Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 7
Vinnuþrælkunin er heilsufarsböl Tala Svavars Gestssonar á Heilbrigðisþingi ífyrri viku: Heilbrigðiskerfið er ógagnsœtt ogflókið Svavar Gestsson: Reisum til vegs virðingu fyrir umönnunarstörfunum. Þegar þú gefur ölmusu þá viti vinstri höndin ekki hvað sú hægri gjörir, segirþar. Sannleikskornið í þessari gömiu speki gildirekki í stjórnmálum, og áþaðjafntvið um heilbrigðismál og aðra mála- flokka; samhengi hlutanna verð- ur að vera skýrt og ótvírætt. Mótsagnirnar eru engu að síður margar í mannlegu samfé- lagi. Einn daginn eru þannig gef- in út drög að heilbrigðisáætlun þar sem manneldisstefna skipar öndvegi, en daginn eftir gera sömu aðilar tillögu um að leggja sama skatt á allar matvörur. Við ábendingum bregðast ráðamenn þannig að hafna algjörlega mis- munandi skattlagningu á neyslu- vörur, segja að skattarnir eigi að vera hlutlausir gagnvart neyslu- vörunum og fella tillögur um að hækka vörugjald á sykri, og um að fella í staðinn niður gjöld af grænmeti. Einn daginn eru haldnar ræður um nauðsyn þess að stjórnvöld sýni sjálfstæði gagnvart EFTA og Efnahagsbandalaginu, daginn eftir er aðild okkar að EFTA not- uð sem röksemd fyrir því að hækka innlend lyf í verði til við- skiptamanna almannatrygging- anna um 100%. En á sama tíma tróna apótekararnir efstir á skattalistanum allt í kringum landið, lyfjaverðlagsnefnd hefur meira vald en ráðherrann, og al- þingi gerir ekkert vegna þess að meðalasalar nota sambönd sín þar til þess að koma í veg fyrir að nokkuð sé gert í málinu. Einn daginn er því haldið fram að nauðsynlegt sé að þjóðin uggi að sér sjálf og hver maður sinni betur heilsu sinni, en daginn eftir er lagður söluskattur á heilsurækt sem ekki er stunduð innan veggja íþróttafélaga. Þó ber að viður- kenna að enn hefur ekki verið lagður söluskattur á dans- kennslu. Einn daginn er því haldið fram af nefnd sem fjallaði um opinbera stefnumótun í áfengismálum að draga beri úr aðgengi að áfengi. Annan daginn er flutt frumvarp á alþingi um að hella bjór yfir landsmenn eins og í heilsubótar- skyni. Og nokkrir útverðir heilbrigðisþjónustunnar krefjast þess í krafti læknisfræðinnar að sala á bjór og framleiðsla bjórs verði heimiluð hér á landi. _ Til að fylgjast með þessari tvö- feldni í opinberri umræðu þarf vandaða fjölmiðla sem veita að- hald og benda á tvískinnunginn. Og þá er ég kominn að öðrum vanda heilbrigðiskerfisins: Það er svo flókið að það er erfitt að fá um það opinbera umræðu af ein- hverju viti. Kostnaðaraðferðir í heilbrigð- isþjónustunni eru svo margar að enginn hér inni getur talið þær upp án þess að fletta upp í bókum. Kerfið er ógagnsætt og flókið. Á einum stað er okkur til dæmis sagt að launataxtar lækna séu lágir, en svo kemur í ljós við nánari athugun að sömu menn reka stofur úti í bæ þar sem er opinn krani á fjárstreymi frá rík- issjóði án þess að ríkisendurskoð- unin einu sinni komist í gögnin. Eins er það með almannatrygg- ingarnar: þar eru bótagreiðslur oft flóknar og ákvarðanir undar- lega óljósar. Stundum kemur „kerfið“ fram eins og þar sé að- eins starfað eftir hárnákvæmum reglum sem útilokað sé að hvika frá. Annars staðar fréttist af dæmum um ákvarðanir sem flokka verður undir geðþóttaák- varðanir. Stundum er svo að sjá sem rík- issjóði séu útbærar hundruð milj- óna króna, en hinn daginn er því neitað staðfastlega að hækka sjúkradagpeninga sem nú eru 11- 12 þúsund krónur á mánuði og myndu ekki kosta ríkissjóð neinar verulegar upphæðir, til dæmis ekki nema brot af því sem kostaði að reisa flugstöð sem auk alls annars er heilsuspillandi. Því er haldið fram að það verði að leggja á matarskatt til þess að vernda velferðarkerfið. Aldraðir verði að borga matinn hærra verði til þess að unnt sé að greiða þeim ellilífeyri. Þá er komið að einum þætti ákvarðana í heilbrigðismálum sem allt of sjaldan er fjallað um: það er sá þáttur sem lýtur að heilsu fólks utan sjúkrastofnana og heilsu- gæslustöðva. Við tölum um sparnað í heilbrigðisþjónustunni, en gleymum því að ákvarðanir úti í þjóðfélaginu hafa meiri áhrif á heilsufar fólks en samanlagðar heilbrigðisstéttirnar geta gert: Ákvörðun um lág laun er Ávarp Svavars Gests- sonar á Heilbrigöisþingi áföstudaginnvar, en þarvarfjallaöumís- lenska heilbrigöisáætl- un. Nánarveröursagt fráþinginuíblaöinuá morgun. ákvörðun um að lengja vinnutím- ann. Lengri vinnutími þýðir að lokum lakara heilsufar, andlegt eða líkamlegt eftir atvikum, og lengri vinnutími þýðir aukinn þrýsting á stofnanir vegna aldr- aðra svo dæmi sé nefnt. Ég tel hinn langa vinnutíma á íslandi heilbrigðisvandamál númer eitt. Heiibrigðisþingið mætti mín vegna gera eina álykt- un: um að ná vinnutímanum á íslandi niður í það sem eðlilegt er talið og mannsæmandi með grannþjóðum okkar. Þessa bar- áttu á íslandi mætti gjarnan tengja árinu 2000. Jafnframt er það heilbrigðis- mál hvernig laun heilbrigðisstétt- anna eru. Hvað ætli það séu margar konur sem vinna í heilbrigðiskerfinu fyrir um eða innan við 40 þúsund krónur á mánuði og hafa þó fyrir sér og börnum einar að sjá? Við ársup- gjör ríkisspítalanna fyrir árið 1987 kemur í ljós að ófaglærðu starfsfólki sjúkrahúsanna fækkar af því að heiibrigðisþjónustan getur ekki keppt við verslunina um vinnuafl. Og innan heilbrigðiskerfisins er vaxandi flótti frá sjúklingunum yfir í pappírinn. Og þar er líka hróplegur launamismunur. En þar eru takmarkaðir fjármunir til skiptanna og ef við viljum launa- jöfnuð þá verður að lækka tekj- urnar á þeim allra hæstu til þess að hækka laun hinna lægst launuðu. Þetta er annað heilbrigðisþing- ið sem haldið er. Ég fagna því að heilbrigðisþing er kallað saman. Þrátt fyrir allt eru drög að ís- lenskri heilbrigðisáætlun gagn- legur umræðugrundvöllur. Fram- haldið þarf að verða ákvörðun al- þingis, ríkisstjómar, heilbrigðis- stéttanna og þjóðarinnar allrar, um nýja heilbrigðisstefnu. Ákvörðun um íslenska heilbrigðisáætlun þar sem hægri höndin veit hvað sú vinstri gjörir, þar sem ákvarðanir í efna- hagsmálum eða kjaramálum brjóta ekki niður heilsufar. í endanlegri heilbrigðisáætlun þarf að gera glögga grein fyrir því hvað hlutimir kosta. Þar þarf að taka af skarið um launajöfnun innan heilbrigðiskerfisins og mannsæmandi laun, einnig fyrir þá sem vinna oft erfiðustu störfin sem nú eru vanmetin. Þar þarf að reisa til vegs virð- ingu fyrir umönnunarstörfum þannig að heilbrgiðisþjónustan þurfi ekki að líða fyrir þenslu verslunarinnar. Þar þarf að taka af skarið um afstöðu heilbrigðisgeirans til vinnuþrælkunar. Þar þarf að kveða upp úr með aðgerðir úti í þjóðfélaginu sem bæta heilsuna, en þar verða heilbrigðisyfirvöld líka að þora að hafa skoðanir á því sem spillir heilsunni, eins og bjórmálinu og matarskattinum. Þar þarf að skýra kostnaðar- leiðir heilbrigðiskerfisins. Þar þarf að kveða upp úr með nýja stefnu í tannverndarmálum þar sem tannlækningar verði hluti af heilbrigðiskerfinu. Og þar þarf að taka upp ein- faldara almannatryggingakerfi með skýrari boðleiðum þar sem einokunarvöld einstakra lækna víkja fyrir nútímalegum lagaá- kvæðum. Fimmtudagur 11. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.