Þjóðviljinn - 04.03.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Side 9
HEIMURINN V-Þýskaland Dökkt hjá krístilegum Kannanir segja tvö gömul vígi CD U í hættu í fylkiskosningum í vor Það virðist á brattan að sækja lyá Kristiiegum demókröt- um, flokki Kohls kanslara, fyrir tvennar mikilvægar fyikiskosn- ingar í vor. Kannanir benda til að flokkurinn muni tapa fylgi í hvor- umtveggja kosningunum, og á landsvísu fá kristilegu flokkarnir nú lægstu fylgistölur i langan tíma. Kjósendur í Baden-Wúrttem- berg, það „land“ sambandslýð- veldisins sem tekur yfir suðvest- urhlutann, ganga að kjörborðinu 20. þessa mánaðar, og kynnu kosningarnar að binda enda á einu meirihlutastjórn CDU í fyl- kjunum. í könnun í nýjum Spieg- el eru menn spurðir hvað þeir haldi um niðurstöðurnar og telja 52% að meirihluti CDU falli. Slík úrslit væru mikið áfall fyrir flokk Kohls, sem þá yrði alstaðar að reiða sig á stuðning frjáls- lyndra demókrata. Slík niður- staða yrði einnig vatn á myllu Strauss og CSU-flokks hans, sem í Bayern hefur traustan meiri- hluta að styðja sig við í skæru- hernaðinum við systurflokk sinn annarstaðar í landinu. í maí verður svo kosið nýtt þing í Slésvík-Holstein, og er þar útlit fyrir að jafnaðarmenn með Björn Engholm í broddi fylkingar taki öll völd eftir hneykslismálið í síð- ustu kosningum. Slésvík- Holstein hafði frammá síðustu misseri verið talið nær óvinnandi vígi kristilegra. Um 70% telja vís- an kratasigur í Slésvík og Holtsetalandi af þeim sem Spieg- el spyr, en í fylkiskosningunum skorti SDP aðeins tvö þingsæti á meirihlutann. Fari sem horfir yrðu kristilegir í stjórnarand- stöðu á Kielar-þingi í fyrsta sinn í 38 ár. í skoðanakönnun Spegilsins um fylgi yfir landið allt hafa báðir stóru flokkarnir um 40%, og hafa kristilegir, sem fengu 44,3% í þingkosningum í ársbyrjun í fyrra, ekki komist lægra í þessum könnunum síðari árin. Það eru fyrst og fremst Frjálsdemókratar, flokkur utanríkisráðherrans Genschers, sem njóta fylgis- lægðar kristilegra, fá um 12%, en græningjar halda sínum styrk nokkurnveginn með 8%. Utanríkisráðherrann nýtur einnig mests trausts kjósenda Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa. Mikiö úrval. Lækkaö verö. % tl lcrifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275 Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36.900.- stgr. FC-5 kr. 39.900,- stgr. Skrifvélin sími 685277 samkvæmt könnuninni, og óska 77% þess að hann hafi meiri áhrif. Kohl kanslari er aðeins ní- undi í því hlaupi, aftanvið bæði fjándvin sinn Strauss og Vogel formann SPD. Bjöm Engholm, forystumaður SPD í Slósvík-Holstein. Líklegur til sigurs í vor. tmr Ƨ * Mw' SiW i | ,, ATTÞÚ RÉTTÁ HÚSNÆÐISBÓTUM? Aðeins þeir sem keyptu eða hófu byggingu íbúðarhúsnæðis í fyrsta sinn til eigin nota á árunum 1984-1987 eiga rétt á húsnæðisbótum. Upplýsingabæklingur með nánari skýringum um húsnæðisbætur svo og umsóknareyðublöð um húsnæðisbætur liggja frammi hjá öllum skattstjórum sem einnig veita nánari upplýsingar. Frestur til að skila umsóknum um húsnæðisbætur 1988 til skattstjóra viðkomandi umdæmis ertil 1. april n.k. -Sendið inn umsókn sem fyrsf RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.