Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 7
Bandaríkin Fær ekki orða bundist Æfleiri bandarískir gyðingar og stuðningsmenn Ísraelsríkis andmœla gerræði ísraelskra ráðamanna á herteknu svœðunum. ígœr kvaddi einn þeirra sér hljóðs ístórblaðinu New York Times Bandaríski leikarinn og kvik- myndaframleiðandinn Allen Stewart Königsberg, þekktari undir heitinu Woody Allen, reit á dögunum grein sem birtist í bandaríska stórblaðinu New York Times í gær. í henni veitist hann harkalega að ísraelskum stjórnvöldum fyrir fantaskap þeirra í skiptum við palestínska mótmælendur á herteknu svæð- unum uppá síðkastið og kallar at- hafnir dáta þeirra „fúlmennsku að frumkvæði stjórnvalda.“ „Ég meina, strákar, eruð þið að grínast? Að berja fólk öðrum til viðvörunar? Að handleggs- brjóta karla og konur svo þau geti ekki kastað grjóti? Að draga al- menna borgara út af heimilum sínum til þess að misþyrma þeim og halda að það geti hrætt heila þjóð til undirgefni?“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að rúmlega 200 Palestínu- menn hafa orðið að leita læknis- hjálpar vegna beinbrota frá því að Yitzak Rabín varnarmálaráð- herra gaf dátum sínum skipanir um að spara ekki kylfur sínar og barefli á herteknu svæðunum. Áður höfðu þeir nær eingöngu notast við vélbyssur og hafa til þessa myrt að minnsta kosti 39 palestínsk ungmenni. í grein sinni kveðst Allen, sem sjálfur er gyðingur, ætíð hafa ver- ið hlynntur Ísraelsríki og oft blöskrað yfirgangur nágrannar- íkja í skiptum við það. En „ég er engu að síður furðu lostinn og mjög reiður vegna þess hvernig gyðingar hafa komið fram gagnvart palestínskum mótmæ- lendum. Eg tek það skýrt fram að ég hef enga samúð með framkomu ara- baríkja í skiptum við ísrael. Sumum aröbum langar mann beinlínis til að lumbra á, en, ég ítreka, aðeins sumum og aðeins þeim sem hafa svo sannarlega til þess unnið. Hér sjást þeir glaðir á góðri stundu félagarnir Baturinsky og Karpov. Sá fyrrnefndi veittist að Kasparov heimsmeistara í dagblaðsgrein í gær. Sovétríkin Kasparov snupraður / I gœr var veist að heimsmeistaranum í sovésku dagblaði vegna staðhœfinga hans í sjálfsævisögunni „Barn breytinganna“ r Igrein sem birtist í sovéska dag- blaðinu „Sovietsky sport“ í gær veitist fyrrum háttsettur embætti- smaður í sovéska skáksamband- inu að Garry Kasparov heimsmeistara og ber hann ýms- um sökum, segir hann meðal ann- ars leika tveim skjöldum í afstöðu sinni til erkifjandans Anatólís Karpovs, fyrrum heimsmeistara. Viktor Baturinsky er fyrsti maðurinn sem gengur fram fyrir skjöldu og veitist að Kasparov á opinberum vettvangi eystra frá því hann varð heimsmeistari árið 1985. Baturinsky þessi er fyrrum varaformaður sovéska skáks- ambandsins og mikill vildarvinur Karpovs. Hann var í forsvari fyrir sendinefnd Karpovs þegar hann tefldi heimsmeistaraeinvígi við Viktor Kortchnoi árin 1978 og 1981. Fullyrðir Kortchnoi í bók sinni „Fjandskák" að Baturinsky þessi sé háttsettur í leyniþjónust- unni KGB og hafi sitthvað á samviskunni. En hvað um það, Baturinsky er ekki hrifinn af sjálfsævisögu heimsmeistarans, „Barni breytinganna.“ „í bókinni gerir hann því skóna að stjórnvöld í landinu sem ól og fóstraði hann, í landinu þar sem menn komu auga á hæfiieika hans og veittu honum tækifæri til að rækta þá, hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að leggja stein í götu hans. Samkvæmt frásögn hans á hann að hafa orðið að eyða miklu púðri í baráttuna við sovésku „skákmafíuna“ (en til hennar tel- ur hann mig) og páfa hennar, Karpov.“ Baturinsky bendir á þá þver- sögn að á sama tíma og bókin sé gefin út á Vesturlöndum með þessum vafasömu staðhæfingum öllum „ræði heimsmeistarinn við sovéska fjölmiðlamenn og kveði þar við allt annan tón.“ Til að mynda reyni Kasparov í bók sinni að gera lítið úr Karpov og segi hann skorta „sköpunar- hæfni“ en í viðtölum við pressuna á heimaslóðum hafi hann hrósað Karpov í hástert fyrir margar „mjög fallegar skákir“ og fyrir að hafa aukið veg og virðingu skákl- istarinnar. Inní þetta karp blandast vita- skuld pólitík því Baturinsky og Karpov eru gamlir brésnefistar en Kasparov hefur ítrekað borið lof á glasnost og perestrojku Gor- batsjovs. Hingaðtil hefur heimsmeistarinn sloppið við of- anígjafir í sovéskum fjölmiðlum en þó fór ekki á milli mála að þorri þeirra var á bandi Karpovs í einvíginu í Sevillu sem lauk fyrir rúmum mánuði. Baturinsky lauk máli sínu með því að benda Kasparov á að árásir hans á Karpov og sovésk skákyf- irvöld væru ekki í anda nýsköpu- nar Gorbatsjovs. „Það má deila og rökræða um allt mögulegt, þar á meðal skákstíl manna, en menn eiga að forðast móðganir og sví- virðingar." Reuter/-ks. (sraelskir kylfusveinar draga ungan Palestínumann með sér til „yfirheyrslna." Woody Allen blöskrar fantaskapur ísraelskra stjórnvalda á herteknu svæðunum. En les ég dagblöðin rétt? Var komið í veg fyrir að matur og lyf bærust til flóttamannabúða í því augnamiði að auka „vanlíðan" íbúanna? Voru blýkúlur notaðar gegn fólki þangað til Bandaríkja- stjórn hreyfði andmælum og þá fyrst farið að reyna gúmmíkúlur? Ér þessi fúlmennska og jafnvel pyntingar ástunduð að frum-' kvæði stjórnvalda?“ Allen klykkir út með því að skora á aðra bandaríska stuðn- ingsmenn Ísraelsríkis að láta í sér heyra og taka þátt í að reyna að binda enda á gerræði ráðamanna í Jerúsalem." Reuter/-ks. Forsetakosningar í Finnlandi Koivisto ömggur Kosningaumræðan snýst um tvennt: Hreppir forsetinn 50 afhundraði atkvæða í fyrstu lotu? Og: Hver skyldi lenda í öðru sœti? Asunnudag og mánudag i næstu viku munu Finnar kjósa sér forseta. Þetta er fyrsta sinni að Finnlandsforseti er kjör- inn beint og bendir allt til þess að Mauno Koivisto forseti verði endurkjörinn með elegans. Skoð- anakannanir hafa ítrekað gert því skóna að hinn 64 ára gamli Koi- visto geti gert sér vonir um að hreppa um fimmtíu af hundraði atkvæða, rúmlega helmingi meira en „skæðasti“ keppinautur hans um tignina, Harri Holkeri forsætisráðherra. Áður fyrr var sá háttur hafður á að finnskir kjósendur kusu kjör- menn er síðan völdu forseta. Forsetakjörið var með öðrum orðum óbeint. Þótt reglunum hafi nú verið breitt hefur kjör- ráðinu ekki verið vikið til hliðar fyrir fullt og fast. Frambjóðandi er því aðeins réttkjörinn til for- setaembættis að hann hljóti rúm- an helming atkvæða. Að öðrum kosti kemur til kasta kjörmann- anna og munu þeir þá kjósa for- seta þann 15.febrúar næstkom- andi. Finnskir kjósendur verða því bæði að velja sér forseta og kjörmenn um helgina. Að mati fréttaritara Reuters í Finnlandi er Koivisto maður ráð- vandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar auk þess að vera „ómarxískur“. Hann var lengst af mikilsháttar maður og mörgum velviljaður í Jafnaðarmannaflok- knum en sagði sig úr flokknum er hann var kjörinn forseti Finn- lands árið 1982. Koivisto sagði fyrir skömmu að klaufaskapur starfsmanna finnsku póstþjónustunnar hefði hugsanlega komið í veg fyrir að hann yrði kjörinn beinni kosn- ingu um helgina. Þannig er mál með vexti að þeir gleymdu að senda póstatkvæðaseðla til þeirra 34 þúsund Finna sem búsettir eru í Svíþjóð. í kosningunum árið 1982 hreppti Koivisto 64 af hundraði atkvæða þaðan. En póstfíaskóið kvað vera nán- ast hið eina sem valdið hefur fjaðrafoki fyrir þessar kosningar enda kjósendur í megnustu vand- ræðum með að átta sig á því um hvað frambjóðendur eru ósam- mála, einkum í utanríkismálum en í þeim málaflokki einum hefur forseti umtalsverð völd. Þeir eru allir fimm hlynntir hlutleysi Finn- lands og góðu samstarfi við grannann í austri. Forsetinn ber ægishjálm yfir aðra frambjóðendur og þeir virð- ast fyrir löngu hafa sætt sig við þá staðreynd að keppnin standi að- eins um annað sætið. Sá sem fær það í sinn hlut mun án efa gera sér miklar vonir um að ná kjöri í for- setakosningum árið 1994. Einsog sakir standa virðist hinn íhaldssami forsætisráð- herra, Holkeri, standa næstur forsetanum að vinsældum. Hann kvað hafa þrásinnis fullyrt að flokkur hans sé ekki flokkur kap- ítalista heldur þeirra sem þéna. Hvort þessar yfirlýsingar hafa orðið honum til framdráttar í kosningabaráttunni er óvíst en hitt er á allra vitorði að 18 af hundraði spurðra hafa veðjað á hann í skoðanakönnunum. í þriðja sæti er Paavo Vaeyrynen, fyrrum utanríkisráðherra og for- maður Miðflokksins, með 15 af hundraði. Jafnir í fjórða og fimmta sæti eru sósíalistinn Kale- vi Kivisto og kommúnistinn Jo- uko Kajangja með um 7,5 af hundraði finnskra atkvæða. Reuter/-ks. Föstudagur 29. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.