Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 4
LEFÐARI Öfugsnúin jafnaðarmennska Breytingar, sem geröar hafa verið á inn- heimtu skatta, eru nú að verða mönnum Ijósar. Matarskatturinn illræmdi og staðgreiðsla skatta eru komnar til framkvæmda og eru þær efna- hagsaðgerðir sem almenningur finnur mest fyrir. Um áratuga skeið hefur verið meirihlutavilji fyrir því að taka upp staðgreiðslu skatta. En það skiptir máli á hvern hátt hlutirnir eru fram- kvæmdir og það gildir um staðgreiðslukerfið ekki síður en aðra skattheimtu. Um leið og tekin var upp staðgreiðsla skatta, var einnig ákveðið að hafa aðeins eitt skattþrep. Þeir, sem hafa tekjur undir 42 þúsund krónum á mánuði, greiða enga skatta. Þeir sem meir bera úr býtum greiða 35,2% til hins opinbera af því sem er umfram 42 þúsund. Myndin er skýr, línurnar skarpar og drættirnir fáir; sama skatt- hlutfall gildir fyrir alla skattgreiðendur. Ekki er lengur gerð tilraun til að nota skattinn til tekju- jöfnunar umfram það sem felst í skattleysis- mörkunum. Þetta kemur að sjálfsögðu þeim tekjuhæstu best. í fjölmiðlum hefur verið rætt við fjölda manns um matarskattinn. Flestir Ijúka upp einum munni um að lífsnauðsynjar hafi stórhækkað í verði. Álit almennings var staðfest í verðlags- könnun sem Hagstofa íslands lét fara fram 6.-8. janúar. Fram kom að útgjöld vísitölufjölskyld- unnar hafa aukist um 3,7% frá því í desember ;en það samsvarar 55% verðbólgu á ári. Hækk- un á matvöru er þó mun meiri. Hagstofan athugaði verð á matvælum þann 8. janúar, daginn eftir að ríkisstjórnin lagði á matarskattinn illræmda. í Ijós kom að matvara varað jafnaði 11 % dýrari en í desember. Hækk- unin var mjög mismunandi eftir vöruflokkum. Þannig höfðu kartöflur hækkað um 22% og annað grænmeti og ávextir að meðaltali um 16%. Mjöl og brauð voru að meðaltali 13% dýrari en í desember en kjöt og kjötvörur 14%. Fiskur, algengasti hversdagsmatur íslendinga, hafði að meðaltali hækkað um 18%. Um það þarf ekki að fjölyrða að þeir, sem lágar tekjur hafa, verja stærri hluta launa sinna í matvæli en hinir sem hafa meira af peningum. Bankastjóri með 300 þúsund á mánuði etur ekki tíu sinnum meira en láglaunamaður með 30 þúsund á mánuði. Matarskatturinn leggst því með miklu meiri þunga á láglaunafólkið heldur en þá tekjuhærri. Hér gildir hið sama og um eyri ekkjunnar, „þeir lögðu allir af nægtum sínum en hún lagði af skorti sínurn". Það er síður en svo í anda jafnaðar og sam- hjálpar að þyngja álögur á tekjulágu fólki en létta skattbyrðina á þeim sem meira hafa milli handanna. Það er gamalt jafnréttislögmál að hver inni af hendi eftir getu þegar kemur að því að greiða í sameiginlega sjóði. Meðan getan er misjöfn ætti því að gera misháar kröfur til manna. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra, formaður Alþýðuflokksins, - sem á hátíða- stundum vill vera talinn jafnaðarflokkur - telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar vera nauðsynlegar til að treysta velferðarkerfið á íslandi. Þeir, sem gagnrýna aðferðir ríkisstjórnarinnar við álagn- ingu og innheimtu skatta, séu á móti því að ríkið afli fjár sem notað sé til að jafna kjör þegnanna. Hér er um háskalega mikla einföldun að ræða. Er það í rauninni svo að allir þeir, sem lýst hafa yfir óánægju sinni með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, séu á móti íslensku velferð- arkerfi? Og þeir, sem vilja efla velferð hér á landi, verða þeir allir að fylkja sér að baki ríkis- stjórnarinnar og syngja henni af öllum mætti lof og prís? Röksemdafærsla ráðherrans um skort á stuðningi við aukna velferð bendir til að krötum þyki býsna langt vikið frá boðaðri sósíaldemó- kratískri stefnu. Þess vegna vilji þeir koma því inn hjá fólki að hér ríki nokkurs konar heimsslita ástand. Verði ekki farið að þeirra ráðum, verði íslenska ríkið gjaldþrota og þá verði að loka sjúkrahúsum, skólum og elliheimilum. Oddvitar Alþýðuflokksins verða að átta sig á því að þyngsta gagnrýnin á gerðir ríkisstjórnar- innar stafar ekki af því að ríkið aflar sér tekna, heldur af því að byrðunum er ekki dreift sem skyldi. ÓP KLIPPT OG SKORID því að jaxlarnir hefðu verið í mjög góðu ásigkomulagi en þetta væri vani hjá honum að taka alla endajaxla sem hann rækist á. Mér líður eins og manninum sem dó til að hinir gætu lifað. Fórnfýsi Ég þekki ung hjón sem fórn- uðu sér fyrir tannlæknavísindin á Akureyri, föstudagur 22. janúar 1988 Hallfreður í Degi Stundum er ekki hægt að stilla sig um að stela frá koiiegunum í heiiu lagi með haus og sporði, - hér kemur frásögn um tann- læknastofuvitjan eftir Hallfreð Örgumleiðason úr nýlegum Degi: Góðan dag, háttvirtu lesendur. Betri er einn fugl í hendi en þrír í Kjarnaskógi og oft kemur hnífur úr heiðskíru lofti þannig að betra er að barna brunninn áður en byrgið er dottið ofan í hann. í dag ætlaði ég nefnilega að halda upp á eins árs pistlaafmæli mitt með veglegum hætti. Undanfarna mánuði hef ég lagt dálítið fé til hliðar til að geta nú a.m.k. farið út að borða og jafnvel tekið kon- una með, þótt hún megi trauðla við því, blessaður belgurinn. Þetta átti að verða besti dagur lífs míns, taumlaus munaður og sæl- lífi. En því miður, vonlaust er að sötra sagóveiling fyrr en í skeiðina er kominn. Saga mín er sárari en tárum taki, en hún er ekkert einsdæmi. Arleg hundahreinsun er nokk- uð sem flestir hundaeigendur kannast við og árlega tannhreins- un kannast eflaust flestir eigend- ur tanna við. Þessi árlega tannh- reinsun vill að vísu dragast um fáein ár því blessað mannfólkið forðast tannlækna eins og pe- stina. Þessi ótti er auðvitað með öllu ástæðulaus, tannlæknar eru menn rétt eins og við og það sem þeir aðhafast er mannlegt, unda- ntekningalaust. „Endajaxlar“ Ég er mjög reglusamur hvað tannlæknaheimsóknir varðar og brá mér því í árlega tannhirðu á dögunum. Ég læt tannlækninn að mestu um það verk enda er hann mun færari á því sviði en ég. Hann skrapar nikótínhúðina af tönnunum og plokkar svínakjöt- ið sem festist á milli þeirra um jól og páska. Hví skyldi ég puða við þetta sjálfur, tannlæknirinn gerir þetta mun betur. Ég vissi að af nógu væri að taka því nokkur ár eru liðin frá síðustu tannhirðu. Ætli það hafi ekki verið í Reykja- vík, vorið 1983. Eg skondraði á fund tannlækn- is á Akureyri sem tók mér opnum örmum og tjóðraði mig við stól- inn. Hann bað mig að glenna upp kjaftinn og skipti litum þegar hann sá innihaldið. „Endajaxl- ar,“ muldraði hann áfergjulega. Á augabragði var hann kominn með gríðarlega töng upp í trant- inn á mér og fór að jagast á sterk- legum jöxlunum. Hann svitnaði, augun virtust ætla út úr höfðinu á honum og hann urraði af ár- eynslu. Ég gólaði og hrein meðan töngin reyndi að slíta jaxlinn upp með rótum. „Viltu kannski að ég deyfi þig?“ hváði hann vingjarn- lega eftir að hafa bisað við jaxlinn í tíu mínútur. Að sjálfsögðu tók ég þessu kostaboði. Þá tók hann bor eða litla sög og klauf jaxlinn í tvennt, alveg niður í bein. Blóðið spýttist framan í hann og nú reyndi hann að rífa klofinn jaxlinn úr mér. Á meðan gekk hann frá ýmsum formsatriðum: „Nafnnúmer?" „Áeíöeiöei- áá,“ svaraði ég að bragði. „Ha?“ Ég reyndi hvað ég gat að segja hinum nafnnúmer mitt, heimilis- fang, stöðu og hver innistæðan á bankabókinni væri. Hann hélt áfram að jagast á jaxlinum og spurði í þaula, en varð óþolin- móður þegar hann fékk ekki skýr svör. Loks tókst honum að kippa jaxlinum út og slatta af kjálka- beininu með, því ræturnar höfðu verið kræktar við beinið. Á með- an blóðið korraði í koki mér tókst mér að svara honum. Hann virtist ánægður og hófst nú handa við næsta jaxl, sem var ekki síður sterklegur. Hann hélt uppi hrókasamræðum meðan hann braut jaxlinn í mél og plokkaði hann úr gómnum. Greinilega fi'nn náungi. Fjórar tennur Eftir að tannlæknirinn hafði hreinsað alla óæskilega jaxla út úr munninum á mér rétti hann kurteislega út höndina og fór fram á upphæð sem jafngilti 7 mánaða sparnaði hjá okkur hjón- unum. Hann fékk peningana taf- arlaust, enda teljum við taxta tannlækna mjög sanngjarna. A.m.k. hefur aðeins einn maður kvartað yfir gjaldskránni svo ég viti til. Úr þessar heimsókn fór ég 4 tönnum fátækari og aðeins fleiri krónum. Það var allt í lagi, ég hef hvort eð er ekkert getað borðað undanfarna daga, aðeins smjatt- að á blóðinu sem stanslaust hefur streymt úr holunum. Mér líður samt vel, finnst að ég hafi gert góðverk. Tannlæknirinn játaði enn áhrifaríkari hátt en ég. Þau höfðu safnað hundruðum þús- unda til kaupa á íbúð. Rétt áður en átti að ganga frá samningnum skruppu þau til tannlæknis. Hann vildi setja krónur og brýr í tennur konunnar og skreyta síðan allt saman með gulli. Hann sendi manninn í tannréttingu. Hann vildi láta hann líta út eins og Jam- es Coburn og því skyldi raða tönnum hans upp á nýtt. Þessar langanir tannlæknisins gerðu það að verkum að hjónin gátu ekki keypt sér íbúð og geta það senni- lega aldrei. Tannlæknirinn gat hins vegar klárað sumarbústað- inn, keypt sér nýjan bíl og skroppið til Thailands. Dæmið sýnir bara hve sterk fórnfýsin er í okkur íslendingum eða er kannski eitthvað annað hér á ferðinni? Kannski eru ekki allir sáttir við þetta, en ég held að klókindin ráði hér einhverju, eða eins og Danir segja: De mere kloge narrer de mindre kloge. Takk fyrir og góðar stundir. þlÓÐ VILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttarProppó. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísatjet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir. Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíösdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljóamyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Utlitstelknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglyoingostjóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelöslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbrelðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Roykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja ÞjóðvHjans hf. Prentun: Blaðaprent hf. ■Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 29. janúar 198f'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.