Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Notalegur vinnustaður óskar eftir notalegri manneskju í hálft starf eftir hádegi. Um er að ræða starf með börnum á aldrinum 1-6 ára. Nánari upplýsingar eru veittar (síma 685154 milli kl. 10 og 12 næstu daga. Til sölu Eldavél og þvottvél til sölu. Upplýs- ingar í síma 38266. ísskápur til sölu upplýsingar (síma 35261 eða í síma 681382. Gullfallegur kettllngur rúmlega 2 mánaða, þrifinn og skemmtilegur óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 688034. Kæru félagar! Er ekki einhver sem vill losna við fyrir lítinn pening svart/hvítt sjón- varp og kannski líka notaða en jafn- framt nothæfa þvottavél? Sjálfur hef ég til sölu glæsilega handtal- stöð af Kraco gerð, 12 rása og þrig- gja vatta sem dregur létt í beina línu 25 km vegalengd á bersvæði. Einn- ig hef ég til sölu Savage riffil, 22 magnum, lítið notaðan, skot og poki fylgja. Vöruskipti koma sterklega til greina, ef þið eigið bílskrjóð sem þið viljið losna við og er gangfær, því riffillinn og stöðin eru verðmæti uppá 30.000. Lada, Trabant, Skoda og Rússi eru bílar sem koma til greina. Félagi Einar, Langholts- vegi 1,104 Reykjavík, sími 39112. Til sölu furuhjónarúm 1,40x2,0 m. Á sama stað er til sölu ónotaður, dökkgrár kvenleðurjakki nr. 38-40. Upplýs- ingar í síma 36876 eftir kl. 17.00. íbúð óskast Við erum hjón með eitt barn og ósk- um eftir íbúð sem fyrst. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heit- ið. Erum á götunni. Vinsamlegast hringið í síma 11394. Aukavinna Góður auglýsingasölumaður ósk- ast. Upplýsingar í síma 623605. Aftanákeyrður Trabant til sölu fyrir lítið. í mjög góðu ásig- komulagi. Upplýsingar ( síma 681333 milli kl. 3 og 6 í dag. Þvottavél Óskum eftir þvottavél. Uþplýsingar (síma 16404. Baðborð fæst gefins Upplýsingar í síma 16034. Búslóð Til sölu allskonar notuð húsgögn á flóamarkaðsverði. Sími 688116 kl. 18-20 ( kvöld og næstu kvöld. Til sölu IKEA fururúm br. 1,60 án dýna. Vel með farið. Upplýsingar ( síma 39604 eftir kl. 18.00. Tll sölu vel með farinn svefnbekkur og skrif- borð í barna- og unglingaherbergi. Hentar vel í litlu plássi. Upplýsingar í síma 19487 milli kl. 18 og 22. Þvottavél óskast Vill einhver góð manneskja gefa mér gamla þvottavél? Þá vinsam- legast hringdu í síma 28523. Leðurjakki nýr, ónotaður, svartur leðurjakki, millistærð, til sölu. Upplýsingar í sima 612430. Tll sölu borðstofusett (borð og 4 stólar), hvítt frá IKEA. Sem nýtt, selt á hál- fvirði. Upplýsingar í síma 627801. Bíll óskast Óska að kaupa Lanica '85 eða ’86 eða Daihatsu '83. Er með Daihatsu ’79 sem ég vil setja uppí. Milligjöf staðgreidd. Upplýsingar í síma 71367. Barnastóll úr tré Óska eftir háum barnastól úr tré fyrir lítinn pening eða gefins. Upp- lýsingar í síma 14064 á daginn. Fuglabúr Rúmgott fuglabúr fyrir lítinn páfa- gauk óskast gefins eða ódýrt. Upp- lýsingar í síma 10902. Silja. Einkamál Ungur maður óskar eftir kunningja á aldrinum 20-30 ára. Svar ásamt mynd sendist auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „J.J.” Til sölu erfuruhillusamstæða, 3,20 á lengd. Selst ódýrt. Einnig Pira hillur með skáp og 6 hillum. Upplýsingar í síma 612430. Eldhúsinnrétting til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 23171. Beta myndsnældur Óska eftir að kaupa Beta mynd- snældur, notaðar eða nýjar. Sími 12014. Notað móta- timbur óskast Óska eftir að kaupa mótatimbur. Upplýsingar i síma 12014. Nemendafélag Kópavogsskóla óskar eftir að fá ódýrt eða gefins sófasett eða stakan sófa. Vinsam- lega hringið í síma 43382 eða 44194 milli kl. 17 og 20. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýsing- adeild Þjóðviljans merkt „Dugleg 19". Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsing- ar í síma 19239. Tll sölu svartur, ónotaður leðurjakki á 11- 13 ára dreng. Verö kr. 4.000. Upp- lýsingar (síma 79248 eftir kl. 20.00. Kennarl óskar eftir íbúð sem fyrst. Er reglusöm og reyki ekki. Oruggar greiðslur. Upplýsing- ar í síma 43039 á kvöldin. Tvítug mexíkönsk stúlka talar spænsku, ensku og dálitla ís- lensku, óskar eftir vinnu síðari hluta dagsins frá kl. 4-10 eða 12 alla daga vikunnar nema á miðviku- dagskvöldum. Upplýsingar i síma 43180 á kvöldin., Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Er ekki einhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. ísskápar Tveir ódýrir ísskápar til sölu. Upp- lýsingar í síma 672630. Tll sölu myndbandstæki Panasonic VHS myndbandstæki. Ársgamalt, lítið notað. Gott verð. Uplýsingar í síma 43686 eftir kl. 19.00. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúar mánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið ÞJÓÐMÁL Pétur Sigurðsson: Þeir geta haft regl- urnar eins vitlausar og þeim sýnist, þeim verður bara breytt eftir nokkur ár. Grétar Þorsteinsson: Aðal vandamál- ið er skorlur á fjármagni í verka- mannabústaðakerfið. Björn Þórhallsson: Kaupleigan ekki hagstæðari mönnum en verka- mannabústaðakerfið. Kaupleigufrumvarpið Lítill fögnuður Verkalýðshreyfingin er ekki hrifin afþeim hugmyndum sem henni voru kynntar um kaupleiguhúsnœðisfrumvarpið. Pét- ur Sigurðsson: Kem ekki auga á gœðin. Grétar Þorsteinsson: Skynsamlegra að breyta lögum um Byggingarsjóð verka- manna. Björn Þórhallsson: Ekki hagstœðara en verka- ,,Ég kem ekki auga á gæði þessa frumvarps, ef undan er skilið að meira fjármagn kemur inn í fé- lagslegan geira húsnæðismálanna og satt að segja geta þeir haft regl- urnar eins vitlausar og þeir vilja, þeim verður þá bara breytt eftir nokkur ár,“ sagði Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða um kaupleiguíbúða- frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt- ur, sem nú er til umsagnar hjá þingflokkum rfkisstjórnarinnar. Fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar hafa ekki fengið að sjá frumvarpsdrögin en helstu til- lögur þess voru kynntar þeim fyrr í vetur. Menn vilja því yfirleitt ekki kveða upp úr með álit sitt á frumvarpinu en líst hinsvegar lítið á þær hugmyndir sem kynntar voru. Hugmyndirnar voru kynntar húsnæðisnefnd ASÍ og Sam- bandsstjórn og höfnuðu margir hugmyndunum alfarið en aðrir höfðu mikla fyrirvara við þær. mannabústaðir „Það hefði verið skynsamlegra og eðlilegra að gera breytingar á lögunum um Byggingarsjóð verkamanna með það fyrir augum að leiguíbúðir séu gerðar að vænlegri kosti innan verka- mannabústaðakerfisins en nú er,“ sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Einsog Pétur telur Grétar aðalvandamálið vera skort á fjármagni í félagslega húsnæðisgeirann. Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verslunar- manna, tekur mjög í sama streng og þeir Pétur og Grétar. „Kaup- leiguhugmyndin er ekki hagstæð- ari mönnum en verkamannabú- staðakerfið,“ sagði Bjöm. „Það er verið að gera stórt app- arat og lagabálk um sáraeinfald- an hlut,“ segir Pétur Sigurðsson og telur að frekar beri að lagfæra lögin um verkamannabústaða- kerfið. Hann segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nýtt kerfi og minnir á sölu- og leigu- íbúðaævintýrið á vegum sveitar- félaganna á síðasta áratug. „Það kerfi sigldi í strand og nú eru flestar íbúðirnar á vegum Verka- mannabústaðastjórnanna. Með þessu kaupleigufyrirkomulagi eru menn að rugla saman hug- tökum. Kaupleiguíbúðimar bæta engu nýju við verkamannabú- staðakerfið og því engin ástæða að flytja um þær stóran lagabálk. Með því að kalla íbúðirnar kaup- leiguíbúðir í stað verkamanna- bústaða er kannski aðeins fínni blær á íbúðunum,“ sagði Pétur. Og forystumaður innan verka- lýðshreyfingarinnar bætti við: „Það er augljóst að þetta er bara pólitískt áróðursbragð hjá Jó- hönnu.“ Og annar hafði þetta að segja: „Ég vona að ég fari að sjá frumvarpsdrögin til að geta tjáð mig um þau. Eða kannski ég ætti að segja: Ég vona að ég sjái þau aldrei." -Sáf UMRÆÐUFUNDIR UM LÍFSKJÖR, LÝÐRÆÐI06 NÝJAR LFIÐIR FIL BETRIFRAMTÍÐAR Ölófur Rognor, Svanfríðyr, BjÖrn Grétor og Bjargey koma ó opna fundi ó næitonni í öllum londshlulum. FYRSTU FUNDIR VERÐA: Fjöldi annarra framsögumanna með í för. Lrftegar umræður. Fyrirspurnír. Allir velkomnir. IMVcí??' KwSom Ólafsfjörður Dalvík Tjarnarborg Bergþórshvoll föstudag 12. feb. laugardag 13. feb. kl. 20.30 kl. 17.00 Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson Grímsson SvanfríðurJónasdóttir SvanfríðurJónasdóttir Stefanía Traustadóttir Stefanía Traustadóttir Akureyri Alþýðuhúsið Iaugardag13.feb. kl. 14.00 Ólafur Ragnar Grímsson Svanfríður Jónasdóttir Stefanía T raustadóttir Húsavík Hótel Húsavfk sunnudag 14.feb. kl. 14.00 Ólafur Ragnar Gríms- son Svanfríður Jónasdóttir Kristín Hjálmarsdóttir KJARAMÁLIN — MATARSKATTURINN — VAXTAKERFIÐ — BYGGÐAMÁLIN — NÝ ATVINNUSTEFNA — — FER RÍKISSTJÓRNIN FRÁ? — HVAÐ GERIST? — Allir velkomnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.