Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 6
HEIMURINN Sovétríkin Pakistanir söðla um Fyrsti varamaður Shevardnadzes sakar Pakistanstjórn um hentistefnu og segir hana helsta þránd ígötufriðarsamninga um anistan Afghi Júrí, Dímítrí og ívan eru illa séðir af alþýðu manna í afghönsku strjálbýli og er fyrir löngu orðið tímabært að þeir hypji sig heim. Sovésk stjórnvöld létu að því liggja í gær að þau myndu reyna að vinna bandaríska ráða- menn til fylgis við skjóta samn- ingagerð um lausn stríðsins í Afg- hanistan. Myndu þau bera víurn- ar í George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku og freista þess að fá hann til liðs við áform sín. í viðtali við Prövdu í gær hélt fyrsti varautanríkisráðherra So- vétríkjanna, Júlí Vorontsov, því fram að ljúka mætti samningi um heimköllun sovéskra dáta í byrj- un mars ef bandamenn Banda- ríkjamanna í fslamabad drægju til baka ný skilyrði sín. Vorontsov var tyrir skömmu á ferð í Pakistan og átti viðræður við ráðmenn um nýframsett til- boð Gorbatsjovs húsbónda síns og Najibullahs, forseta í Kabúl, uni heimkvaðningu allra sovét- dáta á tíu mánuðum. Kvað Vorontsov Pakistani hafa sagst fallast á tillögurnar svo fremi brottflutningur her- sveitanna hæfist ekki fyrr en sam- steypustjórn hefði verið sett á laggirnar í Afghanistan. Vor- ontsov sagði þessa nýju kröfu hafa komið sér á óvart og væri hún augljóslega sett fram til þess eins að draga samningagerð á langinn. Stjórnin í íslamabad segði eitt í dag en annað á morg- un og fram að þessu hefði hún gert tafarlausa brottför sovésks herliðs að skilyrði fyrir öllu samn- ingamakki. „Pakistanir ættu að taka þessa óábyrgu afstöðu sína til endur- skoðunar hið snarasta. Nú veltur það á þeim einum hvort samning- ar verða undirritaðir bráðlega í Genf." Vorontsov er hæst setti samn- ingamaður Kremlverja í Afghan- istan-deilunni. Hann tengdi vita- skuld ekki orð sín um Afghan- istanmálið væntanlegri komu Shultz á sunnudaginn. En kunn- ugir telja það engum vafa undir- orpið að sovéskir ráðamenn hyggjast leggja hart að honum að beita Pakistanstjórn þrýstingi í þessu máli þannig að samningar takist skjótt og vel þegar við- ræður hefjast á ný um þetta mál í Genf þann 2. mars næstkomandi. Fulltrúar beggja stórveldanna hafa staðfest að Afghanistanmál- ið verði ofarlega á baugi í við- ræðum bandaríska utanríkis- ráðherrans við sovéskan kollega sinn, Eduard Shevardnadze, og Gorbatsjov. Yfirlýsing aðalritar- ans þann 8. þessa mánaðar um að heimkvaðning sovésku dátanna gæti hafist þann 15.maí svo fremi að semdist fyrir 15.mars hefur aukið bjartsýni manna um að hildarleiknum í Asíuríkinu ljúki brátt. Reuter/-ks. Nicaragual Kontra Taka ekki gísla Frá árásinni á Barrio de Balsamo í norðurhluta landsins. Bandarískur samferðamaður, FrankWohl, tók myndirnir og segirfrá Einum bændanna í þorpinu var gefið að sök að „njósna fyrir Sandínista". Hann var bundinn við tré, yfírheyrður næturlangt og síðan dæmdur til dauða. Um það leyti er dóminum skyldi fullnægt sást til ferða eftir- litssveitar Sandínista í nágrenn- inu. Kontrar ákváðu þá að hafa engar vöflur á og stinga manninn til bana. Ungur hermaður úr þeirra röðum gaf sig fram til að vinna verkið, en því eru gerð skil á meðfylgjandi ljósmyndum. Eftir að þessi villimannlegi at- burður átti sér stað var talsmaður kontra spurður hvernig þvílíkt og annað eins gæti gerst. Hann svar- aði blákalt að sér væri allsendis ókunnugt um að nokkur verkn- aður af þessu tagi hefði verið fra- minn. Ekki væri þó hægt að þver- taka fyrir slíkt, en opinber stefna kontra gengur í þveröfuga átt, sagði hann. A fyrstu myndinni sést að bóndinn er neyddur til að taka sér gröf, og á þeirri næstu hvar hann fær uppfyllta ósk sína um hinstu máltíð. Heldur er máltíðin fátæk- leg, og 'neytir hinn dauðadæmdi hennar á barmi grafarinnar. Þessu næst er hann lagður til, og foringi kontrasveitarinnar bindur hendur hans. Ungur hermaður gerist nú sjálfboðaliði. Hann leggst á kné ofan á bóndanum og stingur hann í hálsinn með hnífi. Hnífslag böðulsins unga hefur geigað. Bóndinn æpir, og annar kontri nær í stóran lurk til að þagga niður í honum. Foringi kontrasveitarinnar tekur hnífinn þessu næst af viðvaningnum til að fullkomna verknaðinn. Foringinn hneppir skyrtunni frá fanga sínum og ristir hann á kviðinn. Bóndinn þagnar, og krampakippir gefa til kynna að dauðinn fari á hann. Mold er rót- að á líkið, og að verkinu unnu hefur sveit kontranna sig á brott í skyndi, enda eftirlitssveit Sandín- ista á næstu grösum. Ny tid/HS UMRÆMUNDIR UM UFSKJÖR, LÝÐRÆÐIOG NÝJAR LE1ÐIR TÍL BÍJRI murwAR Fjaidi qnnarrq frqirKdgimioima með í for, Uflegaf umra&5ur fynrspurnir Aiiir veikomnir. ijmtXit mewsfc'.* '.••.¦sS* é m po imc r~m pk íx. :'*m "4 %%\ W\ h"1 Wm 9?~fi if^ M tvl émíM mL^s snMm m_ i waí i*_ ,:'J W3k i ¦ mm 'mk. *. ; tK.-« *á m ÍÍ..1 Blönduós og nærsveitir Hótel Blönduós, laugardaginn 20. febrú- arkl. 15.00. Ólafur Ragnar Grímsson Hörður Oddfríðarson og Unnur G. Kristjánsdóttir Hvammstangi og nærsveitir Vertshúsið, sunnudaginn 21. febrúar kl. 16.00 Ólafur Ragnar Grímsson Hörður Oddfríðarson og Unnur G. Kristjánsdóttir Allir velkomnir! 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.