Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Um helgina Borðtennis Stöð 2 með beina lysingu Á morgun kl. 15 mun Stöð 2 verða með beina útsendingu frá leik Manchester United og Chels- ea í ensku deildarbikarkeppn- inni. Heimir Karlsson mun lýsa leiknum og hafa sér til aðstoðar tvo dygga stuðningsmenn þessara liða. Stöð 2 ætlar að halda áfram að sýna beint frá ensku knattspyrn- unni og einnig skjóta inní völdum köflum úr öðrum leikjum deildarinnar. Á þriðjudaginn kl 18.30 verður t.d. sýnt frá jeik Li- verpool og Aston Villa. Útsend- ingarnar verða í læstri dagskrá. -ih Skíði Þn'r til Calgary Framkvæmdanefnd ólympíu- nefndar íslands ákvað í gær að senda þrjá keppendur á vetrar- ólympíuleikana í Calgary sem hefjast 13. feb’rúar. Þeir eru: Einar Olafsson, sem keppir í 15 km, 30 km og 50 km göngu. Guðrún Kristjánsdóttir, sem keppir í svigi og stórsvigi. Danícl Hilmarsson, sem keppir í svigi, stórsvigi og tvíkeppni (svig og brun). Þjálfarar eru Helmuth Maier frá Austurríki og Mats Wester- lund frá Svíþjóð. Fararstjóri verður Hreggviður Jónsson, for- maður Skíðasambands íslands en hann er einnig fulltrúi ólympíu- nefndarinnar. -ste > Skúli Gunnsteinsson í kröppum dansi. Handknattleikur Darraðardans í Digranesi Mikilspenna ímistakaleikþegar Blikarnir unnu Stjörnuna Mikið var Breiðabliks um mistök í leik Stjörnunnar í og Knattspyrna Sigi Held velur landsliðið Fyrsti leikurinn íforkeppni ólympíuleikanna verður gegn Hollandi 27. apríl íþróttahúsinu Digranesi í gær- kveldi. Varnir voru hriplekar og einnig voru sóknarmistök á báða bóga. Stjörnumenn byrjuðu betur og komust fljótt í 4-1. Á þessum tíma varði Sigmar Þröstur allt sem á markið kom. Blikarnir náðu að minnka muninn og jöfnuðu leikinn 5-5. Leikurinn var í járnum og jafnt á öllum tölum þar til staðan var 9-9, þá náðu Blikarnir ágætum kafla, komust þremur mörkum yfir, 14- 11. Stjörnumenn skoruðu síðan síðasta markið fyrir leikhlé og var staðan þá 14-12. Ekki entist þetta forskot Blik- Landsliðsþjálfarinn í knatt- spyrnu, Sigfried Held, hefur val- ið 27 leikmenn í landsliðhópinn sem mun leika gegn Hollending- um 27. aprfl og Austur- Þjóðverjum 30. apríl. Markverðir: Friðrik Friðriksson.....B1909 Páll Ólafsson..............K.R. Guðmundur Hreiðarss. Víkingi BirkirKristinsson..........Fram Leiðrétling Þau mistök urðu í blaðinu í gær er sagt var frá leik Þróttar og Fylkis í Seljaskóla að sagt var að Þróttur hefði unnið. Það er ekki rétt. Fylkismenn sigruðu í þess- um leik með glæsibrag, 25-16. Biðjumst við velvirðingar á þess- um mistökum. Aðrir leikmenn: ÁgústMár Jónsson........K.R. Guðni Bergsson.. 1860Múnchen Guðmundur Steinsson.....Fram Guðm. Torfason......Winterslag Halldór Áskelsson.......Þór Heimir Guðmundsson......í. A. Hlynur Birgisson..........Þór Ingvar Guðmundsson ...... Val Jón Grétar J ónsson.......Val Kristinn Jónsson.........Fram Kristján Jónsson.........Fram Loftur Ólafsson..........K.R. Ormarr Örlygsson.........Fram Ólaf ur Þórðarson.......f. A. Pétur Arnþórsson.........Fram Rúnar Kristinsson..........K. R. SiguróliKristjánsson......Þór Sveinbj. Hákonars...Stjarnan ValurR. Valsson...........Val ViðarÞorkelsson..........Fram Þorsteinn Guðjónsson....K.R. Þorsteinn Þorsteinsson..Fram Þorvaldur Örlygsson.....K. A. Njáll Eiðsson Einherja var einnig valinn en gaf ekki kost á sér. íþróttahúsið Digranesi 28. janúar Breiðablik-Stjarnan 28-26 (14-12) Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson 6 (3v), Aðaisteinn Jóns- son 5, Björn Jónsson 5, Hans Guðmundsson 3, Kristján Hall- dórsson 3, Þórir Davíðsson 3, Svavar Magnúbson 1, Magnús Magnússon 1. Varið: Guðmundur Hrafnkels- son 8 skot (1 v) Útaf: Aðalsteinn Jónsson 2 mín. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birk- isson 6, Einar Einarsson 5, Skúli Gunnsteinsson 5, Sigurjón Ein- arsson 5 (2v), Sigurjón Guð- mundsson 3, Halldór Bragason 2. Varið: Sigmar Þröstur 11 skot <1v) Útaf: Gylfi Birkisson 2 min, Sig- urjón Einarsson 2 mín, Skúli Gunnsteinssön 2 mín. Dómararnir: Sigurður Bald- ursson og Björn Jóhannsson voru frekar mistækir. Maður leiksins: Jón Þórir Jónsson Breiðablik. -gói/ste anna lengi og þegar fimm mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 16-16. Leikurinn var mjög jafn og var munurinn aldrei meiri en eitt mark. Þegar þrjár mínútur voru eftir jafnaði Gylfi Birkisson leikinn 25-25. Á síð- ustu mínútunum nýttu Kópa- vogsbúarnir færin sín betur og unnu 28-26. Stjörnuliðið spilaði sæmilega á köflum og var nokkuð jafnt. Ein- ar Einarsson, Gylfi Birkisson og Skúli Gunnsteinsson voru þeirra bestu menn og einnig átti Sigmar Þröstur góða kafla. í liði Breiðabliks bar mest á Aðalsteini Jónssyni í fyrri hálf- leik en bróðir hans Björn fór síð- an á kostum í þeim síðari og skoraði þá 5 mörk. Einnig var Jón Þórir mjög sterkur og skoraði mörg mikilvæg mörk. Annars var liðið nokkuð jafnt. A sunnudag verður haldið í að- alsal Laugardalshallar Víkings- mótið í borðtennis. Keppt verður í öllum flokkum og hefst keppni kl. 13.00. Þetta mót hefur alltaf verið með stærstu mótum og má því reikna með harðri keppni í öllum flokkum. Badminton Á sunnudag verður í TBR hús- inu við Gnoðarvog Fyrirtækja- mót Badmintonsambandsins. Hefst það kl. 13.30 og eru rúm 50 fyrirtæki skráð til leiks. Fyrir- komulag mótsins er þannig að að- eins er keppt í tvíliðaleik. Hvert fyrirtæki sendir einn mann og má hann fá til liðs við sig einhvern úr röðum BSÍ. Karfa A föstudag verða tveir leikir í fyrstu deild karla. í íþróttahúsi Sandgerðis leikur Reynir gegn Létti og hefst leikurinn kl. 20.00. í íþróttahúsi Akraness eigast við ÍA og UMFS og hefst leikurinn kl. 20.00. Á laugardag leika í úrvals- deildinni Haukar og ÍBK. Leikurinn hefst kl. 14.00 í íþróttahúsinu Strandgötu. í íþróttahúsi Hagaskóla leika sam- an í 1. deild ÍS og UÍA og hefst leikur þeirra kl. 14.00. I sama húsi leika síðan kl. 15.30 KR og HSK í lávarðadeildinni. f Njarð- vík kl. 14.00 leika UMFN og ÍR í lávarðadeildinni og að þeim leik loknum, kl. 15.30, UMFNb og Valur í 1. flokki Á. Á sunnudag eru 3 leikir í úr- valsdeildinni og hefjast allir kl. 20.00. í íþróttahúsinu Grindavík UMFG-ÚBK, íþróttahúsinu að Hlíðarenda Valur-Þór og í Njarð- vík UMFN-KR. Á Selfossi leika í 1. deild karla HSK og UÍA, hefst sá leikur kl. 14.00. í Keflavík kl. 14.00 leika í 1. deild kvenna ÍBK og Haukar og í Seljaskóla ÍR og KR, hefst sá leikur kl. 20.00. Handknattleikur Föstudagur: Digranes kl. 20.00 í 2. deild karla HK og Haukar. í Hafnarfirði kl.20.00 í 1. deild kvenna Haukar-FH. í Höllinni kl.19.00 1. deild kvenna Þróttur- Valur og kl.20.15 KR-Stjarnan. í 2. deild kvenna leika á Seltjarn- arnesi kl. 20.00 Grótta og Þór Akureyri. f 2. deild karla leika Fylkir og Selfoss í Seljaskóla kl.20.00 og Grótta og UMFN á Seltjarnarnesi kl. 20.00. í 3. deild leika UFHÖ og fS í Hveragerði kl. 20.00. Laugardagur: í 1. deild leika á Akureyri kl. 14.00 Þór og Valur og í Höllinni kl. 14.00 Fram-KA og Víkingur-KR kl.15.15. í 1. deild kvenna leika í Höllinni kl. 16.30 Fram og Víkingur. í Vestmannaeyjum kl. 13.30 leika ÍBV-Þór Akureyri í 2. deild kvenna og kl. 14.45 ÍBV-Ármann í 2. deild karla. Sunnudagur: í Hafnarfirði leika kl.14.00 FH-ÍR í 1. deild karla og kl.15.15 ÍH-Ögri í 3. deild karla. Að Varmá leika kl. 14.00 UMFA-Reynir í 2. deild karla og kl. 15.15 UMFA-ÍBK í2. deild kvenna. Lyftingar Afmælismót Lyftingasambandsins í tilefni af 15 ára afmæli Lyft- ingasambandsins, sem var stofn- að 27. janúar 1973, verður haldið afmælismót laugardaginn 30. jan- úar í Seljaskóla og hefst það klukkan 15.00. Þar munu helstu lyftingamenn landsins reyna með sér og hefur Haraldur Ólafsson frá Akureyri lofað að setja nýtt íslandsmet, enda í toppformi þessa dagana. Einnig má búast við afrekum frá Þorvaldi Rögnvaldi sem líklegur er til að setja einhver met og ný- liðarnir ætla að láta ljós sitt skína. Að loknu mótinu stendur stjórn Lyftingasambandsins fyrir afmælishófi og er stefnt á að það hefjist klukkan 18.00 í húsakynn- um Í.S.Í. í Laugardal. Þar mun meðal annars fara fram verð- launaafhending afmælismótsins og heiðraður verður stigahæsti ís- lendingurinn í ólympískum lyft- ingum. Allir velunnarar sambandsins eru boðnir hjartanlega velkomn- *r- -ste Föstudagur 29. janúar 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.