Þjóðviljinn - 30.01.1988, Síða 5
Um þessa helgi ætti að ráðast
hvort Verkamannasambandínu
tekst að ná skammtímasamningi
við vinnuveitendur. Með því að
leggja áherslu á stuttan samnings-
tíma hefur Verkamannasamb-
andið markað þá stefnu að Vestf-
jarðaleiðin, með litlum grunn-
kaupshækkunum en áherslu á
svokölluð hlutaskipti, henti ekki
sem fyrirmynd að almennum
samningum.
Launamenn, sem ekki hafa
fengið kauphækkun síðan 1.
október, eru orðnir býsna lang-
eygir eftir leiðréttingu sinna
mála. Verðbólgan æðir áfram
hömlulaust en kaupið stendur í
stað. í september síðastliðnum
var vísitala framfærslukostnaðar
210,4 stig en nú í janúar er hún
komin upp í 233,4 stig. Hækkun-
in er um 11%. Miðað við út-
reiknaðan framfærslukostnað
vísitölufjölskyldunnar þyrftu
laun því að hækka nú um 11% til
að verða sambærileg launum
þann 1. október síðastliðinn.
Skammtímasamningar
Hvers vegna leggur Verka-
mannasambandið svona mikla
áherslu á skamman samnings-
tíma og hvað má samningstíminn
vera langur til að unnt sé að tala
um skammtímasamninga?
Krafa þeirra, sem vilja hafa
hvað stystan samningstíma, er að
nú verði ekki samið nema til 1.
apríl. Aðrir tala um maíbyrjun.
Lengri samningstími leiddi af sér
nýja samningalotu í miðjum
Nú verður ekki beðið lengur
sumarönnum og margir telja að
hún mundi dragast fram á haust.
Samkvæmt þessu er með
skammtímasamningi átt við
tveggja til þriggja mánaða samn-
ingstíma og er þá miðað við að
samningar takist mjög fljótt.
Því hefur verið haldið fram að
óskin um skammtímasamninga
sé tilkomin vegna þess að oddvit-
ar launamanna viti ekki hvernig
eigi að spila úr þeirri stöðu sem
nú er komin upp. Þeir, sem deila
harðast á þá fyrir dugleysi, benda
á að í heilt ár hafi verið vitað að
samningar yrðu lausir í byrjun
þessa árs og að frá því í haust hafi
ríkisstjórnin lýst því yfir að 25%
matarskattur yrði lagður á nú í
janúar. „Þess vegna,“ bæta þess-
ar gagnrýnisraddir við, „á strax
að setja fram kröfur um „eðli-
legar“ hækkanir og „eðlilegan"
samningstíma.“
Aðrir telja að það væri mjög
óklókt að binda launasamninga í
langan tíma. Ríkisstjórnin hafi
ekki gefið upplýsingar um áform
sín, t.d. í gengismálum. Hún sé
auðsjáanlega að bíða þess að lín-
urnar skýrist hvað kjarasamninga
snertir. Það hafi svo sem áður
gerst að ávinningur kjarasamn-
inga hafi verið tekinn burt á einni
nóttu með gengisfellingu. En
ríkisstjórnin geti ekki beðið með
aðgerðir sínar nema takmarkað-
an tíma, á næstu vikum verði hún
að sýna á spilin. Því séu samning-
ar til skamms tíma nokkurs konar
pólitísk snara um háls ríkisstjórn-
arinnar; hún hafi ekki jafn frítt
spil og ella væri.
Vestfjarðaleiðin
Um nýgerða kjarasamninga
Alþýðusambands Vestfjarða hef-
ur verið sagt að þeir væru
„byggðastefnusamningar". Öllu
nær væri að kalla þá frystihúsa|-
amninga því að þeir eru að nær
öllu leyti miðaðir við vinnu í
frystihúsum. Þótt vinna við fryst-
ingu sé hlutfallslega mikil á lands-
byggðinni, þá vinnur fólk þar
einnig við ýmis önnur störf.
Grunnkaupshækkanir í Vest-
fjarðasamningunum eru sár-
grætilega smáar. Kaup hækkar
nú um 1.500 krónur á mánuði.
Þann 1. apríl á það að hækka um
3% og þann 1. ágúst um 2,5%.
Samkvæmt þessu verður lág-
marks taxtakaup nú 31.475 krón-
ur á mánuði og verður næsta
haust komið upp í 33.230 krónur.
Meðaltal mánaðarkaups á lág-
marks kauptaxta verður þetta
árið 32.396 krónur á mánuði en
var á síðasta ári 27.951 króna.
Hækkunin milli ára er tæp 16%.
Á síðasta ári hækkaði verðlag
um meira en 22% frá upphafi til
loka ársins. Þá er miðað við
lánskjaravísitölu sem miðuð er
bæði við framfærslukostnað og
byggingarkostnað. Nú mun
flestra álit vera að verðbólgan á
yfirstandandi ári verði meiri en
var í fyrra. En reikni menn með
því að verðlagshækkanir gangi
yfir með svipuðum hraða nú og í
fyrra, þá verður meðalverðlag
1988 um 24% hærra en meðal-
verðlag 1987. Hækkun meðalm-
ánaðarlauna um 16% milli ára,
eins og gert er ráð fyrir í Vest-
fjarðasamningunum, er því í
reynd kjaraskerðing upp á a.m.k.
6% og ennþá meiri ef verðbólgan
verður hraðari í ár en í fyrra.
„Hlutaskiptin“
En þar með er sagan af
vestfirsku frystihúsasamningun-
um ekki öll sögð. Það á að taka
upp svokölluð „hlutaskipti" í
frystingunni. Leggja á af ein-
staklingsbónus og borðabónus og
koma á eins konar premíu-kerfi,
sem gilda skal jafnt fyrir alla sem
vinna í viðkomandi frystihúsi.
Það er sem sagt lögð áhersla á að
hækka verulega þann þátt í tekj-
um frystihúsafólksins, sem ekki
er til kominn vegna taxtakaups-
ins.
Þótt forsvarsmenn vestfirskra
launamanna hafi valið þessu
launakerfi nafn, sem vakið hefur
stærri vonir en efni standa til, ber
ekki að telja það lítils virði. En
það má ekíci gleymast að það er
eingöngu miðað við ákveðna
atvinnugrein, frystinguna, og
getur því alls ekki hentað sem fyr-
irmynd að almennum samning-
um verkafólks. Og nú ríður á að
fólk taki sameiginlega á í kjara-
málum.
„Hlutaskiptin“ (hópbónusinn
eða hóp-premían) eru Vestfirð-
ingum ekki með öllu ókunn.
Þessu kerfi var komið á í nokkr-
um frystihúsum þar vestra þegar
á síðasta hausti. Það var þá af
mörgum talið geta minnkað
streitu og eytt andrúmslofti hatr-
ammrar samkeppni sem oft fylgir
venjulegu bónuskerfi. Sagt er að
þetta nýja kerfi hafi aukið með-
altekjur frystihúsafólks. Sumir
telja að sú aukning geti numið allt
að 20% að meðaltali.
Fyrir starfsfólk í sumum frysti-
húsum vestra má þó vera að
veiðin sé sýnd en ekki gefin. í
rauninni er það á valdi hvers ein-
staks frystihúseiganda eða at-
vinnurekenda hvort hlutaskipta-
kerfið svokallaða er tekið upp
eða ekki. 1. gr. samnings Ál-
þýðusambands Vestfjarða og
Vinnuveitendafélags Vestfjarða
um hlutakerfið hljóðar svo:
„Tekin verði upp hlutaskipti í
frystihúsum á Vestfjörðum sam-
kvæmt meðfylgjandi lýsingu og
gögnum ef báðir aðilar, starfs-
menn og stjórnendur, eru því
samþykkir.“
Orð eru hál
Ljóst er að orðið „hlutaskipti“
er ekki vel til þess fallið að lýsa
því launakerfi sem Vestfirðingar
vilja koma á í frystihúsum sínum.
Orðið leiðir hugann að aflahlut
skiptareglum á
sjómanna og
ciskiskipum.
í fiskiðnaði hafa verið notuð
ýms kaupaukakerfi, aðallega þó
bónus eða premía. Aðalmunur
þeirra er að í premíukerfi er
greiddur kaupauki fyrir hverja
einingu sem unnið er við, en í
bónuskerfi fær verkafólk ekki
kaupauka nema það nái ákveðn-
um afköstum. í raun er hið
vestfirska kerfi nokkurs konar
hóp-premía.
Forseti Alþýðusambands
Vestfjarða var fyrir nokkrum
dögum spurður í útvarpsfréttum
hvort með orðinu „hlutaskipti“
væri verið að lýsa hóp-
bónuskerfi. Af svari hans mátti
ráða að menn hefðu vísvitandi
valið nýtt heiti til að koma í veg
fyrir ýms miður geðfelld merk-
ingartengsl sem bundin væru
sjálfu orðinu „bónus". Sú spurn-
ing hlýtur að vakna hvort ekki sé
óheppilegt að grípa stöðugt til
nýrra heita í umræðu um kjara-
mál. Eru umbúðirnar kannski
orðnar meira virði en innihaldið?
„Launaskrið" er vinsælt orð
sem ekki var til fyrir nokkrum
misserum. Þó hefur hugtakið,
sem það á að lýsa, lengi verið
þekkt, bara gengið undir öðru
nafni. Áður fyrr var talað um
yfirborganir. Launaskrið er al-
gjörlega hlutlaust orð og eins og
sicroppið úr munni sérfærðinga. I
sjálfu sér getur það hvort heldur
sem er lýst kauphækkunum eða
kauplækkunum. Nú njóta sumir
(jákvæðs?) launaskriðs en fá ekki
yfirborganir.
Orð eru hættuleg og líkast til er
best að fylgja ráðum skáldsins og
sprengja þau öll í loft upp með
dínamíti svo að menn geti farið
að tala saman í alvöru. Hvað
merkir t.d. hugtakið „skynsemi“
í tali manna um skynsamlega
kjarasamninga? Og hvað er
eiginlega átt við með tali um hóg-
væra kjarasamninga?
Ef ekki verður
samið nú
Verkamannasambandið
hvorki vill né getur farið Vestf-
jarðaleiðina. Það hlýtur að gera
kröfu um miklu hærri taxtalaun
en niðurstaðan varð á ísafirði.
Talsmenn verkamanna geta
komið fram með reisn í samn-
ingaviðræðum. Þeir vita að nú
ríkir reiði meðal launamanna;
verðhækkanir á lífsnauðsynjum
ríða yfir meðan taxtakaupið
stendur í stað.
Allt bendir og til að talsmenn
verkamanna þekki vel styrk sinn.
í því sambandi ber ekki að gera
mikið úr smáatriðum á borð við
það að samningaviðræður skuli
ávallt fara fram í palísandersölum
atvinnurekenda í Garðastræti.
Það er ár. efa ekki til marks um
annað en takmarkaða húsnæðis-
eign verkalýðshreyfingarinnar.
Nái Verkamannasambandið
ekki samningum nú má búast við
heitum febrúar. Verkalýðsfé-
lögin eiga um ýmsar baráttuað-
ferðir að velja. Tæpt hefur verið á
skæruverkföllum. Verkamanna-
félagið Dagsbrún hefur þegar
boðað að felld verði niður vakta-
og yfirvinna við Reykjavíkurhöfn
og lætur þar með skína í tennurn-
ar.
Þrátt fyrir margs konar stað-
bundna samninga, þrátt fyrir
margs konar sérákvæði og þrátt
fyrir ríkjandi tíðaranda, sem býð-
ur að hver skuli hugsa um sig og
að andskotinn megi hirða þann
sem aftastur fer - já, þrátt fyrir
allt býr íslenskt launafólk yfir
miklum samtakamætti.
Og það getur aldrei orðið víð-
tækt samkomulag um það hjá
vinnandi fólki að ekki skuli
greiða nema tæpar 30 þúsund
krónur á mánuði þeim sem lægstu
launin hafa. Meginkrafa verka-
manna hlýtur að vera sú að taxta-
launin verði stórhækkuð. qP
Laugardagur 30. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5