Þjóðviljinn - 17.02.1988, Page 5
Um foiræði bama
Eiríkur Brynjólfsson skrifar
Um þessar mundir liggur fyrir
alþingi frumvarp til laga um sam-
eiginlegt forræði yfir börnum for-
eldra sem ýmissa hluta vegna búa
ekki saman.
Tíunda febrúar síðastliðinn
skrifaði Hjörleifur Guttormsson
langt mál um þetta í Þjóðviljann.
Þessi orð eru meðal annars skrif-
uð af því tilefni.
Eftir að hafa sótt hingað og
þangað rök með og móti segir
hann í greininni:
„Ekki vil ég flokka þá skipan
mála, sem lögð er til með frum-
varpinu, sem jafnréttismál. Ég
teldi illa farið ef breyting af þessu
tagi yrði til þess að veikja stöðu
móður í deilu um forsjá eftir
skilnað, en vil á engan hátt stað-
hæfa, að það vaki fyrir flutnings-
mönnum."
Ég skil illa fyrri setningu Hjör-
leifs, þessa um jafnréttismálið.
Ég fatta ekki hvaðan hann hefur
hugmyndir um jafnrétti. Nema
að hann virðist haldinn þeirri
meinloku að rugla saman
jafnrétti almennt og jafnrétti
kynja. Það er nefnilega búið að
þvæla svo merkingu orðsins
„jafnrétti" að það merkir nú ein- Hjörleifi dettur ekki í hug að taka
ungis kynjajafnrétti. Jafnrétti mark á þeim. f þessu máli ein-
milli annarra þjóðfélagshópa, blínir hann á hlutverk móður sem
stétta o.s.frv., er hreint orðið uppalanda og út frá þeim sjónar-
„Hvað með það þótt réttur mœðra til
forrœðis yfir börnum sé skertur? Börn
eigafeður!“
skertur? Börn eiga feður! Er ekki
sjálfsagt mál að auka rétt þeirra
til barna sinna? Hefur það ekki
verið gefinn hlutur nógu lengi, að
Eiríkur Brynjólfsson er íslenskukenn-
ari og rithöfundur.
ekki til.
Seinni setningin, þessi um „að
veikja stöðu móður í deilu um
forsjá eftir skilnað...", kemur
reyndar upp um hugsun Hjör-
leifs. Það er því alveg greinilegt
að allar röksemdir fyrr í greininni
eru settar fram til skrauts og
hóli kemur skoðun hans.
Svipaðar staðhæfingar hafa
komið fram í máli annarra þing-
manna og ekki síst þeirra sem
kalla sig þingkonur.
Og ég spyr:
Hvað með það þótt réttur
mæðra til forræðis yfir börnum sé
mæður geti svipt feður börnunum
sínum?
Og ég fullyrði:
1 fyrsta lagi: það er rangt að
mæður séu hæfari uppalendur en
feður. Goðsögnin um að móðir sé
hæfari uppalandi byggir á eld-
gamalli hefð sem mótaðist í
þjóðfélagi sem dæmdi mæður til
heimavinnu og feður til útivinnu.
í öðru lagi: það er firra að börn
hafi meiri þörf fyrir mæður sínar
en feður. Arfsögnin um að börn
þarfnist móður sinnar meira
byggir á sömu forsendum og það
sem sagt var hér að ofan.
í þriðja lagi: það er útí hött að
annað fráskilinna foreldra geti
einsamalt „átt“ forræði barns
tveggja manna, rétt eins og um
væri að ræða ísskáp eða þvotta-
vél. Þetta byggir á elsku þjóðfé-
lagsins á séreign og andúð þess og
skömm á sameign og sameigin-
legri ábyrgð.
í fjórðalagi: það er glæpur að
svipta börn feðrum sínum eins og
gert hefur verið alltof lengi.
í fimmta lagi: það er tóm tjara
að ætlast til þess að öll ábyrgð
barns sé einhliða lögð á herðar
annars foreldris.
Ég skora á alþingismenn að
samþykkja frumvarpið hið snar-
asta og möglunarlaust og láta
ekki gamaldags, úreltar og úrsér-
gengnar kreddur villa sér sýn á
mannlegar þarfir og tilfinningar.
Kvennalisti og kjöifylgi
Þorgrímur Starri Björgvinsson skrifar
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum hið hraðvaxandi fylgi,
sem skoðanakannanir útdeila
Kvennalistanum. Ástæðurnar
fyrir þessari miklu fylgisaukningu
eru efalaust fjölmargar, og skulu
þær ekki að ráði raktar í þessu
greinarkorni.
Ekki afleiðingarnar heldur,
utan sú skrýtna staðreynd, að
eins og þessi samtök eru upp-
byggð (sem á þó sinn þátt í fylgis-
aukningunni) var ekki hægt að
gera þeim verri grikk en þennan.
Það kann að þykja þversögn, - og
er það, - en engu að síður mun
sannast að þetta er rétt fullyrð-
ing.
Fyrir flokk eins og Alþ.bl.,
sem á við þveröfugt vandamál að
stríða, - þ.e. að vera stöðugt að
tapa fylgi í stað þess að vinna á, -
hlýtur þessi árangur kvennanna
að vera stöðugt umhugsunarefni.
Hvað gerði Kvennalistinn sem
jók honum svo mjög fylgi, en Al-
þýðubandalagið lét ógert þrátt
fyrir stefnu þess og tilgang? Ég
skal drepa á eitt atriði, - og er það
raunar höfuðtilgangur þessarar
greinar.
Við stjórnarmyndunarviðræð-
urnar s.l. vor setti Kvennalistinn
fram það meginskilyrði fyrir
stjórnarþátttöku, að væntanleg
ríkisstjórn stæði við lagasetningu
um lágmarkslaun, að bannað yrði
að semja um lægri laun fyrir
skikkanlegan vinnutíma en þau
er dygðu fyrir sómasamlegri
framfærslu. Fyrir þessu voru
fullgild rök hjá svo ríkri þjóð. En
auðvitað gat afturhaldið ekki
gengið að svo sjálfsagðri kröfu.
Ég er sannfærður um, að ekk-
ert sem frá Kvennalistanum hef-
ur komið, hefur skapað honum
jafnmikla fylgisaukningu og þessi
krafa.
flutnings. Báru þeir því við, að
þetta væri í verkahring launþega-
samtakanna, og best komið þar.
Þetta væri skerðing á samnings-
frelsi, valdboð og miðstýring, -
allt velþekktar klisjur.
bættum kjörum alþýðu, þótt
þessari hindrun sé úr vegi rutt.
Stjórnendur fundarins lögðu
það helst til mála að vísa tillögu
minni til framkvæmdastjórnar
flokksins, - koma henni fyrir í
„Ég legg því til að þingmennflokksins
fari nú að láta hendur standafram úr
ermum íþessu máli. Ég legg ennfremur
til að þeirsömu þingmenn dusti rykið af
hinu merkafrumvarpi Stefáns okkar
Jónssonar forðum daga, þarsem lagt
var til að bundið yrði lögum að enginn
mœtti taka hœrri laun en sem næmi
tvöföldum þurftarlaunum. “
En hvað gerði Alþýðubanda-
lagið? Mig minnir að Þjóðviljinn
væri með tilburði í þá átt að gera
grein fyrir þessu uppátæki
Kvennalistans, og teldi þar ýmsa
annmarka á; gott ef ekki óábyrga
pólitík.
Svo gerðist það á hinum minn-
isverða miðstjórnarfundi Alþ.bl.
á Varmalandi í maí s.l. að ég bar
fram ályktun, sem efnislega
hljóðaði upp á það, að þingmenn
flokksins skyldu vinna að því á
Alþingi að fá lög um lágmarks-
laun samþykkt.
Ýmsir úr forystuliðinu, svo og
fulltrúar verkalýðshreyfingar,
löttu mig mjög til þessa tillögu-
Auk þess vantaði tilhlýðilegar,
endalausar vangaveltur og um-
ræður um málið. Ég sagði á móti,
að þetta væri hreint mannrétt-
indamál. Launþegasamtökunum
væri nægur hlutur eftir skilinn,
þótt löggjafinn setti atvinnurek-
endum þær skorður að þeir gætu
ekki lengur knúið þau til samn-
inga um svo lág laun að ekki
dygðu til framfærslu, sem aftur
leiddi til vinnuþrælkunar, en slíkt
virðist orðin föst regla nú undan-
farið. Launþegasamtökin skortir
þann innri styrk sem þarf til að
hrinda þessum ósköpum af herð-
um fólksins. Því miður. Næg eru
því verkefnin við að berjast fyrir
snyrtilegri geymslu. Þá var það
sem fundarmenn gripu í taumana
og hrópuðu: Við látum þessa til-
lögu ganga til atkvæða og af-
greiðslu nú þegar!
Það var eðlilega gert. Mikill
meirihluta fundarmanna greiddi
tillögunni atkvæði, nokkrir sátu
hjá, enginn ámóti. Hverurðu svo
viðbrögðin? Þjóðviljinn birti
þessa ályktun án frekari umfjöll-
unar. Síðan ekki söguna meir.
Frá þingmönnum flokksins hefur
hvorki heyrst hósti né stuna.
(Svona óþægilega uppákomu í
flokknum, - hana er best að
þegja í hel, gleyma henni. Eða
hvaö?!
Nú eru miðstjórnarfundir, að
mínum skilningi, æðsta vald
flokksins milli landsfunda. Á
landsfundinum fræga s.l. nóvem-
ber bar þessa ályktun Varma-
landsfundar ekki á góma, svo hún
stendur enn óhögguð.
Ég legg því til að þingmenn
flokksins fari nú að láta hendur
standa fram úr ermum í þessu
máli. Ég legg ennfremur til að
þeir sömu þingmenn dusti rykið
af hinu merka frumvarpi Stefáns
okkar Jónssonar forðum daga,
þar sem lagt var til að bundið yrði
lögum, að enginn mætti taka
hærri laun en sem næmi tvöföld-
um þurftarlaunum. Með þessu
yrði launþegahreyfingunni ekki
heldur settar óeðlilegar skorður.
Innan slíks iaunaramma væri
sannarlega nógu vfður völlur fyrir
þá að bægslast á, sem gera það að
sáluhjálparatriði að viðhalda
launamismun í landinu.
Eins og ástandið er í dag, hefur
aldrei verið brýnni þjóðarnauð-
syn en nú á lögum um hámarks-
og lágmarkslaun. Það er hreinn
aumingjaskapur af flokki alþýð-
unnar að hefja ekki nú þegar bar-
áttu fyrir því.
8. febrúar 1988
Starri í Garði
P.S. Þegar ég var að festa þessar
línur á blað, barst mér í hendur
Þjóðviljinn, dags. 4. febrúar. Þar
er í leiðara eftir Óttar Proppé
rætt um þörfina á því að ríkisvald-
ið setji mörk um lágmarkslaun.
Þetta er góðs viti og gott svo langt
sem það nær. Svo feiminn er þó
ritstjórinn, að hann getur þess í
engu, að fyrir liggi stefnumörkun
Alþýðubandalagsins í þessa veru.
Hvílík hæverska!
Starri.
Þorgrímur Starri Björgvinsson er
bóndi í Garði í Mývatnssveit.
Miðvikudagur 17. febrúar ''^88 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5