Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR “SPURNIM6IN™ Eyðiröu miklu í skyndi- happdrætti? Steinunn Thorarensen starfar hjá Álafossi Litlu, ég spila frekar í gömlu happdrættunum. Ásdís Sigurðardóttir afgreiðslukona Nei, ég kaupi þetta einstöku sinn- um og þá helst lottó. Magnús Þráinsson nemi Sama og engu. Kaupi kannski lottó einu sinni í mánuði. Viggó Guðjónsson ellilífeyrisþegi Ég vil styrkja góð málefni og kaupi tvo lottómiða á viku og þrennur af og til. Ég ætla líka að spila í sjónvarpsbingói. Ingibjörg Pálmadóttir hárgreiðslumeistari Nei, kaupi stundum miða ef mér dettur það í hug. Grundarfjörður Hafnarsjór í þrifin? Soffanías Cecilsson: Fiskmatið getursofið í lestinni. Fiskur héðan í háum gæðaflokki. Ríkismat sjávarafurða: Þrifnaður víða í ólestri Fiskmatið getur sofíð í lestinni í einhverju minna skipa; þeir þurfa bara að hafa með sér dýnu. Hingað til hefur engin kvörtun borist vegna fískgæða héðan og almennt er fiskur héðan í háum gæðaflokki. Hinu er aftur á móti ekki að leyna að okkur vantar meira vatn, en til þess að fá það þarf sveitarfélagið að fá vissa fyr- irgreiðslu frá lánastofnunum, sagði Soffanías Cecilsson, útgerð- armaður og fískverkandi í Grundarfirði í samtali við Þjóð- ann. nýjasta fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða segir að í Grundar- firði séu vatnsmálin í afleitu ástandi. Þar vanti lagnir í bryggj- ur og bátar þar séu almennt þrifn- ir úr hafnarsjó. í Keflavík, Hafn- arfirði, á Rifi og í Ólafsvík er vatn fyrir í bryggjunum en misbrestur er á því að það sé notað til að þrífa báta. f Stykkishólmi og Grinda- vík standa þessi mál til bóta og hafa menn m.a. gripið til þess ráðs að nota háþrýstidælur við þrifin og nota vatn úr vatns- tönkum bátanna. Að sögn Halldórs Árnasonar hjá Ríkismati sjávarafurða hafa þessi þrifnaðarmál mikið batnað á síðustu misserum, eftir að matið tók að vekja athygli á þess- um sóðaskap, því í höfnum er olía í sjónum og mikið af gerlum. Halldór sagði að þótt menn hefðu ekki fengið kvartanir vegna lé- Iegra fiskgæða, þá væri það engin afsökun fyrir því að kippa þessu ekki í lag. „Okkar stefna er að upplýsa menn um þetta vandamál og hvað það getur haft í för með sér ef ekkert er að gert, og við höfum náð talsverðum árangri. Því mið- ur eru þó alltaf til skussar, sem ekki skilja annað en harðar að- gerðir, en ég vona í lengstu lög að til þess þurfi ekki að koma og menn sjái að sér í tíma,“ sagði Halldór Árnason. -grh Frystihús Þau bestu verðlaunuð Ríkismat sjávarafurða: 8 hús valin aflOO. Eitt í hverju kjördcemi. Öðrum hvatning til dáða Ilok næstu viku mun sjávarút- vegsráðherra verðlauna átta frystihús, eitt í hverju kjördæmi, sem skara fram úr hvað varðar umgengni, hreinlæti og búnað, jafnt utanhúss sem innan. Að sögn Halldórs Árnasonar hjá Ríkismati sjávarafurða verð- ur lögð til grundvallar valinu á húsunum átta úttekt á 100 frysti- húsum sem gerð var sl. sumar, undir kjörorðinu Fiskvinnsla til fyrirmyndar. Það eru yfirmats- menn Ríkismatsins sem velja við- komandi hús, en þeir hinir sömu unnu úttektina sem liggur til grundvallar. Aðspurður um hvort væri ekki erfitt að velja eitt hús í hverju kjördæmi, þar sem ætla mætti að fleiri en eitt hús kæmu til greina, sagði Halldór það vissulega vera svo. En hann benti á að hér væri á ferðinni viðurkenning, sem ætti að vera öðrum húsum hvatning til frekari dáða og auk þess mundi þetta stuðla að aukinni sam- keppni á milli húsanna í hverju kjördæmi og út um allt land. -grh Kuldinn segir víða til sín. Hér er verið að berja ís af Ljósafossi í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Mynd: E.ÓI. Dalvík Stendur ógn af ísnum Helgi Ásgrímsson hjá Ölunn hf.: Flytjum kvíarnar inn í höfnina efísinn kemur. Sjávarkuldi ekki vandamál. Bátar í höfn ígœr vegna íss á miðum Flotinn Öll með gúmbát Samkvæmt nýrri reglugerð samgönguráðherra skulu öll skip búin gúmbjörgunarbáti sem blæs upp þegar hann losnar, annað- hvort sjálfvirkt eða með handafli, sem áður var aðeins skylda á skipum yfír 24 metra. Þá er kveðið á um að allur bún- aður sem sótt er um viðurkenn- ingu á skuli sérstaklega prófaður. Brögð hafa verið að því að eldri búnaður hafi verið gallaður og endurbætur kostað útgerðina talsvert. Nýja reglugerðin öðlast gildi 1. mars. að er ekki mikill sjávarkuldi hér hjá okkur. Við hræðumst einna mest okkar forna fjanda sem er hafísinn. Ef hann lætur sjá sig hér, erum við reiðubúnir að flytja kvíarnar inn í höfnina, sunnanmegin, sagði Helgi Ás- grímsson hjá Ölunn hf. á Dalvík í samtali við Þjóðviljann. Fyrirtækið er með tvær kvíar fyrir utan Dalvíkurhöfn með laxaseiðum og fjórar aðrar með matfiski í sem er að meðaltali tæp 2 kfló. í kvíunum er alls nokkrir tugir þúsunda af seiðum og mat- fiski. Að sögn Helga hafa þeir mælt sjávarhitann, þar sem kvíarnar eru, á fjórða ár og hefur hann aldrei farið niður fyrir eina hita- gráðu. Helgi sagði við Þjóðvilj- ann að það væri allt í lagi að slefa kvíunum inn í höfnina þar sem hún er saurfrí. Ollu skolpi er dælt út fyrir stórstraum. Vegna nærveru hafíssins á hefðbundnum miðum netabáta á Dalvík voru þeir f höfn í gær, en ætla að athuga í dag hvort þor- andi er að leggja netin. Mikið er í húfi fyrir útgerðarmenn og sjó- menn að netin tapist ekki í ísnum. í gær var hálfgerð ísþoka á Dalvík og hráslagalegt og lélegt skyggni. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.