinum í land- búnaði verður farið að gæta að fullu, sagði Sigurður Óskarsson, formaður Alþýðusambands Suð- urlands og verkalýðsfélagsins Rangæings á Hellu, í kjölfar þeirrar fréttar Þjóðviljans í gær að í sýslunni stefndi í að atvinnu- leysisdögum fjölgaði um helming í janúar frá því í desember. - Við vorum ekki fyrr búin að jafna okkur eftir virkjunarfram- kvæmdirnar, en nýtt áfall kom og hrun varð í prjóna- og ullariðnað- inum. Af einum 7 prjónastofum sem voru í sýslunni er aðeins 1 eftir. Þetta virðist þó aðeins vera smjörþefurinn af því sem koma skal. Þegar er farið að gæta afl- eiðinganna af niðurskurði í land- búnaði og síðast misstu 11 manns vinnuna hjá Kaupfélaginu Þór af þessum sökum og þorpin eru smám saman að fyllast af upp- gjafabændum, sagði Sigurður. Sigurður sagði að á sl. fimm árum hefði 81 á félagssvæði Rangæings misst atvinnuna og tvísýnt væri um atvinnu 80 til við- bótar. Af þeim 81 sem misst hafa atvinnuna eru 49 sem unnu við sauma- og prjónaskap, 8 við vörubílaútgerð, 9 við grasköggla- framleiðslu, 3 við kartöflu- pökkun, 3 við kökugerð, 2 við lampagerð og 7 við prentun. - Það bætir ekki úr skák að fólk er nánast nauðbeygt til að þreyja þorann hérna, þó það vildi fegið komast burtu. Húseignir seljast ekki, nemajrá langt undir brunabótamati. A sama tíma hækka lánin óáreitt. Ef svo fer fram sem horfir blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá fjölda fólks, sagði Sigurður. Sigurður sagði að ekki væri óalgengt að einbýlishús sem að brunabótamati væru 6-7 miljóna króna virði, væru seld á 2-3 milj- ónir. - Ef á annað borð er unnt að selja, sagði Sigurður. -rk Kjarasamningar Samningstíminn vefel fyrir VSI Verkamannasambandið hefur viðræður í dag við atvinnu- rekendur um gerð samninga til skamms tíma og hefur ekkert ver- ið látið uppi um kröfugerðina. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans leggur VMSÍ áherslu á að ekki verði samið til lengri tíma en fimm eða sex mánaða. Innan Vinnuveitendasambandsins eru menn nokkuð tvístígandi gagnvart því hvort stefna beri fremur að samningum til lengri eða skemmri tínia. Einn viðmælenda Þjóðviljans innan raða verkalýðsforystunnar taldi að afstaða atvinnurekenda kynni að ráðst af því hvort kjaras- amningur Alþýðusambands Vestfjarða yrði samþykktur í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur í kvöld, en Karvel Pálmason er formaður félagsins. - Við leggjum kapp á að ná samningum til skemmri tíma. Að vísu hafa atvinnurekendur látið í ljós þá skoðun sína að- þeir vilji semja til lengri tíma, sagði Karvel Pálmason, varaformaður Verka- mannasambandsins, sem taldi að ekki liðu margir dagar áður en ljóst yrði hvort unnt reyndist að knýja atvinnurekendur til samn- inga. Halldór Björnsson, varafor- maður Dagsbrúnar, sagði að eng- in afgerandi andstaða hefði kom- ið fram á stjórnarfundi félagsins í gær við að reynt yrði að ná samn- ingum til skamms tíma meðan allt væri á huldu um til hvaða efna- hagsaðgerða ríkisvaldið gripi. - Ég hygg þó að frekar hafi dregið úr líkum á að samningar til skamms tíma takist eftir að Vestfirðingar sömdu til ársins, sagði Halldór. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins, sagðist ekkert eiga van- talað við Þjóðviljann. -rk Sjá bls. 3 Jóhann með pálmann í höndunum Sjá umsögn Helga Ólafssonar ábls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.