Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 4
LEiÐARI Palestínumenn gera uppreisn Svotil á hverjum degi berast fregnir af átökum á þeim svæðum sem ísraelar hafa hertekið - tugir Palestínumanna hafa verið skotnirtil bana og mörg hundruð hafa særst þegar hernámslið- ar hafa barið á Palestínumönnum í uppreisnar- hug. Það framferði hefur verið fordæmt víða um lönd og meira að segja jafndyggir stuðnings- menn ísraelskra stjórnvalda á hverjum tíma og bandarískir Gyðingar, hafa látið uppi andúð sína á orðum og gjörðum ísraela í áður óþekkt- um mæli. Sjálfur styrkur þessa andófs, þessarar upp- reisnar, ber vott um breytt viðhorf hjá Palestínu- mönnum sjálfum nú um það bil sem 20 ár eru liðin frá því ísraelar hertóku Gazasvæðið og Vesturbakkann. Þeir hafa margir hverjir sett traust sitt á það að með þrýstingi að utan mætti leysa þá undan hernámi - með pólitískum og hernaðarlegum styrk arabískra ríkja, þrýstingi almenningsálits og þar fram eftir götum. En hinn arabíski heimur er sundraður, hvert ríki hefur sinn djöful að draga, og sveiflur í almenn- ingsáliti hafa engu breytt um það til þessa, að Bandaríkjamenn hafa ekki viljað beita skjól- stæðinga sína í ísrael þrýstingi og Sovétríkin, svo hitt risaveldið sé til nefnt, hafa ekki verið í aðstöðu til að gera það. PLO, Frelsissamtök Palestínu, einskonar útlagastjórn þeirra undir forystu Arafats, hafa að sönnu unnið ýmsa pólit- íska sigra - en ekki þá sem um munar. Vegna þess að þeir sem með völd fara í ísrael, hvort sem væri hægriblökkin Likud eða Verkamann- aflokkurinn, hafa neitað að ræða við PLO. Þessi staða hefur eflt þann skilning með Palestínu- mönnum á hinum hernumdu svæðum, að lausnin komi ekki utan að. Og þá er tvennt til: örvænting fullkomin og uppgjöf eða sú niður- staða að mest sé undir þeirra eigin baráttu kom- ið. ísraleskir ráðamenn vita vel að þeir hafa orð- ið fyrir miklum álitshnekki á þessum vikum og að mjög er gengið á þann forða velvildar sem Ísraelsríki átti hér og þar af sögulegum ástæð- um. En vitanlega geta þeir engum um kennt nema sjálfum sér. Stóru flokkarnir, og flestir hinna smærri lika, neita að horfast í augu við þá staðreynd að Palestínumenn eru til sem þjóð: engar langsóttar túlkanir á hugtakinu koma í veg fyrir að menn sem telja sig þjóð og eiga saman örlög sem slíkir séu þjóð. Hægriblökkin Likud tekur það ekki í mál að skila aftur svo mikið sem ferkílómetra lands og stefnir bersýni- lega að innlimun herteknu svæðanna í ísrael - með þeim óumflýjanlegu afleiðingum, að þar myndaðist einskonar apartheidríki. Verka- mannaflokkurinn, eða amk hluti hans, skilur þennan háska - en sú fylking hefur ekki þokað sér lengra til pólitískrar lausnar en að reifa hug- myndir um að afhenda Jórdaníu eitthvað af hernumdu svæðunum. Einatt heyrast raddir í þá veru að ástandið á Biblíuslóðum sé svo flókið og erfitt að engin útgönguleið sé fær. Það er ekki nema satt að meiri líkur eru sem fyrr á enn einni stórstyrjöld en viðunandi lausn sem fengist eftir samninga- leiðum. En það er brýnt að menn geri sér að minnsta kosti grein fyrir þessu hér: Að framleng ing hernáms og óbreytts ástands er ekki ann- að en ávísun á nýtt blóðbað. Að ekki verður aðeins að frelsa hermundu svæðin undan Isra- el, heldur verður að frelsa ísrael undan hernám- inu - eins og einn þekktasti gagnrýnandi útþen- slustefnunnar í ísrael sjálfu, Uri Avnery, kemst að orði. Og í þriðja lagi: (sraelar og Palestinu- menn geta ekki komið hvor öðrum út úr heimin- um, hvorki með góðu né illu: því verður að taka upp beinar viðræður milli PLO og ísraels. Með þessu eru ekki mörg skref stigin - en ef þeim sem fallast að minnsta kosti á þessar forsendur, fjölgar að miklum mun í ísrael, meðal Palestínu- manna og svo allra þeirra sem smá eða stór áhrif hafa um framvindu mála, þá hefur áhrifa- svæði vonarinnar stækkað. ÁB KUPPT OG SKORFÐ „Alvarlegt brot“ F>ann 4. febrúar felldi siða- nefnd Blaðamannafélags fslands þann úrskurð að dagana 9.-14. nóvember s.l. hafi í fréttatímum ríkisútvarpsins og þætti dægur- máladeildar á rás 2 verið brotin 3. grein siðareglna blaðamanna, þar sem segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu til- litssemi í vandasömustu málum.“ Siðanefndin taldi brot þetta al- varlegt. Það má rifja það hér upp að í umræddum fréttatímum útvarps- ins var fjallað um upplýsingar frá norska sagnfræðingnum Dag Tangen þess efnis að Stefán Jó- hann Stefánsson, formaður Al- þýðuflokksins 1938-1952 og for- sætisráðherra 1947-49, hafi hitt sendiherra Bandaríkjanna og starfsmann bandarísku leyni- þjónustunnar reglulega að máli árið 1948. Haft var eftir Tangen að hann hefði í fórum sínum afrit af skjali úr skjaiasafni Harry Tru- mans Bandaríkjaforseta þar sem getið væri um þessi mál. Tangen sagði að í bandarískum skjalasöfnun hvíldi meiri leynd yfir skjölum er vörðuðu sam- skiptin við ísland á eftirstríðsár- unum heldur en samsvarandi skjöl um Grænland, Danmörku eða Noreg. Síðar sagðist Tangen ekki geta fundið skjalið þar sem Stefáns Jó- hanns var getið þótt hann hefði við höndina afrit af öðrum bandarískum skjölum um ísland. Hélt kannski að hann hefði ein- hvern tíma sent skjalið til ís- lenskra áhugamanna um þessa sögu. Vegna þess að umrætt skjal fannst ekki í fórum Tangens birti fréttastofa útvarpsins yfirlýsingu þar sem hún harmaði að heimild, sem ekki hafði veríð talin ástæða til að vefengja, skyldi reynast ó- traust. Hvað með Kurt Waldheim? Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri fór fram á umsögn siðanefndar. Nefndin, sem að sjálfsögðu er ætlað annað og stærra hlutverk en að gefa hinum og þessum aðilum umsagnir, kaus að líta á beiðni útvarpsstjóra sem formlega kæru. Að sjálf- sögðu er úrskurður í kærumálum opinber og um hann er fjallað í fjölmiðlum. Útvarpsstjórinn virðist þó telja að hann hafi verið í prívat- bréfasambandi við siðanefndina. „Þetta er innanhússmál stofnun- arinnar, “ sagði hann við blaða- mann Morgunblaðsins þegar rætt var við hann um nefndarúrskurð- inn. Kári Jónasson fréttastjóri út- varpsins telur í viðtali við Morg- unblaðið að það hafi verið álita- mál hvort nefndin átti að taka þetta fyrir. Hann segir úrskurð- inn ómarkvissan og öðru vísi en aðra úrskurði nefndarinnar. „Fréttastofan treysti því hins vegar,“ segir Kári, „að heimild- armaður hennar væri áreiðan- legur og ég vil í því sambandi benda á Waldheim-málið þar sem ekki finnast skjöl sem sögð voru vera til.“ Þar sem Ríkisútvarpið hefur í fréttum oft vitnað í skjal sem á að sanna að Waldheim vissi meir um gerðir þýska hernámsliðsins í Júgóslavíu en hann hefur viljað vera láta og þetta skjal hefur ekki enn komið fram í dagsljósið, má kannski búast við því að útvarps- stjóri leggi nýja umsagnarbeiðni fyrir siðanefndina. En þetta eru víst bara innanhússmál hjá út- ivarpinu. Æpandi þögn í Morgunblaðinu í gær birtist einnig viðtal við Stefán Jón Haf- stein forstöðumann dægurmála- deildar Rásar 2. Þar segir hann m.a: „Þetta er slæmt mál fyrir Rtkis- útvarpið en eftir stendur þó þrennt: í fyrsta lagi er spurning hvort íslensk yfirvöld hafi farið fram á það við bandarísk að við- hafa sérstaka leynd um skjöl sem varða ísland. I öðru lagi höfum við engar svipaðar reglur og gilda íBandaríkjunum um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. í þríðja lagi hafa margir helstu fjölmiðlar landsins, sem létu umrætt mál til sín taka, þagað himinhrópandi þögn um uppljóstranir Helgar- póstsins sem fylgdu í kjölfaríð. En siðanefndin fjallar ekki um þögn.“ Já, hvað með skjöl íslenskra ráðuneyta? Eru þau bara fyrir út- valda sagnfræðinga? Ætlaði Steingrímur í alvöru að gera eitthvað í málinu? Skjöl koma í leitirnar Er hugsanlegt að Tangen hafi einhvern tíma séð skjal þar sem getið er um tengsl Stefáns Jó- hanns við bandarísku leyniþjónu- stuna? Helgarpósturinn birti þann 17. des. s.l. frásögn af samskiptum Stefáns Jóhanns í mars 1948 við William Trimble sem var hátt- settur við bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Án þess að nokkurri rýrð sé kastað á Trimble eða Stef- án Jóhann má geta þess að næst- æðsti maður í bandarísku sendi- ráði var gjarna (og er kannski enn) æðsti fulltrúi leyniþjónust- unnar í viðkomandi landi. Trimble sendi bandaríska utanríkisráðuneytinu nákvæmar skýrslur um spjall sitt við íslenska forsætisráðherrann. Og þar var nú ekki töluð nein vitleysan! ís- lenski forsætisráðherrann var áhyggjufullur yfir fjölda kom- múnista í opinberum embættum og bandaríski fulltrúinn lagði á ráðin um hverja bæri að reka. Er hugsanlegt að hjá sumum sé ekki ýkja mikill áhugi á því að leiða sannleikann í ljós? Að mestu varði að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir opna munn- inn um ákveðin mál? í samtali við Morgunblaðið segir Inga Jóna Þórðardóttir, for- maður útvarpsráðs: „Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er að menn læri af reynslunni. “ óp þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, óttarProppé. Frótta8tjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), Sævar Guðbjörnsson. Handrlta- og próf arkalestur: Eiías Mar, Hiidur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útllt8teiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-dg afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:55kr. Helgarblöð: 65 kr. Askriftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Fimmtudagur 11. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.