Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDAiAGK) Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 1. febrúar, kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. febrúar. 2) Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Stjórnin Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi Reyðarfjörður, aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Reyðarfjarðar í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20:30. Alþý&ubandalagið - kjördæmisráð Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson og Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúar verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 30. janúar frá kl. 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 1. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli, Hamra- borg 11. Dagskrá: 1) Launamál. 2) Skipulagsmál. 3) önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þing- hóli, Hamraborg 11, laugardag- inn 30. janúar. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður þá boðið upp á lystauka. Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guð- mundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveit- in Haukar leikur fyrir dansi. Heimlr ' Sigurður Miðasala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn 28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frátekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750 - Stjórnln. Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi 'Hjörleifur Guttormsson alþingismaður heldur áfram ferð um kjördæmið, kemur á vinnustaði og verður á fundum sem hér segir: Rey&arfjör&ur, aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Reyðafjarðar í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20.30. - Alþýðubandalagið - kjördæm- Isráð. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á ísafirði dagana 28. janúar til 1. febrúar. Dagskrá verður auglýst síðar. Atkvæðisrétt á stjórnarfundum ÆFAB eiga framkvæmdaráðsmeðlimir ÆF, auk eins full- trúa frá hverri deild. Rétt til setu á stjórnarfundi eiga allir meðlimir ÆFAB og gestir þeirra. Félagsfundur f ÆFAH verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar ki. 20.00. Allir velkomnir. íjajf l?áajifýká - 18 30 ÚTVARP MjolnishoJti 14 Brautarholti 3 S.iiTii 62 36 10 (tvær linur) FRÉTTIR Vaxtamálin Bankamir stunda löglegan þjófnaö Ólafur Ragnar Grímsson: Neikvœðir vextir á almennum sparisjóðsbókum og tékka- og hlaupareikningum skiluðu bönkunum umþremur miljörðum ífyrra. Ber að setja lög um lágmarksvexti og hámarks vaxtamun Hvorki ríkisstjórn né bankayf- irvöld hafa séð ástæðu til að vekja athygii á því að um þriðj- ungur af heildarinnlánum í bankakerfinu er á vaxtakjörum langt fyrir neðan verðbólguna. Bankakerfíð tók þannig á síðasta ári sem nemur þremur miljörð- um króna í gegnum það sem kall- ast „lögiegur þjófnaður“, af sparifjáreigendum og notaði þessa peninga til að lána út á háum vöxtum, sem skuldarar eru látnir greiða og bankakerfið hef- ur hirt mismuninn, sagði Olafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann í gær. Ólafur sagði að allar umræður um vaxtamál væru í þeim dúr að hér á Iandi væri í gildi raunvaxta- stefna og athygli manna hefði eingöngu verið vakin á háum út- lánsvöxtum en hinsvegar þagað um neikvæða vexti á almennum sparisjóðsbókum og ávísana- og hlaupareikningum. 3 miljarðar til bankanna Að sögn Ólafs eru heildar- innlán bankakerfisins um 70 milj- arðar króna og þriðjungur þess- arar upphæðar, eða 22,8 miljarð- ar króna, er á neikvæðum vöxt- um og rýrnar hún því jafnt og þétt í verðbólgunni. Þessi upphæð skiptist þannig að 12 miljarðar eru á almennum sparisjóðsbók- um og 10,8 miljarðar á hlaupa- reikningum. Meðaltalsvextir af almennu sparisjóðsbókunum voru 13,6% árið 1987 en sam- svarandi vísitöluhækkun lánsk- jara var 22,2%. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið hjá Seðlabankanum voru eigendum almennra spari- sjóðsbóka greiddar 1.550 miljón- ir króna í vexti á árinu 1987. Ef bankarnir hefðu hinsvegar verið skyldaðir til að greiða eigendum almennra sparisjóðsbóka 2% raunvexti, sem verða að teljast lágir vextir, þá hefðu þeir átt að fá um 2,9 miljarða í vexti, eða nákvæmlega 2.868 miljónir króna. Niðurstaðan er því sú að vaxtastefnan sem í gildi er í bankakerfinu hefur með þessu „löglega ráni“ tekið rúmlega 1,3 miljarða króna af eigendum al- mennra sparisjóðsbóka.“ Ólafur sagði það hinsvegar flóknara að reikna út svo ná- kvæmlega hver samsvarandi upp- hæð væri hjá eigendum ávísana- og hlaupareikninga. Seðlabank- inn hefði hinsvegar upplýst að hún myndi nema ríflega þeirri upphæð sem „rænt“ var af eigendum almennra sparisjóðs- bóka. „Samtals er því um að ræða þrjá miljarða króna sem banka- kerfið ætti að greiða eigendum þessara reikninga ef raunvaxta- stefnan væri látin ná til þeirra. Hér er því um risavaxna eignatil- færslu að ræða og má benda á að matarskatturinn margfrægi nem- ur um 5 miljörðum króna. Þessir miljarðar eru svo notaðir til að standa undir þessu ofvaxna og flókna bankakerfi hér á landi og hefur í för með sér að vaxtamun- ur á íslandi er 6-8%, en annars- staðar í Evrópu 3-4%.“ Hvað er til ráða? „Það er því eðlilegt að spurt sé, hvað gera skuli? Það gengur ekki að bankakerfið sé annarsvegar rekið með ráni á eignum spari- fjáreigenda og hinsvegar með há- vaxtastefnu á útlánum. Ríkis- stjórnin hefur gefist upp við að sameina banka og einfalda bankakerfið. Einfaldasta leiðin til þess að takast á við þetta vandamál er að taka ákvörðun um að einfalda þetta ofvaxna Ólafur Ragnar Grímsson: Þetta lög- lega rán bankanna nam á síðasta ári ríflega helmingi matarskattsins. kerfi. Til að það megi verða er rétt að byrja á því að ákveða lág- marksvexti í stað þess að einblína stöðugt á hámarksvexti.“ Ólafur talaði um að ríkisstjórn- in ætti að grípa til þrennskonar aðgerða. í fyrsta lagi að ávísana- og hlaupareikningar haldi verð- tryggingu. í öðru lagi að al- mennar sparisjóðsbækur beri 2% raunvexti. Og í þriðja lagi að vaxtamunur verði ekki meiri en 3-4%. Hann telur að með þessum ein- földu aðgerðum væri bankakerf- inu settur afgerandi rammi og það yrði því að laga sig sjálft að þessu með einföldun og upps- tokkun á bönkunum, sem væri óhjákvæmilegt þegar búið væri að setja því þessar skorður. „Höfuðatriðið í þeim umræð- um sem fara fram núna um vaxta- stefnuna, er að huga ekki ein- göngu að útlánsvöxtum, heldur setja lög sem afnema möguleika bankakerfisins til að halda áfram þessum „löglega þjófnaði" á eignum sparifjáreigenda, sem á síðasta ári nam ríflega helmingi matarskattsins.“ -Sáf Á myndinni eru, frá vinstri: Snorri Jónsson, stjórnarformaður FEB, Benedikt Björnsson byggingaráðgjafi, Sigrún Sigurðardóttir, framkvaemdastjóri FEB og Pétur Hannesson, formaður bygginganefndar félagsins. Félag eldri borgara Forkaups- réttur á 72 íbúðum Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur gert samn- ing við Byggingafélagið Gylfa og Gunnar sf. um forkaupsrétt á 72 íbúðum sem reistar verða á Grandavegi 47 í Reykjavík. íbúðirnar, sem hannaðar eru með hagsmuni og þarfir eldri borgara í huga eru 2ja til 4ra her- bergja, að flatarmáli 45-115 fermetrar, án sameignar. íbúð- unum fylgja m.a. stórar svalir, sér þvottaaðstaða er í hverri íbúð og góðar geymslur. Lyftur verða í húsinu. Þá er fullkomið öryggis- og eldvarnakerfi í íbúðunum, fullbúin setustofa á hverri hæð, fullkomið sjónvarpskerfi (tengt dyrasíma), og stór og fallegur garður verður umhverfis húsið. Ibúðimar verða afhentar fullbún- ar, þó án gólfefna, nema á bað- herbergi. Öll sameign verður fullfrágengin af hálfu byggingafé- lagsins. Afhendingartími er á tímabilinu nóvember 1988 til apr- íl 1989. Á fyrstu hæð hússins er gert ráð fyrir snyrti- og hárgreiðslustofu, sólbaðs-, nuddstofu og gufubaði, þvottahúsi og efnalaug og sölu- turni. Húsvörður mun búa í hús- inu. Um 250 metra gang frá húsinu verður ýmis félagsleg þjónusta í framtíðinni í þjónusturými sem Reykjavíkurborg mun byggja. Benedikt Björnsson bygginga- ráðgjafi Félags eldri borgara veit- ir félagsmönnum allar nánari upplýsingar. Skrifstofa hans er í Borgartúni 31, 3ju hæð, sími 621477 og er hann til viðtals milli kl. 14 og 18 alla virka daga. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.