Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 10
ERLENDAR FREITIR Leðursmíði - innritun Sex vikna námskeið í leðursmíði hefst 15. febrúar n. k. Kennt verður einu sinni í viku fjórar stundir í senn (mán. ki. 19:30-22:20). Helstu grunnatriði leð- ursmíði verða kennd og hanna nemendur sjálfir þá hluti sem þeir vilja s.s. töskur, belti, smáhluti o. s.frv. Unnið verður með sauðskinn og nautsleður. Kennari er María Ragnarsdóttir, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 3.000,- Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til íöstudagsins 12. febrúar). Auglýsið í Þjóðviljanum Sfmi681333 Dagsbrúnarmenn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16 í Bíóborginni, Snorrabraut 37, áður Austurbæjarbíó. Dagskrá: 1. Heimild til verkfallsboðunar. 2. Skýrt frá gangi samningavið- ræðna. Dagsbrúnarmenn, stjórn félagsins hvetur ykkur eindregið til að taka ykkur frí og koma beint frá vinnu á fundinn kl. 16. Stjórn Dagsbrúnar Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Vilborg ívarsdóttir Furugerði 1 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrú- ar kl. 13.30. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Leifur Björnsson Kristín Sigurjónsdóttir Sigrún Björnsdóttir Helgi Hallgrímsson Hreinn Björnsson Margrét Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn Birna Gísli Mörður Árni Páll Alþýðubandalagið í Reykjavík ísland, Nató, Evrópubandalagið, - er endur- skoðunar þörf? Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar um utanríkismálin og tengsl íslands við EB og Nataó rædd í víðu samhengi. Framsögumenn: Birna Þórðardóttir, Gísli Gunnarsson, Mörður Árnason. Fundarstjóri er Árni Páll Árnason. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld í Kópavogi Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7. mars. Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- oq heildarverðlaun í boði. Mætið tímanlega. Allir velkomnir. Stjórn ABK Forsetahöllin í Kabúl. Fremst hreykir sér sovéskur skriðdreki. Afghanistan Sovétmenn á heimleið? Vert er að rifja upp helstu atburði liðinna ára íAfghanistan vegna tilboðs Gorbatsjovs um að hefja heimköllun sovéska hernámsliðsins þann 15. maí nœstkomandi Milboð Míkhaels Gorbatsjovs um að hefja brottflutning sovéskra hersveita frá Afghanist- an eigi sfðar en þann 15. maí er sem kunnugt er háð því skilyrði að samningar takist með fuiitrú- um ríkisstjórnanna í Kabúl og ís- lamabad fyrir miðjan mars. Þeir sitja nú á rökstólum í Genf og reyna að fínna leiðir til þess að binda enda á hina löngu og blóð- ugu borgarastyrjöld í Afghanist- an. Nú eru liðin rúm átta ár frá því ráðamenn í Kreml sendu fyrstu dáta sína yfir landamærin að Afg- hanistan og hófu beina hernaðar- íhlutun í átök stjórnarliða og uppreisnarmanna. Síðan hafa linnulaus átök geisað í landinu og sjá hvorki skæruliðar né sovéska innrásarliðið fram á hemaðar- sigur. Óþarft er að fjölyrða um þær óskaplegu þjáningar sem al- þýða manna hefur þurft að ganga í gegnum á þessum tíma. í þessum pistli verður í grófum dráttum rakin saga umliðinna ára í Afghanistan og stiklað á helstu atburðum frá ári til árs. Innrás sovéska hersins í árslok 1979 átti sér vitaskuld nokkum aðdraganda og var í raun há- punktur tímabils óvissu og innan- landsátaka er hófst með drama- tfskum hætti sex ámm fyrr. í rúmar tvær aldir hafði Afg- hanistan verið konungsríki þegar árið 1973 gekk í garð. Síst hvarfl- aði það að hans hátign, Zahir Shah, þegar hann skálaði um ára- mótin við vini og vandamenn að einn þeirra síðamefndu myndi steypa honum af stóli og koma á fót lýðveldi sfðar á árinu. En sú varð raunin, hersveitir komu frændanum Mohammad Daoud til valda en konungi fyrir kattar- nef. Það átti ekki fyrir Daoud að liggja að kemba hærurnar. í apr- flmánuði árið 1978 er hann veg- inn í uppreisn nokkurra Moskvu- sinnaðra herforingja. Nýir valds- herrar lýsa því yfir að landið heiti héðan í frá Alþýðulýðveldið Afg- hanistan. Nur Mohammad Tar- aki er kjörinn forseti Byltingarr- áðsins og lætur hann það verða sitt fyrsta verk að undirrita vin- áttusáttmála stjórnar sinnar og Kremlverja. Ári síðar er Hafizullah Amin útnefndur forsætisráðherra. Skömmu síðar er Taraki drepinn í skotbardaga í forsetahöllinni og Amin tekur við forsetatign. Ljóst má vera að sovéska stjórnin var ekki allskostar ánægð með þróun mála í Afghan- istan. Einhverra hluta vegna átti Amin ekki upp á pallborð hennar og afghanskir stjórnarhermenn fóm halloka í stríðinu við skæru- liða. Á aðfangadag árið 1979 lenda fyrstu sovésku herflutn- ingavélarnar á Kabúlflugvelli með dáta og hergögn. Þrem dögum síðar leggja sovésku her- mennirnir undir sig helstu bygg- ingar hins opinbera í höfuðborg- inni og Amin er tekinn af lífi. Ba- brak Karmal er gerður að forseta og hann lætur það verða sitt fyrsta verk að fara formlega fram á hemaðaríhlutun Sovétmanna! Sovétmenn ákveða að verða við óskum hans eftir drjúga umhugs- un þann þrítugasta desember. Stjómin í Kabúl fái nokkra dáta að láni skamma stund eða þangað til búið verði að kveða niður er- iend gagnbyltingaröfl og uppræta hópa innlendra stigamanna og bandítta! Ársins 1980 verður væntanlega aldrei minnst með hlýju í Sovét- ríkjunum. Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að fordæma innrás sovéska hers- ins í Afghanistan og krefst þess að hann hypji sig þaðan hið snar- asta. Fundur Samtaka íslamskra ríkja gerir slíkt hið sama og Ka- búlstjóminni er sparkað úr sam- tökunum. Jimmy Carter, þáver- andi Bandaríkjaforseti, ákveður að banna viðskipti við Kreml- verja og skipar íþróttamönnum sínum að hunsa ólympíuleikana í Moskvu. Mörg bandalagsríkja Bandaríkjastjórnar verða við til- mælum Carters um að láta sem ekkert fþróttamót fari fram í höf- uðborg gerskra. Andófsöflin í Afghanistan færa sig uppá skaftið. Herlög em sett f Kabúl eftir að 300 menn hið minnsta eru drepnir í verkföllum. Skæruliðar „Mujahideen" fylk- ingarinnar hafa stór landsvæði á sínu valdi til sveita og gera afg- hönskum og sovéskum hersveit- um marga skráveifu. í maí bjóð- ast valdahafar til þess að koma að máli við fulltrúa Pakistana og írana um einhverskonar friðar- áætlun og heimkomu miljóna flóttamanna. Árið 1981 hafnar Sovétstjórnin tillögum Evrópubandalagsins um alþjóðlega ráðstefnu um Afghan- istan. í águstmánuði fellst Karm- al á viðræður við írani og Paki- stani. Enn líður ár og nokkur skriður virðist ætla að komast á viðræður stjórnanna í Teheran, íslamabad og Kabúl. Erindreki Sameinuðu þjóðanna, Diego nokkur Cordo- vez, flýgur ótt og títt á milli höf- uðborga með tiíboð og gagntil- boð. Fulltrúar Pakistana og Afg- hana hefja viðræður í Genf. Árin 1983 og 1984 geisa harðir bardagar milli sovésk/afghanskra hersveita og uppreisnarmanna í Afghanistan. Viðræðurnar í Genf halda áfram. Pakistönsk stjórnvöld kvarta sáran undan skyndiárásum afghanska flug- hersins yfir landamæri ríkjanna og heita því að viðurkenna stjórn Karmals og félaga verði 115 þús- und manna sovéskur her á brott úr nágrannaríkinu. Árið 1985 tekur nýr leiðtogi við völdum í Kreml. Míkhael Gorbatsjov á fund með Zia Ul Haq, hæstráðanda í Pakistan, sem kveðst sannfærður um ein- lægan friðarvilja sovéskra ráða- manna og skriður kemst á við- ræðumar í Genf. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna gefur út skýrslu um afar slæmt ástand mannréttindamála í Afghanist- an. í hittifyrra stórjók Bandaríkja- stjórn hemaðarstuðning sinn við skæruliða og veitti þeim meðal annars afar fullkomnar loftvarna- eldflaugar. Karmal veikist skyndilega eftir að hafa sætt gagnrýni Kremlverja. Hann er leystur frá störfum og yfirmaður öryggislögreglunnar, Najibullah að nafni, tekur við stjóm flokks og ríkis. Þann fyrsta janúar í fyrra kynn- ir forsetinn tilboð sitt um „þjóð- arsátt." Hann gefur stórum hópi pólitískra fanga upp „sakir,“ skorar á uppreisnarmenn að leggja vopnin frá sér og býður flóttamenn velkomna heim. Enn- fremur kveðst Najibullah reiðu- búinn að deila völdum sínum með öðrum. Stjórnin í Kabúl endurnýjar þessi tilboð sín og gerir fjendum sínum ný allt árið. Skæmliðar hafna þeim öllum og kveðast ekki vera til viðræðu um vopnahlé meðan útlendur her sé á afghan- skri grundu. í lok ársins í fyrra hefjast að nýju harðir bardagar milli sovéskra/afghanskra her- sveita og uppreisnarmanna. í síðasta mánuði gerði fyrr- nefndur Cordovez sér tíðförult milli Kabúl og íslamabad og gerði því hvað eftir annað skóna á fundum með fréttamönnum að brátt kynni að draga til tíðinda. Á mánudaginn settu síðan þeir Gorbatsjov og Najibullah fram tillögur sínar um brottflutning allra sovéskra dáta frá Afghanist- an á tíu mánuðum. Þeir fyrstu gætu, sem fyrr segir, haldið heim þann 15. maí. Reuter/-ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.