Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Sparisjóðsvextir
á téKKareiKninga
með
hávaxtaKjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Verkaskiptingin
Framsókn skiptir um skoðun
Jón Kristjánsson: Vil að þeirþœttir sem varða íþróttasjóð, félagsheimilasjóð og byggðasöfnin verði
skoðaðir betur. Alexander Stefánsson: Setjumfram kröfu um að iþróttasjóður verði ekki lagður niður
Eg vil að frumvarpið um verka-
skiptingu ríkis og sveitarfé-
laga verði skoðað betur, einkum
þeir þættir sem snerta íþrótta-
sjóð, félagsheimilasjóð og
byggðasöfnin, sagði Jón Krist-
jánsson, sem á sæti í félagsmála-
nefnd neðri deildar Alþingis, við
Þjóðviljann í gær.
Stuðningur Framsóknar-
flokksins við fnimvarpið, sem til-
heyrir fjárlagapakka Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, virðist fara
mjög þverrandi. Áður hafði
Guðni Ágústsson lýst yfir and-
stöðu við frumvarpið.
„Við munum setja fram kröfu
um að íþróttasjóður verði ekki
lagður niður þegar frumvarpið
kemur aftur til félagsmálanefnd-
Stærsti sparifjáreigendahópurinn er fólk yfir sextugu. Allt bendir til að stór hluti þess hóps hafi sparifé sitt á neikvæðum
vöxtum. Mynd Sig.
Sparifjáreigendur
Aldraðir
„spara“
mest
Sextíu afhundraði
sparifjár einstaklinga
bundið á almennum
innlánsreikningum í
árslok 1985
67 hundraðshlutar sparifjár
einstaklinga í helstu banka-
stofnunum voru bundnir á al-
mennum innlánsreikningum í
árslok 1985. Að viðbættum sk.
veltiinnlánum, - ávísana og
hlaupareikningum, voru 78,8%
innlána einstaklinga til bankak-
erfisins bundin á þessum tveimur
innlánsformum. Helmingur spar-
ifjár eistaklinga sem bundið var á
almennum innlánsreikningum
var í eigu einstaklinga 60 ára og
eldri. Eins og greint var frá í
Þjóðviljanum í gær áætlar Seðla-
bankinn að eigendur almennra
sparireikninga hafi tapað, 1,3
miljarði króna í fyrra vegna nei-
kvæðra vaxta, miðað við að þetta
innlánsform væri með 2% raun-
vöxtum.
Að viðbættum innlánum á
ávísana- og hlaupareikningum
áætlar Seðlabankinn að sparifjár-
eigendur hafi orðið af allt í allt 3
miljörðum vegna neikvæðra
vaxta.
Upplýsingar um skiptingu
innlánsfjár í árslok 1985 er að
finna í grein Yngva Arnar Krist-
inssonar hjá hagdeild Seðlabank-
ans, sem birtist í Fjármálatíðind-
um í fyrra. Yngri upplýsingar
liggja ekki fyrir um hlutfallslega
skiptingu sparifjár einstaklinga
milli ólíkra innlánsforma.
- Við eigum ekki neinar slíkar
upplýsingar, sagði Kristján
Gunnarsson í Búnaðarbankan-
um, þegar Þjóðviljinn leitaði eftir
upplýsingum um hvaða aldurs-
hópar hefðu sparifé sitt öðrum
fremur inná almennum spari-
reikningum.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Pjóðviljinn aflaði sér í
nokkrum bönkum í gær, eru al-
mennir sparireikningar notaðir
sem veltureikningar. - Yfirleitt
stoppar fé ekki lengi við á slíkum
reikningum. Almennt er inn-
leggið fljótlega tekið út til dag-
legrar neyslu, sagði gjaldkeri í
banka á Reykjavíkursvæðinu.
-rk
ar,“ sagði Alexander Stefánsson,
formaður nefndarinnar í neðri
deild í samtali við Þjóðviljann.
Þegar frumvarpið var til ann-
arrar umræðu í neðri deild lagði
Alexander til að því yrði vísað til
nefndar aftur, sem er mjög
óvanaleg málsmeðferð. Var fall-
ist á það og var í framhaldi af því
leitað umsagna fulltrúaráðs
sveitarfélaga og landshlutasam-
banda sveitarfélaga. Fulltrúa-
ráðið ályktaði um síðustu helgi og
var þar samþykktur stuðningur
við frumvarpið óbreytt, eftir að
formaður stjómar fulltrúaráðsins
hafði hótað að segja af sér ef hans
vilji næði ekki fram að ganga, en
landshlutasamböndunum var
gefinn frestur til 30. janúar að
svara. Hafa svör ekki borist enn.
„Meðal sveitarstjórnarmanna
virðist ekki vera sú samstaða,
sem þarf til að jafn mikilvægt
frumvarp verði að lögum. Eg
heyri ekki betur en að samþykkt
fulltrúaráðsins hafi verið þvinguð
fram og tel hana því ekki mark-
tæka niðurstöðu um skoðun
sveitarstjórna. Vinnubrögðin
hafa verið þannig í þessu sam-
bandi að full ástæða er til að
staldra við og skoða málið betur,
eða jafnvel fresta því til næsta
hausts og leggja þá fram betur
undirbúið frumvarp, sem sam-
staða getur náðst um,“ sagði Jón.
Alexander sagðist búast við því
að reynt yrði til þrautar að ná
samkomulagi innan ríkisstjórnar-
innar um þetta en bjóst ekki við
að frumvarpið kæmi á dagskrá
strax eftir að þing kemur aftur
saman í næstu viku. „Ég sé ekki
ástæðu til þess að við flýtum okk-
ur of hratt með þetta frumvarp."
-Sáf
Þessi fallegi sími með 11 númera minni,
sem hannaður er afhinu rómaða fyrir-
tæki Bang og Olufsen lækkar í verði
um 43% vegna tollalækkana, úr 8.260
kr. íU-681 kr.
Samsvarandi lækkun ereinnigá öðrum
tegundum símtækja. T.d. lækkarModu-
lophone handsími úr kr. 2.990 kr. i
1.666 kr. og Comét memo með 10 núm-
era minniúr 5.978 kr. i3.236 kr.
PÓSTUR OG SÍMI
Símarnir eru seldir í söludeildum Pósts
ogsíma íKringlunni, Kirkjustræti og
á póst- ogsímstöðvum um allt land.