Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI strax, Jóhanna! Hættu „Hversvegna er vegiö aö mér?“ spuröi Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráöherra úr ræðustól alþingis á þriöjudaginn, og bætti þvf viö að undanfarið heföi hvarflað aö sér aö „jafnt og þétt“ væri verið aö gera sér „óbærilegt" aö starfa í ríkisstjórninni. Biturleikinn í þessari oröræöu ráðherrans er í sjálfu sér nógu augljós. Samhengiö skerpir þó til muna þann nöturlega tilvistarvanda sem nú hrjáir Jóhönnu Sigurðardóttur í sessi félags- málaráðherrans. Þessi orö féllu í umræðum í neðri deild um kaupleigufrumvarp ráöherrans, - á sömu stundu og flokksbróðir hennar í fjár- málaráðuneytinu stóö í ræöustól efri deildar og mælti fyrir frumvarpi um niöurskurö til húsnæö- ismála. Þegar ríkisstjórnin var mynduö þótti mörgu félagshyggjufólki vonarglæta að því aö Jó- hanna skyldi veljast í félagsmálaráðuneytiö. Hún var á síðasta kjörtímabili einn af skelegg- ustu talsmönnum stjórnarandstæöinga í hús- næðismálum, taliö var að hún hefði góöan skilning á sveitarstjórnarmálum, og jafnréttismál, sem heyra undir félagsmálaráðu- neytið, þóttu í góöum höndum hjá Jóhönnu. Hvað hefur henni unnist? Tvö helstu frum- vörp hennar um húsnæöismál, um almenna kerfiö og um kaupleiguna, reynast innantóm sýndaruppfylling kosningaloforöanna, í fyrsta lagi vegna þess aö upphafleg markmið ráöherr- ans hafa verið útvötnuö í málamiðlunum milli stjórnarflokkanna, og í öðru lagi vegna þess að fjármagnið vantar. Forystumenn í sveitarfélögunum eru allt ann- aö en ánægöir með frammistöðu ríkisstjórnar- innar. Við fjárlagaafgreiðslu ákvað félagsmála- ráöherra afar knappa útsvarsprósentu fyrir sveitarfélögin. Ofan á þaö bætist nú að svikin eru loforð um hækkaðar greiöslur úr Jöfnunar- sjóði og frestað ákvörðun - umdeildri í ýmsum atriðum - um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, einmitt þegar sveitarstjórnir eru flestar nýbúnar að afgreiða fjárhagsáætlanir sínar. Viðbrögðin? „Menn eru hreint út sagt al- veg rasandi," sagði framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga við Þjóðviljann í gær. Rétt er og satt að ráðherrann gerði athuga- semdir við efnahagsráðstafanirnar á ríkis- stjórnarfundi. Þær athugasemdir koma þó fyrir lítið sé þeim ekki fylgt eftir. Einkanlega vegna þess að Jóhanna stendur ein og einöngruð í ráðherrahópnum, og meira að segja innan for- ystu Alþýðuflokksins. í ráðherranefndinni sem undirbjó efnahagsaðgerðirnar voru sex, tveir frá hverjum stjórnarflokkanna. Frá Sjálfstæðis- flokknum formaður flokksins og varaformaður. Frá Framsóknarflokknum formaður flokksins og varaformaður. Frá Alþýðuflokknum formað- ur flokksins, - og Jón nokkur Sigurðsson. Ekki varaformaðurinn, Jóhanna Sigurðardóttir, þótt aðgerðirnar kæmu harðast niður á málum fé- lagsmálaráðuneytisins. Þessi mótbyr Jóhönnu og einangrun kemur fram með ýmsum hætti. Til dæmis í þeim einleik að leggja fram á þingi stjórnarfrumvörp sem stjórnarþingmenn styðja ekki. Til dæmis í ráð- hússmálinu þarsem hún var neydd til að beygja af leið vegna bandalags Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar við samráðherra Jóhönnu úr Alþýðuflokknum. Til dæmis þegar ráðherr- ann blandar starfsfólki sínu í pólitískar deilur á þingi við aðra stjórnarliða. Pólitísk einangrun hennar kemur einnig fram í furðulegum málarekstri hennar á hendur Þjóð- viljanum fyrir siðanefnd blaðamanna. Og staða hennar meðal ráðamanna í Alþýðuflokknum kemur nöturlegast fram í þeirri undarlegu máls- vörn í nýlegum leiðara Alþýðublaðsins að þing- menn úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki veitist eins harkalega að ráðherranum og raun ber vitni vegna þess að Jóhanna er kona! Staðreyndir málsins koma lítið við kyninu á ráðherrum Alþýðuflokksins. Staðreyndirnar eru nefnilega þær að Jóhanna Sigurðardóttir er eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem kemst í ein- hverja grennd við félagshyggju og jafnaðar- stefnu. Jóhanna passar ekki í ríkisstjórnina. Þessvegna er ráðherranum stillt uppvið vegg í einu málinu af öðru, - af þeim ástæðum fyrst og fremst sprettur ráðherranum það hugboð að jafnt og þétt sé verið að gera sér óbærilegt að starfa innan ríkisstjórnarinnar. Og þessvegna á Jóhanna Sigurðardóttir ekki nema tvo kosti fyrir höndum. Annar er sá að gleðjast einsog þægur rakki yfir því litla sem frá veisluborðinu er kastað. Hinn er sá að hætta störfum í hinni óbærilegu ríkisstjórn. í sporum Jóhönnu Sigurðardóttur er trúverð- ugum stjórnmálamanni aðeins fær önnur leiðin. -m KUPPT OG SKORtÐ Riddaraslagur hjá SÍS Einu sinni var kveðinn gaman- bragur um Vilhjálm Þór og þá Iýst væntanlegri inngöngu hans í Himnaríki - en þar var tekið á móti honum með svofelldum orð- um: „Velkominn á eilífan aðalfund hjá SÍS“. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og margir kaupfélags- stjórar hafa oltið upp eða niður mannvirðingastigann eða þá út af honum. Og nú er SÍS allt í einu orðið þvflíkt ófriðarbæli að mið- að við þau ósköp ríkja ástir sam- lyndra hjóna á öðrum bæjum, hvort sem þeir heita Alþýðu- bandalag, verklýðshreyfing eða Sjálfstæðisflokkur. Tíminn hefur þungar áhyggjur af þeim óvinafögnuði sem SÍS- menn magna upp og telur lífsnauðsyn á að sverð séu slíðr- uð. Hér og þar er talað um að SÍS blátt áfram riði til falls út af deilum um það hver skuli vera forstjóri yfir annexíunni í Amer- íku. En það skrýtnasta er, að allir koma sér saman um að halda því fram að þetta mál komi ekkert við hvorki stefnumálum SÍS né heldur ágreiningi um það sem gera þurfi í rekstri. Hver eftir annan talar um sambúðarerfið- leika höfðingja og þar eftir tor- tryggni, fjandskap, persónu- njósnir og rógmaskínur - og helst ekki annað. Samvinnuhreyfingin má svo- sem muna sinn fífil fegri á íslandi. Forystumenn í SÍS hafa flestir komið sér fyrir langt frá þeim hugsjónaviðhorfum sem gerðu hér áður fyrr ráð fyrir því, að samvinnufélag væri þýðingar- mikil burðarstoð í húsi nýs og betra samfélags. Með þeim af- Ieiðingum náttúrlega að í vitund fólks þurrkast út munur á sam- vinnufélagi og öðrum rekstri í landinu. Þegar Morgunblaðið og Tíminn hafa verið að æsa sig upp út af samvinnufélögum og kaup- mönnum rétt eins og Jónas frá Hriflu væri enn að glíma við Thorsarana, þá hafa þau stíl- brögð fyrst og fremst vakið undr- un og kæti - svo erfitt hafa menn átt með að viðurkenna að eitthvað það héngi á spýtunni sem máli skipti. Engu að síður finnst lítt fróðum utangarðsmanni for- stjóradeilan mikla einstaklega ömurleg: það er, þrátt fyrir allt, eitthvað það í arfi og mögu- leikum samvinnuhreyfingar sem fær okkur til að reiðast því, að hún sé svo grátt leikin í hinum fáránlega og meiningarlausa riddaraslag sem nú stendur yfir. Orð í bjórtunnu Skyldi ekki hafa verið skrifað fimm sinnum meira um bjór- frumvarpið í blöðin að undan- förnu en t.a.m. um kjaramál og samninga? Áreiðanlega. Enda er það svo, að meðan hver af öðrum lýsir því yfir, að hann skilji ekki kjaramál og enn síður sjálfa samningana, þá eru allir stútfullir af skilningi og sannfæringu þegar spurt er um sterkan bjór. Bjórvinir halda því stíft fram sumir, að allt tal bjórandstæðinga um aukinn drykkjuskap sem í vændum er talinn, sé út í hött. Það sem skipti máli sé réttur mannsins til að gera það við sitt líf sem honum sýnist, eins þótt hann vilji reykja úr sér lungun eða íprengja sig á bjór. Þetta sé sem- sagt spurning um mannréttindi. Og eins og vonlegt er setur mann nokkuð hljóðan þegar heimtuð eru mannréttindi, því öll erum við skíthrædd um að vera kölluð stjórnlynt forræðishyggju- fólk, og þaðan af verra. Klippari leyfir sér samt að halda, að þegar þingmenn skoði þetta mál þá þurfi þeir blátt áfram að vega saman þetta hér: mannréttindaskerðingu bjór- banns og nokkuð svo fyrirsjáan- legar afleiðingar bjórfrelsis. Spyrja einnar spurningar: hvort bölið er minna? Og við vitum að bjórinn mun stækka áfengisvand- ann talsvert, og að hann var ær- inn fyrir og að hinn aukni vandi mun m.a. bitna á sárasaklausum börnum. Á hinn bóginn getum við leyft okkur að vona að sú mannréttindaskerðing sem felst í bjórleysi sé ekki neitt afskaplega sársaukafull, enda hafsjór af öðru áfengi í umferð. Og ekki meira um það. Af samanburðar- fræðum í greinarkorni hér í blaðinu var rakin saga Stalínmála í Sovétríkj- unum. Þess var þá getið meðal annars, að einatt heyrðust þær raddir (Klippari hefur heyrt þær bæði í Reykjavík og Moskvu) sem teldu meira en óþarft að „sverta minningu látins manns“ og var það orðalag valið í tengsl- um við „blaðaumræðu af öðru ti- lefni“ hér á íslandi. Þeir á Tímanum sáu það af hyggjuviti sínu að hér var komið orðalag úr skrifum um fortíð Stefáns Jóhanns Stefánssonar og þótti þar með af stað farin sví- virðilegur samanburður á mörg- um og stórum illvirkjum Stalíns og meinlausri pólitískri sjálfs- bjargarviðleitni eins af foringjum Alþýðuflokksins. Maður segir nú eins og SteingrímurHermannsson: Þetta er vitanlega misskilningur. Það dettur ekki nokkrum lifandi manni í hug að bera þá saman Jósef Stalín og Stefán Jóhann (þeir mundu báðir snúa sér við í gröfum sínum og ofsækja saman- burðarfólið). Þessir tveir menn eiga náttúrlega ekkert annað sameiginlegt en að eiga sér aðdá- endur sem ekki vilja vamm þeirra vita. Svo einfalt er það nú. Rétt eins og þeir eiga ekkert sameigin- legt Knud Hamsun og Indriði G. Þorsteinsson annað en að hafa skrifað bækur sem eiga sér upp- haf og endi. Og rétt eins og þeir eiga ekkert annað sameiginlegt Winston Churchill og Þorsteinn Pálsson - svo enn séu víti höfð til að varast - annað en að vera íhaldssamir forsætisráðherrar sem lofuðu þjóðum sínum mikl- um örðugleikum á þeim stundum sem hvor um sig taldi örlagaríkar. ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, óttarProppé. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjömsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljosmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Cftlitstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrolðolu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlaíurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.