Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Kaupleigufrumvarp Framsóknarmenn efast Framsókn og íhald lítt hrifin. Alexander Stefánsson: Hefði þurft að skoðast ístœrra samhengi. Kaupleiguréttindi óháð efnahag og aðstæðum. Efast um að verkalýðshreyfingin sé ánœgð með kerfið Fjármálaráðherra Útgáfu lánsloforða verði hætt Jón Baldvin Hannibalsson segir brýnt að draga úr þenslu m.a. með því að hefja ekki á ný útgáfu á niðurgreiddum lánslof- orðum til húsnæðismála í óbreyttu kerfi. Þetta kemur fram í viðtali við fjármálaráðherra í Alþýðublaðinu í gær. Verði fjármálaráðherra að ósk sinni þýðir það að frystingu á út- gáfu lánsloforða verður ekki aflétt einsog ráð var fyrir gert með nýju lögunum um Húsnæð- isstofnun. Jóhanna Sigurðardóttir er stödd erlendis en Jón Baldvin mátti ekki vera að því að svara blaðamanni Þjóðviljans í gær. -Sál Bæði innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru uppi miklar efasemdir um ágæti frum- varps félagsmálaráðherra um kaupleiguíbúðir. Alexander Stef- ánsson segir að þurft hefði að skoða kaupleigufyrirkomulagið í stærra samhengi en ekki taka eitt form af félagslegum íbúðum út úr og veita því þannig forgang að fjármagni og Halldór Blöndal hefur lýst yfir andstöðu við frum- varpið í útvarpinu. Alexander sagði við Þjóðvilj- ann að þingflokkur Framsóknar hefði ekki enn myndað sér skoðun á frumvarpsdrögunum, sem Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur sent frá sér til stjórnarflokk- anna og hagsmunasamtaka til umsagnar. „Mitt álit er hinsvegar að það hefði þurft að skoða þetta í stærra samhengi við allt félagslega íbúðakerfið einsog ráð var fyrir gert í stjórnarsáttmálanum. Það er ekkert sjálfgefið mál að þetta form sé eitthvað betra en önnur form og t.d. er kaupleigufyrir- komulagið mjög umdeilt á Norðurlöndunum og hafa Finnar lagt það niður og í Svíþjóð deila menn hart um það.“ Alexander sagðist hafa þá trú að verkalýðshreyfingin hefði sitt að segja um þetta frumvarp, því kaupleiguíbúðirnar eiga að fá fjármagn bæði úr Byggingasjóði verkamanna og Byggingasjóði ríkisins, þannig að minna verður til skiptanna hjá öðrum. „Mín skoðun er sú að félags- lega íbúðakerfið eigi fyrst og fremst að vera fyrir lágtekjuhóp- ana en kaupleigukerfið gerir ekki ráð fyrir því, heldur hafa allir sama rétt innan þess, óháð tekj- um og aðstæðum.“ Alexander taldi því að frum- varpið þyrfti að skoða nánar áður en hann gæti fullyrt um afstöðu Framsóknarflokksins til þess. „Ég tel hinsvegar að það hefði átt að endurskoða allan félagslega hluta húsnæðiskerfisins í sam- vinnu við samtök launafólks og finna lausn sem ekki þurfi að vera deilur um.“ -Sáf Slysavarnafélag Islands á 60 ára afmæli [ dag. Á myndinni til hægri er forstjóri félagsins, Hannes Þ. Hafstein, ásamt ungum félaga um borð í björgunarbátnum Jóni E. Bergsveinssyni, á siglingu um Sundin blá. Mynd: Sig. Slysavarnafélag íslands 60 ára í dag HannesP. Hafstein forstjóri: Afmælisins minnst á landsþingi Slysavarnafélagsins 27.-29. maí nk. I dag er Slysavarnafélag ís- lands 60 ára, en það var stofnað 29. janúar 1928. Á afmælisárinu verður margt gert til að minnast þessara merku tímamóta, en afmælisins verður sérstaklega minnst á landsþingi Slysavarna- félagsins 27.-29. maí nk. Að sögn Hannesar Þ. Haf- steins, forstjóra Slysavarnafé- lagsins, er efst á baugi hjá fé- laginu, á þessum merku tíma- mótum, að tölvuvæða tilkynning- askylduna, og að Slysavarna- skólinn verði lögboðinn. En starfsemi hans fer að mestu leyti fram um borð í Sæbjörgu, skipi skólans. Einnig að auka fræðslu- og útbreiðslustarf félagsins. Árið 1988 er ekki aðeins tíma- mótaár í sögu Slysavarnafélags íslands. Tilkynningaskyldan verður 20 ára í maí nk., sjó- mannadagurinn 50 ára, Björgun- arfélag Vestmannaeyja 70 ára og síðast en ekki síst minnast lands- menn þess í maí nk. að 20 ár eru liðin frá því hægri umferð var tekin upp hér á landi. -grh Kjarasamningar Fólk lifi af laununum Sigurður Óskarsson, Alþýðusambandi Suðurlands: Krefjumst rúmlega 40.000 króna lágmarkslauna. Ekki verjandi að semja um lægri laun en þau semfólkfœr lifað af. Hlutaskiptum verður ekki komið á í sláturhúsum Siðferðilega er verkalýðsfor- ystunni ekki stætt á því að semja um laun sem eru lægri en það sem fólk fær lifað af. Þá skiptir engu hvort samið er til lengri eða skcmmri tíma, sagði Sigurður Óskarsson, formaður Alþýðusambands Suðurlands, í samtali við Þjóðviljann. En stjórn ASS og formenn verkalýðsfélaga á Suðurlandi munu í dag taka af- stöðu til þess hvort Alþýðusamb- andi Suðurlands verður falið að fara með samninganmál félag- anna, eða hvort Verkamannas- ambandinu verður fylgt eftir. - Ég hef aldrei fengið nægjan- iega skýringu á því að skamm- tímasamningar séu vænlegri en samningar til lengri tíma. Menn skulu gera sér fulla grein fyrir því að það verður ekki komið við neinum hlutaskiptum í sláturhús- um og á traktorsgröfum. Verka- fólk á Suðurlandi getur ekki gengið að neinum auka- greiðslum, fái það ekki framfleytt sér á töxtunum, sagði Sigurður. Sigurður sagði að kröfugerð Sunnlendinga væri skýr. Við gerðum kröfu um að laun hækk- uðu um 22.2% miðað við 1. októ- ber, sem þýðir að lágmarkslaun yrðu 36.030 krónur á mánuði. - Eftir kjaraskerðinguna síðan Bygginganefnd Reykjavíkur- borgar afgreiddi á fundi sínum í gær kæru Öryrkjabandalagsins sem send var ncfndinni vcgna þeirrar málsmeðferðar scm breytt notkun hússins að Tjarn- argötu 20 hefur hlotið. Taldi meirihluti bygginganefndar mál- ið nefndinni óviðkomandi og hef- ur þvi verið vísað þaðan. Óryrkjabandalagið telur að samkvæmt lögum beri Reykja- víkurborg að sækja um leyfi til nefndarinnar um breytta notkun hússins, en það gerðu borgaryfir- 1. október er þessi krafa fram- reiknuð komin uppí rúmlega 40.000 króna lágmarkslaun, - laun sem enginn getur talist of- sæll af. völd ekki. Húsið hefur nýlega verið tekið undir ellimáladeild Félagsmálastofunar og skrifstofu heimilishjálpar, en Öryrkja- bandalagið hefur gert athuga- semdir við það að aðgangur og almenn aðstaða fyrir fatlaða er ekki fyrir hendi í húsinu eins og lög gera ráð fyrir þegar um opin- berar byggingar er að ræða. Tveir fulltrúar minnihlutans í bygginganefnd, þeir Gunnar H. Gunnarsson og Guðmundur Haraldsson, greiddu atkvæði gegn niðurstöðum nefndarinnar, en þær eru byggðar á álitsgerð fjórgang innan Verkamannasam- bandsins, en það er alltaf eins og formaðurinn og varaformaður- inn gleymi henni jafnóðum, sagði Sigurður. Ágústs Jónssonar skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings. Með atkvæðum sínum sendu Gunnar og Guðmundur frá sér bókun þar sem segir m.a.: „Við teljum að borgaryfirvöldum beri að sækja um breytta notkun hússins Tjam- argötu 20 til bygginganefndar Reykjavíkur og einnig erum við sammála því sem segir orðrétt í bréfi Öryrkjabandalags íslands frá 13. janúar 1988: „verður húsnæði þetta að teljast allsendis ófullnægjandi vegna þeirra nota sem því em fyrirhuguð“. Við höfum kynnt þessa kröfu í -rk Bygginganefnd Vísar kæm öryrkja frá Föstudagur 29. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Akureyri/fóstrur Lágmarkslaun 50 þúsund Fóstrur áAkureyri semja við bæjarfélagið um að allarfóstrur verði á deildarfóstrulaunum. A ðeins 1 Ofóstrur starfandi. Pörf fyrir 40 Við erum ánægðar með okkar hlut því við höfum fengið það sem kröfur okkar hljóðuðu uppá i upphafi, sagði Hugrún Sig- mundsdóttir ein af forsvarsmönn- um fóstra á Akureyri, en samn- ingar náðust með bæjarfélaginu og fóstrum fyrr í vikunni um að fóstrur verði ekki á lægri launum en deildarfóstrulaunum. Lág- markslaun fóstra verða því rúm- ar 50 þúsund krónur á mánuði en hæst komast fóstrulaun í tæpar 70 þúsund krónur, séu fóstrur for- stöðukonur á stórum dagheimil- um. Hugrún sagði að fóstrur hefðu fengið deildarfóstrulaunin sam- þykkt á þeim forsendum að dag- heimilin væru injög undir- mönnuð, er i,i eru aðeins 10 fóstrur starí.: :! í bænum. 40 fóstrur þarl , vegar til þess að heimilin séu iullmönnuð. Fóstrur á Akureyri höfðu sagt upp störfum frá og með 1. apríl og 1. mars og hafa þær nú allflest- ar dregið uppsagnir sínar til baka, að sögn Hugrúnar. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.