Þjóðviljinn - 30.01.1988, Page 6
MINNING
í dag er ég döpur og sár. Döpur
yfir missi vinkonu sem var engri
annarri lík og sár út í sjálfa mig
fyrir að hafa ekki nýtt okkar sam-
eiginlegu jarðvistarstundir betur.
En þetta lýsir auðvitað sjálfs-
vorkunn meðalmannsins og er
engan veginn samboðið virðingu
hennar Gunnu sem var allt annað
og miklu meira en meðalmannes-
kja. En hvernig manneskja var
hún þá? Fyrir mér var hún fyrst
og fremst lifandi vitnisburður um
það að andinn er yfir efnið haf-
inn. Af öllum hennar gjöfum var
þessi mér dýrmætust. Já, hún
Gunna gaf en hún lærði hins veg-
ar aldrei fyllilega að þiggja og
þeim mun sárar var það henni að
þurfa síðasta þriðjung ævi sinnar
að vera svo mjög öðrum háð um
aðstoð og umönnun.
Pað var aldrei nein lognmolla í
kringum hana Gunnu, hún var
gustmikil, hrein og bein og þekkti
ekki hégóma. Hún gat verið
orðhvöt, en enginn þurfti að efast
um heilindi hennar og einlægni.
Hún var glæsileg, stolt og kraft-
mikil og reisn hennar var hin
sama hvort heldur hún gekk upp-
rétt eða lá hreyfingarlítil á sjúkra-
sæng. Það er auðvelt að vera
glaður og gjöfuli þegar allt leikur
í lyndi. Hitt er svo erfiðar og
miklu fágætar að varðveita glað-
værð, umhyggju og samhygð með
öðrum og útgeislun krafts og lífs-
orku í gegnum áratuga þjáningar.
Þetta gerði Gunna og Guð einn
veit hvernig hún fór að því.
Ég þekkti Gunnu þrjá fjórðu
hluta ævi minnar og þykist vita að
hún var hvorki algóð né
fullkomin fremur en við hin. Að
mér sneri hins vegar aldrei annað
en það besta. Nú er hennar jarð-
vist lokið, nú hvflir hún í eilífum
friði, laus úr viðjum líkama sem
áratugum saman olli henni
ómældum þjáningum. Ég kveð
nú þessa mætu manneskju, Guð-
rúnu Jóhannesdóttur, með trega
og þakklæti.
Brandi og fjölskyldu hans
sendi ég samúðarkveðjur, hugur
minn er hjá ykkur því ég veit að
þið hafið misst mikið.
Steinunn Heiga.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir
þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
í>ar sem ég sit hér og reyni að
festa á blað nokkur kveðjuorð
Guömn Jóhannesdóttir
F. 13. maí 1914 - D. 19. janúar 1988
um kæra vinkonu, er eins og orð-
in sitji föst. Það er erfitt að þurfa
að sætta sig við þá staðreynd að
ég hitti ekki Gunnu framar.
Síðastliðið sumar, er hún lá á
Landspítalanum, sagði ég við
hana að ég væri að bíða eftir að
hún útskrifaðist, svo að ég gæti
farið að heimsækja hana til Vík-
ur.
En tíminn leið og það var ekki
fyrr en í desember sem hún fékk
að fara heim. Þar fékk hún svo að
vera allt þar til yfir lauk, og get ég
ekki annað en glaðst yfir því. Það
er að sönnu ekkert nema eigin-
girni að sitja hér með trega. Þeg-
ar jafn dugleg og atorkumikil
kona og Gunna var, missir
heilsuna og sér frammá að verða
uppá aðra komin, þá held ég að
það sé kærkomin hvfld að fá að
deyja.
Eitt er víst að þó svo að við ekki
hittumst oftar í þessu jarðneska
lífi, þá lifir í huganum minningin
um heilsteypta og góða konu, og
þakklæti fyrir að hafa átt þess
kost að þekkja hana og eiga hana
að.
Ég ætla að láta þessi vfsuorð
Davíðs Stefánssonar og
Rannveigar Guðnadóttur vera
mín hins kveðja til þessarar mætu
konu.
Hjartans kveðja í hinsta sinn
hvíld er mjúk við grafarskaut,
lokið þá er lífsbrautinni,
lœknast sérhver jarðlífsþraut.
Horfin ert þú af sjónarsviði,
sólarbjarminn þar fegurst skín,
býrð þú nú og blunda í friði,
blessuð veri minning þín. “
(Rannveig Guðnadóttir)
Kæri Brandur og þið öll, ykkur
sendi ég, Valur og Kári litli okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sólrún Jónsdóttir og fjölskylda.
Látin er Guðrún Jóhannes-
dóttir húsfreyja Vík í Mýrdal.
Með henni er fallin frá ein af okk-
ar dugmestu samferðakonum,
því þó að hún fari nú fyrir aldur
fram, liggur mikið ævistarf að
baki.
Guðrún var fædd að Skjögra-
stöðum á Völlum hinn 13. maí
1914 og var næst yngst barna
þeirra hjóna Jóhannesar G. Jón-
assonar og Jónínu Jónsdóttur,
sem bjuggu þar, uns þau fluttu til
Víkur í Mýrdal árið 1921. Þar
unnu þau hjónin á stórbýlinu
Norður-Vík, en Guðrún ólst upp
hjá Guðnýju systur sinni niður í
kauptúninu til 16 ára aldurs. Þá
réð hún sig í kaupavinnu að
Suður-Vík, sem þá var annað
tveggja stórbýla í útjaðri Víkurk-
auptúns. Starfaði hún þar næstu
tvö árin eða til ársins 1932, en það
ár giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum, Brandi J. Stef-
ánssyni frá Litla-Hvammi í Mýrd-
al og hófu þau þá búskap í Vík.
Ég tel að hjónaband þeirra hafi
verið mjög farsælt og virtist mér
þau vera mjög samhent við að
takast á við þau verkefni, sem
þau höfðu með höndum, en þau
voru oft mörg því bæði hafa verið
ósérhlífin um dagana.
Börn þeirra eru í aldursröð: Jó-
hannes Stefán kvæntur Þuríði
Halldórs og eiga þau 3 börn,
Hrönn gift Guðjóni Þorsteinssyni
og eiga þau 4 börn, Birgir í sam-
býli með Jóhönnu Þórhallsdóttur
og eiga þau 2 syni, yngstur barna
þeirra hjóna er Hörður. Allt er
þetta mikið myndar- og dugnað-
arfólk.
Brandur var einn af frum-
kvöðlum í bílaútgerð og vann
þegar á fyrstu búskaparárum
þeirra Guðrúnar við það í Vík og
áfram í Reykjavík, eftir að þau
fluttust þangað árið 1936 allt til
ársins 1942, er þau komu til Vík-
ur aftur. Biðu þeirra hjóna þá
mörg viðfangsefni þar, en í Vík
hafa þau búið síðan. Auk þess
sem Brandur hafði nú með hönd-
um vegaverkstjórn hélt hann
áfram bílaútgerð og rak sérleyfis-
bifreiðar til ársins 1955. f beinum
tengslum við það ráku þau hjónin
veitinga- og gistihús í Vík. Hefur
samheldni þeirra sem fyrr er get-
ið um ekkið hvað síst komið sér
vel á þessum tíma, en þessi þáttur
í þeirra þjónustustarfsemi hefur
að öllum líkindum mætt mest á
Guðrúnu. Auk þess að vera dug-
leg sjálf hafði hún mikla hæfileika
til þess að stjórna og leiðbeina
öðrum. Starfsstúlkum sem hjá
henni unnu, líkaði vel að vinna
undir hennar stjórn og mátu hana
mikils. Auk lipurðar, glaðværðs
viðmóts og viðleitni til að greiða
götu hvers manns, fann sá sem til
hennar kom, að hér var á ferðinni
manneskja sem var þeim hæfi-
leika gædd að útbúa sérstaklega
bragðgóðan mat og þá á ég ekki
endilega við íburðarmikinn mat.
Þetta fór því allt vel saman, og því
varð þjónusta þeirra hjóna mjög
vinsæl.
Um svipað leyti og þau seldu
þjónustustsarfsemi sína Kaupfé-
lagi Skaftfellinga árið 1955 urðu
miklir vatnavextir á Mýr-
dalssandi. Margfaldaðist þá öll
vinna við vegagerð, því kapp var
lagt á að halda þjóðveginum opn-
um, eftir því sem að nokkur kost-
ur var. Voru starfsmenn við vega-
gerð þá svo lánssamir að Guðrún
skyldi ráðast sem bústýra til
þeirra. Hef ég á tilfinningunni að
þeir lofi hana á svipaðan hátt og
starfsstúlkur þær sem unnu á hót-
eli hennar og beri slíka virðingu
fyrir henni. Var hún við þetta
starf á meðan heilsa og kraftar
entust. Síðustu æviárin barðist
hún af miklum hetjuskap við
mjög erfíðan sjúkdóm.
Guðrún andaðist að heimili
þeirra hjóna í Vík aðfaranótt
þriðjudags 19. þ.m.
Ég minnist hennar fyrst þegar
ég kom barn á hótelið hennar í
Vík. Var mér þá strax Ijóst
hversu barngóð hún var og síðar
að þeir sem minna mega sín áttu
alltaf athvarf hjá henni.
Ég vil að endingu færa Guð-
rúnu mínar bestu þakkir. Eftirlif-
andi eiginmanni, börnum,
tengdabörnum og öðrum skyld-
mennum sendi ég samúðarkveðj-
ur og bið þeim Guðs blessunar í
þungbærri sorg.
Sigurður Árnason
Það er margs að minnast eftir
hálfrar aldar vináttu. Fimmtíu ár
er langur tími í lífshlaupi sér-
hverrar manneskju, en samt
fínnst mér ótrúlega stutt síðan
Brandur bróðir kynnti Gunnu
fyrir okkur heimilisfólkinu í
Litla-Hvammi. Ég man að mér
fannst ég aldrei hafa augum litið
fegurri stúlku. Gunna kom eins
og ferskur andblær inn í fjöl-
skyldu sem var óvön svo mikilli
glaðværð og hispursleysi. En sér-
staða hennar kom fram í fleiru.
Frá upphafi var hún, vegna rækt-
arsemi sinnar, nokkurs konar
sameiningartákn fjölskyldunnar.
Það var hún sem mundi alla af-
mælisdaga. Það var hún sem fyrst
allra fann á sér ef einhvers staðar
bjátaði á og var þá fljót að bjóða
fram aðstoð sína. Hún kunni þá
list að gefa af gleði enda gaf hún á
báða bóga jafnharðan og hún
aflaði.
Við höfum átt margar góðar
stundir saman. Með þeim fyrstu
voru heimsóknir Gunnu til höfu-
ðstaðarins þegar hún bauð mér
ungri stúlku á kaffihús og ósjald-
an stakk að mér glaðningi. Aðrar
er frá hótelinu í Vík þegar setið
var og skrafað yfir kaffibolla og
frá samverustundum okkar Jóns
og þeirra hjóna Brands og
Gunnu. Enn aðrar eru frá því ári
sem ég bjó með dætrum mínum
tveim, Sólrúnu og Steinu inni á
heimili þeirra hjóna eftir fráfall
Jóns mannsins míns. Að öllum
öðrum ólöstuðum reyndist
Gunna mér þá best og fyrir þann
stuðning verður aldrei fullþakk-
að.
Aðeins einu sinni bar skugga á
okkar vináttu. Vegna þess hve
mikils virði mér var vinátta þess-
arar mágkonu minnar var þetta
mér mikið persónulegt áfall. En
einmitt af sömu ástæðu, vegna
þess hversu djúp og einlæg vinátt-
an var tókst okkur að leiða hjá
okkur misklíð sem engin var mið-
að við afleiðingar þess að skilja
að skiptum. Síðustu minningarn-
ar tengjast samverustundum ^
okkar hér í heimsóknartímum
sjúkrahúsa. Þær stundir urðu
margar og fór fjölgandi með ár-
unum. Vonandi hafa þær verið
henni nokkurs virði, en sjálf fór
ég í hvert sinn af hennar fundi
auðugri en ég kom. Gunna gaf af
einhverjum andans allsnægtum
sem aldrei þrutu.
Gunna mágkona var sterkur
persónuleiki. Því er það að þótt
hún nú hverfi okkur héðan þá lifir
hún áfram í minningunni svo
lengi sem við lifum. Sjálf mun ég
minnast glettni hennar og kan-
kvísi, vinsemd hennar og vináttu,
umhyggju hennar og styrks.
Með þessum minningabrotum
kveð ég Gunnu mágkonu hinstu
kveðju. Brandi, börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Bogga
Jónína Guðrún Sigurðardóttir
F. 9. mars 1969 - D. 22. janúar 1988
Sigurður Steinar Sigurðsson
F. 1. janúar 1963 - D. 22. janúar 1988
Sú harmafregn sem barst okk-
ur 22. janúar síðastliðinn skilur
eftir djúpt sár í vitund okkar sem
aldrei grær.
í lífsgæðakapphlaupi nútímans
er það orðið að forréttindum að
þekkja fólk sem geislar af svo
mikilli lífsgleði að sjaldan falli
skuggi á, en þetta var eitt af meg-
ineinkennum hins stutta lífs-
hlaups Ninnu og Steina.
Hinn smitandi hlátur Ninnu
við öll hugsanleg tækifæri mun
seint líða úr minni og með gleð-
inni kunni hún ávallt að létta
mönnum lífið og tilveruna,
hvemig sem á gekk. Þessi eigin-
leiki Ninnu féll vel að jákvæðu,
og oft stríðnislegu, hugarfari
Steina, og til samans gerði þetta
nærveru þeirra að ógleyman-
legum hluta allra gleðistunda sem
við áttum þess kost að eiga með
þeim.
28. desember 1986 flutti Ninna
til Ólafsvíkur, frá Barðaströnd,
og þar stofnuðu þau Steini það
hamingjuríka heimili, sem marg-
ir urðu síðar þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast. Þar komu þau á
fót á skömmum tíma glæsilegu
heimili, sem allir dáðust að, og
þar var greinilega byggt og búið
með framtíðina í huga. Nánustu
framtíðaráætlanir þeirra vom
þegar mótaðar. Ríkt í huga þeirra
var að eignast barn og Ninna var
farin að hugsa sér til hreyfings
með áframhaldandi nám, sem
hún hafði hugsað sér að stunda
utan skóla frá Akranesi, en nám
hafði alltaf verið henni leikur
einn. Steini hafði verið á sjó um
langa hríð og átti sjórinn hug
hans allan og þótt ungur væri var
hann þegar orðinn happasæll
skipstjóri.
Hvert það tækifæri sem Ninnu
gafst, notaði hún til að hitta vini
og ættingja og vom heimahagar
hennar á Barðaströnd henni kær-
ir í því sambandi og er það kald-
hæðni örlaganna að þau vom ein-
mitt á þeirri leið er hið hörmulega
slys varð.
Það er óhjákvæmilegt að hugur
okkar leiti til baka á stundu sem
þessari. Koma þá upp í hugann
ógleymanlegar stundir, sem við
áttum með þeim, bæði í heim-
sóknum þeirra á heimili okkar í
Reykjavflc og í heimahögunum á
Barðaströnd, síðastliðið sumar.
Allar þessar stundir em tengdar
óendanlegri gleði, hlátri og alls-
kyns galsa, sem var órjúfanlegur
fylgifiskur Ninnu og Steina. Að
þessum gleðistundum munum
við búa alla okkar ævi, bæði til
lærdóms og hvernig lifa eigi lífinu
og til gleðiauka.
Erfítt er fyrir alla að sætta sig
við andlát svona ungs fólks og
slíkt fráfall er missir fyrir hverja
litla þjóð og lítil byggðarlög. En
trúin flytur fjöll og trúin á guð
almáttugan og hans vald og mátt
styrkir alla á sorgarstundu sem
þessari og það léttir sorgina þegar
upp í hugann koma orð Ninnu á
unga aldri: „Það er allt í lagi þótt
ég deyi því þá fer ég til pabba.“
Við vottum öllum aðstandend-
um þeirra Ninnu og Steina okkar
dýpstu samúð á þessari sorgar-
stundu og megi guð styrkja ykkur
öil.
Guðlaug Einarsdóttir
Högni S. Kristjánsson
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. janúar 1988