Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF lágmarkslaun - nauðsyn lögbindingar Afrekasaga verkalýðsforyst- unnar hin síðustu árin er raunaleg lesning. Þjóðarsáttin fræga, sem æðsta forysta ASÍ stóð fyrir, markaði í raun önnur og meiri þáttaskil í baráttu hreyfingarinn- ar en linkan 1983. Og það er sorg- ieg staðreynd, að síðan hefur hvorki kjarkur né leiðsögn for- ystunnar batnað, meðan upp hef- ur sprottið herskátt blóð og ungt á meðal hinna gömlu og reyndu Lappa á skrifstofu VSÍ. Stöðnunin andspænis vel vopn- um búinni og endurnýjaðri for- ystu á fjandvinavængnum endur- speglaðist ljóslega í nýgerðum kjarasamningum. Samningarnir voru nefnilega mjög í anda hinn- ar alræmdu þjóðarsáttar, og þjóðin fékk enda að sjá talsmenn VSÍ koma fram í ljósvakanum með sigurbros á vör. Kjaraskerðing - láglaunafólk Þó eru nýju samningarnir fyrir tveggja þátta sakir merkilegri - og ef til vill verri - en þjóðarsátt- in, sem hin þverpólitíska forysta Grensásdeildarinnar gerði á sín- um tíma við VSÍ og þáverandi ríkisstjórn. ífyrsta lagi, þá hika nú forystu- menn atvinnurekenda ekki við að fullyrða upp í opið geðið á launa- fólki, að samningamir muni vit- anlega leiða til kjaraskerðingar, í besta falli kjarastöðnunar. Á einstökum talsmönnum VSÍ hefur ekki mátt annað skilja en forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar hafi verið það ljóst, að Össur Skarphéðinsson skrifar búið að klúðra málum húsbyggj- enda rækilega áður. Og rétt á meðan þetta er að gerast skrifa menn svo undir samninga, þar sem fiskverkafólki er boðið upp á lágmarkslaun innan við 32 þúsund krónur! forystumenn hreyfingarinnar hafa beinlínis fullyrt, að þeir geti ekki annað en leitt til skerðingar upp á að minnsta kosti fjögur prósent. / annað stað, þá blandast nú engum hugur um, að láglauna- Það er líka réttmætt að spyrja - bæði félaga vora í verkalýðsfor- ystunni og aðra - hvað halda menn eiginlega að sé hægt að bjóða fólki upp á mikið? Matarskattur upp á 10 prósent var lagður á launafólk síðasta „Einsog verkalýðshreyfingin er á sig komin er hún einfaldlega ekkifœr um að tryggja launafólki það kaup sem þarftil að lifa af Þetta er dapurleg staðreynd. En hún er sönn, - og afhenni verður að taka mið. Þessvegna á launafólk nú ekki nema eina nauðvörn: lögbindingu lág- markslauna‘‘ Eru þessir frægu aðilar vinn- umarkaðarins búnir að glutra niður öliu siðgæði? Lögbinding - nauðsynleg nauðvörn Af þessu má draga tvær álykt- anir. Einsog verkalýðshreyfingin er á sig komin, er hún einfaldlega ekki fær um að tryggja launafólki það kaup sem þarf til að lifa af. Þetta er dapurleg staðreynd. En hún er sönn - og af henni verður að taka mið. Þessvegna á launafólk nú ekki samnmgarntr fela í sér skerðingu. Svo mikið er víst, að valdamiklir fólkið er skilið eftir á berangri. Fiskvinnslufólki er boðið upp á lágmarkslaun sem ná ekki einu sinni 32 þúsundum króna. Er nema von þó einhverjutn blöskri? Þjóðinni mun svo seint gleymast eftirleikurinn einsog hann birtist á skjánum, þegar bál- reiðir verkamenn úr brjóstvörn hreyfingarinnar risu upp einsog björn með hramminn á lofti. Þessi sanngjarna reiði al- mennra verkamanna á Dags- brúnarfundinum ætti að sýna kontóristunum, að í kjarasamn- ingum dugar ekki bara að urra endalaust. Stundum verður að bíta. haust og hækkaður tiltölulega hljóðlega upp í 25 prósent um áramótin. Hluti hækkunarinnar var að vísu falinn með tíma- bundnum niðurgreiðslum en við vitum líka, að ríkisstjórnin hyggst síðar á þessu ári lauma afgangin- um heimullega á fólk með því að draga úr niðurgreiðslum. Bílatryggingar eru að hækka allt að 60 prósent! Mjólk, helsta neysluvara barn- afjölskyldna, er að hækka ásamt öðrum landbúnaðarvörum ein- mitt þessa dagana. Gengið er fellt um 6 prósent, og ríkisstjórnin lætur skína í aðra gengisfellingu síðar á árinu. Það er dregið úr fjárveitingum til Húsnæðisstofnunar, og var þó nema eina nauðvörn: lögbind- ingu lágmarkslauna. Að sönnu er hægt að tína til margvísleg rök gegn því að lög- gjafinn setji afdráttarlaus ákvæði um hver skuli vera lægstu - eða hæstu - laun í þjóðfélaginu. Og það eru heldur ekki nema eitthvað 6-8 mánuðir frá því að ég skrifaði sjálfur grein einmitt gegn lögbindingu lágmarkslauna með hliðsjón af þeim rökum. En eftir enn eina kjarasamn- ingana, þar sem láglaunafólkið er blygðunarlaust skilið eftir á köld- um klaka, þá er mér orðið ljóst að einsog málum er nú háttað, er borin von að verkalýðshreyfingin geti staðið vörð um hag þessa fólks. Þá er ekki nema ein leið eftir, og það er að löggjafinn, hið háa Alþingi, taki af skarið og setji tímabundin lög um lágmarkslaun í þjóðfélaginu. I kjölfar kjarasamninganna hlýtur þetta að verða krafa allra sanngjarnra manna á næstunni, hvar í flokki sem þeir standa. Það brennur vitaskuld heitast á fé- lögum í Alþýðubandalaginu út um allt land að reisa þessa kröfu sem hæst og sem víðast. Þjoðstjorn í ASÍ Alþýðusamband íslands hefur allt of lengi fylgt fram svokallaðri þjóðarsáttarstefnu, sem stundum er líka kennd við Singapore. Þessi stefna hefur birst með tvennum hætti: Annars vegar hefur forysta Al- þýðusambandsins beitt sér fyrir þríhliða kjarasamningum, þar sem ríkisvaldið hefur leikið eitt SKAK ► Jón L. vann sjöttu skákina í röð! Margeir vann Helga Einn áhorfandi á Reykjavíkur- skákmótinu í gærkveldi sagði að mótið væri ekkert spennandi lengur því Jón L. Árnason væri svo gott sem búinn að tryggja sér sigur. Það má segja að það sé dá- lítið til í þessum orðum því að í 8. umferð vann Jón L. Danann Car- sten Höi. Þar með hefur Jón unn- ið sex skákir í röð og er langefstur með 7 1/2 vinning. Jón L. hafði hvítt gegn Höi og kom upp Pirc-vörn. Jón fékk yfir- burðastöðu eftir byrjunina og neyddist Höi til að gefa peð. Staða Höi batnaði hinsvegar ekki við þetta og til að bæta gráu ofan á svart þá lenti hann í bullandi tímahraki. Það fór svo að Höi féll á tima í tapaðri stöðu. Almennt var búist við því að Sovétmennirnir M. Gurevich og S. Dolmatov myndu gera stutt jafntefli eins og „vaninn“ er. Það var nú öðru nær því Gurevich fórnaði peði í byrjuninni fyrir frjálsari stöðu. Þegar skákin fór í bið þá virtist Dolmatov hafa snú- ið taflinu við. Helgi Ólafsson er alveg heillum horfinn í mótinu. Hann hafði svart gegn Margeiri Pét- urssyni og fékk aðeins verra tafl út úr byrjuninni. í endataflinu lék hann síðan skyndilega af sér manni og gafst upp. V. Kotronias, sem er grískur, hefur komið nokkuð á óvart í mótinu. Hann hafði hvítt gegn Þresti Þórhallssyni og fékk betra tafl. Þröstur komst út í hróks- endatafl með peði minna. Skák þeirra fór í bið og eru jafnteflislíkur Þrastar frekar litl- ar. W. Browne og L. Polugaevsky tefldu saman. Þeir lentu báðir í miklu tímahraki og í hrakinu tókst Browne að gabba Polu; fórnaði manni og allt í einu var Polu óverjandi mát! Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Carstcn Höi Pirc-vörn. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 (Höi teflir Pirc-vörn iðulega en eftir þessa skák mun hann eflaust þurfa að endurskoða byrjanaval- ið!) 4. f4 (Karpov velur alltaf rólegri leiðina 4. Rf3.) 4. - Rf6 5. Rf3 0-0 (Algengt er 5. - c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2.) 6. Bd3 Ra6 7. 0-0 c5 8. d5 Bg4 9. Bc4 (Þessi leikur kom fyrst fram í skákinni S. Dolmatov - A. Cern- in á sovéska meistaramótinu 1987. Áður var leikið 9. h3 Bxf3 10. Hxf3 (10. Dxf3 Rb4) og hvíti hrókurinn á f3 stendur ekki vel.) 9. - Rc7 10. h3 Bxf3 11. DxO Rd7 12. a4 a6 13. Bd2! (Nýjung Jóns L. Dolmatov lék í áðurnefndri skák 14. Dd3 en eftir 14. - Rb6 15. Ba2 Dd7 16. a5 Rc8 17. Bd2 b5 18. axb6 Rxb6 var staðan óljós.) 13. - Hb8 14. De2 Kh8 (Ef 14. - b5 þá 15. axb5 axb5 16. Rxb5 Rxb5 17. Bxb5 Bxb2 18. Ha7 og hvítur stendur betur.) 15. a5 He8? (Svartur varð að reyna 15. - e616. fxe6 Rxe6 17. Dd3 Rd4 18. Rd5 en hvítur stendur samt sem áður betur.) 16. Dd3! Dc8 17. b3 (Svartur hótaði að losa um sig með 17. - b5 18. axb6 Rxb6 19. Bxa6 Rxa6 20. Dxa6 Dxa6 21. Hxa6 Rc4. Textaleikur Jóns kemur í veg fyrir allt svona lagað.) 17. - Ha8 18. Hael b5 19. axb6 Rxb6 20. e5 Dd7 21. Re4 (Hvítur hefur nú yfirburða- stöðu.) 21. - Rb5 22. Rg5 e6 (Ekki 22. - Hf8 vegna 23. Rxf7! Hxf7 24. e6 og vinnur. Til greina kom 22. - f6 en eftir 23. Re6 er svarta staðan hryllileg að sjá.) 23. Bxb5 axb5 24. dxe6 fxe6 25. Dxd6 (Hvítur hefur nú unnið peð og hefur þar að auki betri stöðu. A skákmáli er sagt að nú sé aðeins tæknileg úrvinnsla eftir. Svartur velur eina framhaldið sem gefur ofurlitla von.) 25. - Ha2 27. Hcl Rb6? 26. Dxd7 Rxd7 (Tapar öðru peði en svartur var kominn í mikið tímahrak þegar hér var komið við sögu. Skást var 27. - Kg8.) 28. Rf7+ Kg8 RxbS c4 29. Rd6 Hb8 31- Rc3 Hb2 32. Be3! (Að öllum líkindum yfirsást Dan- anum þessi leikur. Nú er 32. - bxc4 svarað með 33. Bxb6 Hxb6 34. Ra4 og hvítur vinnur skipta- mun. Svarta staðan er því greini- lega töpuð og þar að auki var Höi alveg að falla á tíma.) 32. - Rd7 33. bxc4 Bf8 34. Re4 Hc8 35. Bd4 Ha2 36. Rg5 Ha6 37. Hal Hac6 38. Ha7 Rb6 39. Rxh7 (Hótar 40. Rf6+ Kh8 41. Hh7+ mát.) 39. - Bg7 40. Rf6+ Bxf6 (Svartur féll á tíma um leið og hann lék þessum 40. leik. Eftir 41. exf6 er svarta staðan kolt- öpuð.) HL Urslit Jón L. Árnason - C. Höi : 1-0 M. Gurevich - S, Dolmatov : bið V. Kotronias - Þröstur Þ. : bið W. Browne - L. Polugaevsky: 1-0 Christiansen - Zsuzsa Polgar: 1/2-1/ 2 Margeir P. - Helgi Ól. : 1-0 J. Barle - A. Adorjan : 0-1 E. Gausel - G. Dizdar : 1/2-1/2 Karl Þorsteins - Jón G. : 1-0 Davíð Ól. - Hannes Hlífar : 0-1 J. Polgar - Guðmundur G. : bið Halldór G. - R. Akeson : 1/2-1/2 Róbert H. - W. Schön : 0-1 Jóhannes Ág. - J. Tisdall: 0-1 Dan Hanson - Sævar Bj. : 0-1 Tómas H. - Ásgeir Þ. : 0-1 Arnar Þ. - B. Östenstad : 0-1 Þröstur Á. - Zsofia Polgar: 0-1 Tómas Bj. - Sig. Daði : 0-1 Þráinn V. - Áskell Örn: 0-1 Árni Á. - T. Sörensen : 0-1 Benedikt J. - J. Lautier : 0-1 Bjarni Hj. - Þorsteinn Þ.: 1/2-1/2 Lárus Jó. - Magnús Sól. : bið A. Luitjen - Snorri B. : 0-1 Bogi P. - Bragi Halld. : 1/2-1/2 Stefán B. - Ögmundur K.: 1-0 Biðskáklr úr 7. umferð: Þröstur Þórh. - Jón L. : 0-1 Zsuzsa Polgar - Margeir: 1/2-1/2 Sævar Bj. - W. Browne : 0-1 W. Schön - Halldór G. : 1/2-1/2 Árni Á. - Benedikt J. : 1/2-1/2 Staðan Staða efstu manna eftir átta umferðir: Jón L. Árnason Margeir Pétursson W. Browne A. Adorjan M. Gurevich S. Dolmatov V. Kotronias Þröstur Þórhallss. C. Höi L. Christiansen G. Dizdar Zsuzsa Polgar E. Gausel Karl Þorsteins. Hannes Hlífar 71/2 51/2 51/2 51/2 5+biðskák 5+biðskák 5+biðskák 5+biðskák 5 5 5 5 5 5 5 'Föstudagur 4. mars 1988' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.