Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 4
LEIÐARI Löglegur þjófnaður í Þjóðviljanum í gær var vakin athygli á því að þrátt fyrir allar glansauglýsingarnar um hverja fjárávöxtunina annarri herlegri er um þriðjungur af heildarinnlánum í bankakerfinu á vaxta- kjörum fyrir neðan verðbólgu. Samkvæmt upp- lýsingum sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur aflað sér, - en ekki hefur verið haldið á lofti af bankastjórum eða stjórnarherrum er um þriðjungur heildarinnlána í bankakerfinu, 22,8 miljarðar króna, á neikvæðum vöxtum, og hefur þessi innistæða rýrnað á síðasta ári um hér- umbil þrjá miljarða vegna þess að vextir héldu ekki í við verðbólguna. Ólafur kallar þetta lög- legan þjófnað bankanna frá handhöfum þeirra reikninga sem um ræðir, og þetta er ekkert klink, - rúmlega hálfur matarskatturinn, til dæm- is. Á sama tíma eru útlánsvextirnir svo háir að skuldarar eru að sligast undan þeim, bæði ein- staklingar, til dæmis í húsakaupum, og fyrir- tæki, - að ekki sé minnst á þjónustugjöldin öll og hina ægilegu dráttarvexti. Þeir reikningar sem rýrna á þennan fína lög- lega máta eru annarsvegar almennar spari- sjóðsbækur og hinsvegar hlaupareikningar og venjulegir ávísanareikningar. Hverjir skyldu eiga þessa reikninga í staðinn fyrir að leggja fé sitt inná hin margauglýstu gullöryggisávöxtun- arkaskóhólf? Það eru í fyrsta lagi hinir hrekk- lausu, til dæmis margt aldrað fólk, og í öðru lagi hinir peningalausu, - þeir sömu og helst þurfa að fá fé hjá bönkunum. Allt bendir því til þess að þeir sem bankar og stjórnvöld féfletta löglega með vöxtum neðan verðbólgu séu að meginhluta til þeir sömu og bera byrðarnar af löglegum okurvöxtum útlán- anna. Þannig verða hinir ríku ríkari og hinir fátæku fátækari. Nú um áramótin hófst talsvert hnútukast um vaxtamál og virðist hvatinn að nýjustu efa- semdum um rétta vaxtastefnu helst hafa legið í hagsmunum fyrirtækja sem búa við gífurlegan fjármagnskostnað. Sem er út af fyrir sig eðlilegt því að þessi útgjöld eru víða að verða að hreinum drápsklyfjum og standa sérstaklega fyrir þrifum þeim rekstri sem nýlega er hafinn og byggist á hugviti, atorku og skipulagssnilli frem- ur en grónum ættarauði eða pólitískum sam- böndum. Minna hefur hinsvegar verið hugað að hags- munum skuldaranna, og opinberir hagspeking- ar hafa ekki haldið á lofti þriggja miljarða króna bankaráninu úr sparisjóðsbókunum og tékk- heftunum. Frjálshyggjuhagfræðingar hafa þvertekið fyrir allar breytingar á vaxtastefnunni. í skóla- bókunum var þeim sagt að vextirnir löguðu sig að markaðnum og allt yrði í lagi fengju markaðs- lögmálin að ráða. Breytingar af hálfu stjórnvalda koma því ekki til greina, segir yfirhagfræðingurinn sem Alþýðuflokkurinn valdi til að verða viðskiptaráðherra. Markaðurinn býr ekkert endilega í næsta húsi við sjálft helvíti. Hann getur verið góður þjónn, - en hann er afleitur húsbóndi. í þessu Ijósi eru athyglisverðar þær leiðir sem formaður Alþýðubandalagsins bendir á í viðtali við Þjóðviljann í gær. Hann vill byrja á að ákveða lágmarksvexti. Ávísana- og hlaupareikningar haldi verðtryggingu og á almennum sparisjóðs- bókum verði vextir sem tryggi raunverulega ávöxtun. Hinsvegar sé ákveðinn vaxtamunur, um 3-4% í stað þeirra 6-8% sem nú eru við lýði hérlendis. Á þennan hátt væri komið í veg fyrir hinn „löglega þjófnað" og jafnframt byrjað að reisa varnargarð gegn útlánaokrinu. Ólafur bendir líka á að með þessum hætti væri hægt að beita tiltölulega einföldum mark- aðslögmálum til að stokka upp og einfalda bankakerfið. Miljarðarnir sem fjármagnsfyrir- tækin fá með tangarsókn sinni að þeim við- skiptavinum sem helst eiga undir högg að sækja hefur nefnilega ekki síst farið í að þenja út sjálft fjármagnskerfið, halda við óeðlilega mörg- um og íburðarmiklum fyrirtækjum til að versla með peninga, meðan frjórri atvinnuvegir þurfa að fara með löndum vegna stöðugs peninga- hallæris. Sem meðal annars er notað sem skálkaskjól í þeim viðræðum um kjaramál sem nú standa sem hæst. -m Mynd Einar Ól. LJOSOPIÐ GUÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppó. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristínólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8Ínga8tjórl:SigríðurHannaSigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Útbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNlLaugardagur 30. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.