Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 10
FERÐABLAÐ Ferðalög: *. -LwWw-L-L -L -Lk^v L^vL— 2-i^O w wW-L Holl skemmbm eða radleysis- flandur? Það versta viðferðalögerhversuþröng- sýnn maður verður. Er eitthvert vit í öllum athugasemdunum umþað al- genga framtak að ferðast? „í þrjátíu ár hef ég verið á ferð- inni sem embættismaður ríkisins, pg einu staðirnir í veröldinni sem ég hef ekki enn komið til eru Sic- huan, Guizhou og Yunnan." Þetta segir kínverski rithöf- undurinn Shen Fu í sinni ævi- sögu, en hann var uppi í kringum aldamótin 1800. Reyndar augljóst af þessum orðum hvar heimurinn endar í augum við- komandi, og orð það sem Kín- verjar hafa Iöngum notað um ríki sitt og gera enn þann dag í dag, Miðríkið, skýrist af samhenginu. Þarlandsmenn eru svo náttúriega ekki þeir einu sem hafa fallið í þá freistni að setja eigið land mið- svæðis í veröldinni með við- eigandi titlatogi; annað örnefni í þessa veru, og til muna nær okkur út frá landafræðinni, er Miðjarð- arhafið. Væntanlega ferðatí- manna tákn að svo þjóðhverf ör- nefni eru á undanhaldi. Að lenda í ferðalögum Og áfram um ferðalög; hvernig sem á því stendur er til urmull athugasemda um þetta framtak að koma sér frá einum stað til annars, og hávaðinn af þeim heldur neikvæður. Þessa hér er að finna í sendibréfi Þórbergs Þórðarsonar til Vilmundar Jóns- sonar, landlæknis, en það fór þeim í milli á miðjum þriðja ára- tugnum: „Ó, þú heimska mannsins barn! Hefur ekki hinn heilagi Tómas frá Kempis sagt, að ferða- lög geri menn að bjánum? Hefur ekki Þórbergur Þórðarson kennt, að sá sem leiti út úr herbergi sínu til þess að öðlast þekkingu og far- sæld, uppskeri fávisku og sorg?" í þessu sendibréfi er að finna frægar vangaveltur meistarans um hinn „stílistiska skyldleika" kamarsins á Breiðabólsstað í Fellahverfi og skúrhúss við Hákonar-höllina í Bergen, en við höldum okkur við ferðasöguna: „Ég stirðnaði upp, er ég renndi augunum yfir þetta síldarplan framandi þjóðar. Ég gat ekki bet- ur séð en skipið hefði gleymt sjálfum mér í Reykjavíkurhöfn. Sfldarplanið, kofarnir, myrkrið og fólkið - allt var þetta orðrétt þýðing á næturþætti úr hafnar- sögu Reykjavíkur... Ég hímdi langa stund úti við öldustokkinn og horfði höggdofa á þessa óskemmtilegu sjón, eins og ég væri dáleiddur af þjóðlegri endurminningu. Ég tárfelldi, og ég andvarpaði yfir heimsku minni. Hvaða erindi á Skandin- avi til Skandinavíu?" Kannski er ekki til einhlítt svar við svonalagaðri spurningu, og fer að styttast yfir í frægar skáld- sagnapersónur á borð við Garðar Hólm, en í Brekkukotsannál segir eitthvað á þá leið að hann hafi verið vænn drengur hann Gorgur litli hennar Kristínar í Hringjarabænum, en að hann hafi lent í ferðalögum. A Imenningseign Nú er það auðvitað sitt hvað, ferðalag af þessum þungaviktar- flokki, sem eiginlega er samheiti yfir eitthvert ráðleysisflandur með því innbyggða varnaðarorði að ekki grói um farandi stein, og aftur meinleysisleg afslöppun í afmörkuðu sumarrríi, gjarnan á sólarströnd eins og nú er algengt. Þegar rætt er um tröllauknar breytingar sem átt hafa sér stað meðal alls þorra fólks á þessari öld þá er ferðasprengingin ekki ómerkilegri en hver önnur, og getur hver litið í eigin barm með það hve miklu oftar hann eða hún hefur farið utan um ævina en for- eldrakynslóðin, að ekki sé nú minnst á eldri kynslóðir. Þeirri hótfyndni er stundum fleygt að það versta við ferðalög sé hversu þröngsýnn maður verði. Sannleikskomið í þessari þversögn á að vera það að maður vegi og meti nýja staði undir sjón- arhorni heimabyggðarinnar og niðurstöðurnar verði eftir því. Eftir þessari kenningu ætti ís- lendingi sem vanur er sprengju- heldum vistarverum eða því sem næst, að verða tíðrætt um vesal- dóm og handarbakavinnubrögð hjá frumbyggjunum í einhverri sólarlandaparadísinni sem tjalda til einnar nætur eða svo í íbúð- armálum, en gleymi að huga að því hvort það sé ef til vill alveg fullnægjandi á þessum stað. Eins mætti láta einhvern afslöppunar- heftan landann hafa hátt um þá leti og ómennsku fólks í Suður- Evrópu að eyða hálfum deginum í svefn, í stað þess að dást að sól- arbreyskjuaðlögunarhæfninni sem í fyrirkomulaginu felst; ólíkt meira vit í því að hvíla sig þegar heitast er og vinna þá hvíld upp á svalari stundum. Dæmum af þessu tagi má ef- laust finna stað, en heldur eru þau léttvæg miðað við þá stór- kostlegu samskiptabyltingu að milljónir launafólks eiga þess nú kost að ferðast milli landa í fríum sínum og fá nasasjón af siðum og venjum annarra þjóða. Það er að vísu allnokkuð í sumarfríin enn, en skipulagningin er ljóslega komin á flugstig, og eru auglý- singar ferðaskrifstofanna þessa dagana til marks um það. Góða ferð og góða heimkomu! HS 10 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Föstudagur 19. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.