Þjóðviljinn - 12.02.1988, Síða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
PLO
Tillögur Jassírs Arafats
Leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna rœddi á dögunum við blaða
menn vesturþýska vikuritsins „Stern“ oggreindifrá hugmyndum
sínum um
r
Inýútkomnu hefti vesturþýska
vikuritsins „Stern“ er viðtal við
Jassír Arafat, leiðtoga Frelsis-
samtaka Palestínumanna, þar
sem hann gerir grein fyrir hug-
myndum sínum um frið og fram-
tíðarskipan mála í Palestínu.
Arafat segir fyrsta skrefið vera
brottflutning alls setuliðs frá
svæðunum er ísraelsmenn her-
tóku í sex daga stríðinu árið 1967.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
myndu taka við stjórn þeirra til
bráðabirgða og annast gæslu við
landamærin að ísrael. Svo fljótt
sem auðið væri yrði efnt til kosn-
inga á Gaza og vesturbakka Jór-
danár. Löglega kjörnir fulltrúar
Palestínumanna myndu því næst
taka þátt í ráðstefnu ríkisstjórna
um frið í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
I vikuritinu var greint frá því aö
blaðamenn þess heföu komið að
frið og framtíðarskipan
máli við Arafat í höfuðstöðvum
PLO í Túnis. í för með þeim
hefði ísraelsmaðurinn Uri Avn-
ery verið en hann ritstýrir frjáls-
lyndu tímariti, Haolem Hazeh, í
Tel Aviv.
Blaðamennirnir hófu mál sitt
með því að spyrja Arafat hvort
hann hygðist ekki færa sér í nyt
samúð alþýðu manna um gervalla
heimsbyggðina með Palestínu-
mönnum og leggja fram nýjar til-
lögur PLO.
„Við höfum æ ofaní æ lagt fram
tillögur og gert tilboð en Israels-
menn hafa alltaf hafnað öllu því
sem við höfum stungið uppá. En
ég ætla að gera ykkur grein fyrir
efnisatriðum nýjustu tillagna
okkar um pólitíska lausn átak-
anna í Palestínu.
ísraelsmönnum ber að yfirgefa
herteknu svæðin og fela fulltrú-
um Sameinuðu þjóðanna stjóm
í Palestínu
þeirra. Því næst færu frjálsar
kosningar fram á vesturbakkan-
um og Gazasvæðinu undir al-
þjóðlegu eftirliti. PLO yrði vita-
skuld heimiluð þátttaka í þeim.
Því næst yrði efnt til alþjóðlegrar
friðarráðstefnu þar sem allir full-
trúar hefðu sama rétt.“
Arafat var spurður að því hvort
hann vildi að sveitir á vegum
Sameinuðu þjóðanna önnuðust
landamæragæslu og gættu þess að
ekki skærist í odda með íbúum
palestínska ríkisins og fsraels.
„Einmitt. Fulltrúar Sameinuðu
þjóðanna myndu stjórna öllu og
gæta öryggis á landamærum."
Arafat ítrekaði að PLO væri
eini fulltrúi palestínsku þjóðar-
innar og myndi vitaskuld taka
þátt í ráðstefnum um frið fyrir
hennar hönd. Það væri jafn eðii-
legt og að ríkisstjórnir Sýrlands,
Jórdaníu og ísraels kæmu fram
Jassír Arafat í hópi hermanna PLO.
fyrir hönd þjóða sinna. „Ég
myndi sitja við sama borð og
óvinir mínir."
Arafat vildi ekki staðfesta orð-
róm um að hann væri reiðubúinn
að viðurkenna Ísraelsríki og fall-
ast á ráðstafanir til að tryggja ör-
yggi þess ef palestínskt ríki yrði
stofnað á þeim svæðum sem nú
eru hersetin. En er hann var
inntur eftir því hvort til greina
kæmi að semja um slíka viður-
kenningu svaraði hann að bragði:
„Vitaskuld."
Reuter/-ks.
Sovétríkin
Geðsjúklingar úr vörslu lögreglunnar
Innanríkisráðuneytið munframvegis ekki stýra neinum geðsjúkrahúsum eystra
Háttsettur starfsmaður sovéska
heilbrigðisráðuneytisins
greindi frá því á blaðamanna-
fundi í Moskvu i gær að ákveðin
geðsjúkrahús, er fram að þessu
hefðu verið í umsjá lögreglunnar,
myndu innan skamms lúta yfir-
stjórn heilbrigðisráðuneytis. Sov-
éskir andófsmenn hafa ætíð hald-
ið því fram að pólitískir andstæð-
ingar ráðamanna hafí verið vi-
staðir á þessum stofnunum.
Maður er nefndur Alexander
Churkin. Hann er yfirmaður
sovéskra geðheilbrigðismála.
Hann sagði ákvörðun þessa hafa
verið tekna á fundi æðsta ráðsins í
janúarmánuði og væri hún hluti
gagngerra umbóta í sovéskum
geðheilbrigðismálum er hafist
yrði handa við þann 1. mars
næstkomandi.
Þau geðsjúkrahús er hér um
ræðir hýsa einkum fólk sem stað-
ið hefur verið að „athæfi er ógnað
getur samfélaginu" og þarf því á
mjög traustu eftirliti að halda.
Því hefur innanríkisráðuneytið
séð um rekstur þeirra!
Churkin .vísaði snarlega á bug
öllum „dylgjum" andófsmanna
og fullyrðingum að vestan um að'
ráðamenn hefðu látið vista fjend-
ur sína á þessum stofnunum og
haft geðlækna í þjónustu sinni.
Nýmælin væru fyrst og fremst
„skynsamlegar kerfisbreyting-
ar.“
Hann sagði: „Þar eð vistfólkið
á þessum sjúkrahúsum er ekki
talið ábyrgt gjörða sinna hefur
það ekki verið dæmt fyrir nein
afbrot. Því liggur það í augum
uppi að það eru heilbrigðisyfir-
völd sem eiga að annast um það. “
Churkin greindi frá því að
nokkrum stofnananna yrði lokað
en í öðrum yrðu hýstir sérstak-
lega árásargjarnir sjúklingar.
Hann viðurkenndi að áður fyrr
hefðu „mistök" verið gerð á þess-
um stofnunum en sagðist ekki
þekkja nein dæmi þess að fulltrú-
ar innanríkisráðuneytisins né
starfsmenn KGB hefðu reynt að
fá andófsmenn úrskurðaða geð-
veika.
Reuter/-ks.
,r*$ERÐKÖNNUN
VERÐLAGSSTOFNUNAR
Taflan hér fyrir neðan sýnir verð á nokkrum tegundum fiskvara í 32 fiskbúðum og stórum
matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu þann 2. febrúar sl. Þrátt fyrir áskorun Verðlagsráðs til
fisksala um að lækka verð á fiski um 8%, eins og gert var þegar sett var að nýju hámarksverð á
ýsu, hafa matvöruverslanir og stórmarkaðir í litlu sinnt þeirri beiðni en fiskverð hefur lækkað
nokkuð í flestum fiskbúðum.
Stórar matvöruverslanir Verð janúar RAUÐSPRETTUFLÖK Verð febrúar Breytlng f % STÓRLÚÐAISNEIÐUM Verð Verð janúar febrúar Breyting í % Verð janúar ÝSUHAKK Verð febrúar Breyting f % Verð janúar REYKTÝSA Verð febrúar Breyting í % SALTFISKFLÖK, ÚTVÖTNUÐ Verð Verð janúar febrúar Breytlng 1 %
Kaupstaður í Mjódd 303 303 0,0 461 461 0,0 315 299 - 5,1 406 374 - 7,9 356 356 0,0
Hagkaup Skeifunni 330 330 0,0 381 316 316 0,0 399 399 0,0 364 364 0,0
Mikligarður v/Holtaveg 330 330 0,0 455 455 - 0,4 317 317 0,0 401 401 0,0 364 364 0,0
Nýibær Eiðisgranda 337 317 - 5,9 459 459 0,0 314 314 0,0 405 325 250 -23,1
Stórmarkaðurinn, Skemmuvegi 458 310 310 0,0 404 404 0,0 350 350 0,0
Hólagarður Lóuhólum 2-6 356 356 0,0 490 490 0,0 359 359 0,0 430 430 0,0 393 393 0,0
J.L. Húsið Hringbraut 121 482 482 0,0 336 336 0,0 458 458 0,0 418
Fjarðarkaup Hólshrauni 1b 348 327 - 6,0 448 358 298 -16,8 298 372 273 -26,6
S.S. Glæsibæ 344 344 0,0 525 525 0,0 341 340 - 0,3 365 365 . 0,0 373 395 5,9
Víðir Seljabraut 54 344 310 - 9,9 448 298 248 -16,8 415 415 0,0 379 379 0,0
Kjötmiðstöðin Garðabæ 312 312 0,0 454 454 0,0 359 359 0,0 398 398 0,0 312 365 17,0
Fiskverslanir
Fiskbúðin Reykjavikurvegi 395 365 - 7,6 310 300 - 3,2 350 360 2,9 305 300 - 1,6
Fisbúð Norðurbæjar Miðvangi 350 330 - 5,7 350 350 0,0 350 330 - 5,7
Fiskbúðin Hófgerði 30 380 380 0,0 320 300 - 6,3 380 280
Fiskbúðin Álfhólsvegi 32 390 380 - 2,6 320 320 0,0 290
FiskbúðinTunguvegi 260 260 0,0 380 380 0,0 320 310 - 3,1 350 350 0,0 320 320 0,0
Sæver Háaleitisbraut 58-60 327 300 - 8,3 418 400 - 4,3 308 305 - 1,0 330 330 0,0 330 330 0,0
Fiskbúðin Brekkulæk 1 280 350 330 - 5,7 350 350 0,0
Sæbjörg Nönnugötu 302 280 - 7,3 420 385 - 8,3 320 291 - 9,1 350 330 - 5,7 330 300 - 9,1
Sæbjörg Grandagarði 302 280 - 7,3 418 385 - 7,9 313 291 - 7,0 357 330 - 7,6 295 300 1,7
Fiskbúðin Grímsbæ 280 280 0,0 400 390 - 2,5 340 310 - 8,8 350 310 -11,4 330 310 - 6,1
Fiskbúðin Skaftahlíð 24 340 340 0,0 380 380 0,0 317 295 - 6,9 350 350 0,0 350 350 0,0
Hafrún Skipholti 70 380 350 - 7,9 450 440 - 2,2 330 330 0,0 380 350 - 7,9 330 330 0,0
Fiskbúðin Hafkaup, Sundlaugavegi 12 220 220 0,0 420 420 0,0 335 300 -10,4 370 350 - 5,4 310 310 0,0
Fiskbúðln Sæval Frakkastig 360 360 0,0 456 456 0,0 310 310 0,0 380 380 0,0 320 320 0,0
Fiskbúðin Arnarbakka 2 220 350 350 325 - 7,1 . 330 350 6,1 330 350 6,1
Fiskverslun Hafliða Grandagarði 285 280 - 1,8 390 390 0,0 320 320 0,0 340 330 - 2,9 320 320 0,0
Fiskbúð Hafliða, Hverfisgötu 285 280 - 1,8 390 390 0,0 310 300 - 3,2 330 330 0,0 325 320 - 1,5
Fiskbúðln Sörlaskjóli 42 420 386 - 8,1 330 300 - 9,1 356 327 - 8,1 335 300 -10,4
Fiskbúðin RánargötU 15 220 350 370 5,7 350 320 - 8,6 280 290 3,6
Fiskbúðin Hofsvallagötu 16 380 380 0,0 310 285 - 8,1 385 345 -10,4 345
Fiskbúðin Viðimel35 250 250 0,0 400 400 0,0 315 310 - 1,6 380 360 - 5,3 330 330 0,0
/
Föstudagur 12. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11