Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 2
P-SPURNINGIN
Ætlar þú að notfæra þér
samningana við Lion Air
um ferðir til Luxemborgar
nú í sumar???
Sóley Tómasdóttir,
starfsm. pósth. Ármúla:
Já, ég hef áhuga og gæti því vel
hugsað mér það.
Gunnlaugur Halldórsson,
starfsm. pósth. Ármúla:
Já, þar sem ég á kost á því gæti
vel farið svo að ég nýtti tækifærið
og skellti mér.
Sigríður Þorvaldsdóttir:
starfsm. pósth. Ármúla:
Ég er nú bara búin að ráðstafa
sumarfríinu mínu í annað svo úr
verður ekki í ár en ég gæti alveg
hugsað mér það.
Einar Halldórsson:
starfsm. pósth. Ármúla:
Ég er búinn að fara út í ár svo ég
kem ekki til með að nota þetta
núna, því þó svo ferðirnar séu
ódýrar leyfir fjárhagurinn það
ekki að ég fari oft út á ári. Það er
nú svo.
w
1 H'
B9A
. ¦ ,.
Davi'ð Hálfdánarson,
þingvörður:
Nei ég geri ekki ráð fyrir því. Ég
bara nenni ekkí að standa í bið-
röð, þetta eru allt of fáir miðar,
miðað við fjöldann sem er í fé-
lögunum.
FRErnp
Iðnnemar
Launin snarlega lækkuð
Pálmar Halldórsson, Iðnnemasambandinu: Desembersamningarnirþýddu íraun
kjaralœkkunfyrir iðnnema. Slæm reynsla iðnnema afkrónutölusamningum.
Laun iðnnema eru í dag miklu
lægri en þau hefðu verið ef
launaviðmiðun fyrri samninga
hefði verið látin standa, en þá
voru laun iðnnema ákveðinn
hundraðshluti af launum sveina í
stað þess að í
desembersamningunum var sam-
ið um fasta krónutölu. Við feng-
um Kjararannsóknanefnd til að
gera samanburð á laununi iðn-
nema og niðurstöðurnar eru væg-
ast sagt sláandi, sagði Pálmar
Halldórsson, formaður
Iðnnemasambandsins.
Samkvæmt útreikningum
Kjararannsóknanefndar lækk-
uðu laun iðnnema í öllum iðnum
með desembersamningunum,
hvort heldur er miðað við nem-
endur sem eru á jafnaðarlaunum
allt árið eða nemendur sem njóta
aðeins launa fyrir unninn tíma og
eru ekki á launum meðan þeir
sitja á skóiabekk.
Svo dæmi sé tekið af mánaðar-
launum nema í málmiðnaði þá
lækkuðu þeir nemar sem nutu
launa allt árið frá 13% á fyrsta ári
í 24,7% á fjórða ári. Svipaða sögu
er að segja af nemum sem fengu
laun fyrir unninn tíma, en laun
þeirra lækkuðu frá 20% á fyrsta
ári í 24,2% á öðru ári.
- Laun fyrir unninn tíma hafa
fram að síðustu samningum fylgt
að lágmarki lágmarkslaunum
verkamanna, en núna ná iðn-
nemar ekki þeirri viðmiðun fyrr
en á fjórða ári í námi, sagði Pálm-
ar.
-rk
Framhaldsskólar
r ¦"
5 'K
Í\ÍK
ogij
samkeppni
Verðlaunaverkflutt í út-
varpinu, skilafrestur til 1.
mars
Útgáfufélag framhaldsskól-
anna, ÚFF og Ríkisútvarpið, efna
til smásögu og ljóðasamkeppni
framhaldsskólanema. Skilyrði
fyrir þátttöku er að hafa stundað
nám í framhaldsskóla hvar sem er
á íslandi veturinn 1987-88.
Tilgangur keppninnar er að
draga fram í dagsljósið, efla og
auka veg skáldskapar framhalds-
skólanema á íslandi. Skilafrestur
er til 1. mars, og skal allt efni sent
inn undir dulnefni, en rétt nafn,
sími, heimilisfang og skóli, fylgja
í lokuðu umslagi. Verðlaun fyrir
ljóð eru, kr. 12.000, 3.500 og
2.800, og fyrir sögur kr. 25.000,
15.000 og 3.100.
Úrslit verða kunngerð í þættin-
um Ekkert mál á Rás tvö, og
verða verðlaunaverkin flutt í út-
varpinu. Heimilisfang keppninn-
ar er: ÚFF, pósthólf 5058, 125
Reykjavík.
LG
Búnaðarþing
Settá
mánudaginn
Búnaðarþing, hið 71. í röðinni,
verður sett í Súlnasal Hótels Sögu
mánudaginn 22. febrúar n.k. kl.
10.00 árdegis. Gera má ráð fyrir
að þingið standi fast að hálfum
mánuði.
Búnaðarþing sitja 25 fulltrúar
auk þriggja manna stjórnar fé-
Iagsins og búnaðarmálastjóra.
Búnaðarþing 1987 afgreiddi 50
mál. Jónas Jónsson búnaðar-
málastjóri bjóst við að leiðbein-
ingaþjónusta landbúnaðarins,
skipuíag hennar og fjármál,
myndu skÍDa mikið rúm á þing-
inu. - mhg
Framkvæmdir við nýbyggingu á Bergstaðastræti 15 var stöðvuð sl. sumar og nú hefur Borgardómur ógilt byggingarleyfið
frá byggingarnefnd borgarinnar.
Bergstaðastræti 15
Olögmæti byggingarleyfis
Byggingarnefndfór útfyrir valdsvið sitt. „Dómurinn sýnir að
borgaryfirvöldgeta ekki gengið á eignarréttfólks," segir Kári
Halldór Jónsson
Urskurður félagsmálaráðherra
frá því í júlí 1986, um að bygg-
ingarleyfi fyrir lóðina Bergstað-
astræti 15 væri ólöglegt, hefur
verið staðfestur af borgardómi.
Kári Halldór Jónsson, sem á sín-
um tíma kærði leyfisveitinguna,
segir dóminn sigur fyrir hús-
eigendur og sýna að borgaryfir-
völd geti ekki gengið á eignarrétt
fólks að vild.
„Dómurinn sýnir að það getur
borgað sig fyrir almenning að
leggja eitthvað á sig, þegar kerfis-
karlar túlka lög og reglugerðir sér
í vil," sagði Kári við Þjóðviljann.
Hann segir að hér sé um að
ræða áfellisdóm yfir slælegum
vinnubrögðum byggingarnefndar
Reykjavíkur, sem farið hafi út
fyrir valdsvið sitt. „Ef hún hefði
farið eftír sínum reglum, hefði
aldrei komið til þessa máls." Að
sögn Kára bar byggingarnefndin
því við að skipulagsnefnd
Reykjavíkur hafi samþykkt bygg-
inguna, en hún væri aðeins ráð-
gefandi nefnd og gæti því ekki
borið ábyrgð.
Annmarkar á leyfi byggingar-
nefndar, til að reisa þriggja hæða
fbúðarhús á lóðinni voru margir.
Lóðin er aðeins 230 fermetrar og
því hefði þurft heimild frá Skipu-
lagsstjórn til byggingar íbúðar-
húss. Miðað við samþykkt aðal-
skipulags Reykjavíkurborgar var
fyrirhugað nýtingarhlutfall lóðar-
innar allt of hátt. Auk þess var
byggingin of há og vegna stað-
setnmgar á hornlóð, hefði þurft
hornsneiðingu á húsið.
mj
Útvarp Rót
Dagskráin endurskoðuð
Töluverð eftirspurn hefur verið
hjá félögum og einstaklingum
að komast að með þætti í Útvarpi
Rót að sögn starfsmanna stöðvar-
innar og því hefur verið ákveðið
að endurskoða dagskrána á næst-
unni og hleypa nýjum dagskrár-
aðilum að.
Frestur til að sækja um nýja
þætti, eða breytingar á þeim sem
fyrir eru, rennur út 29. febrúar
n.k. og ný dagskrá mun taka gildi
um miðjan næsta mánuð. Frekari
dagskrárbreytingar eru síðan
ekki fyrirhugaðar fyrr en í maí í
vor.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Rótar,
Brautarholti 3 og { síma 91-
623610, en skriflegum umsókn-
um ber að skila til skrifstofunnar í
Brautarholti. _j„
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 19. febrúar 1988